Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 43
Þeir segja mig látinn, en ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna
því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum ber þar að hafna.
Frá hjarta mínu berst falleg rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós
sem ykkur er ætlað að gleðja.
(Höf. ók.)
Kveðja, þínar
Barbara og Birgitta.
Dagur að kveldi. Þú situr yfir eldi
í himnanna sölum, burt frá heimsins
kvölum. Í friði og ró undir drottins
faðmi.
Ég kveð með orðum með þökkum
fyrir þær stundir sem áttum við
forðum.
Drottinn þig blessi og þín gæti.
Kveðja
Unnar Kári.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku Stjáni afi, okkur finnst svo
sárt að þú sért farinn til himnaríkis,
við eigum eftir að sakna þín svo mik-
ið. Mamma og pabbi eru búin að
segja okkur að núna ertu hættur að
vera lasinn og núna líður þér betur.
Það var svo gaman þegar við vor-
um í pössun hjá þér og Höddu
ömmu, eins og við vorum svo oft.
Einu sinni gleymdum við sápukúl-
unum okkar, þá fórst þú með okkur í
bíltúr og ætlaðir að kaupa handa
okkur sápukúlur, við fórum í fimm
búðir og það var bara ekki hægt að
fá sápukúlur, en það var allt í lagi því
að þú keyptir nammi í staðinn.
Við erum alltaf að segja mömmu
hvað þú varst góður við okkur,
mamma segir að við eigum að biðja
fallega fyrir þér, og það ætlum við að
gera, takk fyrir að vera alveg rosa-
lega góður afi, við ætlum að vera
duglegar að heimsækja ömmu og
passa að henni líði vel, og biðja uppá-
haldsbænina okkar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum.)
Þínar afastelpur
Harpa Katrín og
Sólveig Birna.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftanrjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku Stjáni, nú ert þú búinn að fá
hvíldina eftir löng og erfið veikindi,
við höfum verið svo heppin að eiga
þig að, að hafa þig alltaf til staðar,
þegar eitthvað bjátaði á. Þá hringd-
um við í þig, og þú annaðhvort ráð-
lagðir okkur í gegnum símann eða
komst strax og bjargaðir okkur.
Söknuðurinn er mikill, bæði hjá okk-
ur og stelpunum. En við verðum að
hugga okkur við þá hugsun að núna
líður þér betur. Ferðirnar niður í
Austurbrún standa upp úr hjá okkur
öllum, þú lagðir þig mikið fram við
að fræða okkur um allt milli himins
og jarðar. Elsku Stjáni, þú hefur
reynst okkur rosalega vel, bæði sem
hlustandi, góður afi og góður vinur.
Það er gott að hugsa til þess hvað
stelpurnar eiga góðar minningar um
afa sinn, sem fylgdist alltaf svo vel
með þeim, hringdi til að athuga með
heilsufarið á pestargemlingunum, og
fylgdist vel með því hvað þær þrosk-
uðust og mótuðust sem persónur. Þú
hafðir gaman af því að fá þær í heim-
sókn, enda höfðu þær líka gaman af
því að hitta afa sinn og ömmu.
Það var skrítið að lenda í því núna
í vikunni að bíllinn fór ekki í gang,
enginn Stjáni til að hringja í, en sem
betur fer var hann bara rafmagns-
laus, svo vandamálið er ekki stórt.
Þetta er lýsandi dæmi um hvað þú
varst hjálpsamur, varst alltaf til taks
og vildir að við leituðum til þín.
Elsku Stjáni, þú hefur barist
hetjulegri baráttu, þar sem Hadda
og þín stóra og myndarlega fjöl-
skylda hafa verið þín stoð. Þú hefur
sigrast á mörgum hindrunum í líf-
inu, en samt var alltaf stutt í húm-
orinn og brosið hjá þér.
Það eru forréttindi að hafa þekkt
svona góðan mann, sem hefur kennt
okkur mikið.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Hadda, megi góður Guð
styrkja þig í þessari sorg, við vottum
þér okkar dýpstu samúð. Guð geymi
þig og aðra aðstandendur.
Halldór og Elísabet.
Elsku systir mín. Innilegt þakk-
læti vegna umhyggju þinnar í
minn garð alla ævi. Þú varst 14
ára gömul þegar ég, litli bróðir,
fæddist og þú gekkst mér að hluta
í móðurstað. Daglega kom ég í
heimsókn til þín og fjölskyldu
þinnar eftir að þú fluttist að heim-
an og alltaf var ég jafn velkominn
á heimili þitt. Stundum gekk þetta
svo langt að fólk taldi mig vera
elsta barnið þitt en ekki bróður.
Kæra systir, far þú í friði. Guð
blessi þig og hafðu bestu þakkir
fyrir allt sem þú veittir mér. Þinn
bróðir,
Þórólfur Valgeir.
HINSTA KVEÐJA
með börnin, en gleymt þeim þegar
hún fór. Þú skildir ekki hvað gengi
að stelpunni. Þarna varst þú að
passa barnabörnin eins og svo oft áð-
ur en mundir það ekki. Það eru tæp
sex ár síðan þú greindist með Alz-
heimer og yngri börnin okkar náðu
aldrei að kynnast þér. Þau vissu bara
að Eyrún amma var konan í hjóla-
stólnum sem svaraði þeim aldrei þótt
þau töluðu við hana en þú talaðir
ekki síðustu tvö árin. Pabbi var alveg
einstaklega duglegur við að heim-
sækja þig, fyrst í Víðines og síðan í
Skógarbæ, þó svo að veikindi þín
væru honum mikið áfall. Að sjá maka
sinn, sem ætlunin var að eyða ævi-
kvöldinu með, veslast upp og lokast
inni í líkama sem hægt og hægt
hættir að „kunna“ að lifa er ótrúlega
erfitt hlutskipti. Fyrst eftir að þú
fórst á Víðines fóruð þið pabbi alltaf í
bíltúr þar sem þið fenguð ykkur gos
og nammi úti við nestisborðið í Kjós-
inni eða komuð við á Staupasteini.
Við erum svo ótrúlega stolt af þér
pabbi. Eins fór Tóti bróðir þinn með
þig í heimsókn til ættingja og vina,
en hann var alla tíð eins og elsta
barnið þitt, þó svo hann væri litli
bróðir þinn. Ekki má gleyma hvað þú
varst heppin að eiga vinkonu eins og
hana stóru Bubbu. Alltaf komu hún
og Þórir og litu inn til þín. Samleið
ykkar varði í meira en sextíu ár og
var hún hjá þér nokkrum mínútum
áður en þú kvaddir þennan heim.
Við vitum að þú trúðir því að þegar
þú færir yfir móðuna miklu myndu
mamma þín og pabbi taka á móti þér
ásamt bræðrum þínum og barna-
barni. Við óskum þér alls hins besta í
nýrri tilveru með þeim.
Við lofum að sleppa ekki hendinni
af pabba og vera dugleg að draga
hann í ferðalög, svo ekki sé minnst á
Kolaportið.
Börnin þín.
„Hún amma þín skildi við í dag.“
Ég vissi eiginlega ekki hvernig ég
átti að bregðast við, þetta var augna-
blik sem ég var búin að búa mig und-
ir í nokkur ár, þótt ég sjái nú að ég
var örugglega ekki búin að því. Ég
held að ég hafi lokað augunum og
ekki viljað átta mig á því að þessi
veika kona í hjólastólnum með gráa
hárið og tárin í augunum væri í raun
hún amma í Reykjavík. Þarna stóð
svörtum stöfum að amma væri farin
yfir í hinn heiminn og þá komu allar
minningarnar, sem ég vona innilega
að þú sért búin að fá aftur, elsku
amma mín.
Það var nú ekkert lítið sem við
brölluðum saman þegar ég heimsótti
ykkur afa á Kambsveginn. Einu
sinni sendi mamma mig suður af því
að ég var farin að taka hann Þor-
björn Gísla aðeins of oft í gegn. Þá
varstu skólinn minn og það var
kennslustund á hverjum degi við eld-
húsborðið á Kambsvegi. Ég held að
þetta hafi verið eina skiptið sem ég
var á réttum stað í náminu, þú hélst
mér við efnið. Þegar námið var búið
fórum við að bralla eitthvað saman.
Stundum tókum við fimmuna niður í
bæ. Ég skildi nú reyndar aldrei
hvernig þú rataðir alltaf í miðbæn-
um, en þegar maður er fæddur og
uppalinn Reykvíkingur ratar maður
víst í miðbænum. Svo fórum við heim
og bökuðum hlunkabrauð, og þar
sem ég er sveitastelpa fannst mér
vera jól að fá nýtt heimabakað
brauð. Ef það á að tala um matseld-
ina þína, þá varstu algjör kjötboll-
umeistari. Mér fannst alltaf svo
gaman þegar þú hleyptir mér í fata-
skápinn þinn, ég náði í allar slæð-
urnar þínar og fór í prinsessuleik. Þú
varst örugglega sanngjarnasta
manneskja sem ég hef kynnst. Þú
passaðir alltaf upp á að allir fengju
jafnt og að allt væri eins og það átti
að vera. Eins og t.d. að ég yrði ekki
sár við afa þegar hann var að stríða
mér, ég ætti ekkert að taka mark á
honum. Það er ekki hægt að rifja upp
allt hérna sem þú gerðir markvert í
lífinu en umfram allt varstu góð
amma.
Elsku amma, það var frábært að
kynnast þér, en hræðilegt að missa
þig í hendurnar á svona óhugnanleg-
um sjúkdómi. Nú legg ég til að þú
hvílir þig vel, því líf þitt er búið að
vera langur og viðburðaríkur dagur.
Þín dótturdóttir
Ólöf, Grikklandi.
Amma mín var eiginlega veik allan
tímann sem ég man eftir henni.
Ég var bara þriggja ára þegar hún
veiktist. Ég þekkti hana eiginlega
ekki en mér þótti mjög vænt um
hana.
Árið 1998 fórum við til Spánar.
Hún labbaði í bænum eins og hún
væri heima hjá sér en vissi ekki hvar
hún var.
Hún var góð kona.
Hún dó með alzheimer. Ég grét
mikið þegar hún dó. Elsku afi, ég
veit að þetta er erfitt fyrir þig en þú
mátt gjarnan koma í heimsókn þegar
þú vilt.
Íris Dröfn.
Aldrei datt mér í hug að það yrði
svona erfitt að kveðja einhvern í
hinsta sinn. Þetta er í fyrsta skipti
sem ég missi einhvern sem er svona
nákominn mér. Ég var búin að und-
irbúa mig fyrir þennan dag í langan
tíma en svo þegar þetta gerðist fann
ég að ég var engan veginn tilbúin.
Ég var hjá þér allan daginn sem
þú kvaddir. Þú þjáðist svo mikið og
ég fann svo til með þér. Ég fór heim í
smástund og um leið og ég kom heim
hringdi mamma í mig og sagði mér
að þetta væri að verða búið. Ég flýtti
mér eins og ég gat en þegar ég kom
varstu nýfarin. Ég horfði á andlitið
þitt og ég sá létti, þjáningarnar loks
á enda. Innst inni samgladdist ég
þér.
Ég veit að hann Torfi Karl tók vel
á móti þér og þið eigið eftir að gera
það sama þegar ég kem til ykkar.
Elsku amma mín, mér þykir svo
vænt um þig og takk fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig.
Takk fyrir að hafa verið til, þín
Sigríður Hrönn.
Eftir langa og erfiða sjúkdómsá-
þján er Eyrún frænka mín og ná-
granni farin á vit feðra sinna. Ein-
staka persónur sem við eigum
samleið með um tíma verða okkur
hugstæðari og eftirminnanlegri en
annað samferðafólk okkar, ekki síst
sökum einstakra mannkosta sem
prýða það. Eyrún var einmitt þannig
einstaklingur. Ég kynntist Eyrúnu
fyrir alllöngu þegar hún, Gísli eig-
inmaður hennar og dóttir þeirra
Bubba fluttu í sama hús og ég og fjöl-
skylda mín á Kambsveginum. Eyrún
var fyrir margra hluta sakir sérlega
eftirtektarverð manneskja sem
kunni að hlú að og rækta það sem líf-
ið færði henni í fang. Eyrún umvafði
og studdi fólkið sitt af kostgæfni og
einlægri væntumþykju. Jafnframt
sýndi hún bæði mér og samferðafólki
sínu hvað það merkir að vera sannur
og velviljaður þeim sem maður mæt-
ir á vegferð sinni. Ég veit að jálæg
uppbygging og gróðrarmáttur óeig-
ingirninnar voru Eyrúnu mikilvæg
af ýmsum tilefnum og þess bera
börnin hennar ekki síst vitni. Eyrún
var föst fyrir og einkar ákveðin og
sjálfstæð manneskja sem fór ekki
troðnar slóðir að árangri í lífinu. Hún
hafði sinn stíl og sína stefnu sem lit-
uðu dagfar hennar og athafnir og þar
við sat, enda ætíð blessun fyrir þá
sem nutu. Eyrún var einstaklega
fjölhæf og framtakssöm manneskja
sem virtist geta tekist á við ótrúleg-
ustu aðstæður og fátt óx í augum
enda var hún bjartsýn og þrautseig
auk þess að vera nákvæm og iðin.
Hún var vön að berjast til sigurs í
ólíkum málum. Eyrún var afar
hjartahlý og þroskuð persóna sem
gerði mann ósjálfrátt ríkari með
hæglátri nærveru og einlægri og
tryggri velvild sinni án nokkurra
krafna um endurgjald. Það er missir
að slíkum samferðamanni en minn-
ingin um sérstaka manneskju og
raungóða lifir og gleymist ekki enda
eins og greypt í vitundina á afar já-
kæran og eftirminnilegan hátt.
Þú alltaf verður einstök rós
elsku vinan góða.
Í krafti trúar kveiki ljós
og kveðju sendi hljóða.
(Jóna Rúna.)
Ég votta Gísla, börnum og barna-
börnum ásamt Þórólfi bróður Ey-
rúnar mína dýpstu samúð á þessari
viðkvæmu og tregaþrungnu stundu
tímabundins viðskilnaðar þeirra við
sérstæðan og kærleiksríkan ástvin
sem var traust kjölfesta fjölskyld-
unnar.
Jóna Rúna Kvaran.
Mig langar að minnast frænku
minnar og nágranna, Eyrúnar Þor-
leifsdóttur, sem nú hefur skilið við.
Eyrún bjó ásamt fjölskyldu sinni í
sama húsi og ég og móðir mín í mörg
ár og var sá tími hinn ánægjulegasti,
enda var Eyrún róleg, skilningsrík
og hjartahlý manneskja sem átti
ekki í vandræðum með að skilja hin-
ar fínu hliðar mannlegra samskipta.
Hún sýndi mér sérstaklega sem
barni og unglingi alveg einstakt um-
burðarlyndi í sambandi við mikla
ástríðu mína á dýrahaldi. Það myndi
ekki hver sem er hafa sætt sig við
þrjá hunda í næstu íbúð, en það gerði
Eyrún af því að hún vissi að dýrin
veittu mér ómælda ánægju og hún
hafði skilning á þeim erfiðleikum
sem ég bjó við í mörg ár sem ung-
lingur er faðir minn var fársjúkur
heima við. Fyrir þessa einstöku nær-
gætni og fórnfýsi vil ég færa Eyrúnu
þakkir nú, því að ég gerði það aldrei
á réttan hátt áður. Ég vil votta allri
fjölskyldu Eyrúnar mína dýpstu
samúð og þá sérstaklega Gísla, eig-
inmanni hennar, sem einnig á þakkir
skilið fyrir að hafa að sama skapi og
Eyrún verið óvenju umburðarlyndur
og elskulegur nágranni.
Kæra fjölskylda, ég veit af eigin
reynslu hversu sárt það er að syrgja
nákominn ástvin en ég er sannfærð
um það, að nú líður Eyrúnu betur
þar sem hún er frjáls undan sjúk-
dómsáþján og jarðneskum höftum.
Guð veri með þér
í nýrri framtíð
fjarri ástvinum
en þó svo nærri
í heimi andans.
Farðu frjáls
áfram veginn
til góðra verka
í eilífðar faðmi
um aldir alda.
(Jóna Rúna Kvaran.)
Nína Rúna Kvaran.
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Legsteinar
Vönduð íslensk framleiðsla
Fáið sendan myndalista
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
MOSAIK
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111