Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 25
in til þess að komast af, sem sjálfstæð smáþjóð í Evrópu á 21. öld, sé að vera fullgildur aðili að Evrópusamband- inu. Það sé jafnframt bezta leiðin til þess bæði að tryggja til frambúðar ör- yggi þjóðarinnar og að hlú að velmeg- unarþróuninni í landinu. Eistland: Opnasta hagkerfi Austur-Evrópu „Við viljum tilheyra sameinaðri og frjálsri Evrópu. Eistland er hluti af Evrópu, hvort sem litið er á það í landfræðilegu, sögulegu eða menn- ingarlegu samhengi. Því er það ein- faldlega eðlilegt að við gerumst aðilar bæði að NATO og ESB,“ sagði Krist- iina Ojuland, utanríkisráðherra Eist- lands frá því um síðustu áramót, í samtali við Morgunblaðið í maí sl. „Eistland er lítið land, með 1,4 milljónir íbúa. Margir eru efins um hvernig svo litlu landi reiði af innan Evrópusambandsins. Síðustu ár hef- ur stuðningur við aðild þó aukizt, lík- lega gerir fólk sér betur grein fyrir því hversu mikilvægt það er, bæði efnahagslega og félagslega, að gerast aðili að sambandinu. Eistar sjá líklega einnig að aðild þýðir efnahagslegt, fé- lagslegt og pólitískt öryggi,“ sagði Ojuland ennfremur. „Það hefur aldrei fyrr verið eins kerfisbundið eftirlit með öllum þátt- um aðildarundirbúnings tilvonandi nýrra aðildarríkja og nú,“ segir Alar Streimann í eistneska utanríkisráðu- neytinu, sem áður er nefndur, í sam- tali sem greinarhöfundur átti við hann í Tallinn. Vísar hann þar aðal- lega til skýrslna framkvæmdastjórn- ar ESB um stöðu aðildarundirbún- ings umsóknarríkjanna. Næstu slíkra matsskýrslna framkvæmdastjórnar- innar, sem tilkynnt hefur verið að muni koma út hinn 9. október, er nú beðið með eftirvæntingu, þar sem sú niðurstaða sem þar verður komizt að um aðildarhæfni umsóknarríkjanna verður eins konar for-ákvörðun um það hvort þau fái inngöngu í sam- bandið árið 2004, eins og að er stefnt. Þótt almennt gildi um aðildarund- irbúning fyrrverandi kommúnista- ríkjanna, að þau þurfi að hafa sig öll við til að geta uppfyllt allar þær regl- ur og staðla sem Vestur-Evrópuríkin hafa sett sér á liðnum áratugum er það jafnframt staðreynd, að í sumum tilfellum verði þau með aðildinni að „stíga skref til baka“ í vissum skiln- ingi. Á þetta einkum við um Eistland, sem með inngöngunni í ESB mun verða að gjöra svo vel að reisa aftur tollamúra sem búið var að fella og taka upp niðurgreiðslukerfi í land- búnaði, en þetta eru „tvær vondar venjur“ (eins og tímaritið The Econ- omist kallar það) sem hin mjög svo fríverzlunarsinnaða stjórn Eistlands hefur sniðgengið í gegn um allt um- bótaferlið. Vonast eistneskir ráða- menn til þess að þegar landið verði komið í ESB muni þeir geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að vinna frjálsari verzlun og minni ríkisaf- skiptum brautargengi innan sam- bandsins. Lettland: Stjórnkerfi að skandinavískri fyrirmynd Eduards Stiprais, talsmaður ESB- samninganefndar Lettlands, tjáði greinarhöfundi í Riga, að við aðildar- undirbúninginn væri það að mörgu leyti kostur að vera smáríki. „Kost- irnir felast aðallega í því að stjórn- kerfið er það lítið að það er yfirsjáan- legt og sveigjanlegt; það á auðveldara með að bregðast fljótt við og samráð, t.d. milli manna sem sinna tengdum verkefnum í mismunandi ráðuneyt- um, gengur hraðar og hnitmiðaðar fyrir sig en gerist í stærri stjórnsýslu- apparötum,“ segir hann. Ókostinn segir hann aðallega felast í því að lítil ríki þurfi að axla sömu skyldur og þau stærri; verkefnin séu sambærileg en færri til að vinna þau. Einkennandi fyrir lettnesku stjórn- sýsluna segir Stiprais vera hve ungir flestir starfsmennirnir séu; það þurfti að byggja upp allt stjórnkerfið frá grunni er lýðveldið var endurreist. Þá hafi verið ákveðið að taka stjórnsýslu- kerfi Norðurlandanna til fyrirmyndar – „sem fellur bezt að hugsunarhætti okkar Letta,“ segir hann. Markvisst var reynt að sneiða hjá fólki sem hafði gegnt ábyrgðarstöðum í sovétkerfinu. Gallinn við þetta sé að stóran hluta starfsmanna skorti reynslu af fag- legri embættismennsku. En hún auk- izt hröðum skrefum og Evrópusam- bandið leggi mikilvægan skerf til þessarar þróunar með þjálfunaráætl- unum fyrir embættismenn. Kosningar til lettneska þingsins fara fram um þessa helgi. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana á síð- ustu vikum hefur fylgið við flokk for- sætisráðherrans Andris Berzins, Vegur Lettlands, hrunið og jafnvel ekki víst að hann nái tilskildum 5% lágmarksfjölda atkvæða til að komast aftur inn á þing. Anita Brauna, Evr- ópumálasérfræðingur Diena, stærsta dagblaðs Lettlands, tjáði greinarhöf- undi að þessar óvinsældir forsætis- ráðherrans og flokks hans snertu þó engan veginn stefnuna inn í ESB og NATO. „Allir helztu stjórnmálaflokk- ar landsins styðja inngönguna í ESB, þar á meðal þeir tveir flokkar sem nú njóta mests fylgis, Nýir tímar, sem Einars Repse fer fyrir, og Þjóðar- flokkurinn, sem Andris Skele, fyrr- verandi forsætisráðherra, fer fyrir,“ segir Brauna. Segist hún ekki óttast að ESB-aðildarsamningarnir verði felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu, jafn- vel þótt hlutfall yfirlýstra stuðnings- manna aðildarinnar hafi lækkað í 39% í nýlegum skoðanakönnunum. Fischler sýnir skilning á áhyggjum í landbúnaði Er Franz Fischler, sem fer með landbúnaðar- og sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, kom í upp- lýsingaferð til Eystrasaltslandanna í september komu landbúnaðarráð- herrar ríkjanna þriggja og aðrir fulltrúar hagsmunaaðila í landbúnað- inum á framfæri við hann helztu áhyggjuefnum sínum í tengslum við landbúnaðarþátt aðildarsamning- anna. Þyngst vógu áhyggjur af því að í þeim tillögum sem framkvæmda- stjórnin hefur lagt fram um landbún- aðarmálin (en ráðherraráð ESB hef- ur enn ekki ákveðið að gera að formlegri samningsafstöðu sam- bandsins í málaflokknum) sé gert ráð fyrir of takmörkuðum framleiðslu- kvótum. Kvótarnir eru miðaðir við framleiðslu áranna 1995-1999, en það finnst bændum í Eystrasaltslöndun- um ósanngjarnt með tilliti til þess að á þessu tímabili var framleiðslan í lág- marki þar sem umskiptin úr sovézka samyrkjubúskapnum yfir í einkarek- inn samkeppnisbúskap áttu þá enn langt í land. Auk þess urðu þeir sem þó gátu mest framleitt fyrir miklum skakkaföllum af völdum fjármála- kreppunnar í Rússlandi, mikilvæg- asta útflutningsmarkaði landbúnað- arafurða frá Eystrasaltslöndunum. Sýndi Fischler skilning á þessu. „Við erum reiðubúnir að sýna vissan sveigjanleika við kvótasetninguna,“ sagði hann. Hins vegar lagði Fischler áherzlu á, að ríkin þrjú ættu ekki að gera sér vonir um að fá meira í nið- urgreiðslur og styrki en gert hefur verið ráð fyrir í þeim tillögum sem fyrir liggja af hálfu ESB um það efni. „Við verðum að vera raunsæir,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Fischler. „Viss aðildarríki í sambandinu eru treg til að greiða nokkrar beingreiðslur yfir- leitt og fjárlög ESB eru í járnum.“ Rétt eins og í mörgum öðrum um- sóknarríkjum, þar á meðal Póllandi, eru menn í Eystrasaltslöndunum óánægðir með að í tillögum fram- kvæmdastjórnarinnar skuli vera gert ráð fyrir, að fyrst eftir að þessi ríki fá inngöngu í sambandið skuli þarlendir bændur ekki eiga tilkall til meira en fjórðungs af þeim beingreiðslum sem kollegar þeirra í eldri aðildarríkjun- um fá. Fischler lagði áherzlu á að ekki mætti láta landbúnaðarmálin verða að hindrun í stækkunarferli sam- bandsins. Sagðist hann myndu gera allt sem í hans valdi stæði til að koma í veg fyrir að svo færi. Á aukaleiðtoga- fundi ESB í Brussel 25.-26. október stendur til að ESB-ríkin 15 útkljái ágreining um landbúnaðar- og byggðastyrki til tilvonandi nýju aðild- arríkjanna. Marius Laurinavicius á Lietuvos Rytas, sem áður er nefndur, sagðist í samtali við greinarhöfund í Vilnius ekki skilja yfir hverju bændur væru að kvarta. Þeir væru mun betur settir en margar aðrar starfsstéttir í land- inu og staða þeirra myndi ótvírætt batna við inngönguna í Evrópusam- bandið, jafnvel þótt þeir fengju ekki allt upp í hendurnar sem bændur í V- Evrópu fá nú í gegn um sjóði sameig- inlegu landbúnaðarstefnunnar. Ignalina-málið leyst Í júní síðastliðnum tókst samninga- mönnum Litháens og ESB að ná sam- komulagi um áætlun um lokun Ignal- ina-kjarnorkuversins. Var þetta sam- komulag áfangi á leið Litháens inn í ESB, þótt framtíð versins hefði ekki verið með beinum hætti á dagskrá að- ildarviðræðnanna. Deila milli lithá- ískra stjórnvalda og ESB um það hve fljótt ætti að hætta rekstri versins – sem var byggt á sovéttímanum og er með kjarnakljúfa af sömu gerð og kjarnorkuverið alræmda í Tsjernobyl í Úkraínu – flæktist fyrir í aðildarvið- ræðunum og hafði áhrif á samninga bæði um orkumál, umhverfismál o.fl. Ignalina-verið sér Litháen fyrir meirihlutanum af raforkuþörf lands- ins, en geislavirkt eldsneytið er flutt inn frá Rússlandi. Í samkomulaginu var fundin málamiðlun milli efnahags- legra þarfa Litháens og hagsmuna ESB, sem af öryggisástæðum vildi loka verinu sem allra fyrst. Í samkomulaginu lýsa litháísk stjórnvöld því yfir fyrir sitt leyti, að þau munu loka kjarnakljúfi 1 fyrir ár- ið 2005 og kjarnakljúfi 2 fyrir 2009. ESB lýsir því yfir fyrir sitt leyti að það muni halda áfram að veita Lit- háum viðeigandi viðbótarfjárhagsað- stoð við að taka kjarnakljúfana úr umferð. Er í samkomulaginu viður- kennt af hálfu ESB, að kostnaðurinn við að hætta rekstri Ignalina-versins yrði yfirþyrmandi baggi á litháískum skattgreiðendum, ef þeir einir ættu að bera hann. Er gizkað á að hann verði á næstu árum og áratugum sem svarar um 210 milljörðum ísl. króna. Blaðamaðurinn Laurinavicius fullyrð- ir að þessi lausn hafi verið eina skyn- semin fyrir Litháa, að „loka Ignalina fyrir ESB-fé“ fyrr en ella. Enn er verið að vinna að nákvæmri útfærslu á framkvæmd samkomu- lagsins. Hétu samningamenn ESB því að málið yrði aftur tekið á dagskrá áður en aðildarviðræðunum yrði að fullu lokið. Kaliníngrad: Rússnesk fátæktareyja inni í ESB Það eru fleiri sértæk vandamál sem Eystrasaltslöndin flytja með sér inn í Evrópusambandið. Þar á meðal eru nokkur óleyst mál í samskiptunum við Rússland. Samningar sem Eist- land og Litháen hafa gert við Rúss- land um landamæri ríkjanna, eins og þau eru nú, hafa ekki getað tekið gildi þar sem rússneska þingið hefur ekki viljað staðfesta þá. Staða hinna stóru rússneskumælandi minnihlutahópa í löndunum eitrar stöðugt samskiptin. Það sem nú er mest knýjandi vandamálið í tengslum við ESB-aðild- arsamningana er að rússneska hér- aðið Kaliníngrad verður með ESB-að- ild Litháens og Póllands innilokað af landsvæði ESB (og líklega jafnframt NATO). Kaliníngrad-hérað (Kalin- ingradskaja Oblast) var fram til 1945 norðurhluti Austur-Prússlands, aust- asta héraðs Þýzkalands, en þýzkir íbúar þess voru ýmist drepnir, flúðu eða voru flæmdir á brott og svæðið var innlimað í Sovétríkin eftir stríðið. Allt fram til hruns Sovétríkjanna fyr- ir um áratug var héraðið lokað hern- aðarsvæði í kring um flotastöð Rauða hersins í hafnarborginni Kaliníngrad, sem áður hét Königsberg. Í héraðinu býr nú hátt í milljón manns, svo til allt borgarar rússneska sambandsríkis- ins. Efnahagsástandið þar er nú mjög bágborið, glæpatíðni há og smitsjúk- dómar útbreiddir. Rússnesk stjórnvöld krefjast þess að íbúar héraðsins, sem og allir aðrir borgarar Rússlands, megi ferðast til þess og frá án þess að þurfa að sækja um vegabréfsáritun, þótt þeir þurfi að fara um litháískt eða pólskt ESB- landsvæði í þessum tilgangi. Það er hins vegar ekki svo einfalt fyrir ESB – og tilvonandi ESB-ríkin Litháen og Pólland – að heimila það, þar sem landamæri þeirra verða ytri landa- mæri ESB og Schengen-svæðisins svokallaða, en innan þess á fólk al- mennt að geta ferðast svo að segja eftirlitslaust yfir öll innri landamæri. Vonazt er til að deilan um ferða- frelsi Rússa til og frá Kaliníngrad verði leyst fyrir áformaðan samráðs- fund ESB og Rússlands í Kaup- mannahöfn í byrjun nóvember, en stjórnvöld í Moskvu hafa hótað að sniðganga hann gangi það ekki eftir. Framkvæmdastjórn ESB lagði um miðjan september fram tillögur að lausn, sem fælist í því að íbúar Kal- iníngrad fengju sérstök skilríki sem veittu þeim heimild til að ferðast í gegn um Litháen og Pólland án vega- bréfsáritunar. Þar sem aðrir borgar- ar Rússlands þyrftu eftir sem áður að sækja um áritun lýstu Rússar tillög- urnar ófullnægjandi og eftir er að sjá hvort takast muni að ná málamiðlun svo að þetta mál verði ekki til þess að tefja stækkun ESB til austurs. Vidmantas Purlys, sem á sæti í ESB-samninganefnd Litháens og greinarhöfundur hitti að máli í Vil- nius, segir að meðal íbúa Kaliníngrad séu bæði vonir og áhyggjur tengdar ESB-aðild Litháens og Póllands. Að hans mati væri æskilegast að svæðið nyti einnig að einhverju leyti góðs af ESB-aðild hinna aðliggjandi landa. Getur hann til dæmis séð fyrir sér að hægt verði að tengja Kaliníngrad inn í svæðisbundin samstarfsverkefni sem ESB styrkir. Smáríki eru aðlögunarhæfari Með tilliti til þess hve ógnarlanga og stranga leið hin ný-endurstofnuðu ríki Eistland, Lettland og Litháen virtust fyrir einum áratug eiga fyrir höndum að því marki að ná samning- um um inngöngu í Evrópusambandið liggur við að það megi undrum sæta að nú virðist fátt geta komið í veg fyr- ir að einmitt sá árangur náist, og það fyrir lok þessa árs. Verður í þessu sambandi að hafa í huga að umbylt- ingarferlið sem Eystrasaltslöndin þurftu að ganga í gegnum var enn rót- tækara en hinna landanna í Mið- og Austur-Evrópu, sem voru þó sjálf- stæð ríki þótt þau lytu Moskvuvald- inu; Eystrasaltsríkin höfðu aftur á móti verið innlimuð í Sovétríkin sjálf. Enginn vafi leikur á því, að ein af ástæðunum fyrir því að Eystrasalts- löndin hafa getað tileinkað sér svona fljótt allt það nauðsynlegasta til að uppfylla aðildarskilyrðin að ESB – velferðarklúbbi Vestur-Evrópu – er að þetta eru lítil lönd, sem hafa getað sérsniðið sér stakk eftir vexti, og byggt upp sveigjanlegt, skilvirkt stjórnkerfi og beint viðskiptalífinu til- tölulega fljótt inn á nýjar brautir sem dugðu til að ná settu marki. Bæði eru litlar þjóðir almennt vanar því að verða að laga sig að því sem stærri þjóðir gera og þar sem efnahagslíf þeirra og stjórnkerfi er yfirsjáanlegra er líka auðveldara að hrinda umbóta- áformum í framkvæmd og fylgja þeim eftir. Þar við bætist samkeppnin milli þeirra um að uppfylla aðildarskilyrðin sem fyrst, sem hleypti í þau metnaði til að leggja það á sig sem nauðsyn- legt var til að ná því marki sem stefn- an var sett á. Af þessum árangri má álykta, að sá sveigjanleiki sem einkennir smáríki á borð við Eystrasaltslöndin geri þau hæfari til að hrinda með árangursrík- um hætti í framkvæmd risaverkefni á borð við það, að aðlaga fyrrverandi kommúnistaríki að öllum aðildarskil- yrðum Evrópusambandsins. Frá Riga. Þetta minnismerki, sem reist var eftir stofnun fyrsta lettneska lýð- veldisins í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar, er tákn um sjálfstæðisvilja Letta. Það fékk að standa allan Sovéttímann. Áletrunin merkir „Föðurland og frelsi“. auar@mbl.is                                !"  !# $                 !!! "  $%&  ' ($&#  )  !!! * #   ''' + +     + , + !,  -, . !, - , - ,  +,  , + -, .  . /0 12#  0&  '' '      ''             !" # $ ''' %&'(      )   *   '''' )'   *   *& & $ *3#  '''' +, -, +!,  Næsta sunnudag: SA-Evrópa, Kýpur og Malta. Lokagrein. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (06.10.2002)
https://timarit.is/issue/250930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (06.10.2002)

Aðgerðir: