Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UM ÞESSAR mundir erutíu ár síðan Heima-hlynning á Akureyritók formlega til starfa.Upphafið má reyndar rekja til ársins 1989, þegar saman kom hópur hjúkrunarfræðinga og lækna, sem kallaði sig Líknarhóp Akureyrar, og var ætlunin að byggja upp þjónustu við mikið veika eða deyjandi sjúklinga í heimahúsi. Farið var í fyrstu vitjun í heimahús til einstaklings með ólæknandi krabbamein haustið 1992. „Heimahlynning er sérhæfð læknis- og hjúkrunarþjónusta ætluð mikið veikum einstaklingum í heimahúsum; fólki sem vill vera heima,“ sagði Bryndís Þórhallsdótt- ir, ein hjúkrunarfræðinganna sem vinnur við Heimahlynningu, við Morgunblaðið. Hjúkrunarfræðingarnir sinna starfinu skv. sérstökum samningi við Tryggingastofnun ríkisins, eru sjálfstætt starfandi verktakar en í nánu samstarfi við sérfræðinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA). Sigrún Rúnarsdóttir, annar hjúkrunarfræðinganna í Heima- hlynningu, segir starfsemina hafa verið unna í sjálfboðavinnu fram til ársins 1993 en þá fékk Elísabet Hjörleifsdóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun, 50% starfs- leyfi frá Tryggingastofnun ríkisins til að sinna mikið veikum sjúkling- um í heimahúsi og „síðan hefur starfsemin vaxið og dafnað. 1996 vorum við orðnar þrjár með verk- takaleyfi og þá var farið að bjóða þjónustuna í miklu meiri mæli en þegar var bara einn hjúkrunarfræð- ingur sem fékk hina og þessa með sér þegar álagið jókst. Í dag starfa sex hjúkrunarfræð- ingar í Heimahlynningu með sam- tals 2,25% starfsleyfi, þar af vinna fimm einnig á FSA. Á bak við hvert leyfi liggur ákveðinn fjöldi vitjana í mánuði sem við megum fara til skjólstæðinga okkar.“ Valur Þór Marteinsson, sérfræð- ingur á handlækningadeild FSA, hóf þar störf 1995. „Ég hef fundið, hvað varðar minn sjúklingahóp, að það er gríðarlegur akkur í starfsemi Heimahlynningar, bæði fyrir sjúk- lingana og aðstandendur en ekki síst fyrir mig sem sérfræðing. Um- fangið hefur aukist mjög og ekki er vafi á því að allt öryggi fyrir skjól- stæðinga okkar hefur margfaldst með tilkomu þessarar starfsemi,“ sagði hann. „Það er gríðarlega gott að þekkja hjúkrunarfræðingana sem eru í þessu, þeir hafa margir unnið hér mikið og sumir mjög lengi og sambandið er mjög gott þannig að það er hagur allra.“ Sigrún segir einmitt að hjúkrun- arfræðingunum finnist sú tenging einnig mjög góð. „Það léttir okkur gífurlega vinnuna í heimahlynning- unni að þekkja vel til hér innanhúss og þekkja starfsfólkið.“ Allan sólarhringinn, allt árið… Sigrún segir að nú orðið sé Heimahlynning farin að þjóna fólki sem er með sjúkdóm á öllum stig- um; „það getur verið í erfiðri með- ferð og átt von á lækningu en getur líka verið með sjúkdóminn á ólækn- andi stigi. Fólk sem fær þessa þjónustu veit að það getur hringt í okkur hvenær sem er, allan sólarhringinn, allan ársins hring, og við komum. Þetta veitir fólki öryggi. Það er mjög mik- ilvægt að fólki finnist það ekki vera að ónáða okkur og við göngum mjög stíft á eftir því að það hringi.“ Bryndís segir að fólk geti frekar haft stjórn á lífi sínu ef það fær að vera heima. „Það er nógu mikill missir að missa heilsuna og getur því verið mjög mikilvægt fyrir fólk að vera í sínu umhverfi áfram og finna að það hefur einhverja stjórn.“ Valur Þór segir að oft sé talað um að hlutirnir kosti peninga, „en við erum í vandræðum hér með sjúk- linga með langt gengna sjúkdóma, sem taka æ meira rými á lyfjadeild- unum. Rými þar er þegar af skorn- um skammti og því er ekki nokkur vafi á því að þessi þjónusta [Heima- „Gríðarlegur akkur í starfsemi Heim Í tilefni 10 ára afmælis Heimahlynningar á Ak- ureyri er í dag kl. 15 boðið til hátíðardagskrár í Verk- menntaskólanum. Skapti Hallgrímsson kynnti sér starf Heimahlynningar og ræddi við aðstandendur tveggja sjúklinga. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Valur Þór Marteinsson, sérfræðingur á handlækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og hjúkrunarfræðingarnir Bryndís Þórhallsdóttir og Sigrún Rúnarsdóttir, sem báðar starfa í Heimahlynningunni. með því að fara í mjög sterkar lyfja- meðferðir.“ Þau voru á krabbameinsdeildinni allan janúarmánuð. „Þar er yndislegt starfsfólk, allir vissu að hann væri að deyja og allir vissu að við ákváðum, þegar það var ljóst, að tíminn þangað til ætti að vera yndislegur. Ég upp- lifði samt að hjúkrunarfólkið væri einhvern veginn ekki tilbúið að horf- ast í augu við raunveruleikann eins og hann blasti við okkur.“ Þegar þau komu aftur norður þurfti Örn Heiðar að dveljast nokkr- um sinnum á lyfjadeild FSA. „Fyrir tilstilli Friðriks E. Yngvasonar lækn- is kynntumst við Elísabetu [Hjör- leifsdóttur, sérfræðingi í krabba- meinshjúkrun] í lok febrúar eða byrjun mars. Hún leiðbeindi okkur m.a. í sambandi við mataræði og upp- lýsti okkur um þá þjónustu sem Heimahlynning veitti – en reyndar aðeins á Akureyrarsvæðinu – og aðra þjónustu sem veitt er inni á deild.“ Lifandi dauður „Össi varð aftur mjög veikur í byrj- un mars, lyfjameðferðirnar sem hann var í til að lengja líf sitt voru að gera út af við hann og stöðugt þurfti að sprauta hann niður vegna verkja- EVA Björg Guðmundsdóttir á Dalvík missti eiginmann sinn, Örn Heiðar Sveinsson, úr krabbameini 15. maí í fyrra. Örn Heiðar var aðeins 31 árs þegar hann dó og Eva þrítug. Þau eiga tvö börn, stúlku sem nú er 12 ára og átta ára dreng. Eva Björg segir þjónustu Heimahlynningar á Ak- ureyri einstaka og að hún hafi skipt sköpum fyrir þau hjónin og raunar fjölskylduna alla. Örn Heiðar greindist með alvar- legt krabbamein í maí 1998 en var talinn læknaður rúmu ári síðar, eftir mjög sterkar lyfjameðferðir og geislameðferðir, að sögn Evu Bjarg- ar. „Læknirinn hans tjáði okkur að það væri sem kraftaverk – en að Össi væri læknaður.“ Þetta rúma ár voru þau hjón mikið inni á krabbameinsdeild Landspít- alans, þar sem þau kynntust mörgum hjúkrunarfræðingum og læknum og dvöldu líka mikið á lyfjadeild FSA. Eftir að Örn var úrskurðaður læknaður gat hann lifað þokkalega eðlilegu lífi, að sögn Evu, og var sest- ur á skólabekk þegar hann kenndi sér meins á ný í september 2000. Örn Heiðar var fljótlega skoðaður á ný en ekkert fannst athugavert. Í desember gat hann vart orðið sofið fyrir kvölum og fór aftur í lækn- isskoðun, en enn fannst ekkert. „Að morgni nýársdags þegar ég kom heim af næturvakt lá hann grát- andi af kvölum í rúminu og sagðist ekkert hafa getað sofið um nóttina.“ Hann var fluttur í skyndi á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og dag- inn eftir var hann kominn á krabba- meinsdeild Landspítalans. „Þar voru teknar myndir og sýni og 3. janúar – einum mánuði eftir að ekkert hafði fundist athugavert – kom læknir á okkar fund og sagði: Þetta er komið upp aftur og það ólæknanlegt. Þú munt að öllum líkindum aðeins eiga eftir nokkra daga ef heldur áfram sem horfir.“ Að sögn Evu þótti óvenju erfitt að verkjastilla Örn Heiðar. „En honum var tjáð að hann gæti lengt líf sitt kasta. Þegar þarna er komið sögu kom Friðrik Yngvason að máli við okkur og benti okkur á að í rauninni væri Össi lifandi dauður í þessari lyfjameðferð. Og hvort ekki væri mál að linni, þar sem við vissum bæði að hans biði aðeins það að deyja. Hvort ekki væri vit að hætta lyfjameðferð og njóta tímans sem eftir væri? Þarna var loksins kominn maður sem var tilbúinn að tala raunsætt við okkur! Við Össi vorum bæði fullkomlega sátt við þessa ákvörðun og í byrjun mars hætti hann í lyfjameðferð.“ Þá var komið að þætti Elísabetar hjá Heimahlynningu. „Þegar hún skynjaði að hann vildi hætta í lyfja- meðferð ræddi hún við okkur. Sagð- ist vita hvert stefndi; hann væri að deyja, við ættum tvö börn og greindi okkur frá því að auk þess að sjá um að verkjastilla Össa byði Heima- hlynningin upp á þá þjónustu að tala við börnin. Að athuga sálarástand þeirra og hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir þau. Á þessari stundu varð ég agndofa og hugsaði einnig um það hvers vegna ekki hefði verið minnst á þetta fyrr. Það sem mér þótti einkennileg- ast eftir allan þennan tíma í Reykja- vík var að fá þjónustuna upp í hend- urnar á Akureyri en þurfa að bera sig eftir henni fyrir sunnan.“ Þau þáðu umrædda þjónustu fyrir börnin og í framhaldi af því fóru Eva Björg og Örn Heiðar að spyrjast fyr- ir um Heimahlynninguna. „Þrátt fyr- ir að það sé mjög gott á sinn hátt að vera á sjúkrahúsi er það ekki það sama og að vera heima. Ég er alls ekki að lasta starfsfólkið en okkur var farið að finnast hálfniðurdrep- andi að vera á sjúkrahúsi, sér- staklega með tilliti til þess að Össi var mikill matmaður en þar naut hann þess alls ekki að borða; hann saknaði alltaf matseldarinnar frá því heima. Okkur fannst líka ömurlegt að börnin okkar, sem vissu að pabbi þeirra væri að deyja, þyrftu að koma í heimsókn til hans á sjúkrahús.“ Hún segir sorgarferli þegar hafið; „ég vissi að ég var að missa hann. Gerði mér grein fyrir því að ég ætti lítinn tíma eftir með honum og vildi því hafa þann tíma yndislegan, en það fannst mér ég ekki geta gert á sjúkrahúsi.“ Heimahlynningin féllst á að veita þeim þjónustu til Dalvíkur og Örn Heiðar var heima í tæpa tvo mánuði áður en hann dó. „Ég vil þakka Heimahlynningunni að ég fékk að hafa hann hjá mér um tveimur mán- uðum lengur en ella því ég er sann- færð um að hann hefði dáið fyrr ef hann hefði þurft að vera áfram á sjúkrahúsinu. Börnin höfðu verið þátttakendur í ferlinu frá upphafi, aldrei hafði neitt verið falið fyrir þeim og ég vildi að þaugætu upplifað það að hafa pabba heima þessar síðustu vikur, upp á seinni tíma að gera, til að vinna úr sinni sorg. Konurnar í Heimahlynningu gerðu okkur mögulegt að njóta þessara síð- ustu tæplega tveggja mánaða í okkar umhverfi. Leyfðu börnunum að vera heima með pabba, kveðja hann þar, gráta með honum og hlæja með hon- um. Okkur að gera upp okkar líf sam- an í okkar umhverfi, fjölskyldunni að heimsækja hann og kveðja hann þar. Þar sem Össi var mikill matmaður vildi hann halda veislur, sem ég held að sé algengt hjá fólki sem er að deyja; það vill kveðja alla. Hann vildi hafa fólk í kringum sig og segja má að hér hafi verið veisluhöld í heilan mánuð. Þetta hefðum við ekki getað gert inni á sjúkrastofnun. Hér var af- slappað; setið og borðað og gantast.“ Eva Björg segist viss um að þjón- usta Heimahlynningar hafi skipt sköpum. „Ég vil meina að börnin mín væru ekki jafn sterk í dag og þau eru og ekki í eins góðu jafnvægi, ef þau hefðu ekki fengið – fyrst þau þurftu að missa pabba sinn – að upplifa missinn í sínu umhverfi. Þau sáu að hann varð alltaf veikari og veikari, og sáu að hann þráði að deyja. Hann var orðinn fangi í eigin líkama. Var orð- inn svo veikur að dauðinn var viss lausn. Og það hjálpaði mér mikið í gegnum sorgarferlið að hafa fengið að hafa hann heima og geta gert allt fyrir hann sem í mínu valdi stóð.“ Englarnir hans „Ástæðan fyrir því að ég veiti þetta viðtal er sú hve þjónusta Heima- hlynningar var yndisleg. Össi kallaði konurnar englana sína; þær gerðu það mögulegt að síðustu vikur lífs hans voru honum ánægjulegar. Hon- um leið illa á sjúkrahúsi en vel heima. Við vorum mikið í Reykjavík og kynntumst umtalsverðri þjónustu sem boðið er upp á í heilbrigðiskerf- inu, en þjónusta Heimahlynningar á Akureyri er einstök og skipti sköpum fyrir okkur. Hvort sem fólk er veikt og þarf hefðbundna þjónustu eða svo veikt að það þarf líknandi þjónustu þá er öllum svo mikilvægt að geta verið heima. Þar sem fólki líður vel og getur verið það sjálft; haldið sinni lífsrútínu sem eðlilegastri sem er ekki hægt inni á sjúkrastofnun. Að þessu leyti skiptir þessi þjónusta því algjörum sköpum. Fyrir tilstilli þess- arar þjónustu dó maðurinn minn sáttari af því að hann fékk að deyja heima.“ Einstök þjónusta sem skiptir sköpum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eva Björg: „Loksins kom maður sem var tilbúinn að tala um dauðann!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (06.10.2002)
https://timarit.is/issue/250930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (06.10.2002)

Aðgerðir: