Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ ETTA var nota- legt,“ segir Björn þegar hann er kom- inn upp í fjöru. Hann kom smám saman í ljós upp úr úfnum sjónum sem reyndar heitir Sel- tjörn. Sjórinn var sjávarlón til ársins 1799 en eftir vitlaust veður hvarf rif sem afmarkaði það og nú er Seltjörn fyrir opnu hafi og það sem meira er, ómengaðasti sjór á höfuðborgar- svæðinu. Þarna syndir Björn Rúriksson reglulega og blaðamaður og ljós- myndari mættu honum í flæðarmál- inu í miðri viku í rigningu og kalda en þó tíu stiga hita. Sjávarhitinn á þessum árstíma er á bilinu 6–9 gráð- ur. Við fylgdumst með honum þar sem hann fór nokkrum sinnum í kaf á 200 metra sundspretti. Mér er kaldara en honum þar sem hann stendur keikur á sundskýlunni og skælbrosir eftir sundið. Hvernig var þetta? „Alveg ynd- islegt. Hressandi,“ segir Björn að- eins móður eftir sundið. Ekkert of kalt? „Nei, en stundum skelf ég þeg- ar ég kem upp úr eftir langsund en það er ekki núna, það er hlýtt,“ segir maðurinn á sundskýlunni við blaða- mann sem hefur dúðað sig í loðkápu og sett á sig húfu. Björn hefur synt í Hvítá, yfir Skjálfandafljót, í Eyjafjarðará, við Færeyjar, í Hvalfirði, Borgarfirði og á fleiri stöðum. „Þetta er kolvitlaus maður,“ segir hann hlæjandi. Hann syndir yfirleitt frá 200 metrum upp í 1.800, allt eftir veðri og ásigkomu- lagi. „Þetta er eitthvað sem ég hefði aldrei trúað upp á mig fyrir nokkr- um árum!“ Sjóböð er ekki hægt að kalla það sem Björn gerir í sjónum. Hann syndir bringusund hratt og örugg- lega, leggst á hliðina öðru hvoru og bakið. Birni líður greinilega vel enda orðinn vanur sjósundinu sem hann hefur stundað frá árinu 1998. Í fyrstu aðeins frá vori fram á haust, en síðastliðinn vetur synti hann líka, og þá nokkrum sinnum í krapa. „Þetta var eins og að synda í „sorb- et“ og einu sinni ýtti ég frá mér jök- um og gerðist ísbrjótur.“ Aðdragandann að sjósundinu má rekja aftur til þess tíma sem Björn var að taka myndir í ljósmyndabæk- urnar sínar þrjár sem út komu á ár- unum 1990-1995. Þá var hann orðinn slæmur af astma eins og hann hafði áður verið á menntaskólaárunum. „Frjókorn fóru mjög illa í mig og ég varð veikur á haustin en djöflaðist áfram við að taka myndir og gat stundum ekki andað. Ég þoldi ekki trekk og fékk kvef af minnsta tilefni. Svo eitt haustkvöldið árið 1997 varð ég svo pirraður, stóð upp, fór úr skyrtunni og labbaði út, niður í fjöru og gekk þar fram og aftur ber að of- an í þrjár, fjórar mínútur. Fór svo inn og beint í bað. Mér fannst þetta gott og fór að gera þetta á hverju kvöldi.“ Björn býr með eiginkonu sinni, Guðfinnu Karlsdóttur, og tveimur sonum, Rúrik Karli, 15 ára, og Birki Erni, 8 ára, í Marbakka, húsi sem nú er kennt við Nesveg á Seltjarnar- nesi. Guðfinna hefur starfað með manni sínum að bókaútgáfunni. Syn- ir þeirra hjóna eru báðir í fótbolta, sundi og hlaupum, sá yngri hefur m.a.s. synt með pabba sínum í sjón- um. Við hittumst í athvarfi Björns í kjallaranum umkringd flugvélalík- önum og mörgum myndum eftir Jón Engilberts. Hann býr því við sjóinn og getur gengið út ber að ofan á október- kvöldi án þess að vekja athygli veg- farenda! Astminn lagaðist mikið og hann varð ekki eins kvefsækinn. Björn hélt áfram gönguferðunum allan veturinn og var farinn að ganga allt upp í hálftíma á kvöldi, ber að ofan. „Svo var það í ágúst ’98 þegar við gistum eina nótt í Hvalfirði, að hug- myndin að sjósundi fæddist. Ég fór í skýlu, óð út í, lagðist til sunds og tók andköf. Synti 25 metra í 10,5 gráðu heitum sjó!“ Björn ætlar galvaskur að halda áfram að synda í sjónum í vetur eins og síðasta vetur. Hann skráir hvert sund nákvæmlega; lofthita, líkams- hita, sjávarhita, blóðþrýsting, veður- far, vegalengd, tíma og annað. Lengsta sund Björns í Seltjörn var 1.800 metrar 10. september sl. í 10,5 gráðu heitum sjó. Kaldasti sjór sem Björn hefur synt í var -2,8 gráður í mars á síðasta ári þegar hann synti 80 metra. Ekki var laust við að hann skylfi á eftir. „Heilsufarið er allt annað. Ég er sterkur til líkama og sálar. Astminn er nánast horfinn, lætur mjög lítið á sér kræla og ég fæ nánast aldrei kvef. Ég er mun heitfengari en áður, ef ég reyni að ganga í yfirhöfn á ég á hættu að týna henni,“ segir Björn og hlær við. „Það var enginn sem benti mér á þetta, þarna fann ég mína leið.“ Björn fer í Seltjarnarneslaugina eftir sjósundið en þar syndir hann ekkert. Sest í heita pottinn og slapp- ar af. Hann þolir því bæði heitt og kalt. Björn Rúriksson er greinilega margbrotinn maður. Lítill dellukarl Hann er 51 árs athafnamaður. Flugmaður, ljósmyndari, fjárfestir, forstjóri, bókaútgefandi, rithöfund- ur og fleira. Björn hefur verið meira áberandi á síðustu dögum en oft áð- ur en hann er í forsvari fyrir eign- arhaldsfélagið Maris sem á og rekur Cessna fyrirtækjaþotu sem er ný- komin til landsins. Björn hefur hins vegar leikið stórt hlutverk baksviðs í íslensku viðskiptalífi. Hann á nefni- lega stóran þátt í uppbyggingu ým- issa hátæknifyrirtækja. Björn er kvikur í hreyfingum, brosmildur og sterkbyggður. Hann hefur alltaf haft mörg járn í eldinum en segist samt lítill dellukarl. Ein- hvern veginn er erfitt að trúa því. „Það er ekkert sem ég get ekki látið til hliðar. Ég get hætt að fljúga, ég get hætt að mynda og er eiginlega hættur að mynda núna. Það halda flestir að ég sé einhver dellukarl.“ Björn er sonur Rúriks Haralds- sonar, eins ástsælasta leikara ís- lensku þjóðarinnar, og Önnu Sæ- björnsdóttur fatahönnuðar sem lést árið 1998. „Pabbi er úr Vestmanna- eyjum, kannski kemur sundgenið þaðan,“ segir Björn og hlær. Björn ólst upp í Reykjavík elstur þriggja systkina. Yngst er Ragnhild- ur leikkona búsett í Bandaríkjunum en Haraldur Steinn er flugumsjón- armaður hjá Flugmálastjórn, níu ár- um yngri en Björn. „Ég var í sveit á sumrin víða um land. Til dæmis fjögur sumur frá sex til níu ára á mjög góðu sveitaheimili í Skagafirði hjá Áslaugu Sigurðar- dóttur og Hauki Hafstað sem var formaður Landverndar. Það var mjög gott að vera hjá þeim.“ Björn byrjaði því að fara um land- ið mjög ungur og býst við því að áhuginn á náttúru Íslands hafi vakn- að við þá reynslu. Á veturna gekk hann fyrst í Barónsborg, þá Austur- bæjarskólann. Á menntaskólaárun- um skrifaði hann greinar um tækni og vísindi í Morgunblaðið, byrjaði átján ára gamall. „Það er hægt að tileinka sér margvíslega þekkingu án þess að löng skólaganga liggi þar að baki. Maður er alltaf að læra af lífinu.“ Fiktar við ljóð Björn lauk stúdentsprófi árið 1972 og prófi í hagfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1980. Hann stundaði einn- ig nám í jarðfræði um skeið en í ljós- myndun er hann sjálfmenntaður. Og nú ertu kominn upp á yfirborð- ið? „Já, ég er það ansi hastarlega,“ hlær Björn. „Ég hafði ekkert hugsað mér það endilega en ég er nú hold- gervingur þessa fyritækjaþotumáls og trúi á þetta. Ég hef hingað til látið lítið fara fyrir mér og ekki talið neina sérstaka ástæðu til annars. Ég hef oftast verið baksviðs. Mér finnst það mjög gott. Það er mjög þægilegt að vinna sín mál þannig, því þá er minna um áreiti.“ Ertu meira fyrir einveru en fjöl- menni? „Já, ég er það nú held ég. Mér líður afskaplega vel einum og ég hef til dæmis mjög gaman af því að skrifa. Ég geri svolítið af því að skrifa smásögur og er pínulítið að fikta við ljóð. Mér finnst glíma við ís- lensku mjög ánægjuleg og þykir mjög vænt um málið.“ Við lestur bóka Björns kemur þetta líka í ljós. Björn lýsir landinu í myndum og máli; formum, litum, línum, frá hinu smæsta til hinnar stærstu yfirsýnar með loftmyndunum. Í inngangi að Töfrum Íslands (1992) segir Björn: „Fegurð Íslands er óendanlega stór og fjölbreytt. Hún er ótrúlega gef- andi þeim sem umgangast hana með virðingu og jákvæðu hugarfari. Þótt veður sé ekki alltaf með besta móti, má með útsjónarsemi finna sér skjól og njóta þess smáa í náttúrunni, kristaltærrar lækjarsytru eða fá- einna blóma og grasa. Fegurðin í því sem næst er skoðandanum er ekki síðri en fjallasýnin úti við sjóndeild- arhring. Og oft er hún miklu nær- tækari.“ Leikhúsrotta sem strákur „Það er ákveðin ögun að skrifa knappan texta. Ég hef mjög gaman af því. Ég er búinn að heita því að næsta ævintýri sem ég ætla í, er að verða rithöfundur. Hvort það verða smásögur, skáldsaga eða leikrit veit ég ekki, en ég hef áhuga á þessu öllu. Leikhúsheiminn þekki ég náttúrlega frá því ég var barn. Ég hafði geysi- lega gaman af útvarpsleikritum og fór stöku sinnum með pabba í upp- tökur. Ég var svona leikhúsrotta þegar ég var strákur. Það myndi eiga vel við mig ef ég gæti nýtt mér hugmyndir og komið þeim í búning. Ég hef gríðarlega gaman af því að glíma við huglæg verkefni, því þá er ég í einrúmi.“ En þú hefur ekki farið sjálfur út í leiklist? „Nei, en að vísu vann ég mikinn leiksigur á fjölum Austur- bæjarbíós þegar ég var fimm, sex Ævintýramaður kem Morgunblaðið/Árni Sæberg Gróttuviti vakir yfir viðskiptamanninum Birni þegar hann syndir í sjónum allt árið um kring. Björn Rúriksson er þekktur flugmaður og ljós- myndari. Hann hefur verið minna áberandi sem umsvifamikill áhættufjárfestir og stuðningsmaður íslenskra hátæknifyrirtækja. Birni skaut nýlega aft- ur upp á yfirborðið í tengslum við eignarhalds- félagið Maris sem á og rekur Cessna-fyrirtækja- þotu hér á landi í samstarfi við Norðmenn. Það sem fæstir vita er að Björn stundar sjósund af kappi. Árni Sæberg ljósmyndari kynnti Steingerði Ólafsdóttur fyrir manninum niðri í fjöru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.