Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.10.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 13 MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi athugasemd frá LÍÚ: Vegna fréttar í Morgun- blaðinu 9. október sl. undir fyrir- sögninni Tekjur Íslands af flökku- stofnum 16,9 milljarðar vill Landssamband íslenskra útvegs- manna vekja athygli á eftirfarandi: „Frétt Morgunblaðsins er í meg- inatriðum röng. Í fréttinni er rætt um „flökkustofna“ en það hugtak er rangt að nota í þessu samhengi. Það sem skiptir máli í þessu er að aðild Íslands að Evrópusamband- inu hefði það í för með sér að Ís- lendingar færu ekki lengur með ákvörðunarvald og samninga við önnur ríki um veiðar úr deilistofn- um, en það eru fiskistofnar sem veiðast bæði utan og innan ís- lenskrar lögsögu. Þeir deilistofnar sem hér um ræðir eru þessir helst- ir: Loðna, karfi, grálúða, úthafs- karfi, norsk-íslensk síld og kol- munni. Til viðbótar við deilistofna myndi forræði á samningum um stofna sem Íslendingar nýta á fjar- lægum miðum, svo sem rækju á Flæmingjagrunni og þorski, rækju og öðrum tegundum í Barentshafi flytjast til ESB. Því er rétt að telja tekjur af veiðum úr þessum stofn- um með þegar fjallað er um þessi mál. Fullyrðing Morgunblaðsins, um að tekjur Íslendinga af flökku- stofnum hafi verið 16,9 milljarðar króna er kolröng. Hið rétta er að tekjur Íslendinga af veiðum úr stofnum sem ESB færi með forræði á við inngöngu Íslands í það námu árið 2001 meira en tvöfalt hærri tölu en þeim 16,9 milljörðum króna sem Morgun- blaðið heldur fram. Hið rétta er að útflutningsverðmæti afurða úr þessum stofnum nam um 37 millj- örðum króna sem er um 30% af heildarútflutningsverðmæti sjáv- arafurða það ár. Morgunblaðið hef- ur af einhverjum ástæðum gleymt um 20 milljörðum króna í þessum útreikningum sínum. Það munar um minna. Í frétt Morgunblaðsins segir að erfitt sé að fullyrða um áhrif þess að samningsumboð Íslendinga færist til Evrópusambandsins. Af reynslu Íslendinga af því hvernig ESB meðhöndlar hagsmuni ein- stakra aðildarríkja telur LÍÚ ljóst að hlutur Íslands yrði mun rýrari en með samningsumboðið í okkar eigin höndum.“ Beðizt afsökunar Ljóst er að frétt Morgunblaðs- ins hefur verið röng. Fyrst ber þess að geta að miðað var við að verðmæti afurða úr umræddum fiskistofnum væri um fjórðungur, en sú tala var fengin frá Heimssýn. Í öðru lagi var stuðzt við upplýs- ingar Hagstofu Íslands um verð- mæti fiskafla, ekki útflutnings- verðmæti, þegar verðmætið var reiknað út. Af þeim sökum varð niðurstaða blaðsins 16,9 milljarðar í stað 37 eins og raunin er. Loks er sú athugasemd LÍÚ rétt að rangt er að nota hugtakið flökkustofnar yfir þær fiskitegundir sem um er rætt. Deilistofnar er hið rétta orð. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Ritstj. Morgunblaðið gleymdi 20 millj- örðum króna! Athugasemd frá LÍÚ við fréttaflutning „MEGINNIÐURSTAÐA í skýrslu Ríkisendurskoðunar er sú að engar reglur hafi verið brotnar og það hafi verið sanngjörn og eðlileg niður- staða að taka upp viðræður við Sam- son-hópinn. Þar með er önnur meg- inniðurstaðan sú að þær ásakanir sem komu fram í bréfi Steingríms Ara Arasonar til mín eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Davíð Odds- son, forsætisráðherra. Ríkisendurskoðun bendir engu að síður á nokkur atriði sem betur hefðu mátt fara. „Það er aldrei svo að ekki megi finna slíka hluti þegar farið er jafn- ýtarlega yfir mál eins og Ríkisend- urskoðun gerir og gerir ágætlega. Stofnunin ræðir við alla aðila og gef- ur öllum kost á að gera athugasemd- ir. Það er ekkert óeðlilegt að við- ræðuaðilarnir gagnrýni nefndina, þetta eru í eðli sínu aðilar sem eru að takast á þótt með friðsamlegum hætti sé. Það eru nokkur atriði sem við erum ekki algerlega sammála Ríkisendurskoðun um, eins og t.d. varðandi kostgæfnisþáttinn. Við telj- um komið á daginn að ekki væri hægt að fara þá leið sem Ríkisend- urskoðun nefnir, þ.e. að útfæra megi kostgæfnisathugun fyrr í söluferl- inu. Að minnsta kosti ekki þannig að fullnægjandi væri, reynslan hefur þegar kennt okkur það. Þó hægt sé að láta þá leið duga að ákveðnu marki þá dugar hún ekki endanlega. Þá vekur Ríkisendurskoðun athygli á að betur mætti fara með birtingu á reglum og við erum ákveðin í að taka þá þætti til endurskoðunar og hafa í því hliðjsón af athugasemdum Rík- isendurskoðunar. Í meginatriðum erum við ánægð með skýrsluna og teljum hana vera vel unna í öllum meginatriðum og gera glögga grein fyrir málinu. Og þar með er óvissu og alls kyns sögusögnum varpað fyr- ir róða.“ Í skýrslunni er ýjað að því að fyrr í söluferlinu hefði mátt setja fram ná- kvæmari upplýsingar um vægi þátta sem áhrif höfðu á val á kjölfestuaðila, jafnvel um innbyrðis vægi þessara þátta. „Meginatriðið sem Ríkisendur- skoðun veltir fyrir sér er hvort rétt hafi verið að víkja frá verklags- reglum um verð, þ.e. að tilboð skuli meta til staðgreiðsluverðs. Það var gert með auglýsingu þannig að það fór ekki á milli mála að það var heim- ilt samkvæmt reglum. Menn gætu haldið að það væri bara kaupverðið eitt sem gildir og geta manna til að borga það. En málið er ekki svo ein- falt. Það er ekki nóg að menn geti sagt að þeir geti fengið lán og borgað tiltekið verð. Við þurfum að vita að kjölfestuaðilinn sem kemur að bank- anum hafi burði til þess að vera kjöl- festuaðili, ekki bara að hann geti skuldsett sig upp fyrir haus þótt ég segi ekki með því að aðrir tilboðs- gjafar hafi þurft þess. En þetta sáu menn gerast í Íslandsbanka og það virkaði ekki vel. Margir af þeim kjöl- festuaðilum sem komu að bankanum í bandalagi voru illa þjakaðir af skuldum og gátu meira að segja ekki gert fullkomlega grein fyrir þeim þannig að þeir höfðu ekki einu sinni atkvæðisrétt á aðalfundi þess félags sem þeir sátu í stjórn fyrir mánuðum saman. Þannig að menn þurfa auð- vitað að hafa þetta allt saman í huga. Það er alls ekki einfalt mál þegar menn ákveða að selja fyrirtæki af þessari stærðargráðu og með þessi áhrif í þjóðlífinu.“ Ríkisendurskoðun bendir einnig á að ef til vill hafi ekki komið nægilega skýrt fram hvert vægi erlends fjár- magns kynni að vera við val kjöl- festufjárfestis. „Sá þáttur var undirliggjandi og það kom einnig fram á sínum tíma þegar rætt var um sölu til erlendra aðila. Reyndar var gengis- og gjald- eyrisstaðan þannig á þeim tíma að það var enn meira áríðandi þannig að vægi þess þáttar hefur kannski eitt- hvað minnkað en var þó fyrir hendi.“ Nú segir Ríkisendurskoðun að sala á hlut Landsbankans í VÍS hafi að vísu ekki verið á forræði einka- væðingar- né ráðherranefndarinnar en stofnunin telur hana engu að síð- ur hafa verið óheppilega. „Ég er ekki viss um að það sé al- veg rétt hjá Ríkisendurskoðun. Það má deila um það. Landsbankinn hafði lengi ætlað sér að selja þennan hlut því þetta lá hálfpartinn fast. Þarna voru jafnstórir aðilar þannig að það varð miklu minni þróun á þessari sameign en menn vildu vera láta. Ég held að það hafi verið betra fyrir bankann að gera hreint fyrir þessum dyrum áður en til sölu kom. Þarna var engin dulin eign sem ekki fékkst fram við söluna.“ Hvað gerist næst? „Nú halda menn sínu striki en jafnframt verður hugað í framhald- inu að þeim reglum sem Ríkisend- urskoðun gerir athugasemdir við. Við teljum að margar hverjar og raunar flestar athugasemdirnar séu réttmætar. Við munum taka mark á og mið af þeim athugasemdum.“ Ekki bara kaup- verðið sem gildir Ætla að bregðast við aðfinnslum Ríkisendurskoðunar Morgunblaðið/Jim Smart „Við þurfum að vita að kjölfestuaðilinn sem kemur að bankanum hafi í raun burði til þess að vera kjölfestuaðili.“ STEINGRÍMUR Ari Arason, sem sæti átti í framkvæmdanefnd um einkavæðingu, segist ekki geta rætt um einstök atriði í skýrslu Ríkisend- urskoðunar en hann standi við þau orð sem hann viðhafði í úrsagnarbréfi sínu til forsætisráðherra. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar er innlegg í þetta mál en hún segir auðvitað ekki alla söguna heldur einungis hluta hennar. Hún hlýtur hins vegar að vekja ýmsar spurningar en það er kannski annarra að meta hvort það er ástæða til þess að fá svör við þeim spurningum og þá hvenær.“ Steingrímur leggur áherslu á að þetta sé vitaskuld viðkvæmt mál og skýrslan komi fram á viðkvæmum tíma. „Ég stend auðvitað frammi fyr- ir því að þurfa að skýra hvað mér gekk til með þeim stóru orðum sem ég viðhafði í úrsagnarbréfinu. Ég stend við þau en stend jafnframt frammi fyrir því að hafa ekki komið skilmerkilega á framfæri því sem í reynd hefur rekið mig áfram í þessu máli.“ Tel að okkur hafi orðið á í messunni Inntur nánar eftir þessu segir Steingrímur að það sé heildarmyndin sem skipti máli. „Ég stend upp vegna þess að ég tel að okkur hafi orðið á í messunni. Og ég stend upp vegna þess að ég tel mjög mikilvægt að við lærum af þessum mistökum, einka- væðingarinnar sjálfrar vegna. Ég er hins vegar í þeim vanda staddur að svo virðist að þeir sem mestan áhuga hafi á heildarmyndinni séu jafnframt þeir sem vilji einkavæðinguna feiga. Það má því segja að ég sé í heljark- lemmu að þessu leyti því ég vil vissu- lega standa vörð um einkavæðingu og einkavæðingarstefnuna. En ég legg áherslu á að fyrir einkavæðinguna og einkavæðingarstefnuna skiptir gríð- arlega miklu máli að menn vinni eftir skýrum reglum og á hlutlægan og gagnsæjan hátt. Tilgangurinn helgar ekki tækið og í þá gryfju vildi ég ekki falla. Í þessu tilviki tel ég að tilgang- urinn geri það ekki einu sinni með til- liti til þess viðfangsefnis sem við vor- um að kljást við og þeim mun síður þegar á heildarmyndina er litið. “ Aðspurður um að afstaða hans hafi ekki verið færð til bókar í fundar- gerðum einkavæðingarnefndar segir Steingrímur að það hafi ekki tíðkast að bóka afstöðu manna og stór hluti af nefndarstarfinu hafi farið fram á milli funda. „Ég hef viljað halda umræðum um þetta á faglegum nótum, ekki vísa í tveggja mann tal en byggja á stað- reyndum og þannig á að reka þetta mál. Eins hef ég tekið fram, að ég tel mig bera fulla ábyrgð á því sem gert var í nefndinni þar til ég sagði mig úr henni og gagnrýni mín beinist á eng- an hátt að þeim sem áttu tilboð í hlut ríkisins í Landsbankanum og allra síst að Samson ehf.“ Tilgangurinn helgar ekki tækið Steingrímur Ari Arason STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs, segir að þótt Rík- isendurskoðun hafi komist að þeirri niðurstöðu að „reglur einkavæðing- arnefndar hafi ekki beinlínis verið brotnar“, sé fjarri lagi að nefndin fái „einhvern gæðastimpil“ í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Steingrímur segist með öðrum orðum lesa harða gagnrýni úr niðurstöðum Ríkisend- urskoðunar um vinnubrögð fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu við undirbúning á sölu hlutabréfa ríkisins í Landsbanka Íslands. Steingrímur segir m.a. að mjög hörð gagnrýni komi fram hjá Stein- grími Ara Arasyni í skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Ennfremur komi fram hörð gagnrýni frá fjárfestunum og erlendum bankamanni. Stein- grímur J. Sigfússon segir að gagn- rýni þessara aðila gangi m.a. út á það að reglur nefndarinnar hafi verið óljósar og óskýrar og að svo virðist sem þær hafi að einhverju leyti verið smíðaðar jafnóðum eða eftirá. „Ég kalla þetta nú býsna harða gagnrýni og þungan áfellisdóm. Og undir þetta tekur Ríkisendurskoðun að ýmsu leyti þótt hún að vísu – með vinsamlegri túlkun og ákveðnum bláþræði í röksemdafærslu – komist að þeirri niðurstöðu að menn sleppi fyrir horn vegna þess að hinar op- inberu verklagsreglur hafi ekki bein- línis verið brotnar.“ Steingrímur segir að þessi niður- staða Ríkisendurskoðunar sýni hon- um fram á nauðsyn þess að gerð verði heildarúttekt á öllu einkavæð- ingarferlinu. „Þar með verði gerð út- tekt á því hversu mikið fjárhagslegt tjón almenningur hefur beðið af sölu fyrirtækja á undirverði.“ Steingrím- ur minnir á í þessu sambandi að þingflokkur VG hafi fyrr á þessu ári lagt fram beiðni til Ríkisendurskoð- unar um að slík úttekt verði gerð á störfum einkavæðingarnefndar. Enginn gæðastimpill Steingrímur J. Sigfússon Bankastræti 3, s. 551 3635 Póstkröfusendum BIODROGA snyrtivörur unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum Kauptu eina flík, hún endist á við þrjár Hagkaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.