Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
6. október 1945: „Vinnu-
brögðin á sumum þingum að
undanförnu hafa verið bág-
borin. Þar hefir verið líkast
því, er stjórnlaust skip rekur
fyrir straumi og vindi. Alla
forystu hefir vantað. Þar hef-
ir hver höndin verið á móti
annarri. Ríkisstjórnin ann-
arsvegar, sem ekki hafði við
að styðjast neinn meirihluta á
þingi. Hinsvegar flokkarnir á
þingi, sem hver hugsaði um
sína sjer-hagsmuni.
Nú situr við völd rík-
isstjórn, sem styðst við öfl-
ugan meirihluta á Alþingi.
Ábyrgðin er í höndum stjórn-
arinnar og stuðningsflokka
hennar. Þetta ætti að hreinsa
loftið í þingsölunum og koma
festu á þingstörfin.
En stjórnarflokkarnir
mega aldrei gleyma því, að
ábyrgðin er í þeirra höndum.
Vinni þeir þingstörfin fljótt
og vel, mun vegur þeirra
vaxa.“
. . . . . . . . . .
6. október 1965: „Tæknin og
vísindin verða að haldast í
hendur, og þau eru þegar í
dag orðin frumskilyrði þess
að íslenzkir bjargræðisvegir
verði stundaðir með góðum
árangri, sem tryggi fólkinu
góð og þroskavænleg lífskjör.
Engin ríkisstjórn á Íslandi
hefur haft eins glöggan skiln-
ing á þessum grundvall-
aratriðum og Viðreisn-
arstjórnin. Undir hennar
forustu hefur hvers konar
rannsóknarstarfsemi og vís-
indastarf verið stórlega eflt.
Skipulag rannsóknanna hef-
ur verið bætt, og auknu fjár-
magni varið til þeirra.“
. . . . . . . . . .
6. október 1985: „Hinn 18.
ágúst 1986 verða liðnar tvær
aldir frá því að Reykjavík-
urborg fékk kaupstaðarrétt-
indi. Af því tilefni væri við
hæfi, þótt seint komi til
ákvörðunar, að íslenzka ríkið
færi höfuðborg sinni að gjöf
eignarhluta sinn í Viðey og að
endurreisa Viðeyjarstofu til
minningar um Skúla fógeta,
föður Reykjavíkur.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
UMMÆLI FORSETANS
UM AUÐ OG ÁHRIF
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-lands, sá ástæðu til þess í ræðusinni við setningu Alþingis, 128.
löggjafarþings, í liðinni viku að fjalla um
breytt hlutföll auðs og áhrifa hér á landi
og sagði að þau settu í æ ríkari mæli svip
á samfélagið.
Forsetinn vísaði til þess að Alþingi
hefði að undanförnu unnið að því að
draga úr umsvifum hins opinbera og
liðka fyrir leikreglum markaðar og sam-
keppni.
„Líkt og í mörgum nágrannalöndum
hefur verið leitast við að draga úr mætti
almannavaldsins og vísað til þess að lög-
gjöfin skuli einkum miðast við að ákvarða
leikvöll atvinnulífsins. Að öðru leyti muni
úrslitin á markaðstorgi og alþjóða-
straumar í efnahagsmálum ráða för.
Þessar nýju leikreglur kunna að eiga þátt
í breyttum hlutföllum auðs og áhrifa sem
í æ ríkari mæli setja svip á samfélagið og
gætu smátt og smátt skapað ástand sem
hæpið er að samrýmist því sem upphaf-
lega var ætlun þeirra sem lögin settu,“
sagði forseti Íslands í ræðunni.
Eins og greint var frá í Morgunblaðinu
sagði Ólafur Ragnar Grímsson að við
hefðum að undanförnu orðið vitni að því
að prestar hefðu í kirkjum landsins fellt
þunga dóma um að auðsöfnun, græðgi og
miskunnarleysi setti í vaxandi mæli svip
á samfélagið.
„Og áhrifamenn á Alþingi hafa einnig í
sumarræðum kveðið fast að orði um þró-
unina. Verða þau ummæli væntanlega
efniviður í vetrarannir.“
Síðan sagði Ólafur Ragnar: „Frjáls
markaður og lýðræðislegt samfélag eru
samnefnari þeirrar skipunar sem flestir
telja hið besta form sem völ er á. En þessi
tvíþætta þjóðfélagssýn er fléttuð úr
mörgum ólíkum þáttum og vandasamt að
ná því jafnvægi sem að er stefnt.
Atburðarásin á markaðstorgi kann að
leiða til slíkrar samþjöppunar auðs og
eigna að veruleg áhrif hafi á hið lýðræð-
islega vald sem byggja ber á jöfnum rétti
allra einstaklinga. Sé fjármagni veitt
ótæpilega inn í íslenska hversdagsveröld
kann að verða mikið flóð, þjóðfélagið orð-
ið ólgusjór þar sem hefðbundnar hömlur
fara á flot og völd og áhrif verða af öðrum
toga en samstaða var um hér áður fyrr.
Skilin milli markaðar og stjórnmála eru
sjaldan eins skýr í veruleika og í kenning-
unni.“
Það vekur athygli að forseti Íslands
skuli bætast í hóp þeirra, sem gert hafa
þessi mál að umtalsefni undanfarið, og
sjá ástæðu til að vara við því að áfram
verði haldið á sömu braut.
AÐ MISSA EKKI AF
ÞORSKELDISLESTINNI
Á fundi, sem útflutningsráð Samtakaverzlunarinnar og FÍS hélt í síð-
ustu viku, kom fram sú skoðun að mörg
ár eða áratugir gætu liðið unz seiðaeldi
á þorski yrði arðbært. Hins vegar yrði
að hefja nú þegar kynbætur og þróun í
seiðaeldinu til að missa ekki af þorsk-
eldislestinni, eins og það var orðað.
Það skiptir ákaflega miklu máli að
hagsmunaaðilar í sjávarútvegi, rann-
sóknastofnanir og stjórnvöld séu vak-
andi fyrir nauðsyn þess að hér sé kröft-
ugt rannsókna- og þróunarstarf á sviði
þorskeldis og annars fiskeldis. Norð-
menn, helztu keppinautar okkar í sjáv-
arútvegi, verja milljörðum króna árlega
til rannsókna og þróunar og þar í landi
voru klakin út um milljón þorskseiði á
síðasta ári. Þar eins og hér sjá menn
ekki fram á að þorskeldið verði strax
arðbært, en hins vegar geti þær að-
stæður skapazt á næstu árum og ára-
tugum. Aðstæður á heimsmarkaði fyrir
fisk geti breytzt og þá sé mikilvægt að
Norðmenn séu í stakk búnir að hefja
stórfellt þorskeldi. Því er jafnvel spáð
að eftir 10–15 ár verði hægt að ala
hundruð þúsunda tonna af þorski í Nor-
egi.
Miklu máli skiptir að við Íslendingar
nýtum okkur þann styrk, sem við búum
nú þegar yfir, þ.e. mikla þekkingu á
þorskinum, reynslu af fiskvinnslu og
fiskeldi og fóðurframleiðslu fyrir eldis-
fisk og leitumst með rannsóknar- og
þróunarstarfi við að yfirvinna veikleik-
ana, sem eru t.d. óhagstæð skilyrði í
sjónum. Þá er ljóst að opinber stuðn-
ingur er hér mun minni við þorskeldi en
í helzta samkeppnislandinu og brýnt að
stjórnvöld marki heildarstefnu um
hvernig þau hyggist hlúa að þeim vaxt-
arbroddi, sem óneitanlega hlýtur að fel-
ast í þorskeldinu.
Í
ÞJÓÐFÉLAGI þar sem stofnanir
samfélagsins eru enn mjög ungar
er umræða um hlutverk þeirra og
skyldur ákaflega mikilvæg. Þetta á
ekki síst við um menningarstofn-
anir, því þótt starfsemi þeirra
skipti ef til vill ekki sköpum í dag-
legu lífi almennings gegna þær
veigamiklu hlutverki gagnvart almenningi þeg-
ar til framtíðar er litið. Þær móta sjálfsímynd
þjóðarinnar, marka menningarlegri stefnumót-
un ákveðinn farveg og stýra með hvaða hætti
listræn frumsköpun og hugmyndavinna síast
út í samfélagsmyndina. Þessar stofnanir bera
því að miklu leyti ábyrgð á því hugmynda-
fræðilega umhverfi sem komandi kynslóðir
munu búa við – þær eru bakuggi þeirrar
menningar sem eftir stendur til framtíðar þeg-
ar dægurmál hverrar stundar fyrir sig eru iðu-
lega löngu gleymd.
Ágreiningur
í íslenskum
myndlist-
arheimi
Fyrir nokkru skrifaði
Kjartan Guðjónsson
listmálari opið bréf
til borgarstjórnar
Reykjavíkur hér í
Morgunblaðið, þar
sem hann spurði
hvar hann gæti sýnt málverk sín. Sú umræða
sem átti sér stað í kjölfarið vekur spurningar
um hlutverk safna í myndlistarheiminum og
jafnframt um aðgang listamanna að sýning-
arsölum. Í máli Kjartans kemur fram að hann
telur óverjandi að ekki skuli vera hægt að fá
opinbera sýningarsali leigða í Reykjavík, og
kennir hann alræði listfræðinga um á stöðum
þar sem listamenn komast ekki í hús nema
þeim berist boð um að sýna. Undir þessi orð
hans tekur Einar Hákonarson í aðsendri grein
sem birtist í blaðinu 7. september sl., en þar
segir hann listfræðinga ráða í krafti áhuga-
lausra stjórna og nefnda og hvetur til þess að
breytt sé um stefnu og að þeir „glæsilegu salir
sem fyrir eru“ verði „opnaðir fyrir umsóknum
frá öllum starfandi listamönnum, einnig list-
málurum“.
Þótt sitt sýnist hverjum um þær kröfur sem
þeir Kjartan og Einar gera í skrifum sínum
má telja víst að sú umræða sem átti sér stað í
kringum þau afhjúpi þann ágreining sem lengi
hefur ríkt í íslenskum myndlistarheimi um
stefnumótun, völd og sérfræðiþekkingu í ís-
lenskum listheimi. Umræðan er tímabær og
þörf, ekki síst þar sem hin eiginlega listhefð er
svo stutt, auk þess sem hlutverk menning-
arstofnana þarf helst að vera í stöðugri endur-
skoðun til að mæta kröfum hvers samtíma fyr-
ir sig. Bragi Ásgeirsson, listmálari og
gagnrýnandi Morgunblaðsins um áratuga
skeið, bendir einmitt á þennan vanda í grein
sem birtist í blaðinu sl. föstudag, en þar hvet-
ur hann til þess að myndlistarumræða á Ís-
landi fari fram fyrir opnum tjöldum. „Menn
hafa kosið að ræða þessi mál bak við byrgða
glugga og fara með niðurstöðurnar sem
mannsmorð,“ segir hann, en eins og hann
bendir á varðar málið að sjálfsögðu „almenn
mannréttindi myndlistarmanna“ með afger-
andi hætti.
Hvað myndlistarheiminn hér á landi áhrærir
má sérstaklega nefna tvær stofnanir sem falið
hefur verið að hafa forgöngu um varðveislu
myndlistararfsins og stefnumótun á sviði
myndlistaruppeldis þjóðarinnar, Listasafn Ís-
lands og Listasafn Reykjavíkur. Og er leitað
var viðbragða við þessu opna bréfi Kjartans
Guðjónssonar hjá þeim Ólafi Kvaran, forstöðu-
manni Listasafns Íslands, og Eiríki Þorláks-
syni, forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur,
voru svör þeirra beggja afdráttarlaus; bæði
söfnin áskilja sér rétt til að móta sína sýning-
arstefnu og sýningaraðstaða safnanna er ekki
leigð út. Ljóst er að einhverjum kann að þykja
sem þessar stofnanir sýni með þessum svörum
ákveðinn hroka gagnvart myndlistarmönnum,
einkum og sér í lagi þeim sem ekki vinna inn-
an þeirrar hugmyndafræði sem mest á upp á
pallborðið hverju sinni.
Fagleg
stefnumótun
sérfræðinga
En eru þessi megin-
söfn íslensks mynd-
listarlífs að setja sig
á háan hest gagnvart
myndlistarmönnum
með þessum starfs-
aðferðum? Ef horft er til liðinnar tíðar, til þess
tíma er Listamannaskálinn var og hét, er auð-
veldara að skilja af hverju þessi ágreiningur
um hlutverk listasafnanna hér stafar. Lista-
mannaskálinn var um langt skeið eina sýning-
araðstaðan sem íslenskum myndlistarmönnum
stóð til boða en Kjarvalsstaðir voru byggðir til
að taka við hlutverki hans. Viðhorf þeirra sem
upplifðu þann tíma, til hlutverks Kjarvals-
staða, eru því vissulega skiljanleg.
Síðan þá hafa tímarnir þó breyst og kröf-
urnar sem gerðar eru til safnanna um leið. Ef
miðað er við þær aðferðir sem opinber söfn
nota í nágrannalöndum okkar nú er því ekki
hægt að segja að söfnin séu að bregðast hlut-
verki sínu. Fremur má segja að með þessum
aðferðum séu íslensku listasöfnin að semja sig
að þeim starfsaðferðum sem teljast fagmann-
legar á alþjóðlegan mælikvarða, þar sem sér-
fræðingunum er falin ábyrgð á listrænni
stefnumótun stofnananna til þess að tryggja
að opinberu fé sé varið með þeim hætti sem
tryggir best framgöngu listanna og þjónar því
fræðslu- og kynningarstarfi sem þeim er ætlað
að sinna gagnvart hinum almenna borgara.
Söfn sem vilja starfa í alþjóðlegu samhengi og
njóta virðingar út fyrir sína eigin landsteina
verða að temja sér starfsaðferðir sem ljá þeim
trúverðugleika og fagmannlegt yfirbragð. Eitt
mikilvægasta undirstöðuatriðið í því samhengi
er fólgið í því að móta rökrétta sýningarstefnu
er sýnir bæði listrænt frumkvæði og yfirsýn
yfir stefnur og strauma líðandi stundar, auk
þess að byggja á þeirri arfleifð sem fyrir hendi
kann að vera á hverjum stað fyrir sig. Leiga á
sýningarsölum opinberra listasafna, jafnvel
þótt ekki fái allir leigt sem vilja, samrýmist illa
þeirri ímynd faglegs trúverðugleika sem þeim
er nauðsynlegt að byggja upp, ekki aðeins
gagnvart íslenskum myndlistarheimi heldur
einnig gagnvart umheiminum. Nauðsynlegt er
að átta sig á því að menningarstarf á Íslandi,
líkt og annað starf sem hér er unnið, mótast
sífellt meira af alþjóðlegu umhverfi, beint og
óbeint.
Ekki má heldur horfa framhjá þeirri stað-
reynd að í öðrum listgreinum gilda sömu lög-
mál hvað fagmennsku varðar. Þannig þurfa
t.d. verk allra rithöfunda að fara í gegnum nál-
arauga faglegs mats áður en þau koma fyrir
almenningssjónir hjá bókaforlögum, en þeim
höfundum sem þar er hafnað er auðvitað í
sjálfsvald sett hvað þeir gefa út á eigin vegum.
Það sama á við um tónskáld, sem ekki geta
gert kröfu til þess að verk þeirra séu flutt af
opinberum aðilum á tónlistarsviðinu, heldur
þurfa að bíða boðs þar að lútandi með líkum
hætti og myndlistarmenn. Þannig má segja að
öll sú tjáning sem búið er að setja í listrænt
form, hvort sem hún tilheyrir myndlistarlífi,
bókmenntum, leikhúsi, tónlist eða dansi, þurfi
að lúta listrænni stjórn er byggist á sérþekk-
ingu þeirra sem valdir hafa verið til að sjá um
stefnumótun á hverjum starfsvettvangi fyrir
sig. Hvort fólk er svo sammála þeirri stefnu-
mótun er allt annað mál, sem endalaust má
deila um.
Einkarekin
sýningarrými
Í svari Stefán Jóns
Hafstein, formanns
menningarmála-
nefndar Reykjavík-
urborgar, við erindi Kjartans, sem birt var
ásamt svörum þeirra Ólafs og Eiríks, kemur
fram að honum finnist athugandi hvort ekki
„þurfi að vera í borginni salur þar sem menn
geta sótt um að sýna list sína, án þess að vera
boðið að fyrra bragði að sýna af embætt-
ismönnum.“ Stefáni Jóni finnst „nauðsynlegt
að frumkvæði geti komið að neðan, en ekki
bara að ofan.“ Þetta sjónarmið er út af fyrir
sig áhugavert hvað menningarpólitískan jöfnuð
varðar, en þó hlýtur að teljast hæpið að menn-
ingarmálanefnd – eða borgin – reki sal til út-
leigu fyrir þá myndlistarmenn sem ekki er
boðið að sýna á listasöfnunum. Mun æskilegra
væri að menningarmálanefnd hlutaðist til um
það að auka fjölbreytni sýningarrýmis í borg-
inni með því að styrkja einkaaðila enn frekar
en nú er til að reka sýningarsali þar sem mis-
munandi og ólíkar áherslur fengju að njóta sín.
Á þeim vettvangi er í rauninni mun meira
svigrúm fyrir allt það sem tilheyrir hinni ríku
flóru myndlistar og jafnvel það sem er á mörk-
um myndlistar og handverks.
Í því sambandi ber þó að geta þess að til að
slíkir salir eigi möguleika á að starfa með fag-
legum hætti á virtum alþjóðlegum listkaup-
stefnum og innan hins alþjóðlega listmarkaðar
geta þeir ekki tekið leigu fyrir afnot af sal,
heldur verða að sýna fram á að þeirra eigin
stefna sé rökrétt og eftirtektarverð miðað við
þær listrænu forsendur sem þeir hafa kosið að
fylgja – rétt eins og listasöfnin verða að gera á
sínum starfsvettvangi. Staðan hér hvað gall-
erírekstur varðar er þó enn á frumstigi ef mið-
að er við útlönd, við erum enn töluvert á eftir í