Morgunblaðið - 12.10.2002, Side 1

Morgunblaðið - 12.10.2002, Side 1
239. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 12. OKTÓBER 2002 Finnland Sex manns láta lífið í sprengingu AÐ MINNSTA kosti sex manns biðu bana í mikilli sprengingu í verslanamiðstöð í Vantaa, nálægt Helsinki, í gærkvöldi, að sögn fréttavefjar Helsingin Sanomat. Fyrstu fregnir hermdu að gas- kútar kynnu að hafa sprungið, hugsanlega í tengslum við fjöl- leikasýningu í verslanamiðstöðinni þegar sprengingin varð. Lögreglan sagði þó seint í gærkvöld að um „glæp“ hefði verið að ræða. Rann- sóknarmenn lögreglunnar sáust leita að ummerkjum eftir sprengju. Sprengingin varð á annarri hæð miðstöðvarinnar klukkan 19.40 að staðartíma. Hluti glerlofts og göngubrú í byggingunni hrundu. Síðustu fregnir hermdu að sex manns hefðu látið lífið og um 65 manns hefðu verið flutt á sjúkra- hús, þeirra á meðal börn. Fimmtán voru sagðir hafa slasast alvarlega og nokkrir þurftu að gangast undir skurðaðgerð. JIMMY Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fékk í gær friðarverð- laun Nóbels fyrir „þrotlausa viðleitni í áratugi“ til að koma á friði í stríðs- hrjáðum löndum og baráttu fyrir lýð- ræði og mannréttindum. Formaður verðlaunanefndarinnar, Gunnar Berge, sagði að í valinu á verðlauna- hafanum fælist einnig óbein gagnrýni á stefnu stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta í Íraks-málinu. „Þessa ákvörðun má og ætti að túlka sem gagnrýni á afstöðu núver- andi stjórnar í Bandaríkjunum gagn- vart Írak,“ sagði Berge við frétta- menn, nokkrum klukkustundum eftir að Bandaríkjaþing heimilaði Bush að fyrirskipa árásir á Írak. Berge bætti við að ákvörðun Nóbelsverðlauna- nefndarinnar væri skilaboð „til allra annarra ríkja sem hafa tekið sömu af- stöðu“. Í greinargerð verðlaunanefndar- innar er ekki minnst á Írak. „Við að- stæður, sem einkennast nú af hótun- um um valdbeitingu, hefur Carter staðið fast á þeirri meginreglu að reyna beri til hins ýtrasta að leysa deilumál með sáttaumleitunum og al- þjóðlegri samvinnu, sem byggist á þjóðarétti, virðingu fyrir mannrétt- indum og efnahagslegri þróun,“ sagði í greinargerðinni. Ágreiningur í verðlaunanefndinni Verðlaunanefndin er skipuð fjórum öðrum mönnum og ágreiningur er meðal þeirra um gagnrýni formanns- ins á Bandaríkjastjórn. Tveir þeirra, Inger Marie Ytterhorn og Hanna Kvamo, sögðu að Berge hefði aðeins látið í ljósi eigin skoðun á stefnu Bush-stjórnarinnar og nefndin hefði ekki rætt Íraks- málið. Annar nefndarmaður, Gunnar Stålsett, biskup í Ósló, kvaðst hins vegar styðja ummæli formannsins heils- hugar og túlka greinargerðina sem gagnrýni á stefnu Bush. Ari Fleischer, talsmaður Bush, vildi ekkert segja um ummæli Berge og sagði að forsetinn hefði hringt í Carter til að óska honum til hamingju. Carter, sem er 78 ára, forðaðist að gagnrýna Bush. „Ég vil ekki ræða stefnu Bush sérstaklega, en ég tel að áður en við förum í stríð beri okkur að reyna alla aðra kosti til þrautar, með- al annars samningaviðræður, sátta- umleitanir eða, ef það er ekki hægt í Íraks-málinu, vinna með Sameinuðu þjóðunum.“ Carter sagði þó síðar í sjónvarps- viðtali að ætti hann sæti á Banda- ríkjaþingi hefði hann greitt atkvæði gegn því að heimila Bush að beita her- valdi í Írak. Leiðtogar margra ríkja og friðar- hreyfinga fögnuðu ákvörðun Nóbels- verðlaunanefndarinnar. Hún skír- skotaði sérstaklega til friðarsamnings Ísraela og Egypta, sem Carter hafði milligöngu um árið 1978. Carter var forseti á árunum 1977– 81 og hefur helgað sig baráttunni fyr- ir friði, mannréttindum, lýðræði og félagslegu réttlæti í heiminum frá því að hann lét af embætti. Hann hefur haft milligöngu um friðarviðræður víða um heim, meðal annars í Norður- Kóreu, Bosníu og Austur-Tímor. Formaður Nóbelsnefnd- arinnar gagnrýnir Bush Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fær friðarverðlaun Nóbels Ósló. AP, AFP. Jimmy Carter MAÐUR var skotinn til bana við bensínstöð í Fredericksburg í Virg- iníu í gær þegar lögreglumaður var að störfum vegna bílslyss beint á móti bensínstöðinni. Lögreglan kvaðst ganga út frá því við rannsókn morðsins að leyniskytta, sem hafði orðið sjö manns að bana í Washington-borg og nágrenni, hefði verið að verki. Tveir til viðbótar hafa særst lífshættulega í árásunum sem hófust fyrir níu dögum. Lögreglumaðurinn heyrði skot- hvell klukkan 9.30 að staðartíma, en sá aðeins fórnarlambið, blökkumann, hníga niður í um 45 metra fjarlægð. „Það að einkennisklæddur lög- reglumaður skuli hafa verið handan götunnar sýnir að við eigum við mjög hættulegan mann að etja, mann sem vílar ekkert fyrir sér,“ sagði talsmað- ur lögreglunnar í Virginíu. Bruce Bingham, sem vinnur ná- lægt bensínstöðinni, kvaðst einnig hafa heyrt skothvellinn og séð hvítan sendibíl nálægt stöðinni. Yfirvöld sögðu að sjónarvottar hefðu séð tvo menn í sendibílnum og getað lýst þeim fyrir lögreglunni. Áður höfðu sjónarvottar að tveim- ur árása leyniskyttunnar séð svipað- an sendibíl nálægt fórnarlömbunum. Lögreglumenn eru að skoða mynd- ir úr eftirlitsmyndavélum við staðina þar sem árásirnar voru gerðar. Magnús Hjörleifsson, sem býr í Fairfax í Virginíu, sagði í samtali við Morgunblaðið að lögreglan hefði gripið til mjög umfangsmikilla að- gerða strax eftir morðið í gær. Sagði Magnús að öllum hraðbrautum í ná- grenninu hefði verið lokað og allir bílar, sem svipaði til lýsingarinnar á sendibílnum, hefðu verið stöðvaðir. Fólk væri mjög hrætt enda ljóst að enginn gæti talið sig fyllilega óhultan. Áttunda morð- ið á níu dögum Ekkert lát á mannvígum leyniskyttunnar í nágrenni Washington-borgar STUÐNINGSMENN bandalags bókstafstrúaðra múslíma, MMA, í borginni Quetta í Pakistan fagna óvæntri fylgisaukningu þess í kosningunum í landinu í fyrradag. Enginn flokkur fékk meirihluta á þingi Pakistans í kosningunum, hinum fyrstu frá valdaráni hers- ins fyrir þremur árum, samkvæmt síðustu tölum í gær. Bandalag stuðningsmanna Pervez Musharrafs, forseta her- foringjastjórnarinnar, var með flest þingsæti, 73, þegar úrslit lágu fyrir í 86% kjördæmanna. Flokkur Benazir Bhutto, fyrrver- andi forsætisráðherra, var næst- stærstur með 49 þingsæti. Mikil fylgisaukning róttækra flokka íslamista, sem eru eindreg- ið andvígir stríði Bandaríkja- manna gegn hryðjuverka- starfsemi í heiminum, kom mest á óvart. MMA, bandalag sex flokka bókstafstrúaðra, fékk 44 sæti, eða 16% þingsætanna, og verður lík- lega í oddaaðstöðu á þinginu. Flokkarnir sex voru aðeins með fjögur þingsæti árið 1997. Bandalagið tryggði sér einnig meirihluta á þingi héraðs við landamærin að Afganistan og er þetta í fyrsta sinn sem róttækir íslamistar fá meirihluta á héraðs- þingi í Pakistan. Úrslit kosninganna voru álitin mikið áfall fyrir stjórn Mush- arrafs. Íslamskir flokkar sækja í sig veðrið Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.