Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 45 hlustað á fréttir og annað gott í út- varpinu. Síminn hringir sjaldan: merkjamál, tvær stuttar, ein löng. Bannað að hlera. Farið snemma að sofa meðan Björn skrifar dagbókina og fýllinn skrafar í fjallinu. Þessi og önnur minningabrot koma ósjálfrátt í hugann þegar ég sest niður til að minnast móður- bróður míns, Björns Gissurarsonar. Ég kann ekki að minnast hans með öðrum hætti. Ég er af þeirri kyn- slóð sem naut þeirra forréttinda að eyða sumrum æskunnar í sveitad- völ. Enn meiri forréttindi að vera hjá vandamönnum sem vildu manni allt hið besta. Við erum mörg sem nutum þess að vera lengur eða skemur í Drangshlíð og ég er þess fullviss að ég tala fyrir munn þeirra allra er ég segi að sumrin þar voru mikilvæg lærdóms- og þroskasum- ur. Þar var gott að vera og tilhlökk- unin einlæg á hverju vori að ljúka skóla og komast í sveitina til að vera eins lengi fram á haustið og frekast var kostur. Þeir Björn og Ísleifur tóku við búi foreldra sinna að föður þeirra látnum og áttu farsælan feril sem bændur í Drangshlíð. Ísleifur lést fyrir aldur fram á 65. aldursári. Björn hélt áfram búskap en hálfsjö- tugur brá hann búi og dvaldi eftir það hjá systur sinni Ásu og mági sínum Guðmundi Guðjónssyni í Kópavogi. Þar átti hann góða daga rúman aldarfjórðung. Hann leyfði sér á þessum tíma það sem lítið tóm hafði gefist til áður vegna bústarfa, að ferðast um önnur lönd. Hann fór margar ferðir vestur um haf og austur, um Kanada, Bandaríkin, Norðurlönd, Þýskaland og Frakk- land, og naut þessara ferða í ríkum mæli. Hann átti líka góðan fé- lagsskap meðal eldri borgara í Kópavogi og naut þessa félagslífs mjög. Þeim sem fyrir því standa ber að þakka. En mestar þakkir eiga þó skildar systir hans og mágur og þeirra fjölskylda fyrir að opna hon- um heimili sitt og veita honum skjól og aðhlynningu í 26 ár. Gæsku þeirra og örlæti virðast engin tak- mörk sett og undrast þó enginn sem þau þekkir. Síðustu árin átti Björn við van- heilsu að stríða og um nokkurra mánaða skeið lá hann á Landspítala í Fossvogi þar sem hann andaðist 21. september sl. Fyrir hönd móður minnar, systkina og fjölskyldna okkar þakka ég langa samfylgd. Hörður Filippusson. þess sem var, en erum þakklát fyrir að gömul og þreytt kona hefur fengið hvíld. Birna Friðriksdóttir. Helga amma mín hefur kvatt þennan heim, tæplega 97 ára, og mundi því tímana tvenna eins og sagt er. Þegar ég kveð hana ömmu mína hugsa ég til langrar og strangrar ævi hennar, ævi sem er full af af- rekum sem ekki fara á spjöld sög- unnar. Ég minnist sögunnar þegar amma gekk yfir fjall kaldan haust- dag til að setjast að í afskekktum firði sem ung brúður. Það var afrek sem við unga fólkið í dag lékjum ekki svo létt eftir og alls ekki nema í góðum gönguskóm og með annan nútímaútbúnað sem ekki var til 1927. Ég minnist einnig þegar amma sagði mér frá þegar hún missti frumburð sinn, Sólveigu, aðeins 16 mánaða gamla. Fyrir okkur nútíma borgarfólk er erfitt að ímynda sér hvernig er að vera með fársjúkt barn í afskekktum dal og ill vetr- arveður hamla því að hægt sé að sækja lækni. Sú reynsla skilur eftir sig sár sem tíminn nær aldrei að lækna til fulls. Amma eignaðist tvö önnur börn; Þorvald Veigar, hann fékk sitt seinna nafn frá systur sinni, nafn sem amma bjó til og hefur náð fót- festu í íslenskri nafnaflóru, og móð- ur mína Ragnheiði Ósk, sem fékk seinna nafn sitt af því að amma ósk- aði sér annarrar stúlku. Hún amma lést 26. september. Það var, eins og hún sagði, dag- urinn okkar, afmælisdagur pabba hennar, Þórodds, sem ég er skírður eftir, og skírnardagur minn og tví- burabróður míns. Oftast heimsótti ég hana þennan dag en í ár var hún sofandi í rúminu sínu þegar ég kom, hafði sofnað skömmu áður svefn- inum langa í faðmi Ragnheiðar dóttur sinnar, móður minnar. Hjartans kveðja. Þóroddur. Elsku amma. Við viljum þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég og Halldóra fengum góðan tíma með þér og meira að segja Laufey Helga fékk aðeins að kynnast langalangömmu sinni. Mik- ið var ég fegin því. Enda lýstistu öll upp þegar þessi litli sólargeisli kom í heimsókn til þín. Ég man þegar við og pabbi komum til þín og pabbi náði í myndaboxið og fletti í gegn- um myndirnar með þér. Þá voru margar sögurnar sem maður fékk að heyra og alltaf var jafn gaman að heyra þær. Það verður skrýtið að koma til Hveragerðis og fara ekki í heimsókn til þín en maður huggar sig við það að núna ertu hjá Gumma afa og núna líður þér betur. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem þú gafst okkur elsku amma. Þín barnabarnabörn og barna- barnabarnabarn Ragnheiður Ósk, Halldóra Jóna og Laufey Helga. Elsku amma. Ég mun alltaf muna einlægt brosið sem ég fékk þegar ég kom til þín, ég mun alltaf muna mjúku, hlýju hendurnar þínar um- lykja mínar, ég mun alltaf muna kærleiksorðin sem þú talaðir til mín og minna. Elsku amma, ég mun minnast þín um aldur og ævi. Ég þakka þér fyrir samfylgdina. Þinn dóttursonur, Kristján. HINSTA KVEÐJA Mörkinni 3, 108 Reykjavík sími 588 0640 Opið í dag frá kl. 13-17 Lokadagur útsölunnar 15-60% afsláttur Hönnun gæði glæsileiki í dag, sunnudag 15% afsláttur af ljósum á meðan á útsölunni stendur FRÉTTIR Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Bjössi minn, þessar ljóðlínur koma mér í hug nú að leið- arlokum. Ég vil fyrir mína hönd og fjölskyldunnar allrar þakka þér af alhug samfylgdina í gegn- um árin. Sérstakar þakkir til þín fyrir hversu vel þú reyndist tengdamóður minni þegar hún var þrotin að heilsu og kröftum. Góða ferð á framhaldsbraut og Guði fal- inn. Lilja. HINSTA KVEÐJA Rangt símanúmer Hjá Velvakanda í gær misritaðist símanúmer í klausu með mynd þar sem leitað var eftir upplýsingum um mynd og málara hennar. Rétt númer er 698 1322 og er beðist velvirðingar á misrituninni. LEIÐRÉTT Í NÝRRI greinargerð Ríkisendur- skoðunar kemur fram að af 910 nefndum, ráðum og stjórnum á veg- um ríkisins störfuðu 17 ekkert árið 2000 eða um 2% þeirra. Ekki voru greidd laun fyrir störf í viðkomandi nefndum, ráðum og stjórnum. Grein- argerðin var tekin saman í framhaldi af fyrispurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns sem lögð var fram á Alþingi sl. vor. Þá hafði Ríkisendur- skoðun nýlega birt skýrslu um starf 51 nefnda, ráða og stjórna á vegum ríkisins árið 2000. Þar kom fram að 18% þessara nefnda hafi ekkert starf- að á árinu 2000 og að árangur af starfi þeirra hafi enginn verið. Með árangri er átt við að nefnd skili skýrslu, haldi reglulega fundi, afgreiði erindi o.s.frv. Greinargerðin er byggð á upplýsing- um frá öllum ráðuneytunum og þar kemur fram að ástæður fyrir athafna- leysi hjá 17 nefndum, stjórnum og ráðum eru margvíslegar. Sumar hafa ekki komið saman og formaður þeirra leystur undan störfum, aðrar voru lagðar niður á tímabilinu og aðrar hófu aldrei störf eða voru aldrei skip- aðar. Fleiri skýringar eru gefnar. Þær nefndir, ráð eða stjórnir sem ekkert störfuðu árið 2000 voru: Stjórn Sinfóníuhljómsveitar æsk- unnar. Starfshópur sem fjallar um starfsþjálfunarstöður fyrir skips- stjórnar- og vélstjórnarnema um borð í kaupskipum. Nefnd til að gera tillögu um viðauka um vistvæna mjólkurframleiðslu við reglugerð um vistvæna landbúnaðarframleiðslu. Starfshópur sem fjalla átti um stuðn- ing við lífræna landbúnaðarfram- leiðslu. Samstarfshópur til að koma í framkvæmd á næstu 5 árum tillögum um „Vistvænt Ísland“. Verkefnisráð um þróun fiskeldis. Ráðgjafarnefnd Hafrannsókna- stofnunar. Nefnd vegna könnunar á forsjár- og umgengismálum. Nefnd til að fylgjast með framkvæmd laga um mannanöfn. Nefnd til að endur- skoða fyrirkomulag húsnæðismála námsmanna í framhaldsskólum. Nefnd til að kanna launamun verka- kvenna og verkakarla. Nefnd um hönnun bygginga með tilliti til að- gengis fatlaðra. Starfshópur til að safna upplýsingum um starfsemi ým- iss konar hjálparmiðstöðva, athvarfa og áfangaheimila. Framkvæmda- nefnd gegn skattsvikum. Nefnd um endurgreiðslur v. kvikmynda- og sjónvarpsefnis. Nefnd um tölvunotk- un við skil presta á skýrslum til Hag- stofunnar. Gátu ekki svarað öllum spurningum Í fyrirspurn Jóhönnu var óskað eft- ir upplýsingum um hve margir ein- staklingar áttu sæti í fleiri en einni af nefndum, ráðum og stjórnum ríkisins. Ríkisendurskoðun taldi sig ekki geta svarað þessu á grundvelli gagna sem lágu fyrir. Ríkisendurskoðun gat ekki heldur svarað hver var hæsta heild- arþóknun til nefndarmanns. Með því að taka saman þá útgjaldaliði sem 45% af nefndarlaunum eru færð á kom í ljós að hæstu greiðslurnar til eins einstaklings námu 2,8 milljónum króna. 2% nefnda, ráða og stjórna störfuðu ekkert árið 2000 EKKI alls fyrir löngu fluttist að Hellu fyrirtækið Vildarkjör. Starf- semin er í höndum Jóns Ragnars Björnssonar og Guðrúnar Jónínu Magnúsdóttur en upphaflega var fyrirtækið stofnað í Reykjavík 1997. Ekki skiptir máli hvar á landinu fyrirtækið er því starfsemin fer að mestu leyti fram í gegnum tölvur. Jón og Guðrún Jónína hafa gert samninga við ýmiss konar fyrirtæki um afsláttarkjör fyrir viðskiptavini Vildarkjara en þeir hafa með aðild sinni gerst „vildarvinir“ og fá af- hent skírteini sem þeir nota í við- skiptum sínum við fyrirtækin. Ein- ungis er greitt fyrir skírteinið en að öðru leyti kostar þjónustan ekkert. Viðskiptavinir fá reglulega upplýs- ingar í tölvupósti um helstu tilboð sem í gangi eru hverju sinni en einnig er upplýsingar að finna á heimasíðu Vildarkjara. Nú eru í gildi samningar við um það bil tuttugu fyrirtæki og ætlunin er að bjóða fleirum til samstarfs á næstunni. Vildarvinir eru nú komn- ir hátt á sjötta þúsund að sögn Jóns, víðsvegar að af landinu. Á heimasíðu fyrirtækisins er einnig að finna aðra tegund þjón- ustu sem Jón og Guðrún Jónína segja að hafi notið sívaxandi vin- sælda en það er svokölluð „kvæða- kaupasíða“. Guðrún er hagyrð- ingur og segist oft og tíðum hafa ort ljóð fyrir vini og ættingja en ákveðið að bjóða fleirum að njóta hæfileikanna. Er hún beðin að yrkja ljóð fyrir ýmis tækifæri s.s. brúðkaup, afmæli, á kort, til morg- ungjafa, fyrir veislustjóra o.fl. Til viðbótar við þessa starfsemi hafa þau einnig fengist töluvert við vefsíðugerð bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki og segja þau eft- irspurnina eftir þeirri þjónustu einnig mikið að aukast. Aukin fjölbreytni í atvinnulífinu með nýjum fyrirtækjum Vildarkjör á Hellu Hellu. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Eigendur og starfsmenn Vildarkjara sem auka á fjölbreytni atvinnulífs- ins á Hellu, Jón Ragnar Björnsson og Guðrún Jónína Magnúsdóttir. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 234. tölublað (06.10.2002)
https://timarit.is/issue/250930

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

234. tölublað (06.10.2002)

Aðgerðir: