Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 49 BRESKIR foreldrar E-töflu fórnar- lamba gagnrýndu harðlega nú ný- verið þá einstaklinga sem telja sig vera í hópi sér- fróðra um skað- leysi E-töflunnar. Kemur m.a. fram hjá þeim að taflan valdi ekki varan- legum heila- né sálarskaða. Syrgjandi fað- ir, Gordon Stani- forth, kvaðst ótt- ast að röng og hættuleg skilaboð væru send út til þeirra ungmenna sem áhuga kynnu að fá fyrir eitrinu. Oftlega í fyrstu af hreinni/barnslegri forvitni. „Sonur minn, 20 ára atvinnumaður í knatt- spyrnu, féll í yfirlið þegar hann var staddur í biðröð eftir að vera hleypt inn í næturklúbb. Hann dó skömmu síðar.“ (Þýtt og staðfært úr Daily Mail, sept. 2002.) Samkvæmt áliti virtra vísinda- manna sem rannsakað hafa Ecstasy (MDMA) virka eiturefnið í töflunni þá getur efnið orsakað skyndilegan dauða og/eða ævarandi heila- skemmdir. Dr. Stephen Kish, Tor- onto, Kanada, er stýrði nýlegum rannsóknum á efninu, skrifaði nú ný- verið í vísindatímaritið Neurology, þar sem hann gerði samanburð (krufningu) á heila þeirra sem höfðu verið Ecstasy-neytendur og nokk- urra einstaklinga sem höfðu aldrei notað efnið. Niðurstaðan varð m.a. sú að neysla á efninu leiddi til minnk- unar ýmissa boðefna til heilans. Magn boðefna reyndist vera 50–80% minna hjá þeim sem voru virkir neytendur efnisins. Skortur á boð- efnum þessum getur m.a. orsakað geðræna hegðun, þar með talið þunglyndi, kvíða o.s.frv. Vísinda- menn ætla að það sé í kringum 75 sinnum meiri hætta á að þeir sem nota efnið verði fyrir geðrænni hegð- un en þeir sem ekki nota efnið. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkra- og meðferðarstöð SÁÁ (www.saa.is) varð fyrst vart við E- töfluna hér á landi árið 1995. Kemur þar einnig fram að vímuefnavandi ungmenna á Íslandi hefur vaxið/orð- ið harðari jafnt og þétt á undan- gengnum árum. Innlagnir ung- menna sem hafa reynt E-töfluna hafa aldrei verið tíðari og alvarlegri á stofnunum hérlendis.. Einnig kem- ur þar fram sú staðreynd að götu- verð sl. ára á sterkum fíkniefnum hefur verið nokkuð stöðugt á sama tíma og verðið á E-töflunni hefur far- ið stiglækkandi á undangengnum tveimur árum. Ekki skal fullyrt hér hverjar ástæður þess eru að vinsældir töfl- unnar fara vaxandi hérlendis. Neð- angreint kann að vera hluti skýring- anna.  aukið framboð?  opnari/einfaldari sala/aðgengi að sölumönnum/kaupendum?  breyttar siðvenjur í skemmtana- haldi/tómstundum ungmenna/ tíska?  stöðugt lækkandi götuverð?  röng skilaboð/blekkingar sölu- manna? Foreldrar/forráðamenn: Verið til staðar/gefið ykkur tíma. Minnist þess að barnið ykkar er einstakt. ELÍAS KRISTJÁNSSON, áhugamaður um fíkniefna- forvarnir, Reykjanesbæ. Er það áhættunnar virði? Frá Elíasi Kristjánssyni: Morgunblaðið/KristinnElías Kristjánsson Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Lítil heildverslun með góða markaðsstöðu í matvöru óskar eftir samein- ingu til að nýta góð tækifæri.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður.  Rekstrarleiga með kauprétti. Þekkt videósjoppa í Breiðholti með góða veltu. Gott tækifæri fyrir byrjendur sem eiga ekki mikla peninga.  Þekkt íþróttavöruverslun. Ársvelta 25-30 m. kr. Auðveld kaup.  Lítil verslun og verkstæði með reiðtygi og aðrar hestavörur. Gott fyrir laghentan hestamann.  Kaffi- og veitingahúsið Vivaldi, Borgarnesi. Ársvelta 20 m. kr. Rekstrar- leiga kemur vel til greina.  Vel þekkt húsgagnaverslun. Eigin innflutningur. Ársvelta 24 m. kr. Mjög hagstætt verð.  Gömul og þekkt sérverslun við Laugaveg með nærföt og náttföt. Góð evrópsk umboð. Velta um 2-3 m. kr. á mánuði sem hægt er að marg- falda. Ágætur hagnaður. Auðveld kaup.  Heildverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta 130 m. kr. Góður hagnaður um margra ára skeið. Hagstætt verð.  Traustur bifvélavirki óskast sem meðeigandi og framkvæmdastjóri að alhliða bílaþjónustufyrirtæki á Selfossi. Gott húsnæði og vel tækjum búið.  Rótgróin deild úr heildverslun með búsáhöld. Sala 10,2 m. kr. á ári, framlegð 5 m. kr.  Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vinnuvélar, lyftara o.fl. Ársvelta 20-30 m. kr. Ágætur hagnaður.  Ein stærsta og besta videósjoppa borgarinnar. Ársvelta 100 m. kr. Mikill hagnaður, góð fjárfesting.  Rótgróið veitingahús við Bláa lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði á þessum fjölsóttasta ferðamannastað landsins.  Rótgróin deild úr fyrirtæki, sala mælibúnaðar fyrir framleiðslu- og mat- vælafyrirtæki. Framlegð 5 m. kr. á ári.  Lítil smurbrauðsstofa með góð tæki og mikla möguleika.  Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1-2 starfsmenn, sérstaklega smiði.  Stór krá í miðbænum. Einn stærsti bjórsölustaður borgarinnar.  Þekkt innrömmunarfyrirtæki með eigin innflutning. Ársvelta um 20 m. kr. Meðeign eða sameining möguleg.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Barnavöruverslun og heildverslun. Góð umboð. Ársvelta 25 m. kr.  Trésmiðja í nágrenni Reykjavíkur. Eigið húsnæði. Ágæt tæki.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fagmenn.  Stór heildverslun með iðnaðarvélar. Ársvelta 200 m. kr.  Heildverslun með sælgæti. 60 m. kr. ársvelta. Föst viðskipti. Góður hagnaður. Meðeign eða sameining möguleg.  Framköllunarþjónusta í miðborginni. Góð tæki. Frábær staðsetning.  Vinnuvélaverkstæði í eigin húsnæði, vel staðsett. Ársvelta 35 m. kr. Föst viðskipti við traust fyrirtæki. Hentugt fyrir tvo samhenta bifvéla- virkja.  Lítil og rótgróin bókaverslun í góðu hverfi. Ársvelta 13 m. kr.  Verslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður hagnaður. Ársvelta 180 m. kr. og vaxandi með hverju ári. Sérstak- lega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Rótgróin lítil sérverslun með töskur o.fl. Ársvelta um 10 m. kr. Auðveld kaup.  Eitt af vinsælustu veitingahúsum borgarinnar. Mjög mikið að gera.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda. Ársvelta 40 m. kr.  Stór og mjög vinsæll pub í úthverfi. Einn sá heitasti í borginni. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 HÁR VER Kæru viðskiptavinir! Höfum hætt rekstri Hár Vers. Innilegar þakkir fyrir viðskiptin á liðnum árum. María og Guðrún. Næsta haustnámskeið verður haldið sunnudaginn 13. október Meðal annars verður kenndur haustkrans, karfa/skreyting, skreyting í glugga og frjálst val. Skráning í síma 555 3932 • Upplýsingar í síma 897 1876 Blómaskreytingar í Hvassahrauni VR-styrkurUffe Balslev blómaskreytir Ertu að lengja sumarið? Sundbolir, bikini, bermudabuxur, kvartbuxur og bolir Meyjarnar, Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. ÉG VIL gjarnan koma á framfæri þeirri skoðun minni að Evrópubanda- lagið sé framtíðarskref sem mætti stíga strax í dag, minni hagsmunir fyrir meiri; sem sagt alþjóðasamfélag sem er að fæðast þar sem Ísland gæti verið mikilvægur hlekkur sem eyja lengst fyrir norðan sem vildi samt vera í alþjóðamenningunni og -sam- félagi. Jörðin okkar er sífellt að minnka í skilningi manna þar sem hægt er að ferðast á einum degi kringum jörðina. Fiskur í sjónum og auður eða mann- auður jarðarbúa, alþjóðasamfélagið og Ísland, við mættum treysta meira á greind Evrópubandalagsmanna en að þeir ætli að gleypa fiskimiðin með húð og hári um leið og tækifæri gefst. Ég hvet alla sem bera hag þjóðarinn- ar fyrir brjósti til að snúa sér að fram- tíðinni en ekki hanga í túnjaðrinum heima og hugsa um leggi og skel. Við erum í alþjóðasamfélaginu og höfum verið velkomnir þar um allan heim vegna sérstöðu okkar og mann- auðs og ættum að hafa það í huga að það er ekki sjálfgefið að vera sjálf- stæð þjóð, það fæst ekki með þröng- sýni, til þess þurfa menn að vera víð- sýnir og treysta á sjálfa sig til að geta treyst öðrum. Því legg ég til að við lát- um minni hagsmuni fyrir meiri – ég kýs Evrópubandalagið. BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON, myndlistarmaður, „THOR“, Asparfelli 12. Evrópu- bandalagið eða ekki! Frá Bjarna Þór Þorvaldssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.