Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hvað fá þátttake ndur út úr slíkum námsk eiðum? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggi- legan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Einkatímar í sjálfstyrkingu - Áhrifarík meðferð fyrir eyrnaveik börn 08. — 09. okt. 2. stig. Kvöldnámskeið. 12. — 13. okt. 1. stig. Helgarnámskeið Námskeið í Reykjavík www.ostur.is alpaSMJ Ö R Frábært ábrauð, ímatargerð ogbakstur. Íslensk afurð - evrópsk hefð Alpa smjör er hrein, íslensk náttúruafurð sem hentar vel ofan á brauð, í bakstur og matargerð. Alpa smjör er unnið úr sýrðum rjóma eftir vinnsluaðferð sem löng hefð er fyrir meðal smjörmeistara í Evrópu. ODDUR Bjarni Þorkelsson leik- stýrði í septembermánuði uppsetn- ingu á Óþelló eftir William Shake- speare en sýningin var sett upp á Kýpur. Það voru Midas Touch pro- ductions sem áttu frumkvæðið að uppsetningunni og var Oddi Bjarna boðið að sjá um leikstjórn sýning- arinnar. Kallaður var saman leik- hópur þar sem blandað var saman breskum atvinnuleikurum og leik- urum frá Kýpur og voru fjórar sýn- ingar haldnar á verkinu í bænum Paphos og Nicosia, höfuðborg Kýp- ur. Oddur Bjarni Þorkelsson nam leikstjórn í Bristol í Bretlandi og kynntist þar m.a. leikaranum Pat- rick Myles. „Patrick hafði samband við mig í vor, en hann var að setja saman leikhóp fyrir fyrirhugaða uppsetningu á Óþelló á Kýpur, en leikritið gerist að stórum hluta á Kýpur. Hann bað mig um að taka þetta að mér, svo að ég fór í það að lesa verkið og hélt svo til London í sumar þar sem við skipuðum í hlut- verk. Síðan var æft á Kýpur í þrjár vikur og haldnar fjórar sýningar á bilinu 16. til 20. september,“ segir Oddur Bjarni um tildrög þess að hann leikstýrði Shakespeare-leikriti á Kýpur. Hann segir sýninguna hafa fengið góð viðbrögð meðal áhorf- enda og mikla athygli fjölmiðla. „Það voru mjög fínir leikarar í þess- um hópi, m.a. Eugene Washington sem lék Óþelló og kýpverski leik- arinn Photos Phodiadus. Í leik- hópnum voru bæði reyndir atvinnu- leikarar á borð við tvo fyrrnefndu og yngri leikarar með minni reynslu. Sýningar voru í mjög göml- um og fallegum útileikhúsum, ann- ars vegar í ferðamannabænum Paphos, og hins vegar í Nicosia sem er höfuðborgin á Kýpur. Þar sýnd- um við í Scali-leikhúsinu, sem er talsvert stórt.“ Oddur Bjarni segir það hafa verið einstaka reynslu fyrir sig sem ungan leikstjóra að stýra Shakespeare- uppfærslu á ensku. „Það var líka merkilegt að starfa á Kýpur því þar er menningarumhverfið svo gjör- ólíkt því sem ég á að venjast. Leik- húsgestir eru þar t.d. mjög fljótir að láta leikarann vita ef þeim leiðist og sömuleiðis láta þeir vel í ljós hrifn- ingu sína ef svo ber undir. Sem betur fer tóku áhorfendur okkur vel og er- um við að huga að því að endurtaka leikinn að ári liðnu. Við kvöddumst með þeim orðum að ég færi heim að lesa Rómeó og Júlíu fyrir næsta ár,“ segir Oddur Bjarni að lokum. Setti upp Óþelló á Kýpur Frá sýningu breska leikhópsins á Óþelló á Kýpur í september. Eugene Washington og Patrick Myles eru hér í hlutverkum Óþellós og Jagós. Oddur Bjarni Þorkelsson leikstýrði verkinu. PÍANÓLEIKARINN Jaromír Kle? pác leikur á Tíbrártónleikum á sunnudagskvöld í Salnum kl. 20. Kle? pác er meðal þekktustu pí- anóleikara Tékklands og er þetta í annað sinn sem hann leikur á Tí- brártónleikum, fyrst í október árið 2000. Fyrsta verkið á efnisskránni er Ballaða í g-moll eftir Chopin. „Þetta er eitt af mínum uppáhalds- verkum, og mér finnst mjög gott að byrja tónleika með því, vegna þess hvað það er glæsilegt að öllu leyti. Chopin ballöðurnar eru auð- vitað eitthvað sem allir píanóleik- arar þurfa að kunna og þær eru alltaf vinsælar, enda einstaklega falleg og rómantísk verk.“ Annað verkið á tónleikunum er Við ströndina, eftir landa píanó- leikarans, Smetana. Klepác segir miður að Smetana skuli ekki hafa samið fleiri píanóverk, því þau sem til eru séu til marks um það að hann hefði getað gert jafn góða hluti þar og í hljómsveitarverk- unum, óperunum og kammermús- íkinni. Annar landi þeirra, Leos Janácek á þriðja verkið, Sónötu 1.X.frá 1905. „Þetta verk er byggt á mjög drama- tískum atburði í sögu Tékklands; manns- morði, sem hafði mik- il áhrif. En Janácek var ekki ánægður með verkið eins og hann samdi það, og sagan segir að hann hafi rifið þriðja þátt sónötunnar og hent honum í tætlum út í á. Í það minnsta er verkið bara tveir þættir en ekki þrír eins og hefðbundin sónata.“ Fjórða verkið fyrir hlé er svo ein af þekktustu píanósónötum Mozarts, í a–moll. Eft- ir hlé leikur Jaromir Klepác Myndir á sýn- ingu eftir Mússorgs- kíj. „Það er stórbrotið verk sem ég hef alltaf gaman af að spila. Það er svo litríkt og fal- legt, og maður upplifir myndirnar á sýning- unni svo vel, hverja á sinn hátt. Það er ekki að ástæðulausu að þetta er meðal vinsæl- ustu verka tónbók- menntanna.“ Klepác var nemandi Pavel Stepán við tón- listarháskólann í Prag. Hann vakti fyrst athygli þegar hann vann til verðlauna í Chopin-keppni ungra píanista í Mariánske Láznê (Marien? bad). Hann hefur hlotið viðurkenn? ing- ar á mörgum stöðum síðan, svo sem þriðju verðlaun í ARD-al- þjóða? keppninni í München og önnur verð? laun í Prix Martinu- keppninni í Par? ís. Hann hefur leikið inn á fjölda geisladiska, bæði sem einleikari og í samleik með öðrum. Sem einleikari og kamm- ermúsíkant hefur hann leikið í virtustu tónleikasölum Evr? ópu, Ameríku, Asíu og Afríku. Ja? rom- ír Klepác er auk áðurnefndra starfa sinna eftirsóttur kennari og námskeiðshaldari. Jaromir Klepác hefur tvívegis komið til Íslands áð- ur. Hann lék með tríói sínu á Listahátíð í Hafnarfirði 1993, og fyrir tveimur árum lék hann í Salnum með félaga sínum Ivan Zenaty fiðluleikara. Tékkneskir tónar í Tíbrá Jaromír Klepác píanóleikari. Hafnarhús Afmælissýningu Myndhöggvara- félagsins í Reykjavík, MHR-30, lýk- ur í dag. Kl. 15 verður efnt til Skyndikynna við nokkra listamenn sem verk eiga á sýningunni. Þetta eru þau Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí, Borghildur Óskarsdóttir, Ólöf Nordal, Anna Eyjólfsdóttir og Hannes Lárusson. Sýningin Erró og listasagan fer niður tímabundið frá og með mánu- deginum 13. október og verða þá all- ir sýningarsalir Hafnarhússins lok- aðir uns sýningin Carnegie Art Award verður opnuð í öllu húsinu laugardaginn 19. október. Sýningum lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (06.10.2002)
https://timarit.is/issue/250930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (06.10.2002)

Aðgerðir: