Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 37
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 37
Opið á skrifstofu okkar á
Suðurlandsbraut 20 í dag á milli kl. 14 og 16
Erum með til sölu veitingahús með krá á höfuðborgarsvæðinu. Mikil sala.
Reksturinn er í gömlu og afar sjarmerandi húsi. Frábært tækifæri fyrir sam-
henta aðila. Verð 25 millj.
Allar nánari upplýsingar veitir
Ásmundur Skeggjason á Höfða.
Veitingahús til sölui i il l
PARHÚS
Fannafold - glæsilegt einlyft-
parhús
Stórglæsilegt einlyft 126 fm parhús með
bílskúr á besta stað við Fannafold.
Glæsilegt útsýni til Esjunnar o.fl. Eignin
skiptist m.a. í tvö herbergi, baðherbergi,
eldhús og rúmgóða stofu. Vandaðar inn-
réttingar og gólfefni. Einstaklega fallegur
garður. Fjöldi mynda á eignamidlun.is.
V. 17,5 m. 2743
Vesturbrún - vandað parhús
Erum með í einkasölu ákaflega vandað
u.þ.b. 260 fm parhús með innbyggðum
bílskúr. Húsið er á tveimur hæðum og
stendur vel í nýlegu hverfi f. ofan Laug-
arásinn. Arinn í stofu og vandaðar inn-
réttingar, gólfefni og tæki. Toppeign á
eftirsóttum stað. V. 30,5 m. 2722
RAÐHÚS
Búland - glæsilegt raðhús
Vorum að fá í einkasölu ákaflega vandað
og fallegt u.þ.b. 190 fm raðhús á tveimur
hæðum (3 pöllum) við Búland. Húsið
hefur verið mikið endurnýjað m.a. glæsi-
legt eldhús og bað, olíuborið parket o.fl.
Arinn í stofu. Suðursvalir. Hægt er að
aka að húsinu að ofanverðu. 24 fm bíl-
skúr fylgir. Mjög vönduð eign. V. 25,9 m.
2746
HÆÐIR
Miklabraut
Vorum að fá í sölu 170 fm neðri sérhæð
auk 26,3 fm bílskúrs við Miklubraut.
Eignin skiptist m.a. í þrjár stofur, þrjú
herbergi, baðherbergi og eldhús. Í kjall-
ara er aukaherbergi. Frábært skipulag.
V. 16 m. 2729
Laugavegur - laus nú þegar
Nýstandsett hæð og ris ca 100 fm með
góðum 30 fm bílskúr.Stofa/borðstofa,
eldhús, bað, sjónvarpshol og þrjú her-
bergi. Íbúðin hefur öll verið tekin í gegn,
svo sem gólfefni, innréttingar, tæki, gler,
hurðar og lagnir. Nýjar tröppur og svalir.
Eignin er algjörlega standsett frá grunni
og er laus nú þegar. V. 13,9 m. 2751
4RA-6 HERB.
Flyðrugrandi - sérinng.
Glæsileg 5 herb. 131,5 fm íbúð með sér-
inngangi og um 17,5 fm svölum. Íbúðin
skiptist í forstofu, hol, þrjú herbergi,
baðherbergi, þvottahús, eldhús og stór-
ar stofur. Í kjallara er sérgeymsla, saml.
hjólag. og teppal. leikherbergi. Á þak-
hæð er saml. gufubað með flísalagðri
aðstöðu, sturtu o.fl. Verðlaunalóð. 2738
3JA HERB.
Reynimelur
Falleg, björt og snyrtileg 3ja herbergja
u.þ.b. 70 fm íbúð 3. hæð. Eignin skiptist
m.a. í eldhús, baðherbergi, tvö herbergi
og stofu. Lögn á baði. Blokk í góðu
ástandi. Laus fyrir jól 2002. V. 10,5 m.
2760
Álfaborgir - sérinngangur
Erum með í einkasölu fallega og bjarta
u.þ.b. 78 fm íbúð á jarðhæð með sérinn-
gangi. Húsið er 2ja hæða fjölbýli. Íbúðin
er mjög snyrtileg og með góðum innrétt-
ingum. Falleg sérlóð með timburverönd
og skjólgirðingum. V. 11,3 m. 2750
Furugrund - laus strax
Björt 3ja herb. íbúð á 5. hæð í góðri
lyftublokk. Íbúðin skiptist í hol,
stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi og
tvö herbergi. Íbúðin er laus nú þegar. V.
10,5 m. 2744
Laugavegur - laus núþegar
Endurnýjuð 48 fm kjallaraíbúð við
Laugaveginn. Íbúðin skiptist í hol, stofu
með eldhúsaðstöðu og tvö herbergi. Ný
gólfefni, innréttingar, tæki, gluggar, úti-
hurð og lagnir. Sérinngangur, sér-
geymsla, laus strax. V. 6,9 m. 2752
Logafold - með bílskýli
Erum með í einkasölu glæsilega u.þ.b.
100 fm íbúð á 4. hæð (efstu) í litlu og
vönduðu fjölbýli rétt niður við voginn í
Grafarvogi. Fallegar innréttingar og stór-
ar suðursvalir með glæsilegu útsýni.
Stæði í bílageymslu. Mjög vönduð íbúð.
V. 13,7 m. 2753
Kambasel - 3ja-4ra herb.
Falleg, björt og snyrtileg 80 fm 3ja-4ra
herb. íbúð á 3. hæð (efstu) með suður-
svölum. Íbúðin skiptist m.a. í tvö her-
bergi, stofu, eldhús og baðherbergi.
Sérþvottahús í íbúð. Laus fljótlega. V.
10,9 m. 2748
2JA HERB.
Klapparstígur - laus strax
2ja herb. falleg íbúð á 1. hæð í góðu
steinhúsi byggðu 1980. Stórar parket-
lagðar stofur til vesturs með stórum
svölum. Laus strax. V. 9,5 m. 2736
Aflagrandi - íbúð fyrir eldri
borgara
Björt, snyrtileg og rúmgóð 2ja herbergja
íbúð á 5. hæð sem snýr í suðurátt og
með stæði í bílageymslu. Tvær lyftur.
Suðursvalir. Mikil og góð sameign.
Laus fljótlega. V. 14,9 m. 2465
Fallegt tvílyft 181 fm raðhús í Skerjafirði með
innbyggðum bílskúr. Glæsilegt sjávarútsýni.
Eignin skiptist m.a. í fjögur herbergi, snyrtingu,
baðherbergi, rúmgott eldhús og stórar stofur.
Frábær staðsetning. Húsið verður til sýnis í dag,
sunnudag, milli kl. 13 og 16. V. 22,9 m. 2740
Einarsnes 8 - fallegt raðhús í Skerjafirði
OPIÐ HÚS
Þetta glæsilega 320 fm einbýlishús á tveimur
hæðum með stórum bílskúr verður sýnt í dag á
milli kl. 13.00 og 15.00. Rúmgóðar stofur og
góð herbergi. Falleg lóð, m.a. tveir góðir
sólpallar til suðurs. Húsið er staðsett neðst í
götu alveg við óbyggt svæði. Glæsilegt útsýni
yfir Elliðaárdalinn og víðar. Góðar innréttingar
og saunaklefi með hvíldarherbergi. Sérstaklega
útbúið sjónvarpsherbergi. Húsið er laust til af-
hendingar nú þegar. V. 29,5 m. 2546
Trönuhólar 12 - opið hús í dag
Hrefna og Eiríkur munu sýna í dag á milli kl. 13
og 15 þessa fallegu og björtu u.þ.b. 90 fm íbúð
á 3. hæð í góðu lyftuhúsi. Nýlegt parket og nýj-
ar innihurðir. Gott eldhús með búri innaf. Stórar
suðursvalir með glæsilegu útsýni. Fín sameign.
Áhv. byggsj. og húsbréf ca 6 millj. V. 10,5 m.
2596
Krummahólar 2 - íbúð 3-B - opið hús í dag
Viltu léttast
núna
Símar 557 5446 og 891 8902
alltaf á föstudögum
SUMIR hellar víðs-
vegar um heiminn
teljast til svo merki-
legra náttúru- og
menningarfyrirbrigða
að þá ber að vernda
algjörlega gegn um-
ferð almennings
vegna hættu á
skemmdum. Aðrir
hellar þola hins vegar
vel umferð og þarfn-
ast ekki sérstakrar
verndunar, þótt ávallt
þurfi að gæta öryggis
þegar ferðast er um
þá.
Flestum þykir
spennandi að takast á
hendur hellaferð, þar sem ferðast
er myrka ganga og glufur með ljós
í hönd og jafnvel hjálm á höfði.
Mjög stórir hellar fyrirfinnast á Ís-
landi og einna þekktastir eru
Surtshellir í Hallmundarhrauni og
Raufarhólshellir í Þrengslunum.
Einn sá allra stærsti fannst árið
2000 í Skaftáreldahrauni og hefur
hlotið nafnið Iðrafossar, tæplega 2
km langur. Hellarannsóknafélag
Íslands, sem var stofnað 1989, hef-
ur kerfisbundið leitað að hellum
hérlendis og kortlagt þá með vís-
indalegum hætti auk þess að gefa
út tímaritið Surt að ógleymdri
heimasíðu félagsins www.speleo.-
is, en speleology er fræðiheiti yfir
hellafræði.
Nýlega lauk alþjóðlegri ráð-
stefnu í Reykjavík um hraunhella.
Á þriðja tug erlendra hellarann-
sóknamanna sat ráðstefnuna en
þetta er tíunda ráðstefna sinnar
tegundar og er haldin í fyrsta
skiptið á Íslandi á vegum Hella-
rannsóknafélagsins.
Viðvæmum hellum
hætt við skemmdum
Meðal ráðstefnugesta var ástr-
alski umhverfisfræðingurinn Ruth
E. Lawrence sem kennir við La
Trobe háskólann í Viktoríu. Hún
flutti erindi um hellaferða-
mennsku og sagði við Morgun-
blaðið að meta þyrfti ferðamanna-
þol hella, áður en ákvörðun væri
tekin um aðgang að þeim. „Við-
kvæmir dropasteinshellar geta
skemmst mjög auðveldlega ef þeir
eru opnir almenningi og þess
vegna þarf að hefta aðgang að
þeim í verndunarskyni,“ segir
Lawrence. „Oft eru líka menning-
arsögulegar minjar í hellum sem
almenningur gæti skemmt án þess
að gera sér grein fyrir því.“
Þessa hluti þarf þó ekki að
passa upp á í öllum hellum og eru
margir þeirra opnir almenningi.
Þó verður að gæta öryggis og
reyna að fyrirbyggja slys eftir
fremsta megni. Í hellum hérlendis,
sem opnir eru almenningi er t.d.
ákveðin hætta á því að reka höf-
uðið upp undir eða detta á hálu
eða grýttu hellisgólfi.
Lawrence telur að farsælast sé
að sérfræðingar meti hella með til-
liti til ferðamannaumferðar. Hún
tekur fram að hellaferðamennska
sé stunduð með ýmsum hætti.
Þannig séu sumir hellar útbúnir
sérstakri lýsingu, þegar þeir eru
opnaðir almenningi, og ýmsum
öðrum mannaverkum. „En sú
hellaferðamennska sem fleiri og
fleiri sækjast eftir er hin svokall-
aða „villta hellakönnun“. Þá verð-
ur fólk að vera með eigin ljós og
annan búnað, enda engu slíku til
að dreifa í hellunum. Víða í heim-
inum verða þessar ferðir æ vin-
sælli en um leið valda þær okkur
hvað mestum áhyggjum, bæði út
frá verndunar- og öryggissjónar-
miðum. Ég er þeirrar skoðunar, að
í raun ætti að halda sumum hellum
leyndum fyrir almenningi ef þeir
hafa mikla þýðingu í vísindalegu
tilliti s.s. á sviði líffræði og forn-
leifafræði o.s.frv. Þetta eru hellar
sem þarf að vernda eins vel og
mögulegt er,“ segir hún og segist
síður en svo ein um þessa skoðun.
Skurðlæknir og
hellaáhugamaður
Hellaáhugamaðurinn Willam
Halliday, sem sat ráðstefnuna og
flutti þar erindi, kemur úr allt
annarri átt en Lawrence. Hann er
bandarískur skurðlæknir sem fór
á eftirlaun fyrir 14 árum og hefur
nú gefið sig alfarið að hella-
mennskunni. Má þess geta að hann
hefur skrifað 3 bækur og 300 rit-
gerðir um hella. Hellaáhugi hans
kviknaði fyrir 70 árum í Yellow-
stone þjóðgarðinum í Washing-
tonfylki þar sem hann var á ferð
með föður sínum sem ungur
drengur. „Þessi hellir var opinn al-
menningi í þá daga og við notuð-
um tréstiga til að komast niður í
hann,“ segir hann. Hellinum var
síðar lokað vegna koltvísýrings-
mengunar.
Á fullorðinsaldri notaði Halliday
orlof sín í að vinna í sumarbúðum
fyrir stráka í Virginíu og kannaði
marga kalksteinshella þar um
slóðir.
„Ég er mjög hrifinn af hinu
óþekkta og ekki síður af hinni gíf-
urlegu fjölbreytni í gerð og lögun
hella,“ segir hann um aðdráttarafl
þeirra. Þetta er þriðja Íslands-
heimsókn Hallidays og segist hann
mjög hrifinn af þeim íslensku
hellum sem hann hefur heimsótt,
m.a. Surtshelli. Hann segir hella-
ferðir ekki hættulausar en sjálfur
hefur hann aldrei lent í hættu á
ferðum sínum, enda varkár mjög
og ferðast aldrei einn. „Það er
grundvallaratriði að vera ekki
einn á ferð,“ segir hann „Rúss-
neskur vinur minn, einn besti
hellakönnunarmaður veraldar, dó
fyrir fimm árum við hellaköfun í
Úralfjöllum. Hann var einn á ferð
og þraut súrefni 30 metrum frá
hellisopinu.“ Halliday hefur
ferðast um hella víðsvegar um
heiminn en segir erfitt að gera
upp á milli þeirra. „Hellar eru afar
mismunandi. Aðdráttarafl sumra
þeirra felst í stærðinni og aðrir
njóta sín vegna vísindalegs mikil-
vægis síns s.s. á sviði fornleifa- eða
sagnfræði.“
Viðkvæma hella
þarf að vernda
fyrir ágangi
Ruth E.
Lawrence
Willam
Halliday
orsi@mbl.is