Morgunblaðið - 06.10.2002, Síða 38

Morgunblaðið - 06.10.2002, Síða 38
FRÉTTIR 38 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17 Frostafold 1 - íb. 2. h. t.h. i í illi l. Erum með til leigu eða sölu þetta vel stað- setta verslunar- og þjónustuhús á Höfn í Hornafirði. Húsið getur hentað undir marg- víslega starfsemi. Húsnæðið er m.a. inrétt- að sem 80 fm hársnyrtistofa og hefur hún verið í fullum rekstri. Mikil viðskiptavild. Hægt er að leigja hana eða kaupa. Allar innréttingar, tæki og áhöld til starfseminn- ar fylgja. Á efri hæð hússins er sólbaðstofa með tveimur ljósabekkjum sem geta fylgt. Hluti af eigninni er í traustri útleigu. Hagstætt verð. Áhugasamir hafi samband við Ásmund á Höfða, sími 533 6050. Halló Hornafjörður Opið á skrifstofu okkar að Suðurlandsbraut 20 í dag á milli kl. 14 og 16 sími 533 6050 Í dag býðst þér og þinni fjölskyldu að skoða þessa sérstaklega glæsilegu 120 fm íbúð. Íbúðin er í vönduðu 4 íbúða húsi. Einstakt útsýni til suðurs og vesturs. Stórar svalir. Glæsilegt eldhús og baðherbergi. Parket og flísar eru á gólfum. Þær gerast ekki miklu betri en þessi. Verð 16,9 millj. Kristín tekur vel á móti ykkur. (2838) Falleg 59 fm íbúð í kjallara í suður- enda. Nýlegt baðherbergi og eld- hús. V. 7,9 m. Áhv. 3,9 m. 3945 Gísli Helgason tekur á móti áhugasömum frá kl. 13-15. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Laugarnesvegur 110 - sérinng. Opið hús í dag Opið hús á Skólavörðustíg 6b í dag milli kl. 14 og 16. Páll Höskuldsson sölumað- ur s. 8640 500 sýnir eign- ina. Íbúðin sem er 76,8 fm vönduð og falleg eign á 3. hæð í litlu fjölbýli sem var byggt 1986. Íbúðin sem er 3ja herbergja er með fal- legri nýlegri viðarinnréttingu í eldhúsi. Stofan er björt og rúmgóð með parket á gólfi, baðher- bergið er flísalagt í hólf og gólf. Tvennar svalir. Frábær staðsetn- ing. Verð 12,9 millj. Verið velkomin. GSM 896 8232 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-17 KRÍUÁS 39 Sýnum í dag sérlega vandað 217,3 fm raðhús á 2 hæðum auk 29,9 fm bílskúr. samt. 246,6 fm. Mjög gott skipulag, 5 svefnherb. Skilast fullbúið að utan og rúmlega fokhelt að innan (einangrað). Þú gerir ekki betri kaup. Verð aðeins 13,8 millj. Verið velkomin heitt á könnunni. Skipasund - Einbýli ásamt bílskúr. Vorum að fá í einkasölu þetta sérlega fallega einbýli á tveim hæðum ásamt bílskúr sem þarfnast standsetningar. Húsið var tekið í gegn fyrir um 15 árum og var þá skipt um alla millivegi, loftaklæðningar, raflagnir endurnýjaðar o.fl. Einnig er nýbúið að skipta um skolplagnir og þak og allar innrétt- ingar í eldhúsi og á klósetti eru nýjar. Húsið er á tveim hæðum og allur frágangur er til fyrirmyndar. Allar nánari uppl. á skrifstofu Holts. Sjón er sögu ríkari. Skipasund 59 Opið hús í dag milli kl. 14 og 16 www.holtfasteign.is ALLT frá árinu 1989 hafa Evrópu- samtök krabbameinsfélaga minnt á baráttumál sín eina viku í október- mánuði í flestum löndum Evrópu. Ís- lendingar hafa tekið þátt í Evrópuvik- unni frá árinu 1997 og er kastljósinu beint að mismunandi málefni hverju sinni. Í ár verður vikan, sem hefst í dag og stendur til 13. október, helguð réttindum sjúklinga. Haukur Valdimarsson aðstoðar- landlæknir segir að Ísland hafi verið með fyrstu löndum til að setja lög um réttindi sjúklinga, en slík lög voru samþykkt á Alþingi árið 1997. Hann segir að markmiðið laganna sé að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi, í samræmi við almenn mannréttindi og mannhelgi. Lögin þyki framsýn enda hafi slík lög ekki enn verið sett í öllum Norðurlandanna. „Lögin eru afar skýr og eftir því sem ég best veit telja menn að framkvæmd þeirra gangi vel,“ segir Haukur. Lögin fjalla m.a. um aðgang sjúk- linga að upplýsingum og sjúkra- skrám, trúnað og þagnarskyldu starfsfólks, kvörtunarrétt og meðferð sjúklinga, auk þess sem sérstaklega er fjallað um meðferð sjúkra barna. „Lögin hnykktu á viðteknum venjum um mannréttindi, en mér finnst þessi lög hafa hjálpað mér sem lækni, sjúk- lingurinn hefur ákveðin réttindi og læknirinn líka,“ segir Valgerður Sig- urðardóttir, yfirlæknir líknardeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss. Kristbjörg Þórhallsdóttir, fyrrver- andi formaður Samhjálpar, sem- greindist með brjóstakrabbamein fyrir 22 árum og hefur frá þeim tíma starfað mikið með krabbameinssjúkl- ingum, segir að miklu máli hafi skipt að sjúklingar hafa fengið betri að- gang að upplýsingum. „Það hefur skipt mjög miklu máli að fólk hefur komist í eigin sjúkraskrár, fengið þær í hendur og fengið afrit af þeim. Það hefur alltaf verið viðkvæmt hjá sjúk- lingum að leyndardómur hvíli yfir upplýsingum um líðan þeirra og sjúk- leika. Lögin opnuðu verulega fyrir upplýsingaflæði til sjúklinga.“ Litið verði á endurhæfingu sem hluta lækningar Kristbjörg segir að krabbameins- sjúklingum sé hvergi boðið upp á heildstæða endurhæfingu. Í lögunum sé meðferð skilgreind sem „rannsókn, aðgerð eða önnur þjónusta sem lækn- ir eða annar heilbrigðisstarfsmaður veitir til að greina, lækna, endurhæfa, hjúkra eða annast sjúkling“. Lögin kveði á um að sjúklingur eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem völ er á að veita hverju sinni og sömuleiðis rétt á samfelldri þjónustu. „Okkur finnst að lögin hafi ekki verið framkvæmd hvað endurhæf- inguna varðar og viljum að litið sé á endurhæfingu sem hluta lækningar,“ Morgunblaðið/Golli Evrópuvika gegn krabbameini er nú haldin í sjötta skipti á Íslandi. Frá vinstri má sjá Valgerði Sigurðardóttur, Hauk Valdimarsson og Kristbjörgu Þórhallsdóttur. Telja endurhæf- ingu krabbameins- sjúklinga ábótavant Endurhæfingu krabbameinssjúklinga virð- ist vera verulega ábótavant á Íslandi. Í lög- um um réttindi sjúklinga, sem Íslendingar voru einna fyrstir til að samþykkja, er kveð- ið á um rétt sjúklinga til fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita og rétt til samfelldrar þjónustu. Evrópuvika gegn krabbameini sem hefst í dag helguð réttindum sjúklinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.