Morgunblaðið - 12.10.2002, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.10.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ef þér eruð að hugsa um eitthvað billegt í matinn, frú, þá erum við að slátra núna. Umburðarlyndi og ólíkar skoðanir Trú, gildismat, umburðarlyndi RÁÐSTEFNA sember heitið „Um-burðarlyndi og ólíkar lífsskoðanir í skóla- starfi“ fer fram í stofu M301 í Kennaraháskólan- um við Stakkahlíð nk. þriðjudag og stendur milli klukkan 16.30 og 19. Séra María Ágústsdóttir, hér- aðsprestur Reykjavík- urprófastsdæmis vestra, er í forsvari fyrir ráðstefn- una ásamt fleirum og svar- aði hún nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins. – Hvert er tilefnið? „Það er orðin nokkuð- löng hefð fyrir samvinnu kirkjunnar annars vegar og grunn- og leikskólanna hins vegar, skólabörnin koma t.d. í kirkju fyrir jól- in og starfsfólk kirkjunnar hefur ennfremur komið í skólana, aðallega leikskólana og talað við börnin. Tilefnið er síðan vanga- veltur sem upp hafa komið meðal kirkjufólks um hlutverk og stöðu kristninnar í leik- og grunnskóla- starfi, einnig spurningar foreldra þar að lútandi. Það hefur borið nokkuð á þessu á undanförnum misserum og við ætlum að freista þess að taka á þessum málefnum og átta okkur betur á þeim.“ – Varðandi heimsóknir skóla í kirkjur og öfugt, hvernig snýr svoleiðis gagnvart nýbúum sem hafa aðra trú? „Langflestir Íslendingar eru kristnir og á það líka við um ný- búana þó að nokkur hópur þeirra játi aðra trú. Sjaldgæft er að mót- bárur komi frá þeim sem ekki eru kristnir, þvert á móti lýsir það fólk áhuga á því að börn þess kynnist þeirri trú sem hér ríkir og mótað hefur þjóðfélagið. Þeir sem fetta fingur út í þetta samstarf eru yfirleitt Íslendingar sem af einhverjum orsökum hafa kosið að fjarlægjast kirkjuna.“ – Hvers vegna umburðar- lyndi … er skortur á því? „Við viljum hvetja til umræðu um hugtakið sjálft. Hvað merkir það? Hvernig ber að túlka það og hvernig lýsir það sér. Ég hygg að ýmsir geti haft misjafnar skoðanir á því. Í tuttugu barna hópi má gera ráð fyrir því að 17 til 18 barnanna séu skírð til kristinnar trúar. Hver er þá réttur meiri- hluta gegn minnihluta og öfugt? Oft er spurt um rétt minnihluta gagnvart meirihluta. En hvað um umburðarlyndi gagnvart meiri- hlutanum? Fyrra framsöguerindið á ráð- stefnunni er einmitt um umburð- arlyndi. Sr. Sigurður Pálsson flyt- ur þá fyrirlestur sem hann nefnir „Umburðarlyndi í fjölmenningar- legu samfélagi.“ – Og síðan er fjallað um ólíkar lífsskoðanir í skólastarfi? „Já, þar flytur Hanna Ragnars- dóttir afar athyglisverðan fyrir- lestur sem fjallar um það hvers foreldrar barna í minnihlutahóp- um vænta í skólastarf- inu. Hún hefur rann- sakað þetta síðustu árin, sérstaklega á leik- skólastiginu. Hún hef- ur komist að niðurstöð- um sem hún mun kynna á ráðstefnunni, auk þess að leggja fram tillögur að leiðum til að gera betur en gert er og kynna ýmis gögn sem hún hefur fyrirliggj- andi. Þá munum við hlýða á raddir ólíkra hópa sem leggja orð í belg um þessa málaflokka, Fanný K. Tryggvadóttir frá Hvítasunnu- söfnuðinum tekur til máls, einnig Svanberg K. Jakobsson frá Vott- um Jehóva og loks Sigurður Hólm Gunnarsson frá Siðmennt. Síðan munum við gefa okkur góðan tíma í viðræður undir fundarstjórn Gísla Tryggvasonar sem er for- maður foreldrafélags leikskólans Kjarrið í Kópavogi.“ – Á hvers vegum er ráðstefnan? „Prófastsdæmin í Reykjavík, eystra og vestra, hafa undirbúið málþingið, en inn á borð til okkar kom hugmynd frá foreldrafélag- inu hjá Gísla Tryggvasyni að fjalla um þessi mál, þ.e. gildismat, trúarbrögð og umburðarlyndi í leikskólum, á þessum nótum. Það átti rætur að rekja til atburðanna í Bandaríkjunum 11. september sem skerptu áhugann á slíkum umræðum. Enn fremur ýmislegt sem á hefur gengið í íslensku þjóðfélagi. Eins og ég gat um áð- an, þá hefur verið nokkur sam- vinna kirkju og skóla og auk þess sem ég nefndi um heimsóknir, t.d. á jólum, þá höfum við verið með námskeið fyrir t.d. starfsfólk leik- skóla um hvernig talað skuli um hluti eins og páska og sorg við börnin. Einnig höfum við boðið grunnskólakennurum til okkar á námskeið um ýmis mál sem fara saman með okkur og þeim. Þann- ig hefur samtal okkur verið við vissa faghópa og höfum við fyrir löngu séð alla kostina við slíkt samstarf og nauðsyn þess að glæða það enn frekar. Við tókum þessum hug- myndum þar af leið- andi fagnandi því að við vorum sjálf að hugsa á þessum nótum.“ – Hverjir eiga helst erindi á þessa ráðstefnu? „Aðalmarkhópurinn, ef við get- um kallað það svo, eru foreldrar leik- og grunnskólabarna. Einnig viljum við ná til alls þess fagfólks sem kemur að þessum barnahópi. Ráðstefnan er öllum opin og að- gangur er ókeypis. Það er engin skráning og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.“ María Ágústsdóttir  María Ágústsdóttir er fædd 20. febrúar 1968. Hún útskrif- aðist úr guðfræðideild Háskóla Íslands 1992. Vígðist síðan til Dómkirkjunnar 1993 og starfaði þá m.a. með leik- og grunn- skólabörnum. Lauk kenn- araprófi frá Háskóla Íslands 1994 og starfaði síðan um tíma í afleysingum bæði sem sjúkra- húsprestur og í Háteigskirkju. Síðustu þrjú árin hefur hún verið héraðsprestur í Reykjavík- urprófastsdæmi vestra. María á tvö börn, Kolbein, 8 ára, og Ragnhildi, 5 ára. Við viljum hvetja til umræðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.