Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Móðir okkar, HREFNA LANG-JENSEN, Vagtelsvej 69, Fredriksberg, Kaupmannahöfn, lést fimmtudaginn 3. október. Minningarathöfn fer fram frá Mariendals kirkju á Fredriksberg fimmtudaginn 10. október kl. 11. Jarðsett verður í Ruds Vedby. Birgit, Torsten og Leif Lang-Jensen, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar, móðir, tengdamóðir og amma, SVEINBJÖRG SVERRISDÓTTIR, Brekkustíg 33, Njarðvík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 3. október. Fyrir hönd aðstandenda, Símon Björnsson. Móðir okkar og tengdamóðir, HELGA ÞÓRODDSDÓTTIR frá Alviðru, í Dýrafirði, síðast til heimilis á Ási í Hveragerði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 7. október, kl. 13.30. Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Birna Friðriksdóttir, Ragnheiður Ósk Guðmundsdóttir. Bróðir okkar, uppeldisbróðir og mágur, BJÖRN GISSURARSON fyrrv. bóndi í Drangshlíð, síðast til heimilis í Vallartröð 7, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu- daginn 7. október kl. 13.30. Sigríður Gissurardóttir, Guðrún Gissurardóttir, Ása Gissurardóttir, Guðmundur Guðjónsson, Kristinn Skæringsson, Þorbjörg Jóhannesdóttir. ✝ Jóhanna Sigur-jónsdóttir fædd- ist í Þorgeirsstaða- hlíð í Miðdölum í Dalasýslu 29. júlí 1911. Hún lést á líkn- ardeild Landspítala, Landakoti, 29. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjón Jóns- son, bóndi í Kirkju- skógi, f. 1875, d. 1956, og Jóný Kristín Ásgeirsdóttir, f. 1878, d. 1971. Systk- ini Jóhönnu eru: Guðrún Sigríður, f. 1901, d. 1962; Jón Ágúst, f. 1902, d. 2001; Ásgeir, f. 1904, d. 1996; Þuríður, f. 1912, d. 1993; Margrét, f. 1916, d. 1995; Stefanía, f. 1918, og Víglundur, f. 1920. Jóhanna giftist 11. maí 1934 Hilmari H. Grímssyni, fyrrv. inn- heimtugjaldkera hjá Rafmagns- eru: a) Hanna, f. 1961, maki Birgir Guðjónsson, f. 1962. Dóttir þeirra er Hildur Birna, f. 1992. b) Haukur Þór, f. 1965, maki Olga Hrund Sverrisdóttir, f. 1971. Börn þeirra eru: Elvar, f. 1996, og Mekkín, f. 1999. c) Helgi Björn, f. 1968, sam- býliskona hans er Elísabet Axels- dóttir, f. 1966. Hennar börn eru Magnús Helgi Sigurðsson, f. 1988, og Katrín Sigurðardóttir, f. 1992. 3) Ósk Guðrún, f. 1951, maki Gunn- ar Harrysson, f. 1950. Sonur þeirra er Bjarki Már, f. 1978. Dóttir Ósk- ar er Sigríður Linda, f. 1968. Faðir hennar er Kristján Friðþjófsson, f. 1951. Synir Sigríðar Lindu eru: Dagur Snær Sævarsson, f. 1986, og Daníel Freyr Sævarsson, f. 1993. Jóhanna fluttist til Reykjavíkur 16 ára að aldri og réð sig í vist á heimilum þar til hún giftist. Jó- hanna vann um tíma á Hótel Borg og við fiskvinnslu en húsmóður- starfið var hennar aðalstarf. Fé- lagsstörfum sinnti hún í áraraðir þegar hún tók þátt í starfi kven- félags Bústaðakirkju. Útför Jóhönnu fer fram frá Bú- staðakirkju á morgun, mánudag- inn 7. október, og hefst athöfnin klukkan 15. veitu Reykjavíkur, f. 5. apríl 1913, d. 28. ágúst 2001. Dætur Jó- hönnu og Hilmars eru: 1) Ása Sigríður, f. 1935, maki Hans Kristinsson, f. 1937. Börn þeirra eru: a) Hilmar, f. 1959, maki Bryndís Magnúsdótt- ir, f. 1958. Synir þeirra eru Hans Jak- ob, f. 1987, og Kristinn Már, f. 1994. Dóttir Bryndísar er Margrét Heiða Guðbrandsdótt- ir, f. 1978, maki Gunn- ar Ingi Traustason f. 1976. b) Anna, f. 1962. Börn hennar og fyrrv. sambýlismanns, Sigurðar B. Sigurðssonar, f. 1965, eru Ása Sig- ríður, f. 1991, og Emil Jóhann, f. 1996. c) Hafdís, f. 1968, sambýlis- maður er Pálmi Dungal, f. 1965. 2) Svanhildur, f. 1939, maki Ólafur Friðsteinsson, f. 1938. Börn þeirra Yndislega amma mín hefur nú lokið sínu ævistarfi. Starfi sem unn- ið var af alúð og kostgæfni, einlæg- um áhuga og hlutverkið vel skil- greint þótt nútíma verklagsreglur væru ekki fyrir hendi. Á mælikvarða aldamótabarnanna, sem mörg hver hlutu þá barnaskóla- menntun eina, að farandkennari kom nokkrar vikur á vetri í sveitina, væri hægt að setja í nútímabúning sem svo: móðurhlutverkið sem ígildi stúdentsprófs, ömmutitillinn ekki minni en BA gráðan og masternum svo náð þegar langömmubörnin komu í heiminn. Amma Hanna hlaut fyrstu ein- kunn í þessu öllu. Símenntun sótti hún í eigin reynslu og forfeðranna og útkoman: „besta amma í heimi“, þar sem um- hyggja og kærleikur voru í fyrir- rúmi, mat og bakkelsi útdeilt af ör- læti og gæðastjórnun á afkomendum í hávegum höfð. Ég er forsjóninni óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þig að. Hvíl í friði, elsku besta amma mín. Blessuð sé minning þín. Anna Hansdóttir. Amma mín Hanna í Melgerði hef- ur kvatt þennan heim á 92. aldurs- ári. Hún lifði ófáar breytingarnar á langri ævi. Þegar amma fæddist ár- ið 1911 voru konur á Íslandi t.d. ekki með kosningarétt. Nútímakonunni þætti það líklega nokkuð skrítið að sitja heima þegar karlinn fer á kjör- stað. Þau eru mörg minningabrotin sem streyma í gegnum hugann á kveðjustund. Mig langar að nefna hér eitt þeirra. Í ræðu sem eldri systir mín hélt í áttræðisafmæli ömmu sagði hún að amma hefði breytt einu af heilræðum frelsarans. Hjá ömmu hljóðaði heilræðið svona: „Elska skaltu náungann meira en sjálfan þig.“ Amma var alltaf að hjálpa öðrum. Hún var heilsu- hraustur dugnaðarforkur og hún notaði krafta sína til að hjálpa öðr- um, t.d. með sláturgerð, bakstri, saumaskap, eða þá að hún skaut skjólshúsi yfir vini og vandamenn til lengri eða skemmri tíma, þótt hún byggi ekki í stóru húsnæði. Já, það væri svo sannarlega öðru- vísi umhorfs í heiminum ef allir hefðu hjartalagið hennar ömmu. Takk fyrir allt og allt, amma mín. Minning þín lifir. Hilmar Hansson. Mig langar að minnast hennar ömmu minnar í nokkrum orðum. Ég gisti oft hjá henni þegar ég var lítill og man helst eftir því á veturna þeg- ar ég var að búa til snjóhús fyrir ut- an svefnherbergisgluggann. Þegar maður var orðinn kaldur og frosinn kom maður inn og amma sá um mann með heitu kakói með ekta súkkulaði og pönnukökum sem eru þær bestu í heimi. En á síðustu ár- um hef ég oftast verið í hádegismat hjá þeim á sumrin, og á tímabili fékk amma sendan heitan mat sem henni fannst nú ekkert varið í og endaði oft á að ég borðaði hann með afa, hún vildi frekar að ég borðaði hann en hún sjálf. Þannig hugsaði hún frekar um aðra en sjálfa sig. Og þeg- ar maður lyfti litlafingri til að hjálpa henni þurfti hún alltaf að borga manni fyrir það. Amma hugsaði mjög vel um mann og hafði ekki sína hagsmuni í fyrirrúmi eða þægindi. Þannig var hún amma mín og verð- ur í minningum okkar um ókomna tíð. Bjarki Már Gunnarsson. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elsku hjartans amma mín. Það er svo skrítin tilfinning að skrifa síð- ustu orðin til þín. Þín sem varst gyðja ættarinnar og okkur fjöl- skyldunni allt. Síðustu 13 mánuðir hafa verið tómlegir hjá þér eftir að afi fór, en nú hafið þið hist á ný. Ég get ekki þakkað þér nóg fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Alla ástina, umhyggjuna og hlýjuna sem þú gafst mér. Það var gott að fá að búa hjá þér og afa fyrstu tíu ár ævi minnar, að því bý ég alla ævi. Og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyr- ir strákana mína. Ég mun sakna þess að koma ekki til þín eða hringja í þig daglega. En nú er tími þinn kominn eftir 91 ár og ég lifi í þeirri trú að við hittumst á ný. En þangað til hittumst við í draumaheiminum. Það er eitt af mörgu sem við áttum sameiginlegt, að vera mikið dreym- andi. Elsku amma mín, minnig þín lifir að eilífu í hjarta mér því þú varst al- veg einstök amma. Elsku mamma, Ása, Svana og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Þín ömmustelpa Sigríður Linda. Elsku langamma, þegar afi dó breyttist líf okkar allra snögglega, það var stór hluti hversdagslífsins sem hvarf ofan í jörðina, en hann skildi samt sem áður mikið eftir sig af góðum minningum. Nú, rúmlega ári seinna, hverfur annar stór hluti af okkur. En eins og um afa rista minningar um þig djúpt í sál okkar allra og við munum minnast þín svo lengi sem við lifum. Góðu stundirnar sem við áttum með þér eru óteljandi, allt sem þú gafst okkur einnig. Ef ég tæki allar gjafir saman sem þú hef- ur gefið mér væri upphæðin veru- leg. Þessi upphæð nemur þó engu ef við berum hana saman við það sem þú hefur gefið okkur með nærveru, umhyggju, ást þinni og alúð. Sú gjöf er algjörlega ómetanleg. Þær stundir sem við höfum átt hafa ekki margir jafnaldrar mínir fengið að upplifa og er ég mjög lán- samur að hafa átt jafn yndislega langömmu og þig, sem allt vildi gera fyrir mann. Það verður erfitt að ganga í gegnum lífið án þess að koma við í Melgerði 6, þar sem manni leið alltaf vel og alltaf var jafn gott að sjá þig og afa, ég gæfi mikið fyrir að sjá þig á lífi einu sinni enn. ,,Þú ert lukkunnar pamfíll,“ varst þú vön að segja við mig þegar ég vann þig í spilinu marías. Ég var svo sannarlega lukkunnar pamfíll að eiga ykkur afa að, ykkur sem pöss- uðuð mig þegar ég var lítill og fóruð út um allt með mér, að gefa önd- unum brauð, í sund með afa eða út í Viðey í göngutúr, alltaf var gaman að vera hjá ykkur. Þegar aldurinn færðist yfir var mjög erfitt að horfa upp á þessi veikindi, en í dag hafið þið afi sam- einast á ný, að minnsta kosti í minn- ingunni. Elsku langamma, ég mun aldrei gleyma þér. Þitt langömmubarn, Dagur Snær. Elsku langamma, þú varst besta kona í alheiminum. Alltaf þegar ég kom til þín gafstu mér eitthvað að borða, ég mátti aldrei vera svöng hjá þér. Þegar ég var búin að segja nei við einhverjum mat tíu sinnum þá loksins hættirðu, mamma fór stundum að hlæja að okkur, við vor- um frekar fyndnar báðar tvær. Þú varst aldrei að hugsa um hvort mað- ur fitnaði eða ekki. Þú sagðir fyrir ári að þú værir að verða engill og fá vængi. Þú varst nú alltaf með hálf- gert englahár, það var mjúkt eins og bómull. Þú varst orðin svolítið þreytt í lokin og vildir bara fara upp til himnanna sjálf. Þú varst búin að JÓHANNA SIGURJÓNSDÓTTIR Ástkæri maðurinn minn, pabbinn okkar, tengdapabbi og afi, HELGI KRISTBJARNARSON læknir, Miklubraut 48, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 10. október nk. kl. 13.30. Sigríður Sigurðardóttir, Birna Helgadóttir, Rögnvaldur J. Sæmundsson, Tryggvi Helgason, Ásta Katrín Hannesdóttir, Halla Helgadóttir, Andreas Michaelis, Kristbjörn Helgason, Inga María Leifsdóttir, og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA SIGURJÓNSDÓTTIR frá Kirkjuskógi, Miðdölum, Dalasýslu, Melgerði 6, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 29. september sl., verð- ur jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 7. október kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Landssamtökin Þroskahjálp, sími 588 9390. Ása S. Hilmarsdóttir, Hans Kristinsson, Svanhildur Hilmarsdóttir, Ólafur Friðsteinsson, Ósk G. Hilmarsdóttir, Gunnar Harrysson, Hilmar Hansson, Anna Hansdóttir, Hafdís Hansdóttir, Hanna Ólafsdóttir, Haukur Þór Ólafsson, Helgi Björn Ólafsson, Sigríður Linda Kristjánsdóttir, Bjarki Már Gunnarsson og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.