Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Auðunn
Frá Vilnius. Árangur uppbyggingarstarfs áranna sem liðin eru frá því Eystrasaltslöndin losnuðu undan sovézka okinu sést
bezt í höfuðborgunum Vilnius, Riga og Tallinn. Breytingarnar eru minna sýnilegar á landsbyggðinni.
EYSTRASALTSRÍKINþrjú, sem fyrir rúmum ára-tug losnuðu úr viðjum Sov-étríkjanna og endurheimtusjálfstæði sitt, hafa síðan
stefnt ákveðnum skrefum að fullri
þátttöku í öllum helztu samstarfs-
stofnunum vestrænna ríkja. Vonir
standa til að þeim verði öllum boðin
aðild að Atlantshafsbandalaginu
(NATO) í nóvember og að þeim takist
að ljúka aðildarsamningum við Evr-
ópusambandið (ESB) í desember.
Stefnan inn í ESB og NATO er
hornsteinn utanríkisstefnu allra
Eystrasaltslandanna. En þrátt fyrir
að umheimurinn líti gjarnan á þessi
þrjú lönd sem eina heild er margt sem
skilur þau að og hefur samkeppnin
milli þeirra um að vera fyrst til að fá
inngöngu í ESB og NATO ýtt undir
þá þróun, að hvert þeirra fari sinn eig-
in veg. Samheldnin, sem ætla mætti
að væri sterk vegna hinnar að svo
mörgu leyti sameiginlegu (og byrða-
þungu) sögu þjóðanna þriggja, hefur
liðið fyrir þessa samkeppni.
Að sögn Mariusar Laurinavicius,
aðstoðarritstjóra Lietuvas Rytas,
stærsta dagblaðs Litháens, sem
greinarhöfundur hitti í Vilnius, var
samkeppnin vissulega hörð milli um-
sóknarríkjanna allra um að standa sig
í aðildarundirbúningnum, sérstak-
lega framan af. Átti þetta einkum við
um Eystrasaltsríkin. „En nú er þessi
samkeppni algerlega fyrir bí, síðan
við vitum að við fáum öll aðild á sama
tíma,“ segir hann.
Vytautas Landsbergis, fyrrverandi
forseti litháíska þingsins, lét svo um-
mælt um miðjan tíunda áratuginn að
tímabært væri fyrir Litháa að „slíta
sig lausa úr hinu baltneska gettói“;
Litháen bæri að skilgreina sem mið-
evrópskt land. Og Toomas Hendrik
Ilves, sem um árabil var utanríkisráð-
herra Eistlands, lýsti því yfir um svip-
að leyti að Eistland væri norrænt
land og ætti bezta samleið með Norð-
urlöndunum.
Reyndar kveður svo rammt að
þessari samkennd Eista með Norð-
urlöndum, að komið hafa fram hug-
myndir um að breyta eistneska fán-
anum, sem er þverröndóttur og
skiptist í bláa, svarta og hvíta rönd, í
fána með krossmynstri eins og ein-
kennir Norðurlandafánana.
Eistar tala tungu náskylda finnsku,
baltnesku málin lettneska og litháíska
eru fjarskyld öðrum indó-evrópskum
tungumálum. Eistar og Lettar eru
lútherstrúar, Litháar rómversk-kaþ-
ólskir.
Allt frá því Íslendingar urðu sjón-
armun á undan Dönum að viðurkenna
fyrstir þjóða sjálfstæði Eystrasalts-
ríkjanna fyrir 11 árum hafa Norður-
löndin staðið með þessum grannþjóð-
um sínum í austri með ráðum og dáð.
Íslenzk stjórnvöld hafa heldur ekki
verið eftirbátar hinna Norður-
landanna í að lýsa stuðningi við við-
leitni Eystrasaltslandanna til að fá að-
ild að ESB – og reyndar Atlants-
hafsbandalaginu einnig. Nýjasta
dæmið um það eru ummæli Halldórs
Ásgrímssonar utanríkisáðherra á
ráðherrafundi Norðurlandanna og
Eystrasaltsríkjanna sem fram fór í
Tallinn í Eistlandi hinn 26. ágúst sl.
Sagði Halldór hina fyrirhugðu inn-
göngu Mið- og Austur-Evrópuríkja í
ESB einkar áhugaverða fyrir Ísland
vegna þeirra auknu samskipta- og
viðskiptamöguleika sem það hefði í
för með sér á Evrópska efnahags-
svæðinu (EES) í heild sinni. Fulltrúar
stjórnvalda í Tallinn, Riga og Vilnius,
sem greinarhöfundur hitti, sáu ekki
neitt því til fyrirstöðu að löndin gerð-
ust aðilar að EES um leið og þau
ganga í ESB.
Grunnurinn að aðlöguninni
að ESB lagður 1995
Grunninn að formlegum tengslum
Eystrasaltslandanna við Evrópusam-
bandið mynda Evrópusamningarnir
svokölluðu, sem undirritaðir voru 12.
júní 1995, en slíka samninga hefur
ESB gert við öll fyrrverandi komm-
únistaríkin sem sótt hafa um aðild að
sambandinu. Eistland, eitt Eystra-
saltslandanna, var tekið í „fyrstu-
lotu-hóp“ aðildarviðræðna (Lúxem-
borgar-hópinn svokallaða sem Pól-
land, Tékkland, Ungverjaland,
Slóvenía og Kýpur teljast einnig til)
og hefur þar með staðið í aðildarvið-
ræðum allt frá því snemma á árinu
1998. Að Eistum skyldi takast að vera
svo fáum árum eftir endurheimt sjálf-
stæðisins nógu vel á leið komnir á um-
bótabrautinni til að teljast í stakk
búnir að hefja samninga um inngöngu
í Evrópusambandið var mikil viður-
kenning fyrir það erfiði sem þjóðin
hafði lagt á sig að þessu marki. Hún
hafði brett upp ermar og ráðizt í það
mikla verk að hrista af sér arfleifð
hálfrar aldar nauðungarsamruna við
stjórn- og efnahagskerfi Sovétríkj-
anna og náð undraverðum árangri á
skömmum tíma.
Stjórnvöld í Lettlandi og Litháen
voru ósátt við þessa mismunun. Þau
urðu þó að viðurkenna að löndin áttu
langt í land á mörgum sviðum; á að-
lögun réttarkerfisins, skilvirkni
stjórnsýslunnar og samkeppnishæfni
atvinnulífsins skorti; réttindastaða
fólks sem flutzt hafði til þessara landa
á sovéttímanum var annað óleyst
vandamál, sem Eistland átti reyndar
ekki síður við að etja.
Löndin hafa enda öll tekið sig á í
umbótaþróuninni og notið margþætts
stuðnings við hana af hálfu ESB. Frá
því Lettland og Litháen hófu aðild-
arviðræður á árinu 2000 (ásamt Slóv-
akíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Möltu,
„Helsinki-hópnum“) eru þau öll þrjú
nú komin á svipað ról í aðildarund-
irbúningsferlinu. Af 31 efniskafla að-
ildarsamninganna hafa Eistland og
Litháen nú lokið 28 köflum og Lett-
land 27.
Í árlegum matsskýrslum fram-
kvæmdastjórnar ESB á aðildarund-
irbúningi umsóknarríkjanna, sem
unnar hafa verið allt frá árinu 1997,
var Litháen í fyrsta sinn í skýrslunni
fyrir árið 2000 vottað að búa yfir virku
markaðshagkerfi. Í skýrslunum um
Litháen og Lettland gerði fram-
kvæmdastjórnin athugasemdir ekki
sízt við aðgerðir stjórnvalda (eða
skort á þeim) á sviði landbúnaðar-
mála, hvað varðar umbætur í stjórn-
sýslunni og dómskerfinu, og spilling í
stjórnsýslunni og efnahagslífinu væri
allt of útbreidd. Eistland og Lettland
voru gagnrýnd fyrir stefnuna gagn-
vart ríkisfangslausum (rússnesku-
mælandi) íbúum landanna, sem ráða-
menn í ESB vilja að fái öll ríkis-
borgararéttindi sjálfkrafa, en stjórn-
völd í Tallinn og Riga telja eðlilegra
að gera kröfu um að þetta fólk taki
próf í ríkismálinu (eistnesku í Eist-
landi, lettnesku í Lettlandi) og aðrar
aðgerðir til að aðlaga það því þjóð-
félagi sem það býr í. Tilmæli erlendis
frá hvað skuli gera í þessum málum
frábiðja eistneskir og lettneskir
stjórnmálamenn sér. Þannig lét lettn-
eski utanríkisráðherrann eitt sinn svo
um mælt, að það sem skipti mestu
máli þegar upp er staðið sé ekki
magnið – þ.e. fjöldi þeirra sem veittur
er ríkisborgararéttur – heldur gæðin,
þ.e. að hinir nýju borgarar Lettlands
færi sönnur á hollustu sína gagnvart
lettneska ríkinu.
Hæst er hlutfall rússneskumæl-
andi fólks í Lettlandi, yfir þriðjungur
íbúanna, og í Eistlandi er það um
30%. Í Litháen er rússneskumælandi
minnihlutinn innan við 10% íbúa.
Arfleifð alræðis
En þótt öll þrjú löndin hafi náð
miklum árangri í umbótaferlinu, eink-
um og sér í lagi ef hann er borinn
saman við þróunina í öðrum löndum,
sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum,
eru mörg erfið vandamál enn óleyst.
Höfuðborgirnar þrjár, Tallinn,
Riga og Vilnius, gefa gesti nokkuð
skakka mynd af því hvernig ástandið
er gegnumsneitt í hverju landi.
Ferðamenn og aðrir erlendir gestir
sem erindi eiga til höfuðborganna
heillast auðveldlega af sögulegum
byggingum, tungumálafærni inn-
fæddra, góðum veitingahúsum og
margbrotnu menningar- og næturlífi.
En um leið og komið er út í jaðar
borganna og í litlu bæina í kring blas-
ir annar raunveruleiki við; niðurnídd-
ar gráar íbúðarblokkir frá sovéttím-
anum, ónýtir vegir, úreltar
verksmiðjur. Í dreifbýli, einkum í
Lettlandi og Litháen, er ástandið
verst. Rétt eins og í Rússlandi eiga
sveitaþorpin erfitt uppdráttar vegna
atvinnuleysis, fátæktar, lélegrar op-
inberrar þjónustu, brottflutnings
hinna yngri og alkóhólisma.
Hafandi séð hvernig umhorfs er í
slíkum bæjarfélögum stingur mjög í
stúf að sjá splunkunýja Porsche-
sportbíla af dýrustu gerð á götum
Vilnius, á litháískum númerum, eins
og greinarhöfundur varð vitni að.
Áætla má að einn slíkur bíll kosti
a.m.k. 30 árslaun venjulegs launþega í
Litháen. Greinilegt er að einstaka
menn hafa í þessum fátæku löndum
komizt í aðstöðu til að raka til sín fé og
hika ekki við að sýna löndum sínum
það. Kapítalisminn er ennþá býsna
hrár í „villta austrinu“.
Samfélagslegra afleiðinga áratuga
alræðislegrar undirokunar verður
líka vart á margan hátt. Til dæmis
komst Egidijus Aleksandravicius,
sem rekur sjálfstæða félagsfræðilega
rannsóknastofnun í Litháen, að þeirri
niðurstöðu að átta af hverjum tíu há-
skólastúdentum á lokaári náms væru
„sósíalískt þenkjandi“. „Fyrir þeim er
ríkið gríðarmikilvægt og ábyrgt fyrir
öllu; persónuleg ábyrgð er í algjöru
lágmarki,“ hefur tímaritið The Econ-
omist eftir honum.
Enn Soosaar, eistneskur stjórn-
málaskýrandi sem greinarhöfundur
hitti að máli í Tallinn, segir um þetta
sama vandamál, að arfleifð undirok-
unar sovéttímans sitji enn mjög í fólki
og valdi því að margir Eistar beri í
brjósti djúpstæða tortryggni í garð
hvers kyns yfirvalda. Eduards
Stiprais, skrifstofustjóri ESB-samn-
inganefndar Lettlands, segir það
sama um Letta; þeir treysti trauðla
stjórnvöldum og/eða stjórnmála-
mönnum.
Soosaar segir að enn séu margir
stjórnmála- og embættismenn að
störfum „sem hlutu sína skólun, voru
mótaðir á sovéttímanum og eiga í
vissum erfiðleikum með að laga sig að
eða haga sér í samræmi við hug-
myndafræði og leikreglur vestræns
lýðræðis“. Spáir Soosaar því að a.m.k.
tvö kjörtímabil þjóðþingsins þurfi að
líða til viðbótar áður en hið pólitíska
kerfi hins unga endurstofnaða lýð-
veldis finnur „þroskað jafnvægi“. Þeir
Soosaar og Alar Streimann, skrif-
stofustjóri í eistneska utanríkisráðu-
neytinu og ritari ESB-samninga-
nefndar Eistlands, segja báðir að
Eistar séu „pragmatískt þenkjandi“
fólk sem vilji ekki flana að neinu.
Þetta skýri líka að miklu leyti hve til-
tölulega fáir lýsi sig fylgjandi inn-
göngunni í Evrópusambandið í skoð-
anakönnunum. Jafnframt eru
sérfræðingar á því, að hið lága hlutfall
ESB-sinna í Eystrasaltslöndunum
(og í Slóveníu og jafnvel Tékklandi) sé
hægt að skýra að töluverðu leyti með
því hve skammt er síðan þessar þjóðir
gátu stofnað eigið þjóðríki og eru því
þeim mun meira hikandi við að selja
hluta ríkisvaldsins í hendur yfirþjóð-
legra stofnana Evrópusambandsins.
ESB-andstæðingar í Eystrasalts-
löndunum segja gjarnan: „Til hvers
vorum við að berjast fyrir að losna
undan Moskvuvaldinu ef við svo
hlaupum til og seljum okkur undir
Brusselvaldið?“ Eduard Stiprais í
lettneska utanríkisráðuneytinu er
mjög ósáttur við þessa líkingu og
sagði hana í samtali við greinarhöf-
und jafnast á við að nauðgun sé lögð
að jöfnu við lögmætt hjónaband.
Soosaar segir eistneska efasemd-
armenn um ESB jafnvel vísa til for-
dæmis Noregs og Íslands – þar séu
velmegandi Evrópulönd sem séu sátt
við að standa utan sambandsins.
Færa þessir aðilar rök fyrir því að það
myndi að þeirra mati henta eistnesk-
um hagsmunum betur að geta tengzt
innri markaði Evrópu með sambæri-
legum hætti og Ísland og Noregur
með EES-samningnum.
Soosaar bendir þó á, að á eistneska
þjóðþinginu, Riigikogu, sé aðeins einn
af 101 þingmanni ákveðinn andstæð-
ingur ESB-aðildarinnar. Sjálfur seg-
ist hann sannfærður um að bezta leið-
Eystrasaltslöndin öll á góðri leið með að ljúka samningum um inngöngu í Evrópusambandið
Til minningar um að Íslendingar voru
fyrstir þjóða til að viðurkenna form-
lega sjálfstæði Eystrasaltslandanna
hefur torg í miðborg Tallinn verið nefnt
eftir Íslandi (efri myndin) og gata í
gamla bænum í Vilnius.
Smáríki eiga auðveldara
með aðlögun að ESB
Eistland, Lettland og Litháen eru
meðal tíu ríkja sem stefna að því
að ljúka aðildarsamningum við
ESB í vetur. Auðunn Arnórsson
heimsótti höfuðborgir þessara
vinalanda Íslands og komst m.a.
að því að sá sveigjanleiki sem lítil
hag- og stjórnkerfi búa yfir auð-
veldar aðlögunina að hinum margþættu aðildarskilyrðum
ESB. Fimmti hluti greinaflokks um stækkun sambandsins.