Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TAFLFÉLAGIÐ Hrókurinn var í efsta sæti í 1. deildinni eftir fyrstu umferðina í deildakeppninni í skák með átta vinninga en Hellirinn og Skákfélag Akureyrar voru í öðru og þriðja sæti með 6,5 vinninga. Lið Hróksins fóru mikinn í upp- hafi og deildu einnig efstu sætum 2.-4. deilda með öðrum liðum en það hefur vart gerts áður að sama lið sé efts í ölum deildum. Um þrjú hundruð skákmenn tefla ríflega fimm hundruð skákir á deildamótinu sem fram fer í húsa- kynnum B&L en fjórða og loka- umferðin verður tefld í dag frá 10 til 15 og er aðgangur að mótinu ókeypis. Sex erlendir skákmenn tefla með a-liði Hróksins og í a-liðinu er stór- meistarinn Regina Pokorna frá Slóvakíu en þetta er í fyrsta sinn sem kona teflir í fyrstu deildinni. Kona teflir í fyrsta sinn í 1. deildinni Regina, sem stundar háskólnám í Bratislava, er að koma hingað í fyrsta skipti. „Vinur minn, stór- meistarinn Tomas Oral frá Tékk- landi, stakk upp á því að ég kæmi hingað og tefldi, hann hefur líklega viljað sjá annað en karlmannsandlit á mótinu.“ Prokorna er aðeins tvítug að aldri en það eru þó tvö ár síðan hún náði stórmeistaratitli kvenna á Evr- ópumóti unglinga í skák. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Íslands en ég verð bara hérna meðan á mótinu stendur. Jú, auðvitað vann ég fyrstu skákina, það er skylda mín, ég var ekki fengin hingað til að tapa.“ Prokorna segir nokkuð misjafnt hvernig karlmennirnir bregðast við þegar þeir tapa fyrir henni: „Sumir taka þessu með jafnaðargeði og segja að ég sé sterkur skákmaður og hafi teflt vel. Enn aðrir verða hins vegar alveg miður sín.“ Mjög erfitt að tefla á svona móti Mikil stemmning var þegar fyrsta umferðin hófst og þótt lítið væri talað við skákborðin stungu vara- og fylgismenn saman nefjum og mátu stöðu og horfur. Bolvíkingar, sem tefla í 1. deild- inni, steinlágu fyrir liði Hróksins í fyrstu umferðinni enda var Sæ- björn Guðmundsson ekki mjög bjartsýnn þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Nú er sveitin svo vel skipuð að maður er bara orðinn varamaður. Jú, það er alltaf spenna að sjá hverjir tefla fyrir hvert félag, sérstaklega hjá Hróknum sem er farinn að manna sveitina með er- lendum stórmeisturum. Ég er ansi hræddur um að þetta verði erfitt hjá okkur núna enda misstum við tvo sterka menn úr sveitinni fyrir þetta mót.“ Sæbjörn segir að það sé ekkert síðra að horfa á og það sé erfitt að tefla á svona móti, þetta sé geysistíf helgi fyrir skákmennina. Garðar Guðmundsson frá Tafl- félagi Seltjarnarness sagði að stofninn í liði sínu væri gamlir fé- lagsmenn. „Ég hef verið meira eða minna með frá upphafi deilda- keppninnar. Ég var einu sinni for- maður félagsins í tíu ár, svo hætti ég þessu og þá lognaðist þetta út af. En við teflum svona annan hvern fimmtudag núna í skákklúbbi, þetta eru allt saman gamlir félagsmenn sem voru með mér í gamla daga og svo höfum við bætt við sjö til átta mönnum þannig að við erum 15–16 manna hópur. Þetta er fjórða árið sem við erum með í deildakeppninni. Þetta er rosalega stíft mót og það gafst einn af okkur upp eftir mótið í fyrra, hann treysti sér ekki í þetta lengur. En það er alltaf jafngaman að vera í kringum þetta, ég vil alls ekki missa af því,“ sagði Garðar. Skákmenn Laugdæla voru einbeittir í fyrstu umferðinni. Morgunblaðið/Jim Smart Regina Pokorna frá Slóvakíu. Hrókurinn fer mikinn JÓHANN Árnason, forstöðumaður Sunnuhlíðar og formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, tel- ur að ríkisvaldið þurfi að taka upp ný vinnubrögð við ákvörðun fjárfram- laga til heilbrigðisstofnana í fjár- lagagerð. „Vandinn er að það er aldr- ei farið í grunninn á þessum gjöldum og fundið út hvar skórinn kreppir,“ segir Jóhann og bætir við að mál- unum sé síðan ætíð bjargað fyrir horn á fjáraukalögum. „Á hverju ári er halli á þessum rekstri, það þarf að leiðrétta grunninn, hann er ekki réttur og þess vegna fer þetta úr skorðum á hverju ári.“ Árið 1999 kannaði Ríkisendur- skoðun rekstrarkostnað sjúkra- stofnana. Sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi á miðvikudagskvöld að í kjöl- farið hefði halli stofnana verið gerð- ur upp og heildarútgjöld, eins og stofnanirnar höfðu áætlað þau, lögð til grundvallar í fjárveitingum fyrir árið 2000. Aðeins tveimur árum síðar virtist allt komið í fyrra horf. Daggjaldastofnanir með svimandi halla Jóhann segir þetta gert á forsend- um ríkisins. „Þetta var ekki gert í samráði við neina af þessum stofn- unum sem ég þekki til, það getur verið öðruvísi fyrir stofnanir ríkis- ins. Það hefur ekki verið haft sam- band við sjálfseignarstofnanir um þessa fjárlagavinnu. Við getum séð hvernig daggjaldastofnanir standa í dag, þær eru með svimandi halla á sínum rekstri, það hefur ekki verið reynt að lagfæra neitt,“ segir Jó- hann. Hann nefnir sem dæmi að 2001 hafi verið reiknað út að daggjaldið þyrfti að vera 5.813 krónur, en í byrj- un þessa árs hafi verið gefið út að daggjaldið ætti að vera undir 4.600 krónum. „Það er talað um að núllstilla stofnanir, setja inn einhvern pening og þær eigi að byrja á nýjum grunni. Það þarf að núllstilla grunninn, reikna hver hann á að vera og hækka með vísitölu eða fyrirfram ákveðnum útreikningum. Alþingi lendir í þessu á hverju einasta ári, ef þeir fara ekki að breyta vinnubrögðum hjá sér.“ Vill taka upp ný vinnu- brögð við fjárlagagerð MJÖG vætusamt var í Reykja- vík í nýliðnum septembermán- uði, en þá var úrkoma í 25 daga og hefur ekki verið eins vætu- samt á þessum tíma í 43 ár. Meðalhitinn í Reykjavík í september var tveimur gráðum yfir meðallagi, 9,4 gráður, eða sá sami og í fyrra, en mun lægri en 1996. Úrkoman mældist 124,2 millimetrar sem er tæp- lega tvöföld meðalúrkoma og mesta úrkoma síðan 1959, þeg- ar hún mældist 156,5 mm. Sól- skinsstundirnar mældust 76,1 og hafa þær ekki verið færri síðan 1996, þegar 55 sólskins- stundir mældust, en 1943 voru 38 sólskinsstundir. Meðalhitinn á Akureyri var 9,2 gráður sem er 2,9 gráðum yfir meðallagi, en þar var einn- ig mun hlýrra 1996 eða 11,4 gráðu meðalhiti. Úrkoman var rúmlega tvöföld meðalúrkoma eða 80,8 mm og hafði ekki verið meiri síðan 1981 þegar hún mældist 96,6 mm. Sólskins- stundir mældust 81,4 sem er 3,6 stundum undir meðallagi. Trausti Jónsson veðurfræð- ingur segir að þótt oft hafi verið hlýtt í veðri hafi kaldir dagar inni á milli dregið úr meðalhit- anum. Mikil úrkoma var í mán- uðinum og í Reykjavík voru að- eins fimm þurrir dagar. Að sögn Trausta var veðrið dæmi- gert fyrir september á svo- nefndu hlýindaskeiði 1925 til 1965, en hann segir að þá hafi verið mjög margir hlýir sept- embermánuðir. Úrkoma í 25 daga í september FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að skjóta til dómstóla úr- skurði sem óbyggðanefnd kvað upp í vor í máli er tók til Biskups- tungnaafréttar og efstu landa í Biskupstungnahreppi, nú Blá- skógabyggð. Í tilkynningu fjármálaráðuneyt- isins segir að í umræddu máli reyni á ýmis þýðingarmikil lögfræðileg álitaefni þar sem niðurstaða geti haft fordæmisáhrif á öðrum svæð- um. „Úrskurðir óbyggðanefndar um lögfræðileg álitamál eru ekki bind- andi fordæmi í dómsmálum og fyr- irliggjandi dómsúrlausnir takmark- aðar. Mikilsverðir opinberir hags- munir eru því þar af leiðandi samfara að dómstólar verði strax í upphafi látnir skera úr um helstu lögfræðileg álitaefni. Niðurstöður yrðu bindandi fordæmi fyrir óbyggðanefnd Niðurstöður dómstóla yrðu þá bindandi fordæmi fyrir óbyggða- nefnd í síðari málum fyrir nefnd- inni. Með því yrði og komið í veg fyrir hugsanlegt misræmi milli úr- skurða óbyggðanefndar og dóma Hæstaréttar sem seinna kynnu að verða kveðnir upp vegna sambæri- legra álitaefna,“ segir þar. Úrskurðurinn sem skotið verður til dómstóla er einn af sjö úrskurð- um í málum í norðanverðri Árnes- sýslu sem óbyggðanefnd kvað upp í vor. Ekki er talin ástæða til þess af hálfu fjármálaráðherra að skjóta öðrum úrskurðum nefndarinnar til dómstóla. Afréttur í Biskups- tungnahreppi Málinu verður skotið til dómstóla HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá dómi kröfu konu sem krafðist úr- skurðar um lögmæti húsleitar lög- reglu á dvalarstað hennar. Konan var handtekin í júlí sl. þar sem hún dvaldist ásamt syni sínum í vinnu- skúr í Reykjavík. Lögreglan leitaði í framhaldi í skúrnum og lagði hald á dagbók í eigu konunnar. Konan krafðist þess að lögreglan skilaði bókinni og var krafa hennar tekin fyrir í héraðsdómi þar sem lög- reglan afhenti héraðsdómara rann- sóknargögn málsins til skoðunar. Þegar héraðsdómari tók málið fyrir að nýju 20. sept. krafðist konan að úrskurðað yrði um lögmæti hús- leitarinnar og haldlagningar á dag- bókinni. Taldi dómari ljóst af upp- haflegri kröfugerð hennar að í málinu myndi reyna á lögmæti hald- lagningarinnar og við mat á því kæmi réttmæti húsleitarinnar óhjá- kvæmilega til skoðunar. Taldi dóm- ari með hinni kærðu ákvörðun að kröfur hennar kæmust að í málinu. Í dómi Hæstaréttar segir að hús- leitinni hafi verið lokið áður en konan krafðist úrlausnar dómstóla um lög- mætið. Því gæti hún ekki borið undir dómstóla hvort lögreglan hafi mátt leita án dómsúrskurðar, enda getur varnaraðili fengið leyst úr atriðum varðandi lögmæti leitarinnar í opin- beru máli sem kann að verða höfðað um sakarefnið, eða með því að höfða einkamál til heimtu skaðabóta. Var kröfu konunnar því vísað frá. Húsleit lokið áður en krafist var úrlausnar um lögmæti hennar ÞJÓÐAHÁTÍÐ Vestfirðinga var haldin upp helgina en það er Ræt- ur, félag áhugafólks um menning- arfjölbreytni á Vestfjörðum, sem stendur að henni. Að þessu sinni var hátíðin haldin á en þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Tilefnið er sem fyrr að Vestfirð- ingar vilja með hátíðinni bjóða inn- flytjendur velkomna . Nær tvö hundruð manns voru samankomnar í íþróttahúsinu á Tálknafirði á þjóðahátíðinni en þar var leikin var tónlist frá mörg- umþjóðlöndum. Þá voru haldnir fyrirlestrar í Tálknafjarðarkirkju, þjóðbúningasýning var í íþrótta- húsinu, yngri kynslóðin spreytti sig á andlitsmálun og nemendur úr Tónlistarskóla Tálknafjarðar fluttu tónlistaratriði svo eitthvað sé nefnt. Dagskránni átti síðan að ljúka í gærkvöldi með varðeldi og söng. Fjölmenni á þjóðahátíð Morgunblaðið/Finnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (06.10.2002)
https://timarit.is/issue/250930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (06.10.2002)

Aðgerðir: