Morgunblaðið - 06.10.2002, Page 64

Morgunblaðið - 06.10.2002, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Fyrsta heimilið Háhraðasítenging við Netið TÓMAS Ingi Olrich menntamála- ráðherra hefur kynnt hugmynd þess efnis að komið verði á laggirnar ís- lensk-danskri menningarstofnun með aðsetur á Íslandi þar sem m.a. verði varðveittir allir íslenskir forn- gripir sem enn eru í vörslu Dana. Dönsk stjórnvöld eru að hugleiða málið. Ráðherra leggur til að framlag Ís- lendinga til slíkrar stofnunar yrði að sjá um stofnkostnað og rekstur en áðurnefndir forngripir yrðu framlag Dana. Það var á fundi með menningar- málaráðherra Dana síðsumars að ís- lenski menntamálaráðherrann ósk- aði eftir því að teknar yrðu upp viðræður milli Danmerkur og Ís- lands um frekari afhendingu ís- lenskra forngripa, sem eru í vörslu Dana, en þeirri beiðni var hafnað og í framhaldi af því lagði ráðherra fram hugmynd um þessa nýju stofnun. Í sáttmála sem gerður var á milli ríkjanna 1965, vegna flutnings ís- lenskra handrita hingað út á ný, seg- ir að þar með sé fullkomlega og end- anlega útkljáð „um allar óskir af íslenzkri hálfu varðandi afhendingu hvers konar íslenzkra þjóðlegra minja sem í Danmörku eru. Sam- kvæmt því skal af hálfu íslenzka rík- isins eigi unnt í framtíðinni að hefja né styðja kröfur eða óskir um af- hendingu slíkra minja úr dönskum skjalasöfnum eða söfnum, opinber- um jafnt sem í einkaeign“. Menntamálaráðherra segist telja að skoða verði sáttmálann frá 1965 í ljósi þeirra aðstæðna sem íslensk stjórnvöld stóðu frammi fyrir en að- stæður séu aðrar nú og viðhorf breytt. „Ég undirstrikaði að við hefðum litið á handritamálið sem staðfest- ingu á mjög góðu samstarfi þjóðanna og mikilli vináttu sem á milli ríkjanna ríkti. Þegar gengið hefði verið frá handritasamningnum hefði það markað tímamót, á þeim tíma sem það var gert, en síðan hefði mik- ið breyst,“ segir Tómas Ingi í samtali við Morgunblaðið í dag. Ráðherra segist telja mikilvægt að koma á framfæri við Íslendinga og aðrar þjóðir lýsingum og kynningu á íslensku miðaldasamfélagi, „sem ég tel að hafi ekki verið nægilega vel kynnt og sérstaklega hafi menn ekki nægilega góða innsýn í það hversu flókið og athyglisvert það samfélag var frá menningarlegu sjónarmiði“. Hann segir þá gripi sem enn séu í vörslu Dana gegna grundvallarhlut- verki í því að menn öðlist skilning á því hvers konar samfélag var hér- lendis á miðöldum. Menntamálaráðherra vill koma á fót íslensk-danskri menningarstofnun Danir leggi til íslenska forn- gripi sem eru í vörslu þeirra  Allir íslenskir forngripir/12 LITADÝRÐ haustsins rennur brátt skeið sitt á enda. Enn er þó hægt að njóta haustlitanna í náttúrunni, til dæmis á Þingvöllum. Er sjálfsagt að nýta tækifærið milli lægðanna sem nú ganga yfir landið í röðum og feykja burtu síðustu skrautlegu haustlaufunum. Morgunblaðið/Ómar Gönguför í haust- litadýrð NÁTTÚRULEGAR sveiflur ein- kenna rjúpnastofna en ástæður sveiflnanna eru mjög mismunandi eftir löndum. Svo virðist sem styttri tími líði á milli sveiflna en áður, a.m.k. í Skandinavíu, Skotlandi og hér á landi en áður var og ekki alveg ljóst hvers vegna það er. Þegar stofnar eru í uppsveiflu virðist skot- veiði hafa mjög lítil áhrif á viðgang stofnanna en í lægð kann annað að vera upp á teningnum. Þetta segja þeir dr. Peter Hudson frá Skotlandi, dr. Thomas Wille- brandt frá Svíþjóð og Hans Christ- ian Pedersen frá Noregi en þeir fluttu fyrirlestra á alþjóðlegri rjúpnaráðstefnu sem haldin var í gær á vegum Skotveiðifélags Ís- lands. Þeir telja mjög mikilvægt að greint sé tímanlega, t.d með talningu að hausti, hvenær stofninn er á nið- urleið og grípa þá strax í taumana og draga úr álagi en ekki eftir á, þegar staðan er kannski orðin alvarleg, eins og oft vill verða. Þeir taka þó fram að vistkerfið hér á Íslandi sé allt annað en í Skotlandi eða Skand- inavíu. Það sé hins vegar staðreynd að á öllum þessum svæðum hafi rjúpu farið fækkandi. Pedersen segist hafa trú á að á sumum svæðum hafi veiðiálag bæst ofan á náttúrulega þætti sem orsak- að hafa fækkun rjúpunnar. Náttúru- legir þættir séu meginorsökin og við þær aðstæður fari stofninn minnk- andi hvort sem skotin er rjúpa eða ekki. Það megi kannski orða það svo að við slíkar aðstæður geti mikið veiðiálag bætt gráu ofan á svart og úr þeim pytti geti síðan verið erfitt að komast. Willebrandt segist telja að þegar viðkoma stofnsins sé aftur á móti góð sé ólíklegt að hægt sé að of- veiða rjúpuna. „En í alvarlegri lægð er það mögulegt og þá getur veiðin mögulega flýtt fyrir og dýpkað sveifluna.“ Hudson bendir einnig á að möguleikar manna til þess að fara á milli svæða hafi batnað þannig að þegar fréttist af mörgum fuglum á einu svæði bregðist veiðimenn oft mun fljótar við en áður. Mismunandi ástæður fyrir sveiflum í rjúpnastofnum landa Veiði gæti magnað lægð TVÆR veturgamlar kindur, ær og hrútur, voru heimtar af fjalli í gær, en þær hafa að öllum líkindum hafst við austan Útfalls í Fögru- fjöllum síðasta árið. Að sögn Vals Oddsteinssonar, bónda í Úthlíð í Skaftártungu, sem sótti kindurnar í gær, eru þær hinar föngulegustu og hafa „komið vel undan vetri“, eins og Valur komst að orði. Valur saknaði lambanna eftir göngur fyrir ári. Það voru svo vatnamælingamenn frá Orkustofn- un sem komu auga á kindurnar á dögunum og létu Val vita. „Þær eru mjög vel á sig komnar og úti- veran síðasta vetur hefur greini- lega gert þeim gott,“ sagði Valur. Hann segir að snjólétt sé austan Útfalls í Fögrufjöllum þar sem kindurnar fundust og því hafi þær ekki skort fóður síðasta vetur. Útigangar í góðu formi Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ásta Sverrisdóttir, bóndi í Ytri-Ásum, og Valur Odd- steinsson, bóndi í Úthlíð í Skaftártungu, með útigöngu- féð á milli sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.