Morgunblaðið - 12.10.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 12.10.2002, Síða 21
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 21 ÞAÐ er ekki á hverjum degi að nemendur grunnskólanna fá tæki- færi til að tefla við heimsfræga skákmeistara. Draumur margra ungra skákmanna rættist þó því skákmeistararnir Ivan Sokolov, Jan Votava, Tomas Oral, Pedrac Nicol- ic, Luk McShane og Íslendingurinn Stefán Kristjánsson tefldu fjöltefli við þó nokkuð á annað hundrað nemendur í íþróttahúsinu á Selfossi í dag. Allir þátttakendur fengu svo við- urkenningarskjal með eiginhand- aráritun meistaranna. Mótið var haldið í tilefni af 150 ára afmæli Barnaskólans á Eyr- arbakka og Stokkseyri. Ljósmynd/Óskar Magnússon Fjöltefli Eyrarbakki „ÞAÐ hefur verið mjög gaman hvað fólk hefur verið duglegt að líta inn hér á Hótel Selfoss til að fylgjast með. Núna um helgina verður teflt frá klukkan 14 og það verður alveg örugglega góð stemning,“ sagði Hrafn Jökulsson, aðalstjórnandi Mjólkurskákmótsins á Hótel Sel- fossi. „Við viljum sjá fólk af öllum stig- um skákáhugans því það er nefnilega svo gaman að koma á skákstað og finna andrúmsloftið í kringum skák- ina,“ sagði Hrafn. Hann sagði að góðir gestir myndu vera með skák- skýringar og útlendingarnir á mótinu tækju það líka að þér. Þá sagði hann gaman að fylgjast með stórmeisturunum fara yfir skákir sínar og lýsa því hvað þeir hefðu ver- ið að hugsa. „Ég er viss um að það má líkja kraftinum í þessum mönn- um við kjarnorkuver þegar þeir eru að hugsa um skákina.“ Stöðugur straumur fólks er inn á skákmótið til að fyljast með meist- urunum tefla og þeim sviptingum sem eiga sér stað á skákborðunum inni í keppnissalnum. Greinilegt er að skákáhugamenn líta á mótið sem góðan feng og greinilegt að skák- bakterían hefur lifnað hjá mörgum. Frammi á stigapallinum er mögulegt að setjast að tafli og þar má sjá þátt- takendur mótsins setjast niður eftir skákirnar í keppnissalnum og fara yfir þær í sameiningu. Að sögn stjórnenda mótsins er það sterkasta taflmót sem haldið hefur verið á Ís- landi síðan 1991. „Þetta er stórkostlegt og gott að koma hér. Það er gott skipulag á mótinu og allt er vel undirbúið. Ég tefldi hér síðast 1991 og er mjög ánægður með að fá tækifæri hérna og mér sýnist þetta einnig vera gott tækifæri fyrir íslenska skákmenn að reyna sig,“ sagði Pedrag Nikolic stórmeistari en hann var með skák- skýringar á fimmtudagskvöldið. Góð stemning á Mjólkurskák- mótinu á Selfossi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Áhorfendur fylgjast með skákunum í keppnissalnum á Hótel Selfossi. Selfoss KIRKJUÞING mun koma saman í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 13. október og mun á þann hátt minnast 150 ára afmælis Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þar mun prófasturinn, séra Úlfar Guðmundsson, bjóða þingið velkom- ið og ávörp flytja biskup Íslandis herra Karl Sigurbjörnsson, Arndís Harpa Einarsdóttir, skólastjóri Barnaskólans og Menntamálaráð- herra Tómas Ingi Olrich. Séra Sigurður Pálsson flytur er- indi. Börn úr leikskólanum Brimveri og barnakór Selfosskirkju syngja nokk- ur lög. Kirkjuþing í Eyrarbakka- kirkju Eyrarbakki SUNNUDAGINN 13. október verð- ur handverksmarkaður í félagsheim- ilinu Stað á Eyrarbakka, frá kl. 14 til 18. Húsið og sjóminjasafnið verða opin þennan dag og Rauða húsið verður með kaffisölu. Handverkið er unnið úr ýmsum efnum; járni, tré, leir og ull. Nú verða vetrarvörur, svo sem vettlingar og þvíumlíkt, á mark- aðnum. Þessir markaðir hafa unnið sér sess hér og þátttakendur koma víða að, auk Árborgarmanna. Handverksmarkaður Eyrarbakki ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.