Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 51
DAGBÓK
verður haldinn fimmtudaginn 17. október frá kl. 20-22
á 4. hæð í húsi BSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.
Opinn fundur fyrir alla stuðningsfulltrúa landsins.
Dagskrá: Umræður um heilsárslaun.
Önnur mál.
Stjórnin.
Félagsfundur
félags stuðningsfulltrúa í grunnskólum Íslands
Bólusetning við influensu
Heilsugæslan
Barónsstíg 47, 101 Reykjavík
sími 585-1300 www.hr.is
Heilsugæslan Árbæ s: 585-7800
Heilsugæslan Efra-Breiðholti s: 513-1550
Heilsugæslan Efstaleiti s: 585-1800
Heilsugæslan Grafarvogi s: 585-7600
Heilsugæslan Hlíðasvæði s: 585-2300
Heilsugæslan Miðbæ s: 585-2600
Heilsugæslan Mjódd s: 513-1500
Heilsugæslan Lágmúla 4 s: 568-8550
Heilsugæslan Seltjarnarnesi s: 561-2070
Heilsugæslan Mosfellsumdæmi s: 510-0700
Heilsugæslan Kópavogi - Fannborg s: 594-0500
Heilsugæslan Kópavogi - Hvammi s: 594-0400
Reykjavík, 6. október 2002
Skipulögð influensubólusetning neðangreindra
heilsugæslustöðva er að hefjast.
Fyrirkomulag bólusetninganna er nánar auglýst
á hverri stöð fyrir sig:
Námskeið um meðvirkni
október-janúar
Lítið sjálfsmat, sífellt að reyna að þóknast öðrum,
depurð/þunglyndi, þú tjáir þig ekki opinskátt um hvað þér
býr í brjósti og veist ekki hver þú ert eða hverju þú vilt
ná fram. - Þetta eru nokkrar ásjónur meðvirkni.
Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt:
- læra að þekkja meðvirkni og hvernig hún vinnur spellvirki á lífi þínu.
- lækna þig af meðvirkni.
Gitte Lassen, ráðgjafi, heilari og miðill, s. 861 3174.
Innrömmun • gjafavara myndlist
Dalvegur 2 • Kópavogur • Sími 554 3100
verður haldið í október og nóvember.
Kennd verður vaxbatik og meðferð lita.
Upplýsingar og innritun virka daga
frá kl. 13-18 og laugardaga frá kl. 11-18.
Námskeið í vaxbatik
Þetta er mitt líf
Námskeið fyrir konur
Fimmtudagskvöldið 10. október kl. 17.30-19.30 verður hald-
ið námskeið fyrir konur þar sem m.a. verður fjallað um:
Meðvirkni og mörk
Stjórnun og andlegt
ofbeldi
Sektarkennd og skömm
„Erfitt fólk“
Hefnd og fyrirgefningu
Upplýsingar og skráning
í síma 552 7999 og 694 7997
Námskeiðið fer fram í JL-húsinu,
Hringbraut 121, 4. hæð. Verð kr. 3.000.
Námsgögn innifalin.
Ásta Kristrún
Ólafsdóttir,
ráðgjafi fyrir fíkla
og aðstandendur.
Ráðgjöf - einkaviðtöl - námskeið - hópar - fyrirlestrar
ÞEGAR blindur kemur upp
í sex spöðum er fyrsta
hugsun sagnhafa sú að nú
hafi alslemma farið for-
görðum. En það er góð
regla í slíkum stöðum að
bíða með að skamma makk-
er, því ekki er víst að þrett-
án slagir skili sér og stund-
um þarf að taka á öllu sínu
til að tryggja tólf.
Suður gefur; AV á hættu.
Norður
♠ D2
♥ 654
♦ ÁDG
♣ÁKD43
Suður
♠ ÁK76543
♥ Á
♦ 75
♣876
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 spaði
Pass 2 lauf Pass 2 spaðar
Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu
Pass 4 grönd Pass 5 lauf
Pass 6 spaðar Allir pass
Vestur spilar út hjarta-
drottningu. Því er ekki að
neita að þrettán slagir eru
líklegir, en þegar sagnhafi
spilar trompi á drottn-
inguna í öðrum slag hendir
austur hjarta. Vestur á sem
sagt slag á tromp og nú
þarf að tryggja að vörnin
fái ekki annan slag á tíg-
ulkóng.
Það er svo sem engin
hætta ef laufið liggur 3-2.
En ef vestur á eitt lauf og
austur tígulkóng þarf ekki
mikið til að klúðra spilinu.
Réttu vinnubrögðin eru
þessi: Laufás er tekinn og
hjarta trompað heim til að
spila aftur laufi að blindum:
Norður
♠ D2
♥ 654
♦ ÁDG
♣ÁKD43
Vestur Austur
♠ G1098 ♠ --
♥ DG10 ♥ K98732
♦ 109432 ♦ K86
♣G ♣10952
Suður
♠ ÁK76543
♥ Á
♦ 75
♣876
Vestur græðir ekkert á
því að trompa og hendir
hjarta. Kóngurinn í borði á
slaginn og nú tekur sagn-
hafi ÁK í spaða og spilar
aftur laufi að blindum.
Besta vörn vesturs er enn á
ný að henda, en það dugir
ekki, því nú fríar sagnhafi
fimmta laufið með trompun.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Hlutavelta STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VOG
Afmælisbörn dagsins:
Þú býrð yfir ríkum
forystuhæfileikum en þér
hættir stundum til að fara
of geyst í hlutina. Þú kannt
vel við frumlegheit sem aðrir
dást að og hafa um leið
lúmskt gaman af.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er kominn tími til að
taka upp hælana og halda
áfram. Þú þarft að hafa
stjórn á bæði gleði þinni og
depurð.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Kona í fjölskyldunni leggur
að þér að grípa til óvenju-
legrar heilsubótar. Það er
betra að hafa færri mál í
gangi og geta þá sinnt þeim.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Allt hefur sinn stað og sína
stund. Ekki þreyta vinnu-
félagana með endalausum
sögum af einkahögum þínum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ættir að gefa meiri gaum
að smáatriðunum. Vendu þig
af því að hneykslast stöðugt
á annarra gjörðum og vand-
aðu frekar sjálfan þig til orðs
og æðis.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Finnist þér að gengið hafi
verið á rétt þinn skaltu sýna
festu og rétta þinn hlut.
Gerðu samt ekki of mikið úr
hlutunum því þá verður öll
ráðgjöf erfiðari.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Gefðu þér tíma til að vera
einn með sjálfum þér og
rækta andlegu hliðina.
Gleymdu þó ekki að vera til
staðar og aðstoða vini þína
sem á því þurfa að halda.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Láttu ekki viðfangsefnið ná
of sterkum tökum á þér. Það
er nútíminn og framtíðin sem
skipta máli svo þú skalt
leggja fortíðina að baki.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er svo auðvelt að fylgja
straumnum en erfiðara að
standa á sínu. Mundu að
sýna þeim örlæti sem lögðu
þér lið, þegar þú þurftir á því
að halda.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þig langar til að fegra heimili
þitt. Þolinmæði þrautir vinn-
ur allar og þinn tími mun
koma, þótt síðar verði.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Peningar sem náinn vinur
hefur lofað þér gætu látið á
sér standa. Nú kemur sér vel
að eiga gott samstarfsfólk.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Búðu þig undir að fara í frí
síðar á árinu því þú munt fá
tækifæri til þess. Skildu for-
dómana eftir heima, þeir
flækjast bara fyrir.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú hefur beðið lengi eftir því
að aðrir viðurkenni starfs-
hæfni þína. Taktu þig nú til
og skoðaðu í hvaða ástandi
þú ert andlega sem líkam-
lega.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Þessi ungu drengir héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri til
styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 4.531 kr. Þeir
heita Einar Ólafur Einarsson, Fannar Hafsteinsson og Ein-
ar Breki Baldvinsson.
Þessir duglegu krakkar héldu nýlega hlutaveltur víðs veg-
ar á Akureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfn-
uðust alls 9.380 krónur. Þau heita Stefanía Kristín Val-
geirsdóttir, Ísak Herner Konráðsson, Theódóra
Karlsdóttir, Bjarki Freyr Jónsson og Valdís Eiríksdóttir.
LJÓÐABROT
AÐ SIGRA HEIMINN
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið:
(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði).
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
Steinn Steinarr
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6.
Be3 e6 7. f3 b5 8. g4 h6 9.
Dd2 Rbd7 10. 0–0–0 Bb7 11.
h4 b4 12. Ra4 Da5 13. b3
Hc8 14. Kb1 Rc5 15. Rxc5
dxc5 16. Re2 Bc6 17. Rg3
Rd7 18. f4 Be7 19. Bd3 Rb6
20. Df2 Ra8 21. g5 Rc7 22.
Rh5 Rb5 23. Bxb5
axb5 24. Rxg7+ Kf8
Staðan kom upp í
keppni heimsins
gegn Rússlandi sem
lauk fyrir skömmu í
Moskvu. Alexey
Shirov (2.697) hafði
hvítt gegn Peter
Svidler (2.690). 25.
Rxe6+! fxe6 26. f5
Ke8 27. fxe6 og
svartur gafst upp
enda fátt til varnar
eftir t.d. 27... Hf8 28.
De2. 4. og lokaum-
ferð fyrri hluta
deildakeppni Skáksam-
bands Íslands hefst kl.
10.00 í dag, 6. október. Teflt
er í glæsilegum húsakynn-
um B&L, Grjóthálsi 1.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Í TVEIMUR pistlum hef-
ur mér orðið nokkuð tíð-
rætt um þau farartæki,
sem á síðustu öld leystu af
hólmi þarfasta þjón okkar
Íslendinga um aldir, hest-
inn. Hafa verið rakin þar
ýmis nöfn á þeim farar-
tækjum, sem komu beint
eða óbeint í stað hans. Um
1930 var svo ný gerð bif-
reiða tekin í notkun í Rvík,
svonefndir almennings-
vagnar. Gengu þeir um
ákveðnar leiðir borgarinn-
ar, þ.e. um götur og stræti,
eins og þeir gera enn í dag.
Fengu þeir strax heitið
strætisvagn og hafa haldið
því síðan. Þó var snemma
farið að stytta það nafn í
strætó eftir þekktum orð-
um í talmáli okkar, sem
enduðu á -ó, svo sem Iðnó,
Gúttó, Gaggó. Má segja,
að þetta orð sé næstum
einrátt í talmálinu, enda
finnst mönnum það þjálla í
munni en no. strætisvagn.
Er þetta raunar í upphafi
slanguryrði, sem svo er
nefnt. Sá, sem stýrir þess-
um vagni, er oft nefndur
strætisvagnabílstjóri eða
strætóbílstjóri. Þessi no.
fara illa, enda mun aldrei
talað um strætisvagnabíl
eða strætóbíl. Hér er því
sjálfsagt að nota einvörð-
ungu no. vagnstjóri um
þann, sem stýrir strætis-
vagninum eða lengri orð-
myndina strætisvagn-
stjóri. Ég held flestir muni
geta verið sammála mér
um það, að vagnstjóri sé
bezta orðið í þessu sam-
bandi. Ég held menn finni
mun á því að segja sem
svo: Það var ráðizt á stræt-
isvagnstjóra í gær en á
strætisvagnabílstjóra, að
ég tali ekki um strætóbíl-
stjóra, svo sem sjá mátti í
blaðafregnum ekki alls
fyrir löngu, þar sem sagt
var frá, að vagnstjóri hafði
orðið fyrir árás manns,
sem ætlaði upp í vagninn,
en var ekki hleypt inn, þar
sem hann mun hafa verið í
annarlegu ástandi. –
J.A.J.
ORÐABÓKIN
Strætisvagn