Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Um 150 fm timburhús sem er hæð og ris. Sjarmerandi eldra hús sem hefur verið endurgert að hluta í upprunalegum stíl. Hús með sögu. Nýtt járn. Bakhús fylgir með íbúð, sem er í útleigu í dag. Áhv. 10 millj. Verð 19,9 millj. Laus fljólega. Opið hús í dag á milli kl. 12 og 16. Einb. - Opið hús á Vesturgötu 35b Mjög rúmgóð 2ja herb. 84,2 fm íbúð á 2. hæð. Rúmgott herbergi með skápum. Góðar suðursvalir. Björt og falleg íbúð þar sem stutt er í alla þjónustu. Verð 9,8 millj. Bergdögg og Lúðvík taka á móti ykkur á milli kl. 12 og 16. 2ja herb. - Opið hús í Grýtubakka 12a Um 84 fm íbúð á 3ju hæð í litlu fjöl- býli. Tvö góð svefnherbergi, rúm- góð stofa með parketi, stórar suð- ur svalir, þvottahús innan íbúðar. Hús og sameign ný málað. Góð leiksvæði fyrir börn, stutt í skóla og leikskóla. Áhv. 5,5 millj. byggsj. 4,9%. Grandavegur Um 82 fm góð íbúð í snyrtilegu fjöl- býli á þriðju hæð með góðu útsýni. Mikið endurnýjuð íbúð. Suðursvalir. Tvö góð herbergi. Falleg eign. Einkasala. Áhv. 8,7 millj. Verð 10,9 millj. Afhending getur verið fljót- lega. Pálína er með opið hús á milli kl. 12 og 16 í dag. 3ja herb. - Opið hús í Rofabæ 43 F R Ó N SÍÐUMÚLA 2 - 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1313 fron@fron.is Finnbogi Kristjánsson lögg. fasteignasali Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Nýkomið í einkasölu stórglæsilegt einbýli með innbyggðum bílskúr samtals 240 fm. Glæsilegt stórt eldhús, 4-5 svefnherbergi, stofa, borðstofa, sjónvarpsskáli, sólstofa og fleira. Glæsilegur garður með hellulagðri verönd og bílaplani. Eign í sérflokki. Daði og Ósk taka á móti áhugasömum, væntanlegum, kaup- endum í dag milli 15.00 og 17.00. HÁTÚN 2 - BESSASTAÐAHREPPI - OPIÐ HÚS Sími 575 8500 Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS ESJUGRUND 27 - EINBÝLISHÚS Í dag milli kl.15-17 verður opið hús við Esjugrund 27 á Kjalarnesi. Húsið er steypt, byggt 1979 og er 194 fm að mestu á einni hæð. Með húsinu fylgir tvöfaldur 53 fm bílskúr með 3 fasa raflögn. Hæðin er tæplega 150 fm og kjallarinn er tæp- lega 50 fm. Aðalhæðin skiptist í forstofu, forstofu-herbergi, gestasnyrtingu, gang, hol, rúmgóða stofu og borðstofu með mass- ífu parketi á gólfi, eldhús með nýlegri innréttingu, þvottaherbergi, 3-4 svefnherbergi og rúmgott flísalagt baðherbergi. Í kjallara er rúmgott herbergi og geymsla. Þetta er bjart og vel skipulagt hús sem stendur á hornlóð. Áhv. 10,1 m. Verð 18,5 m. Anna Lára tekur á móti gestum HINN 18. ágúst 2002 endur- prentaði Morgunblaðið grein með ofangreindu nafni (án gæsalappa) eftir Halldór Kiljan Laxness sem áður hafði birst í blaðinu 31. des- ember 1970. Sú grein var slys sem óþarfi er að halda á lofti. Minningu Halldórs Laxness er ekki gerður greiði með endurprentun hennar. Hernaður Hernaður er aðgerðir sem menn beina gegn óvinum sínum. Engin dæmi eru um það í sögunni að nokkur hafi farið með hernaði gegn þeim sem hann var vinveittur. Hernaður er nokkuð sem menn framkvæma af ásetningi. Af ráðn- um hug. Hann er þaulhugsaðar að- gerðir, oftast vandlega skipulagðar, með það að markmiði að koma and- stæðingnum á kné. Jafnvel að tor- tíma honum. Manndráp í augna- bliks reiðikasti, eða afbrýðiskasti, er hinsvegar ekki hernaður heldur morð. Í grein Halldórs er íbúum Ís- lands, Íslendingum, borið það á brýn að hafa farið með hernaði gegn landi því sem þeir bjuggu í, Íslandi, allt frá því að landnáms- menn komu að því ósnertu. Alveg sérstaklega eiga þeir að hafa farið með hernaði gegn gróðri landsins. Hann telur með öðrum orðum að Íslendingar hafi frá landnámstíð litið á gróður landsins sem óvin sinn sem berjast skyldi gegn og helst útrýma! Þegar grein Halldórs er lesin kemur í ljós að það sem hann kallar hernað gegn landinu er barátta Ís- lendinga frá landnámstíð fram í byrjun 20. aldar fyrir að lifa af í þessu harðbýla landi og á 20. öld barátta þeirra fyrir að rísa frá ör- birgð til þess að vera bjargálna. Þessi langa barátta þjóðarinnar við „ís og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða“, eins og Matt- hías orðar það, var öldum saman tvísýn. Svo tvísýn að við lá á stund- um að landið yrði mannlaust. Bú- fénaður féll úr hor og mannfellir varð í kjölfarið æ ofan í æ í Íslands- sögunni. Rétt er að viðleitni þjóð- arinnar til að halda lífi, ásamt óhag- stæðu veðurfari og fleiru, hafði stundum slæm áhrif á gróðurfar landsins. Manninum einum verður þó ekki með réttu kennt um þau áhrif. En ekki verður af grein Hall- dórs annað séð en að hann telji manninn, íbúa Íslands, eiga þar alla sök. Það er létt verk fyrir okkur nú- tímamenn, með þá reynslu og þekk- ingu sem við búum yfir, að lasta forfeður okkar og formæður, sem ekki höfðu yfir sömu reynslu og þekkingu að ráða, fyrir þann skaða sem gróðurfar landsins varð fyrir og sumpart var af mannavöldum. En það er löðurmannlegt verk. Verk, sem ekki ber vott um rækt- arsemi við minningu genginna kyn- slóða Íslendinga, né heldur vott um þakklátssemi við forvera okkar fyr- ir það sem þeir hafa eftirlátið okk- ur. Þessar skemmdir af mannavöld- um urðu sumpart vegna vanþekkingar, en að stærstum hluta út úr neyð. Að sínu leyti af sömu orsökum og skemmdir verða enn í dag á umhverfinu út úr neyð af mannavöldum í þróunarlöndun- um. Að skilgreina þessar skemmdir sem afleiðingu af meðvitaðri, skipu- lagðri, viðleitni til að skemma gróð- ur landsins, þ.e. af hernaði gegn gróðrinum, eins og Halldór gerir í grein sinni, að halda því fram að gengnar kynslóðir Íslendinga hafi vitandi vits og af ráðnum hug unnið að því að eyðileggja gróðurinn, fel- ur í sér mjög ósanngjarnar og ill- kvittnislegar ásakanir á forvera okkar í landinu sem eru honum langt frá að vera sæmandi. Grein hans var slys. Það er með hreinum ólíkindum hve langt hann seilist í viðleitni sinni til að rök- styðja hernaðarkenningu sína. Í hernaði leita menn sem kunnugt er bandamanna ef þá er að finna. Það gerðu Íslendingar líka, að mati Halldórs, í hernaði sínum gegn gróðri landsins. Hann segir: „Vind- ar voru ugglaust orðnir óvinir gróð- urs á hálendinu fyrir landnámstíð. Síðan kom mannfólkið með bú- smala sinn og gekk í lið með vind- inum með því að etja beitarfé á við- kvæmar seinvaxnar jurtir uppsveitanna; menn voru að leita sér að tilveruhorni hver og einn út af fyrir sig“. Íslendingar beittu sem sagt ekki fé sínu til að afla sér nauðsynja í formi matar og klæða heldur „öttu“ þeir því á gróðurlend- ið sem bandamenn vindsins í við- leitninni til að eyða gróðrinum! Svona málflutningur var Halldóri ekki samboðinn. Framfarasókn Íslendinga á 20. öld vanvirt Halldóri Kiljan Laxness nægir ekki að vanvirða baráttu Íslendinga um aldir fyrir lífi sínu með því að kalla hana „hernað gegn landinu“. Framfarasókn Íslendinga á 20. öld frá vesaldómi til velsældar fær sömu útreið. Í lok 19. aldar var ástandið á Íslandi þannig að lands- menn voru ekki matvinnungar þótt mikill meirihluti þeirra gerði naum- ast annað en að framleiða mat og fjöldi þeirra væri innan við 100.000. Menn flýðu eymdina í stórum hóp- um til Ameríku. Um viðleitni Íslendinga á 20. öld til að verða matvinnungar segir Halldór: „Á síðustu áratugum (greinin var skrifuð 1970 – innskot JB) hafa menn verið verðlaunaðir af hinu opinbera fyrir að ræsa fram mýrar, lífseigustu gróðursvæði landsins, undir yfirskyni túnrækt- ar.“ Túnræktin var sem sé yfir- skyn. Hinn raunverulegi tilgangur var annar að hans mati, að því er best verður séð, nfl. að eyðileggja mýrarnar. Hernaður gegn mýrun- um. Þessi hugsun er með hreinum ólíkindum þegar litið er til þess að á 20. öld margfaldaðist ræktanlegt land á Íslandi vegna vélvæðingar og framræslu. Það átti drýgstan þáttinn í þeirri byltingu í framleiðni íslensks landbúnaðar sem varð á 20. öld. Sú bylting leiddi til þess að í stað þess að megna naumast að framleiða nægan mat handa þjóð sem taldi innan við 100.000 manns í upphafi aldarinnar framleiddu miklu færri bændur í lok hennar meiri mat en þrefalt fjölmennari þjóð gat torgað þótt neyslan á mann hefði stóraukist. Aldrei í sögu Íslands byggðar hafa jafn fáir framleitt jafn mikinn mat handa jafn mörgum. Ekki fær iðnvæðing landsins á 20. öld betri útreið hjá Halldóri. Hann staðhæfir, ranglega, að „sala rafmagns til Straumsvíkur er reikningslega rekin með tapi“. Menn eru að „basla við að tortíma Mývatni“. Aftur hernaður, að þessu sinni gegn Mývatni. Viljann til að tortíma vantar svo sem ekki, að hans mati, en það gengur brösug- lega. Menn „vakna nú upp við það einn góðan veðurdag að hinu fagra lífi Mývatns hefur verið snúið í skarkandi stóriðju“. Mývatn „hefur verið afhent erlendu félagi til að klessa niður einhverskonar efna- brennsluhelvíti á vatnsbakkanum. Það var þetta sem gerðist þegar Mývatni var fórnað fyrir kísil- gúrstasjón.“ En „það er huggun harmi gegn að fyrirtækið hefur enn ekki veitt upphafsmönnum sínum annað en skell fyrir skillinga. Það hefur reynst þeim dýrt spaug að skemma Mývatn. Á fyrsta ári stassjónarinnar urðu eigendur kís- ilgúrsins fyrir 33ggja milljón króna tapi á rekstrinum. Útkomu síðasta árs hafa þeir ekki gert heyrin- kunna; borin von að hagurinn fari batnandi.“ Fróðlegt er nú, nær aldarþriðj- ungi eftir að Halldór skrifaði grein sína, að bera þetta saman við raun- veruleikann. Sá samanburður leiðir eftirfarandi í ljós: Mývatni hefur ekki verið tortímt, enda hefur enginn reynt það. Lífi þess hefur ekki verið snúið í skark- andi stóriðju. Mývatn var ekki af- hent erlendu félagi. Mývatni var ekki fórnað fyrir kísilgúrverk- smiðju. Og þórðargleði Halldórs yf- ir tapi fyrsta rekstrarárið hefur orðið skammvinn því að afkoma Kísiliðjunnar hefur yfirleitt verið góð þótt sveiflur hafi verið í henni frá ári til árs. Fyrirtækið hefur ver- ið efnahagsleg lyftistöng fyrir Mý- vetninga og ábatasamt fyrir þjóðina í heild. Óvönduð meðferð heimilda Undir lok greinar sinnar segir Halldór, þar sem hann ræðir um Þjórsárver: „Alþjóðleg samtök gegn náttúruskemmdum héldu þing í London í september síðast- liðnum (þ.e. í september 1970 – inn- skot JB) og tjáðu sig reiðubúin að kosta líffræðilegar rannsóknir á þessari paradís Íslands þar sem tíu þúsund heiðagæsahjón eru fulltrú- ar almættisins í norðlægri túndru umluktri eyðimörk. Þingheimur lét í ljós þá von sína Íslandi til handa að landið mætti halda þessum gim- stein sínum óspilltum um aldir.“ Og nokkru síðar segir hann: „Á ofangreindu alþjóðaþingi náttúruverndara í London kom að- eins einn maður fram sem and- stæðingur Íslands. Hann var send- ur þangað af Orkustofnun í Reykjavík. Þessi maður lagði í ræðu sinni áherslu á „að Íslend- ingar væru engan veginn reiðubún- ir að hætta við framkvæmdir í Þjórsárverum“. (orðrétt úr Morg- unblaðinu 24ða september 1970)“. Berum nú þetta saman við það sem raunverulega stóð í Morgun- blaðinu 24. september 1970: Þar er skýrt frá því að á fundi sínum í Hollandi hafi alþjóðlegu fuglaverndarsamtökin skorað á ís- lensk stjórnvöld að hætta við und- irbúningsvinnu við fyrirhugaðar framkvæmdir í Þjórsárverum, a.m.k. þar til ítarlegar rannsóknir hefðu farið fram á áhrifum mann- virkja á umhverfið þar. Var einkum lögð áhersla á að reynt yrði að finna leiðir til að áhrif framkvæmda á heiðargæsastofninn yrðu sem minnst. Síðan segir í blaðinu: „Þá lýsti fulltrúi UNESCO, menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, því yfir að stofnunin væri mjög áhugasöm um að styðja fjár- „HERNAÐURINN GEGN LANDINU“ Eftir Jakob Björnsson Öllum getur orðið á slys. Óþarfi er að halda þeim sérstaklega á lofti. Við skulum gleyma slysinu en muna mannvininn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.