Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Fyrsta heimilið Háhraðasítenging við Netið TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra hefur kynnt hugmynd þess efnis að komið verði á laggirnar ís- lensk-danskri menningarstofnun með aðsetur á Íslandi þar sem m.a. verði varðveittir allir íslenskir forn- gripir sem enn eru í vörslu Dana. Dönsk stjórnvöld eru að hugleiða málið. Ráðherra leggur til að framlag Ís- lendinga til slíkrar stofnunar yrði að sjá um stofnkostnað og rekstur en áðurnefndir forngripir yrðu framlag Dana. Það var á fundi með menningar- málaráðherra Dana síðsumars að ís- lenski menntamálaráðherrann ósk- aði eftir því að teknar yrðu upp viðræður milli Danmerkur og Ís- lands um frekari afhendingu ís- lenskra forngripa, sem eru í vörslu Dana, en þeirri beiðni var hafnað og í framhaldi af því lagði ráðherra fram hugmynd um þessa nýju stofnun. Í sáttmála sem gerður var á milli ríkjanna 1965, vegna flutnings ís- lenskra handrita hingað út á ný, seg- ir að þar með sé fullkomlega og end- anlega útkljáð „um allar óskir af íslenzkri hálfu varðandi afhendingu hvers konar íslenzkra þjóðlegra minja sem í Danmörku eru. Sam- kvæmt því skal af hálfu íslenzka rík- isins eigi unnt í framtíðinni að hefja né styðja kröfur eða óskir um af- hendingu slíkra minja úr dönskum skjalasöfnum eða söfnum, opinber- um jafnt sem í einkaeign“. Menntamálaráðherra segist telja að skoða verði sáttmálann frá 1965 í ljósi þeirra aðstæðna sem íslensk stjórnvöld stóðu frammi fyrir en að- stæður séu aðrar nú og viðhorf breytt. „Ég undirstrikaði að við hefðum litið á handritamálið sem staðfest- ingu á mjög góðu samstarfi þjóðanna og mikilli vináttu sem á milli ríkjanna ríkti. Þegar gengið hefði verið frá handritasamningnum hefði það markað tímamót, á þeim tíma sem það var gert, en síðan hefði mik- ið breyst,“ segir Tómas Ingi í samtali við Morgunblaðið í dag. Ráðherra segist telja mikilvægt að koma á framfæri við Íslendinga og aðrar þjóðir lýsingum og kynningu á íslensku miðaldasamfélagi, „sem ég tel að hafi ekki verið nægilega vel kynnt og sérstaklega hafi menn ekki nægilega góða innsýn í það hversu flókið og athyglisvert það samfélag var frá menningarlegu sjónarmiði“. Hann segir þá gripi sem enn séu í vörslu Dana gegna grundvallarhlut- verki í því að menn öðlist skilning á því hvers konar samfélag var hér- lendis á miðöldum. Menntamálaráðherra vill koma á fót íslensk-danskri menningarstofnun Danir leggi til íslenska forn- gripi sem eru í vörslu þeirra  Allir íslenskir forngripir/12 LITADÝRÐ haustsins rennur brátt skeið sitt á enda. Enn er þó hægt að njóta haustlitanna í náttúrunni, til dæmis á Þingvöllum. Er sjálfsagt að nýta tækifærið milli lægðanna sem nú ganga yfir landið í röðum og feykja burtu síðustu skrautlegu haustlaufunum. Morgunblaðið/Ómar Gönguför í haust- litadýrð NÁTTÚRULEGAR sveiflur ein- kenna rjúpnastofna en ástæður sveiflnanna eru mjög mismunandi eftir löndum. Svo virðist sem styttri tími líði á milli sveiflna en áður, a.m.k. í Skandinavíu, Skotlandi og hér á landi en áður var og ekki alveg ljóst hvers vegna það er. Þegar stofnar eru í uppsveiflu virðist skot- veiði hafa mjög lítil áhrif á viðgang stofnanna en í lægð kann annað að vera upp á teningnum. Þetta segja þeir dr. Peter Hudson frá Skotlandi, dr. Thomas Wille- brandt frá Svíþjóð og Hans Christ- ian Pedersen frá Noregi en þeir fluttu fyrirlestra á alþjóðlegri rjúpnaráðstefnu sem haldin var í gær á vegum Skotveiðifélags Ís- lands. Þeir telja mjög mikilvægt að greint sé tímanlega, t.d með talningu að hausti, hvenær stofninn er á nið- urleið og grípa þá strax í taumana og draga úr álagi en ekki eftir á, þegar staðan er kannski orðin alvarleg, eins og oft vill verða. Þeir taka þó fram að vistkerfið hér á Íslandi sé allt annað en í Skotlandi eða Skand- inavíu. Það sé hins vegar staðreynd að á öllum þessum svæðum hafi rjúpu farið fækkandi. Pedersen segist hafa trú á að á sumum svæðum hafi veiðiálag bæst ofan á náttúrulega þætti sem orsak- að hafa fækkun rjúpunnar. Náttúru- legir þættir séu meginorsökin og við þær aðstæður fari stofninn minnk- andi hvort sem skotin er rjúpa eða ekki. Það megi kannski orða það svo að við slíkar aðstæður geti mikið veiðiálag bætt gráu ofan á svart og úr þeim pytti geti síðan verið erfitt að komast. Willebrandt segist telja að þegar viðkoma stofnsins sé aftur á móti góð sé ólíklegt að hægt sé að of- veiða rjúpuna. „En í alvarlegri lægð er það mögulegt og þá getur veiðin mögulega flýtt fyrir og dýpkað sveifluna.“ Hudson bendir einnig á að möguleikar manna til þess að fara á milli svæða hafi batnað þannig að þegar fréttist af mörgum fuglum á einu svæði bregðist veiðimenn oft mun fljótar við en áður. Mismunandi ástæður fyrir sveiflum í rjúpnastofnum landa Veiði gæti magnað lægð TVÆR veturgamlar kindur, ær og hrútur, voru heimtar af fjalli í gær, en þær hafa að öllum líkindum hafst við austan Útfalls í Fögru- fjöllum síðasta árið. Að sögn Vals Oddsteinssonar, bónda í Úthlíð í Skaftártungu, sem sótti kindurnar í gær, eru þær hinar föngulegustu og hafa „komið vel undan vetri“, eins og Valur komst að orði. Valur saknaði lambanna eftir göngur fyrir ári. Það voru svo vatnamælingamenn frá Orkustofn- un sem komu auga á kindurnar á dögunum og létu Val vita. „Þær eru mjög vel á sig komnar og úti- veran síðasta vetur hefur greini- lega gert þeim gott,“ sagði Valur. Hann segir að snjólétt sé austan Útfalls í Fögrufjöllum þar sem kindurnar fundust og því hafi þær ekki skort fóður síðasta vetur. Útigangar í góðu formi Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ásta Sverrisdóttir, bóndi í Ytri-Ásum, og Valur Odd- steinsson, bóndi í Úthlíð í Skaftártungu, með útigöngu- féð á milli sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.