Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján SvavarJensson fæddist 3. febrúar 1931 á Minna-Garði í Mýra- hreppi í V-Ísafjarð- arsýslu. Hann lést á Landspítalanum 26. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ásta Sóllilja Kristjánsdóttir, hús- freyja í Minna-Garði og á Læk í Mýra- hreppi, f. í Breiðadal í Flateyrarhreppi í V-Ís. 6. janúar 1892, d. 28. janúar 1936, og Jens Jónsson, kennari og bóndi á Læk og á Minna-Garði, f. á Fjalla- skaga í Mýrahreppi 6. september 1890, d. 15. desember 1976. Systk- ini Kristjáns eru: Jón Óskar, lát- inn, Áslaug Sólbjört, Jensína, Sig- ríður, Hilmar, látinn, Soffía Gróa og hálfbróðir samfeðra Gunn- björn. Kristján kvæntist Unni El- ísdóttur og áttu þau saman fimm dætur: Eina dóttur misstu þau í fæðingu. Guðrún Ásta, gift Ísleifi Tómassyni, eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn. Elín Hrefna, gift Friðþóri Kr. Eydal, eignuðust þau fjögur börn en misstu einn son ungan. Auður, gift Snorra Pálmasyni, eiga þau tvö börn. Bára, gift Bergþóri Karlssyni, eiga þau tvær dætur. Kristján átti líka börnin: Kristínu, gifta Guðmundi H. Péturssyni, eiga þau tvo syni, frá fyrra hjónabandi átti Kristín einn son og eiga þau fjögur barnabörn. Hjört Heiðdal, kvæntan Sigurlaugu Helga- dóttur, og eiga þau eina dóttur, fyrir átti Sigurlaug þrjú börn. Kristján kvæntist eftirlifandi konu sinni Sólveigu Björnsdóttur hinn 16. apríl 1986 eftir 12 ára sambúð. Fóstursynir þeirra eru: Björn Jón- asson, kvæntur Hólmfríði Þórðar- dóttur, eignuðust þau þrjá syni, misstu einn af slysförum og eiga þau tvö barnabörn. Runólfur Hilmar Júlíusson, kvæntur Ernu Ingólfsdóttur, eiga þau einn son. Kristján var lærður bifvélavirki og vann lengst af við þá iðn. Útför Kristjáns verður gerð frá Áskirkju á morgun, mánudaginn 7. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi, þetta hafa verið þér svo erfiðir tímar undanfarið en samt höfum við átt svo margar ánægju- legar stundir sem er gott að minn- ast. Einhvern veginn gat okkur þótt gaman að vera saman og gátum elskað hvort annað þótt við værum eins og eldfjöll sem gjósa á víxl. Þú varst heldur ekki feiminn við að sýna ást, blíðu og hversu stoltur þú værir af mér. Það var þá alltaf einhver sem fannst ég frábærust og best, gott að vita af því. Reyndar var ekki erfitt fyrir fólk að þykja vænt um þig því þú vildir allt fyrir alla gera og marg- ir sem leituðu til þín ef eitthvað var að, þá sérstaklega ef hlutir þurftu viðgerð og einkum bílarnir, því þar varst þú snillingurinn. Svo er líka gaman að hugsa um það hversu ánægður þú varst með hópinn þinn, þá sérstaklega barnabörnin, hvert og eitt einasta var alveg einstaklega gáfað og vel heppnað í þínum aug- um, sem og þau hljóta auðvitað að vera. Kristján snillingur í bílunum, enginn siglir betur en Dóri og öll hin best í einhverju öðru. Guð blessi þig elsku kossakarlinn minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín Bára. Elsku afi, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn þótt þú sért búinn að vera veikur lengi. Þó að við þekktumst ekki mjög vel veit ég að þú varst góður maður og í þau skipti sem við komum að heimsækja þig upp á spítala reyttirðu af þér brand- arana og brostir, sama hversu kval- inn þú varst. Elsku afi, við vitum að eftirfar- andi á vel við, því mamma sagði okk- ur hvað ykkur fór á milli fyrir skömmu. KRISTJÁN SVAVAR JENSSON ✝ Eyrún Þorleifs-dóttir fæddist í Reykjavík 14. októ- ber 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ hinn 27. september síðastlið- inn. Foreldrar Ey- rúnar voru Þorleifur Eyjólfsson, f. 26.8. 1898, d. 25.7. 1973, og Ólöf Valgerður Diðriksdóttir, f. 5.3. 1897, d. 9.10. 1985. Bræður Eyrúnar eru fjórir: Eyjólfur, f. 23.6. 1923, d. 3.10. 1953; Sverrir, f. 18.7.1925, d. 27.10. 1998; Ólafur Diðrik, f. 3.5.1931, d. 3.10.1953; og Þórólf- ur Valgeir, f. 18.10. 1940. Eyrún giftist 4.4. 1953 Gísla Guðmunds- syni, f. 2.7.1931. Foreldrar hans voru Guðmundur Helgason, f. 28.12. 1899, og Torfhildur Guð- rún Helgadóttir, f. 18.12. 1897. Börn Eyrúnar og Gísla eru: 1) Þorleifur, f. 26.11. 1951, kona hans er Ásdís Jónsdóttir, börn þeirra eru Jón Þór og Eyrún; 2) Stefanía Vigdís, f. 16.7. 1956, maður hennar er Magnús Ingimundarson, börn þeirra eru Ólöf, Þorbjörn Gísli og Bogi Rafn; 3) Guðmundur, f. 15.9. 1958, kona hans er Hafrún Hrönn Káradóttir, dætur þeirra eru Eyrún og Jakobína, Hafrún átti fyrir Kolbrúnu Agnesi og Þorstein Smára; 4) Guðrún Torfhildur, f. 10.11. 1959, maður hennar er Magnús Atli Guðmundsson, börn þeirra eru Gísli Rúnar, Sigríður Hrönn, Guðmundur Óli og Íris Dröfn; 5) Guðbjörg Þórey, f. 2.8. 1961, börn hennar og fyrrv. manns hennar, Gunnars Jónssonar, eru Ármann Kristinn og Guðrún Þór- hildur. Útför Eyrúnar verður gerð frá Grafarvogskirkju á morgun, mánudaginn 7. október, og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma, þá er þetta búið. Nú getur þú haldið til nýrra staða og við farið að muna þig eins og þú varst, ekki sem Alzheimersjúkling heldur sem móður okkar sem sá um að kenna okkur réttlæti, víðsýni og ekki síst umburðarlyndi. Það að fá að muna þig eins og þú varst þegar við vorum að alast upp er besta gjöfin okkar í dag. Það var þér og fjölskyldunni mikið áfall þegar bræður þínir, Eyjólfur og Ólafur, dóu. Þeir ásamt pabba höfðu keypt saman bát en þegar farið var í fyrstu ferðina út fyrir höfnina komst pabbi ekki með þar sem hann fékk ekki frí í vinnunni. Eyjólfur og Ólaf- ur komu ekki aftur þar sem báturinn fórst í þessari sjóferð. Það var þér mjög erfitt að gleðjast yfir því að forsjónin hélt hlífiskildi yfir pabba á sama tíma og bræður þínir voru ekki eins lánsamir. Þú varst forlagatrúar og sagðir við okkur að pabbi hefði ekki verið feig- ur. Þú varst heimavinnandi húsmóðir á meðan við vorum lítil eins og al- gengt var með konur af þinni kyn- slóð. Við viljum muna ferðalögin, þar sem þú söngst manna mest í bílnum, og tímann sem þú varðir með okkur við að föndra, sauma og prjóna á dúkkurnar okkar. Þessar stundir voru einnig notaðar til að spjalla um lífið og tilveruna. Þú varst ótrúlega dugleg að dunda með okkur. Eins má ekki gleyma tímunum þegar þú bakaðir með okkur en þá var setið við eldhúsborðið í Ásgarðinum og við börnin settum í form eða mótuðum kökurnar á meðan þú hrærðir og sást um bakarofninn. Viðkvæði þitt var að jafnt skyldi yfir alla ganga. Brúðargjafir til okk- ar miðuðust við hvað kæmi okkur best en verðgildið skyldi ávallt vera það sama. Þannig var allt sem við- kom gjöfum. Þegar þið pabbi fóruð í utanlandsferðir fylgdi því gjafaflóð þegar heim var komið sem gladdi bæði okkur og barnabörnin. Vissum við sem var að engum var gleymt. Ferðalög með fjölskylduna voru alveg sérkafli í lífi okkar. Fljótlega eftir að þið pabbi eignuðust bíl var farið í fyrstu útileguna. Eftir það var farið eins oft og mögulegt var, svo ekki sé minnst á sunnudagsbílt- úrana. Veiðiferðir með ömmu, Tóta frænda og öllum hinum ættingjunum sem hægt var að hóa saman voru stór hluti af tilverunni. Veiðiferðir í Vatnsdalinn gegndu stóru hlutverki í lífi okkar um langt skeið, en þangað var farið í nærri tuttugu ár. Fyrst var gist í tjöldum, svo í Flóðvangi og síðar var gist í veiðihúsinu „hinum megin“. Margar ferðir fórum við í sumarhús hér og þar um landið, en eftir að þið pabbi keyptuð sumarbú- stað í Eilífsdalnum tók hann við. Þegar við stálpuðumst fórstu að vinna í Dúki, sem var saumastofa. Þar áttir þú nokkur góð ár og eign- aðist margar góðar vinkonur. Það átti vel við þig að vinna úti og þú vannst á sama stað þar til læknarnir bönnuðu þér að vinna vegna brjó- skeyðingar í baki. Eftir að þú hættir að vinna fórstu að hafa tíma fyrir áhugamálin. Ekki má gleyma öllum stundunum þar sem þú passaðir börnin fyrir okkur og lagðir þeim reglurnar. Þau kunnu að haga sér vel hjá ömmu þó svo þau kynnu engar reglur heima við. Nokkrum árum eftir að þú hættir að vinna greindist þú með lungna- krabbamein og var annað lungað tekið. Það var ótrúlegt hvað þú varst fljót að ná þér aftur og strax fórstu að spyrja hvort þú gætir aðstoðað með börnin. Það er merkilegt að þótt þú værir meira og minna lasin alla ævi fannst okkur það ekkert tiltökumál og þrátt fyrir veikindin varstu alltaf sú mamma sem hægt var að spjalla við um heima og geima. En þegar þú byrjaðir að verða fyrir minnisglöp- um vissum við ekki hvað var að ger- ast og áttum erfitt með að taka því. Þú sem mundir allt fórst allt í einu að gleyma tímum hjá læknum eða varst ekki heima þegar einhver hafði ætl- að að koma til þín. Eða þegar þú hringdir í pabba og varst alveg hissa á henni dóttur þinni, hún hefði komið EYRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, JÓNU KRISTMUNDSDÓTTUR, Logafold 20. Eggert Gíslason, Valgerður Gísladóttir, Loftur Ólafsson, Þorbjörn Gíslason, Sigríður Halldórsdóttir, Rúnar Gíslason, Brynja Jóhannsdóttir, Bára Gísladóttir, Gunnar Gunnarsson, Ragnheiður Gísladóttir, Hrafnkell Gíslason og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, SÓLVEIGAR MATTHÍASDÓTTUR ljósmóður, Efstahjalla 11, Kópavogi. Sérstakar þakkir til sr. Írisar Kristjánsdóttur, sóknarprests í Hjallakirkju. Sigríður Björk Bragadóttir, Sigurður Grendal Magnússon, Berglind Bragadóttir, Stefano Rosatti, Skúli Matthíasson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VALDIMARS GUÐJÓNSSONAR, Kirkjusandi 3. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13D á Landspítalanum við Hringbraut fyrir góða aðhlynningu. Kristlaug Ólafsdóttir, Ingvar Finnur Valdimarsson, María Karlsdóttir, Guðjón Þór Valdimarsson, Guðrún Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðar þakkir færum við öllum, er sýndu okkur og fjölskyldu okkar samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar KETILS AXELSSONAR, Ægisíðu 70, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum hjarta- og gjörgæsludeildar Land- spítalans fyrir góða umönnun. Margrét Gunnlaugsdóttir, Axel Ketilsson, Laufey Torfadóttir, Jón Ketilsson, Gunnlaugur Örn Ketilsson, Björn Óli Ketilsson, Ingibjörg Lárusdóttir, Soffía Ólöf Ketilsdóttir, Heimir Erlingsson, barnabörn og barnabarnabörn. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.