Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 57 www.ReykjavikJazz.com/ Í dag Í kvöld Pönnukökujazz á Kaffi Reykjavík Eistneska söngkonan Margot Kiis ásamt Gunnari Gunnarssyni píanó, Gunnari Hrafnssyni bassa og Erik Qvick trommur kl. 15:00 - kr. 1.900 (innifalið pönnuköku- hlaðborð) Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Greg Hopkins með 3 trommuleikurum, Gunnlaugi Briem, Einari Val Scheving og Jóhanni Hjörleifssyni. Leikin verða verk eftir Buddy Rich og verða háð trommueinvígi á sviðinu Kl. 20:30 - kr. 1.500 Lokatónleikar - Battle for Buddy á Broadway Flottu haust- og vetrarlitirnir eru komnir Kynning Kynning á morgun, mánudag, LYFJA LÁGMÚLA Kynning á þriðjudag LYFJA SMÁRATORGI Kynning á miðvikudag LYFJA KRINGLUNNI Gjöf fylgir kaupum Allar kynningarnar eru frá kl. 12-17 TÓNLISTARFERILL Robbie Will- iams kann að bíða hnekki á næst- unni. Fáeinum klukkutímum eftir að hann skrifaði undir samning upp á tæpa ellefu milljarða íslenskra króna við EMI-risann kom í ljós að Guy Chambers, maðurinn sem hefur samið lög með Robbie frá byrjun, er ekkert of æstur í að halda því sam- starfi áfram. Umboðsskrifstofa Robbie hefur farið fram á að Chambers vinni ein- vörðungu með Williams en Chamb- ers er ekki á sama máli og vill hafa frjálsari hendur. Kreppufundur verður haldinn eftir helgi og ef sátt næst ekki á honum verður allt í lausu lofti. Samningurinn góði hljóðar upp á fjórar plötur og er sú fyrsta, Esc- apology, tilbúin en þar á Chambers sitt innlegg. Innanbúðarmenn á EMI óttast að snúi Chambers baki við þeim og Robbie standi þeir illa að vígi hvað næstu þrjár plötur snertir. Williams, sem er 28 ára gamall, flaug vígreifur í vikunni til London eftir sex mánaða frí í Los Angeles. „Ég er ríkari en mig hefur nokkru sinni dreymt um,“ sagði hann glaður í bragði er hann var inntur eftir áliti sínu á herlegheit- unum. Samningur Robbie er næststærsti samningur sem gerður hefur verið í dægurtónlistargeiranum. Aðeins sjálfskipaður konungur poppsins, Michael Jackson, hefur gert stærri samning, en hann gerði samning upp á rúma 60 milljarða við Sony á sínum tíma. Á Escapology verður gerð mark- viss tilraun til að slá í gegn á Banda- ríkjamarkaði en á fyrstu smáskíf- unni syngur Williams dúett með Ms. Dynamite, sem vann hinn eftirsóttu Mercury-verðlaun á dögunum. „Ég hlakka mikið til að fara og leika plötuna á hljómleikum. Þetta er fyrsta platan sem ég er verulega stoltur af,“ er haft eftir hinum yf- irlýsingaglaða Robbie Williams. Höfundateymi í hættu Ferill Robbies Williams á hálum ís Robbie Will- iams: „Fari það kolað!“ Guy Chambers: „Ég er frjáls!“ SKIPTINEMARNIR Hiromi Andr- ea Gut, 16 ára Svisslendingur, Aless- andro Franzoi, 17 ára Ítali, og Kerv- ing Melo, 16 ára frá Venesúela, eiga það sameiginlegt að hafa komið hingað til lands um miðjan ágúst og ætla að dvelja hérna næsta árið. Hi- romi er í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, Alessandro er í Mennta- skólanum við Sund en Kerving er sú eina sem dvelur ekki á höfuðborg- arsvæðinu því hún stundar nám við Verkmenntaskólann á Akureyri. Þeim líkar öllum vistin vel á Ís- landi en þau eru hingað komin á veg- um AFS, alþjóðlegra sjálfboða- og fræðslusamtaka, sem starfa í yfir 50 löndum í öllum heimsálfum. Aless- andro nefnir þó sérstaklega að hann sé hrifinn af öllu heita vatninu og sundlaugunum og Hiromi játar að finnast íslenskt sælgæti mjög gott. Þremenningarnir hafa samt furð- að sig á ýmsu sem er frábrugðið heimalandi þeirra. „Unglingarnir drekka mikið áfengi,“ segir Aless- andro og hlæja stelpurnar um leið og hann segir þetta og greinilegt er að þau eru öll sammála um þetta atriði. Kerving er mjög hrifin af nátt- úrunni og Alessandro finnst mosi fal- legur. Hiromi minnist á að mjög ein- kennileg lykt sé af heita vatninu hér, og eru hinir krakkarnir alveg sam- mála. Orðið „busadagur“ vekur hins vegar misjafnar minningar. Greini- legt er að þau eru almennt jákvæð og ánægð með dvölina og hlakka til að skoða landið betur yfir helgina. „Og sjá Þingvelli,“ segir Hiromi. Þau dvelja ásamt rúmlega 30 er- lendum skiptinemum til viðbótar á Úlfljótsvatni um helgina. Þar sækja þau námskeið á vegum AFS ásamt um 30 íslenskum unglingum, sem hafa áhuga á að vinna í sjálfboða- vinnu fyrir samtökin. Fræðsla um menningarmun Umsjón með ferðinni hafa fulltrúi erlendra nema hjá AFS, Rósa Björg Þorsteinsdóttir, og fulltrúi íslenskra nema, Ingibjörg Ólafsdóttir. Að sögn Rósu hljóta erlendu skiptinemarnir fræðslu um ólíka menningarheima á námskeiðinu. Hún segir að eftir sex vikna dvöl í nýju landi komi oft upp heimþrá. Skiptinemarnir eru enn fremur komnir inn í hversdagslífið að þessum tíma liðnum og þurfa stuðning við aðlögun, að sögn Rósu. Ingibjörg segir að tilvonandi sjálf- boðaliðar læri um starfsemi samtak- anna og hvað þau geti gert til að- stoðar. Hún nefnir sem dæmi að hlutverk sjálfboðaliða sé að taka við- töl við tilvonandi íslenska skipti- nema. Hrafnhildur Ólafsdóttir, 18 ára nemi við Menntaskólann í Kópavogi, og Tómas Kristjánsson, 18 ára nemi við Menntaskólann við Hamrahlíð, ætla bæði að starfa í sjálfboðavinnu hjá AFS í vetur. Hrafnhildur var skiptinemi í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum og Tómas í Dóminíska lýð- veldinu. Þau komu bæði til baka á þessu ári og eru sammála um að það sé mikil lífsreynsla að dveljast í öðru landi. „Ég hef áhuga á að hjálpa öðr- um til að upplifa það sama og ég gerði,“ segir Tómas um ástæður þess að hann ákvað að gerast sjálf- boðaliði og Hrafnhildur tekur í sama streng. Þeim fannst gaman að kynnast annarri menningu og segjast kunna að meta Ísland bæði betur og verr eftir skiptinemadvölina. Tómas nefnir sem dæmi að hann kunni bet- ur að meta öryggið á Íslandi eftir að hafa dvalið í Dóminíska lýðveldinu. Annars eru þau sammála um að það besta við að vera skiptinemi sé að kynnast öðrum skiptinemum víðs vegar að úr heiminum. Vel er hægt að ímynda sér að krakkarnir sem voru samankomnir í anddyri AFS á föstudaginn séu sam- mála því en stemningin var eins og best verður á kosið og var mikið skrafað og hlegið. Líf í nýju ljósi Morgunblaðið/Jim Smart Hrafnhildur og Tómas ætla að vera sjálfboðaliðar hjá AFS. Hiromi, Alessandro og Kerving eru ánægð á Íslandi. Stemningin var góð í húsnæði AFS fyrir ferðina. Íslenskir og erlendir skiptinemar í helgarferð ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (06.10.2002)
https://timarit.is/issue/250930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (06.10.2002)

Aðgerðir: