Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HANN hefur starfaðsem skóburstunar-drengur, jarðhnetu-sali og rennismiður.Hann missti litla fing- ur vinstri handar í vélpressu. Fyrstu eiginkonuna missti hann úr barnsförum þar sem hann hafði ekki efni á einkasjúkraþjónustu. Nú stendur Luiz Inacio Lula da Silva á þröskuldin þess að verða næsti forseti Brasilíu, fjórða fjöl- mennasta lýðræðisríkis heims. Eftir áratuga ris og dýfur, valdaskeið herforingjastjórna og auðvaldsherra, gæti sigur Lula í kosningunum í dag, sunnudag, valdið straumhvörfum í sögu Bras- ilíu, landi þar sem nú búa yfir 170 milljónir manna. Vikum saman hefur hann haft yfir 40% fylgi í skoðanakönnunum, en sá keppinautur sem næst hon- um kemst, Jose Serra, sem nýtur stuðnings ríkisstjórnarinnar, hefur mælzt með um 20% fylgi. Fái Lula ekki hreinan meirihluta í dag verð- ur kosið á milli tveggja efstu manna eftir þrjár vikur. „Hann stendur fyrir rofið, hið nýja, almúgamanninn, þá sem hafa unnið sig upp frá botninum,“ segir Leonardo Buff, kaþólski guðfræð- ingurinn sem er meðal upphafs- manna hinnar vinstrisinnuðu hug- myndafræði sem kölluð hefur verið frelsunarguðfræði. Lula, sem nú er 56 ára að aldri, hefur gert út á vonbrigði Bras- ilíumanna með að þróunin í landi þeirra hefur ekki staðizt vænting- ar, en það hve þetta land býður upp á mikla möguleika var strax portúgölsku landnemunum ljóst er þeir litu það fyrst augum fyrir hálfu árþúsundi. „Landið sjálft er svo gjöfult, að hvaðeina sem óskað er, það mun það gefa af sér,“ skrifaði Pero Vaz de Caminha, ritari fyrsta land- könnunarleiðangurs Portúgala í Brasilíu hinn 22. apríl 1500. Brasilíumenn eru stoltir af hinni miklu stærð landsins og fjölbreyti- leika þess, en Brasilía nær yfir nærri því jafnmikið landsvæði og öll Bandaríkin. Þeir eru fljótir að telja upp allt það sem er stærst í heimi í landi þeirra; stærsti frum- skógurinn, stærsta áin (að vatns- magni), stærsta raforkustíflan og stærsti knattspyrnuleikvangurinn; mesta magn járns í jörðu, flestir nautgripir og mest af kaffi; bezta kjötkveðjuhátíðin, flestir heims- meistaratitlar í knattspyrnu. Út úr brasilískum verksmiðjum renna þotur, bílar, tölvur, jafnvel eldflaugar. Geimrannsóknastöð Brasilíu er í samvinnu við Kínverja um að smíða gervitungl og bras- ilískir vísindamenn eru í fremstu röð í rannsóknum á erfðamengjum sjúkdómsvaldandi örvera. En þrátt fyrir allt þetta hefur Brasilíu aldrei tekizt að ná því marki að komast í hóp þróuðustu landa heims. Það er eftir sem áður land hrópandi andstæðna, milli forríkra og örsnauðra, menntaðra og ómenntaðra. Nýs „lausnara“ í anda Kubitscheks leitað Á sjötta áratugnum tók Juscel- ino Kubitschek, þáverandi forseti, sannarlega til hendinni í stjórn landsins og beindi því inn á mikla framfarabraut. Undir slagorðinu „fimmtíu ár á fimm“ lét hann byggja hraðbrautir, verksmiðjur og nýju höfuðborgina Brasilíu á rauðum leir, kjarna þessa stóra lands. En valdarán hersins árið 1964 batt enda á lýðræði og þaggaði niður í heilli kynslóð Brasilíu- manna. Eftir uppgangsár „bras- ilíska undursins“ varð landið hreinlega gjaldþrota á níunda ára- tugnum. Þegar þjóðin fékk loks ár- ið 1989 á ný tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegum kosningum kaus hún hinn sjálfskipaða bar- áttumann gegn spillingu, Fern- ando Collor de Mello, í forsetastól – en hann var síðan sjálfur ákærð- ur fyrir spillingu og hrakinn úr embætti þremur árum síðar. Fernando Henrique Cardoso, Tímamóta vænzt í Brasilíu Kannanir benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Brasilíu í dag. Þetta er í fjórða skiptið sem Lula býður sig fram og nú kann svo að fara að draumur hans rætist. Gríðarlegir erfiðleikar bíða þess manns sem verður næsti forseti fjórða fjölmenn- asta lýðræðisríkis heims. Reuters Luiz Inacio Lula da Silva, sigurstranglegur forsetaframbjóðandi Verkamannaflokksins í Brasilíu, á kosningafundi í Sao Bernardo do Campo í vikunni. Rio de Janeiro. Associated Press. MAURO Toro langaði tilað láta draumana ræt-ast. Þess vegna ákvaðhann að setjast upp hjá mömmu. Hann seldi íbúðina sína og keypti sér 46 feta langa skútu. Nú er hann löngum í siglingu með farþega um Miðjarðarhafið eða starfar sem skipstjóri á öðrum skipum. „Mér finnst gott að þurfa ekki að þvo af mér sjálfur,“ segir Toro, sem er 35 ára gamall. „Ef ég borða ekki úti, þá bíður mamma með matinn og hún býr alltaf um rúmið mitt.“ Toro er „mammone“ eða „mömmudrengur“ og bara ánægður með það. Hann er einn í stórum hópi ítalskra einhleypinga á þrítugs- og fertugsaldri, sem búa hjá foreldrum sínum. Á Ítalíu líta margir á þetta fyrirkomulag með velþóknun. Ungir menn og konur hafa stundum ekki nægar tekjur til að halda heimili og oft vilja foreldrarnir hafa börnin sín hjá sér, jafnvel þótt þau séu löngu vaxin úr grasi. Æðsti áfrýjunarréttur Ítalíu olli þó töluverðu uppnámi fyrr á árinu þeg- ar hann hnykkti ekki bara á þessu sambúðarformi, heldur gekk skref- inu lengra. Þá úrskurðaði hann í vil fullorðnum manni, sem hafði farið í mál við fráskilinn föður sinn og kraf- ist stuðnings. Sagði í úrskurðinum, að sem foreldri hefði maðurinn jafnt félagslega sem lagalega skyldu til að hjálpa syni sínum. Það er þó ekki þessi skrýtni dómur, sem veldur því, að börnin vilja ekki fara að heiman. Breytinguna má rekja til upp- reisna unga fólksins á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar. Þeir, sem voru undir þrítugu 1968, og börnin þeirra hafa tekið upp þetta sambúð- arform, sem vissulega hefur fjöl- skylduna í hávegum að gömlum og góðum, ítölskum sið. Er ávinning- urinn ekki síst barnanna, sem nú eru að vísu að komast á miðjan aldur, og birtist í miklu persónulegu og efna- hagslegu frelsi. Í öðrum Vestur-Evrópuríkjum, til dæmis í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi, vill ungt fólk komast að heiman sem fyrst en á Ítalíu hefur margt í samfélagsþróuninni unnið gegn því. Sem dæmi má nefna, að leiga hefur hækkað mikið og fólk á oft erfitt með að fá vinnu að loknu há- skólanámi. Þar fyrir utan er það lengur við nám en áður. Útkoman er sú, að 59% Ítala á aldrinum 20 til 35 ára búa hjá for- eldrum sínum en voru 46% fyrir ára- tug. Hefur þróunin haldist í hendur við fækkun fæðinga, sem eru nú 1,2 á hverja konu. Stafar það aftur að hluta af því, að fólk gengur síðar í hjónaband en áður. „Það er mjög þægilegt að halda áfram að búa hjá pabba og mömmu. Þau sjá um allt og „unga fólkið“ þarf ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Rossella Palomba, lýðfræðingur hjá rannsóknastöð í félagsfræði í Róm. „Það getur farið út á kvöldin þegar því dettur í hug, fengið kærastann eða kærustuna í heimsókn og hagað sér í öllu eins og kóngur í ríki sínu.“ Hér áður fyrr fóru ungar, ítalskar stúlkur ekki að heiman fyrr en þær giftust og þurftu yfirleitt sérstakt leyfi til að fara út á kvöldin. Þá var hjónabandið eina undankomuleiðin Frelsi og fyrsta flokks þjónusta á Hótel Um 60% Ítala á aldrinum 20 til 35 ára búa hjá foreldrum sínum. Leigan er yfirleitt lítil og oft eng- in, maturinn góður og þjónustan fyrsta flokks. Á móti kemur sá félagsskapur, sem „börnin“ veita foreldrum sínum, en sumir óttast, að þetta sam- búðarform hafi óæskileg áhrif á sjálfstæði og ábyrgðartilfinningu unga fólksins. Fumiyo Asahi/LAT Paola Onorati, sem situr hér með ömmu sinni, er ein af þeim mörgu, sem telja hag sínum best borgið með því að búa áfram á æskuheimilinu. Að baki henni standa foreldrar hennar. Róm. Los Angeles Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (06.10.2002)
https://timarit.is/issue/250930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (06.10.2002)

Aðgerðir: