Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 23 2 fyrir 1 til Prag frá kr. 19.250 14. október Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 14. október. Þú bókar 2 flugsæti, en greiðir aðeins fyrir 1 og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Og þú getur valið um úrval góðra hótela í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.250 Flugsæti til Prag, út 14. okt., heim 17. okt. Almennt verð með sköttum. Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Quality, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Skuldabréf Frjálsa fjárfestingarbankans hf., 1 og 2. flokkur 2002, skráð í Kauphöll Íslands hf. Kauphöll Íslands hf. hefur ákveðið að taka eftirfarandi skuldabréf á skrá Kauphallarinnar þann 11. október nk. 1. flokkur 2002 Skuldabréfin í 1. flokki 2002 eru vaxtalaus kúlubréf. Útgáfudagur bréfanna var 15. júlí 2002. Endurgreiða skal höfuðstól skuldarinnar í einu lagi á lokagjaldaga þann 15. júlí 2005. Stærð flokksins verður a.m.k. 1000.000.000,- að nafnverði. Flokkurinn er opinn. Bréfin eru óverðtryggð. 2. flokkur 2002 Skuldabréfin í 2. flokki 2002 eru vaxtagreiðslubréf og bera þau fasta flata 7,25% ársvexti frá útgáfudegi. Útgáfudagur bréfanna var 15. júlí 2002. Endurgreiða skal höfuðstól skuldarinnar með einni afborgun þann 17. júlí 2008. Vextir reiknast frá 15. júlí 2002 og greiðast á 6 gjalddögum eftir á, hinn 17. júlí ár hvert, í fyrsta sinn 17. júlí 2003 og í síðasta sinn 17. júlí 2008. Stærð flokksins verður a.m.k. 1.000.000.000,- að nafnverði. Flokkurinn er opinn. Skuldabréfin eru verðtryggð og bundin vísitölu neysluverðs. Skráningarlýsingar og þau gögn sem vitnað er til í þeim er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi banka hf. Ármúla 13, 108 Reykjavík Sími 515-1500, fax 515-1509 sem tók við sem forseti, var einnig fagnað sem frelsara þegar honum tókst með efnahagsumbótaáætlun sinni að ná stjórn á verðbólgunni. Hann náði kjöri bæði árið 1994 og 1998, en vinsældir hans dvínuðu þegar samdráttarkippur kom í efnahagslífið og stjórnin greip til óvinsælla sparnaðarráðstafana í ríkisfjármálunum. „Breyting er nauðsynleg,“ sagði hinn vinsæli skopmyndateiknari Ziraldo, „„Þeir“ hafa verið við völd í 500 ár og hafa ekki fundið lausnir á vandamálunum. Það er kominn tími fyrir Lula.“ Þessi stemmning fyrir nýjum „lausnara“ varð mjög áberandi í kosningabaráttunni er allir fjórir frambjóðendurnir lögðu ágreining sinn til hliðar til að votta hinum liðna Kubitschek virðingu sína – þeir stefndu allir að því að verða leiðtogar í hans anda. Er rétt öld var liðin frá fæðingu Kubitscheks var haldin mikil minningarhátíð um hann í fæðingarhéraði hans, Minas Gerais, og við það tækifæri heiðruðu allir forsetaframbjóðend- urnir minningu mannsins sem tókst að gefa Brasilíumönnum þá tilfinningu að þeir ættu sér framtíð án takmarka – til að „endurreisa sjálfsvirðingu brasilísku þjóðarinn- ar“, eins og Lula komst að orði. Nái Lula kjöri, í fjórðu tilraun sinni til að hreppa forsetaembætt- ið, stendur hann frammi fyrir gríð- arlegu verkefni; að uppfylla vænt- ingar kjósenda jafn ólíkra og margmilljarðamærings á borð við iðnjöfurinn Antonio Ermirio de Moraes til Yanomami-indjána í Amazón-frumskóginum, sem enn þann dag í dag lifa eins og á stein- öld og veiða sér til matar með boga og örvum. Efnahagsvandinn er margslung- inn og stór. Milljónir landsmanna lifa af starfsemi sem hvergi birtist í hagtölum; svarta hagkerfið er umfangsmikið. Opinberlega er at- vinnuleysishlutfallið 8,1% en fimmtungur vinnuaflsins dregur fram lífið á lágmarkslaunum sem svara um 5.000 íslenzkum krónum á mánuði. Meðfram þjóðvegum landsins hírast þúsundir fjölskyldna undir bráðabirgðaskýlum og tjöldum og bíða eftir því að ríkisstjórnin út- vegi þeim land til ræktunar. Yfir 800.000 fjölskyldur bíða slíkrar út- hlutunar og þeim fjölgar daglega. Margir landbúnaðarverkamenn hafa gefizt upp á biðinni. Hreyfing landlausra landbúnaðarverka- manna, kjarnahópur stuðnings- manna Lula, mælir með því að landlausir taki sér einfaldlega land sem ekki er yrkjað til að þvinga ríkið til aðgerða. Leiðtogi hreyf- ingarinnar, Joao Pedro Stedile, sagði eitt sinn að daginn sem Lula sver embættiseið myndi hreyfingin „gera innrás á allt land Brasilíu“. „Ég vil stuðla að enduruppskipt- ingu lands, en ég þarf ekki að gera það með hrópum, eins og ég var vanur að gera,“ hefur Lula sagt. Lausnir, ekki ævintýri Sautján árum eftir að Brasilía fetaði aftur inn á braut lýðræðis eru margir kjósendur að leita að lausnum, ekki ævintýrum, og binda vonir við að Lula, sem á rætur sínar í hinu ófrjósama norð- austurhorni landsins, verði fær um að finna þær. „Árum saman ól ég með mér þessa draumsýn um að Brasilía gæti náð þeim mikilleik sem við þráðum. En þá kynntist ég raun- veruleikanum: Ekkert er gefið, margar draumsýnir verða að engu á nokkrum áratugum,“ segir Paulo Coelho, vinsælasti rithöfundur Brasilíu. „Brasilía verður að taka áhættu, ella mun hún endurtaka í sífellu sama mynstur síðustu þriggja, töpuðu áratuga,“ bætir hann við. „Að kjósa Lula er því að taka áhættuna á róttækum breyt- ingum, en á þessari stundu tel ég að mikill meirihluti brasilísku þjóðarinnar – ég þar á meðal – sé tilbúinn að taka þessa áhættu.“ ’ Hann stendur fyr-ir rofið, hið nýja, al- múgamanninn, þá sem hafa unnið sig upp frá botninum. ‘ fyrir þær. Hlutskipti unga mannsins var þá að fara að ráðum föður síns og taka við fyrirskipunum, til dæmis í sambandi við fjölskyldufyrirtækið eða búreksturinn, og það fór ekkert á milli mála, að það voru foreldrarnir, sem réðu. Það má því spyrja hvaða hag foreldrarnir hafi af nýja fyr- irkomulaginu. Domenico De Masi, félagsfræð- ingur við háskólann í Róm, segir, að um sé að ræða gagnkvæm viðskipti milli kynslóðanna: „Foreldrarnir gefa í raun börnunum það, sem þau þyrftu annars að borga í leigu og mat, og fá í staðinn félagsskap.“ De Masi segir, að óttinn við ein- semdina sé lykilatriði. Gamlar hefðir og hugsunarháttur lifi enn góðu lífi þrátt fyrir allt og mörgum miðaldra karlmönnum nægi ekki að hafa bara konuna sér við hlið, heldur vilji þeir hafa börnin líka. „Óttinn við einsemdina vaknar hjá ítölskum hjónum þegar þau er enn ung, hjá bandarískum hjónum kemur hann yfir þau í ellinni,“ segir De Masi. Í Bandaríkjunum gerir margt fólk ráð fyrir að verða að vera á elliheimili síðustu árin og þess vegna verði að spara fyrir því. Á Ítalíu er elliheim- ilisvist talin skammarleg. „Flestum finnst það hörmulegt og jafnvel fyrirlitlegt að senda gamla fólkið á elliheimili. Það á að vera inni á heimilinu eins lengi og nokkur kostur er,“ segir félagsfræðingurinn Franco Ferrarotti. Rossella Palomba bendir á, að það fylgi því ýmsar aukaverkanir að vera áfram „barnið“ á heimilinu. Unga fólkið sé tilfinningalega fremur ósjálfstætt og frumkvæðislaust. Á Ítalíu finnst mörgum sem for- eldrar eigi að hjálpa börnum sínum öll uppvaxtarárin og þar til þau hafa fundið sér starf við hæfi. Samt telja flestir, að dómur áfrýjunarréttarins frá í apríl sé út í hött. Í úrskurðinum segir orðrétt: „Það er ekki hægt að áfellast unga manneskju, einkanlega úr auðugri fjölskyldu, sem neitar að taka starfi, sem svarar ekki til metn- aðar hennar.“ Sumir Ítalir segja, að foreldrarnir eigi að hjálpa börnum sínum svo lengi sem þau eru við nám og að leita að góðri atvinnu en svo eru þeir, sem líta dálítið öðruvísi í málin. Luigina Giacomo er bóndadóttir, sem fór í háskólanám, var síðan heima í nokkur ár en býr nú ein í Róm. Hún telur, að uppreisn unga fólksins á sjöunda áratugnum hafi ekki aðeins mistekist að færa fólki það mikla frelsi, sem það heimtaði, heldur hafi hún í raun haft öfug áhrif með því að gera ungu fólki auðveld- ara að búa áfram heima. „Vissulega vildi unga fólkið brjóta niður múra og gera það, sem það langaði sjálft til, en ekki bara það, sem foreldrarnir vildu. Þeir taka hins vegar alltaf við börnunum sínum á hverju sem gengur,“ segir Giacomo. „Það þarf lítið að hugsa um að mannast og axla ábyrgð. Uppreisn unga fólksins var að þessu leyti skref aftur á bak.“ mömmu ’ Ef ég borða ekkiúti, þá bíður mamma með matinn og hún býr alltaf um rúmið mitt. ‘ ALÞJÓÐA heilbrigðisstofnunin (WHO) fagnaði því á miðvikudag að tekist hefði að kortleggja gena- mengi malaríusníkilsins og moskító- flugunnar, sem breiðir hann út. Er uppgötvunin „vatnaskil í heilbrigð- isþjónustu í heiminum“ og mun gera vísindamönnum kleift að þróa nýjar gerðir skordýraeiturs og lyfja, segir í yfirlýsingu WHO. Þar kemur einn- ig fram, að rúmlega 300 milljónir manna smitast af malaríu á ári hverju. Vísindamenn tilkynntu um upp- götvun sína á miðvikudag, en mal- aríusníkillinn er einhver mesta plága sem hrjáir mannkynið og verður um einni milljón manna að aldurtila árlega. „Þetta er einstakur atburður í sögu vísindanna,“ sagði Carlos Morel, framkvæmdastjóri rannsóknaráætlunar WHO í hita- beltissjúkdómum (TDR). Um það bil ein öld er liðin síðan uppgötvað var, að moskítóflugur breiða út mal- aríu. Uppgötvunin verður notuð við verkefni sem TDR hefur sinnt und- anfarin tvö ár, og er um að ræða þjálfun rúmlega 100 vísindamanna frá Suður-Ameríku, Afríku og Asíu í að þróa lyf og skordýraeitur sem búin eru til á grundvelli erfðaupp- lýsinga. „Það mun taka nokkurn tíma að nýta þessa þekkingu til að smíða þau tól og tæki sem þarf, en það kemur að því og loksins verður hægt að ráða við malaríu,“ hefur BBC eftir Brian Greenwood, prófessor við London School of Hygiene and Tropical Medicine í Bretlandi. Gena- mengi malaríu kortlagt Genf. AFP. KVIÐDÓMUR í Los Angeles í Bandaríkjunum dæmdi á föstu- dag tóbaksrisann Philip Morris til þess að greiða 28 milljarða dollara, eða sem svarar 2.400 milljörðum króna, í sekt til 64 ára gamallar konu sem er með lungnakrabba og ákærði fyrir- tækið fyrir að hafa ekki gert henni grein fyrir hættunum sem fylgja reykingum. Kon- unni, Betty Bullock, voru dæmdir 850 þúsund dollarar, eða rúmar 73 milljónir króna, í skaðabætur í síðustu viku. Markaðsvirði Philip Morris er um 83 milljarðar dollara. Talsmaður tóbaksfyrirtækis- ins sagði að úrskurðinum yrði áfrýjað á þeim forsendum að hann væri hvorki í samræmi við lög né það er fram hefði verið lagt við réttarhöldin. Vitnis- burður hefði leitt í ljós að Bull- ock hefði verið fullkunnugt um þær hættur sem stöfuðu af tób- aksreykingum. Þetta er mesta sekt sem tób- aksfyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða, en í fyrra var Phil- ip Morris dæmt til greiðslu þriggja milljarða dollara, en sú upphæð var síðar lækkuð í 100 milljónir. Þeir sem berjast gegn reykingum fögnuðu dómnum í gær og sögðu að fyr- irtæki á stærð við Philip Morris yrði að fá dæmdar á sig stórar sektir til að það fengist til að hætta að blekkja fólk. 2.400 millj- arða sekt Los Angeles. AFP. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (06.10.2002)
https://timarit.is/issue/250930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (06.10.2002)

Aðgerðir: