Morgunblaðið - 06.10.2002, Side 18

Morgunblaðið - 06.10.2002, Side 18
18 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GIMLI hefur verið út-nefnd höfuðborg Nýja-Íslands og í bænum viðWinnipeg-vatn fer frammikil menningarstarf- semi, sem tengist Íslandi á einn eða annan hátt. Þar gegnir Menningar- miðstöðin í Gimli mikilvægu hlut- verki. Hún er upp af höfninni og frá henni er gott útsýni yfir svæðið sem Íslendingar gerðu að sínu fyrir um 127 árum. Fjölbreytt starfsemi Davíð Oddsson forsætisráðherra og Eric Stefanson, fyrrverandi fjár- málaráðherra Manitoba og síðar heil- brigðisráðherra, eru verndarar Menningarmiðstöðvarinnar í Gimli, en þeir opnuðu hana formlega 21. október árið 2000, 125 árum eftir að Íslendingar settust að við Winnipeg- vatn í Manitoba í Kanada. Byggingin er samtengd Betel-elliheimilinu og í henni eru 55 eignar- og leiguíbúðir fyrir aldraða, glæsilegur móttökusal- ur á 5. og efstu hæð með útsýni yfir byggðina og vatnið, Safn íslenskrar menningararfleifðar í Nýja-Íslandi ásamt stórri geymslu fyrir muni, „ís- lenska“ kaffihúsið Wevel Cafe, minja- gripaverslun Íslendingadagsnefndar, sérstakur fjölnota tæknivæddur salur fyrir kvikmyndasýningar og fleira, auk þess sem stjórn byggingarinnar, Íslendingadagsnefnd, Þjóðræknis- félagið, Lögberg-Heimskringla, söfn- unarsjóðurinn Sameinað íslenskt átak og íslenska ríkið eru með skrif- stofur á jarðhæð. Nýr kafli á besta tíma Irvin Hjalmar Olafson og Larry Ragnar Kristjanson voru helstu hvatamenn að byggingu mannvirkis- ins. Irvin er frá Riverton, en foreldrar hans voru Asbjorg og Oddur Olafson. Hann er með mikla reynslu í stórum byggingarframkvæmdum, en hann starfaði lengi sem verkfræðingur hjá olíufélögum og hafði yfirumsjón með nýbyggingum og viðhaldi víða í Kan- ada og Bandaríkjunum. Hann lét reyndar einnig mikið að sér kveða innan tannlæknisfræðinnar í Mani- toba og Ontario, var tannlæknir í ald- arfjórðung og hefur sinnt íslenskum samfélagsmálum í áratugi, m.a. kom- ið að Íslendingadagshátíðinni í Gimli á einn eða annan hátt síðan hann var kjörinn í stjórn Íslendingadagsnefnd- ar 1969. Irvin segir að byggingu Menning- armiðstöðvarinnar megi rekja til nýs kafla í samskiptum Íslands og Kan- ada og einkum og sér í lagi milli Ís- lands og Manitoba sem hafi hafist 1989 með opinberum heimsóknum Vigdísar Finnbogadóttur, þáverandi forseta Íslands, og Davíðs Oddssonar, þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur. Þessar heimsóknir hafi snert alla þætti stjórnkerfisins og þar sem Dav- íð hafi lýst yfir áhuga á að byggja nýj- ar brýr á milli Manitoba og Íslands hafi verið lögð áhersla á að kynna hann fyrir sem flestum, sem ættu hagsmuna að gæta. „Til 1989 voru samskiptin hefðbundin en eftir þessar heimsóknir breyttust viðhorf íslenskra ráðamanna til Manitoba og öfugt og fulltrúar stjórnvalda komu í heimsókn til að ræða hvað íslenska ríkisstjórnin gæti gert til að aðstoða íslenska samfélagið í Manitoba,“ segir Irvin. Að sögn Irvins gat þessi viðhorfs- breyting í báðar áttir ekki komið á betri tíma. Nauðsynlegt hefði verið að styrkja íslensku menningararfleifð- ina í Vesturheimi, sem fyrstu kyn- slóðir Íslendinga vestra höfðu byggt upp, til að festa hana enn frekar í sessi. Um þetta leyti hafi heilbrigð- isráðuneyti Manitoba verið að endur- skipuleggja heilbrigðiskerfið í fylkinu og liður í þeirri endurskipulagningu hafi verið að yfirtaka rekstur á öllum elli- og hjúkrunarheimilum. Betel- stofnuninni hafi verið komið á lagg- irnar í Winnipeg 1915 í þeim tilgangi að tryggja öldruðum „Íslendingum“ öruggt ævikvöld í vernduðu húsnæði, en stofnunin rekur heimili fyrir aldr- aða í Winnipeg og Gimli. Íslendingar hafi verið fyrstir þjóðarbrota í Mani- toba til að koma á fót elli- og hjúkr- unarheimili, en þeir hafi óttast hug- myndir stjórnvalda og verið hræddir um að missa fenginn hlut. Því hafi stjórn Betel-stofnunarinnar ákveðið að stíga ákveðin skref og eitt af þeim hafi verið að stofna Betel-arfleifðar- stofnunina, The Betel Heritage Foundation, sem átti að aðstoða Be- tel-stofnunina við rekstur elliheimil- anna og jafnframt að stuðla að varðveislu íslensku menningararf- leifðarinnar. Menningarmiðstöðin sameiningartákn Irvin var forseti Betel-stofnunar- innar á þessum tíma og segir að hann hafi skipt stjórninni í tvennt; annar hluti stjórnarmanna hafi séð um Be- tel-stofnunina en hinn hlutinn um Be- tel-arfleifðarstofnunina og þar hafi hann verið forseti. Þegar litið hafi verið á stöðu „íslenskra“ mála í Mani- toba í heild sinni hafi verið ljóst að hinir ýmsu hópar hafi verið að basla hver í sínu horni. Íslenskudeild Mani- toba-háskóla hafi verið á sínum stað, vikublaðið Lögberg-Heimskringla á öðrum, Þjóðræknisfélagið á þeim þriðja og svo framvegis, án þess að eiga sameiginlegan samastað eins og öll önnur þjóðarbrot í Manitoba. Margvísleg samtök hafi unnið gott starf en þau hafi verið sjálfstæð og um litla eða enga samvinnu hafi verið að ræða. Þessu hafi stjórn Betel- stofnunarinnar viljað breyta og því hafi hann látið útbúa skýrslu með til- lögum að byggingu menningarmið- stöðvar í Gimli og skýringum sínum á framkvæmdum og rekstri. Þegar Flugleiðir hafi byrjað að fljúga til Halifax 1996 hafi ríkisstjórn Íslands boðið 11 manns frá Manitoba til Íslands. Skýrsluna hafi hann haft meðferðis og kynnt Davíð Oddssyni forsætisráðherra hugmyndirnar. Hann hafi spurt forsætisráðherra hvort hann vildi vera verndari bygg- ingarinnar og hafi hann tekið vel í það rétt eins og Eric Stefanson, þegar hann hafi verið spurður sömu spurn- ingar. Þegar viðskiptaáætlunin hafi verið undirbúin hafi Eric Stefanson bæst í hópinn, en hann hafi þá verið fjármálaráðherra Manitoba og síðar heilbrigðisráðherra. Hann hafi sagt að ef Safn íslenskrar menningararf- leifðar í Nýja-Íslandi, The New Ice- land Heritage Museum, yrði í bygg- ingunni gæti hann tryggt milljón dollara styrk frá ríkisstjórn Manitoba svo framarlega sem tækist að safna milljón dollurum með öðrum hætti og fá auk þess milljón dollara frá ríkis- stjórn Kanada. Til að safna peningum vegna byggingaframkvæmdanna hafi stjórnin stofnað fjáröflunarsjóðinn Sameinað íslenskt átak, The United Icelandic Appeal, að fyrirmynd sam- taka gyðinga í Manitoba. Fljótlega hafi komið í ljós að þörf væri á að safna 1,5 milljónum dollara fyrir utan styrkina frá Manitoba-stjórn og rík- isstjórn Kanada, en nú væri búið að safna um 1,3 milljónum dollara. Þar af hefði ríkisstjórn Íslands lagt fram 180.000 dollara og Eimskip 95.367 dollara. Menningartengdi hluti byggingar- innar, þ.e. skrifstofurnar, safnið og móttökusalurinn á 5. hæð, tryggði op- inberu styrkina, en Irvin segir að bara það að hafa verið með Davíð og Eric sem verndara hafi auðveldað alla fjáröflun. Allir hafi verið tilbúnir að leggja sitt af mörkum og fjölskyldur hafi sameinast um að styrkja ákveðna hluti. Ættingjar Dorisar og Georg Johnsons, læknis og fyrrverandi fylk- isstjóra í Manitoba, hafi t.d. styrkt móttökusalinn Johnson Hall til minn- ingar um hjónin, og skyldmenni Lou- isar, eiginkonu sinnar, hafi safnað 120.000 dollurum til að gera fjölnota sýningarsalinn Lady of the Lake Theatre sem fullkomnastan til minn- ingar um Sigurdson fjölskylduna, sem hafi stundað veiðar á Winnipeg- vatni frá einni kynslóð til annarrar. Byggingin var vígð fyrir um tveim- ur árum eða 21. október árið 2000, og segir Irvin að þá hafi enn orðið kafla- skipti. Nýjar dyr hafi opnast með nýj- um möguleikum. Í byggingunni fái Ís- lendingar frá Íslandi tækifæri til að kynna sér sögu Nýja-Íslands og sjá hvað heimamenn leggi af mörkum til að viðhalda íslenskri menningararf- leifð á svæðinu. „Nú hefur íslenska samfélagið hérna loks eignast sitt eig- ið hús, rétt eins og önnur þjóðarbrot, og ekki er í kot vísað,“ segir hann. „Frá því við opnuðum höfum við reynt að bæta aðstöðuna reglulega og það er ánægjulegt að sjá öll þessi ís- lensku samtök vinna saman undir sama þaki. Íslenska aðalræðismann- skrifstofan í Winnipeg og íslenska sendiráðið í Ottawa hafa auk þess hleypt nýju blóði í alla starfsemi með þeim dugnaðarforkum sem þar hafa komið að málum.“ Samvinnuverkefni á Netinu Irvin segir að samfara þessu hafi bæjarstjórn Gimli og bæjarstjóri samþykkt að nefna Gimli opinberlega höfuðborg Nýja-Íslands og hafi verið sett upp skilti við þjóðveg númer 8 því til staðfestingar. Næsta skref sé að tengja Íslendingabyggðirnar í ná- grenninu enn betur Gimli með aukna samvinnu og aukið samstarf í huga. Liður í því sé verkefnið Vesturættir, The Book of Life, sem fjáröflunar- nefndin Sameinað íslenskt átak standi fyrir á vegum Betel-arfleifðar- stofnunarinnar. Upphaflega hafi ver- ið stofnað til þess til að safna pen- ingum til byggingarinnar. Gæfi einstaklingur ákveðna upphæð fengi hann sögu sína skráða í ættfræðiritið. „Bókin“ samanstendur af upplýsing- um um kanadíska og bandaríska ein- staklinga og fjölskyldur þeirra af ís- lenskum ættum og er á Netinu, www.bookoflifeonline.com, en Ryan Eyford heldur utan um skráninguna. Sameinað íslenskt átak er ein af hugmyndum Irvins en nefndin hefur ekki bara safnað peningum til styrkt- ar Menningarmiðstöðinni heldur lagt ýmsum öðrum málefnum lið. Þar má nefna stuðning við að halda minningu Fálkanna frá Winnipeg á lofti, Ól- ympíumeisturum 1920 í Antwerpen í Belgíu, þegar fyrst var keppt í íshok- kíi á Ólympíuleikum. Liðið keppti fyr- ir hönd Kanada, en allir leikmenn þess utan einn voru af íslenskum ætt- um. Hugmyndin er að koma upp safni um Fálkana sem verði fyrir komið í Safni íslenskrar menningararfleifðar í Nýja-Íslandi og fyrsti liður í því verkefni var að fjármagna gerð mál- verks af liðinu sem var sýnt í tengslum við Vetrarólympíuleikana í Salt Lake City í vetur sem leið. Fjáröflunarnefndin hefur líka styrkt Snorraverkefnið í Vestur- heimi, sem hófst í fyrra og fór fram í annað sinn í sumar, en það veitir ís- lenskum krökkum á aldrinum 18 til 23 ára og jafnvel eldri tækifæri til þess að heimsækja Nýja-Ísland og kynn- ast þar menningu, tungumáli og sögu svæðisins á um sex vikum. Íslenska opna golfmótið, sem hefur verið haldið undanfarin þrjú sumur og síðan 2001 til styrktar Lögbergi- Heimskringlu fór af stað að frum- kvæði nefndarinnar og sér hún um framkvæmd þess ásamt aðstandend- um blaðsins, en Marno Olafson, stjórnarformaður nefndarinnar, og Dan Johnson, fyrrverandi stjórnar- formaður, hafa skipulagt mótið. Öflugir einstaklingar „Íslenska samfélagið hérna er eins sterkt og raun ber vitni vegna þess að margir eru tilbúnir að leggja hönd á plóg,“ segir Irvin. „Hér vinna margir gott verk án þess að endilega sé eftir þeim tekið og auk fyrrnefndra má nefna Neil Bardal, aðalræðismann Ís- lands í Gimli, sem er alltaf til staðar í einu og öllu, Eric Stefanson, sem hef- ur aldrei látið sitt eftir liggja, og Kris Stefanson, sem lætur alltaf lítið fyrir sér fara en hefur reynst okkur ómet- anlegur, ekki síst sem tengiliður milli ólíkra manna og samtaka.“ Irvin segir að nú sé að hefjast þriðji kaflinn í sögunni frá 1989. Tengingin hafi tekist, ekki síst vegna öflugs stuðnings ríkisstjórnar Íslands með forsætisráðherra og utanríkisráð- herra í fararbroddi, en mikilvægt sé að halda starfinu áfram svo þráðurinn slitni ekki. „Við erum Íslendingar al- veg eins og aðrir Íslendingar og fólk beggja vegna Atlantshafsins er smám saman að átta sig á því.“ Verkin tala í Gimli Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Dr. Irvin Olafson á svölunum á fimmtu og efstu hæð Menningarmiðstöðvarinnar í Gimli en höfnin og Winnipegvatn eru í baksýn. Menningarmiðstöðin í Gimli, The Waterfront Centre, var formlega opnuð fyrir um tveimur árum. Steinþór Guðbjartsson hef- ur fylgst með gangi mála, hitti dr. Irvin Hjalmar Olaf- son, einn helsta hvatamann miðstöðvarinnar, og ræddi við hann um bygginguna og annað henni tengt. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Eric Stefanson, fyrrverandi fjármálaráð- herra Manitoba og síðar heilbrigðisráðherra, eru verndarar Menningarmiðstöðv- arinnar, en það kemur m.a. fram á upplýsingaskilti byggingarinnar á jarðhæð. steg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.