Morgunblaðið - 12.10.2002, Síða 24
Morgunblaðið/Kristinn
Guðrún Rögnvaldardóttir er framkvæmdastjóri Staðlaráðs.
ALÞJÓÐLEGI staðladagurinn
verður haldinn hátíðlegur víða um
heim á mánudaginn, að frumkvæði
þriggja alþjóðlegra staðlasam-
banda; ISO, IEC og ITU. Tilgang-
ur hans er að minna á mikilvægi al-
þjóðlegra staðla í viðskiptum.
Framkvæmdastjóri Staðlaráðs
Íslands er Guðrún Rögnvaldardótt-
ir. Hún segir að Staðlaráð sé sjálf-
stæð samtök. „Það hefur ákveðnu
hlutverki að gegna, samkvæmt lög-
um nr. 97 frá 1992 um staðla. Sam-
kvæmt þeim fer ráðið með umboð
stjórnvalda til að taka þátt í fjöl-
þjóðlegu staðlastarfi fyrir Íslands
hönd,“ segir hún. Hún segir að lög-
in kveði á um að íslenskur staðall
sé eingöngu sá sem Staðlaráð hafi
samþykkt og veitt formlega með-
ferð.
Drög auglýst
Ráðið auglýsir drög, eða frum-
varp, að staðli, þannig að hags-
munaaðilar hafi tækifæri til að gera
athugasemdir. Þegar búið er að
staðfesta staðal er það einnig aug-
lýst.
Ýmsar stofnanir og samtök eiga
aðild að Staðlaráði. Árið 2001 voru
aðilar eftirtaldir: Félagsmálaráðu-
neyti, iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neyti, samgönguráðuneyti, sjávar-
útvegsráðuneyti,
umhverfisráðuneyti, utanríkisráðu-
neyti, Iðntæknistofnun, Neytenda-
samtökin, Ríkiskaup, Samband ís-
lenskra tryggingafélaga, Samtök
atvinnulífsins, Samtök verslunar-
innar, Samtök iðnaðarins, Tækni-
fræðingafélag Íslands, Útflutnings-
ráð og Verkfræðingafélag Íslands.
Fjármagnað með tryggingargjaldi
Staðlaráð er fjármagnað með
ákveðnu hlutfalli, 0,007%, af stofni
tryggingargjalds. Árið 2001 nam sú
upphæð tæpum 33 milljónum
króna. Að auki fær ráðið fasta upp-
hæð á fjárlögum, auk þess sem það
hefur tekjur af sölu staðla og ann-
arrar þjónustu.
Guðrún er spurð grundvallar-
spurningar. Hvað er staðall? „Stað-
all er samkomulag. Formlegir
staðlar eru skjöl, sem lýsa verklagi,
eða eiginleikum hlutar; hlutverki
eða útliti. Sem dæmi má nefna
staðsetningu segulrandar á
greiðslukortum. Án slíks staðals
passa hlutirnir ekki saman. Staðlar
lýsa því líka hvernig á að gera hlut-
ina, eins og gæðastjórnunar- og
umhverfisstjórnunarstaðlar. Þann-
ig er ákveðinn árangur tryggður,“
segir hún. Hún bætir við að ekki
megi gleyma því að staðlar hafi
mikilvægu hlutverki að gegna varð-
andi öryggi vöru.
Guðrún segir að framleiðendur
hafi mjög mikinn hag af samræmd-
um stöðlum. „En við megum ekki
gleyma því að þeir þjóna neytend-
um einnig. Nefna má eitt dæmi, þar
sem ekki hefur tekist að ná sam-
komulagi um staðla; rafmagnsklær
og innstungur. Slíkt hefur óþæg-
indi og kostnað í för með sér fyrir
neytendur. Sem dæmi um alþjóð-
legan staðal sem tekist hefur frá-
bærlega vel má nefna staðal um
geisladiska,“ segir Guðrún.
Geta verið viðskiptahindrun
Geta staðlar virkað sem við-
skiptahindrun? „Já, það geta þeir í
sumum tilfellum gert. Þeir eru þá
kallaðir tæknilegar viðskiptahindr-
anir, til aðgreiningar frá tollalegum
hindrunum. Það sem við erum að-
allega að fást við hér hjá Staðlaráði
eru Evrópustaðlar, og þeir eru
settir með það markmið að tryggja
sameiginlegan markað í Evrópu.
Þeir mynda hins vegar múr gagn-
vart löndum utan Evrópska efna-
hagssvæðisins, en framleiðendur
þaðan þurfa að þekkja þær kröfur
sem gerðar eru á Evrópumarkaði
og framleiða vörur sínar í samræmi
við þær,“ segir Guðrún og bætir við
að nokkuð hafi borist af kvörtunum
og fyrirspurnum vegna þessa.
„Þetta er hins vegar pólitísk
ákvörðun sem við komum ekki
nærri,“ segir Guðrún.
Guðrún vill þó leggja áherslu á
að flestir Evrópustaðlar séu samdir
með það að meginmarkmiði að
setja ákveðnar lágmarkskröfur um
atriði sem varða öryggi, heilsu og
verndun umhverfis, og að vörur
sem ekki uppfylla þessar kröfur
eigi ekkert erindi inn á Evrópu-
markað.
Alþjóðlegi staðla-
dagurinn á mánudag
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
24 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STÖÐUGLEIKI í efnahagslífinu er
forsenda þess að hægt verði að við-
halda samkeppnishæfu umhverfi
fyrir íslenskan sjávarútveg á kom-
andi árum. Þetta var meðal þess sem
fram kom á aðalfundi Samtaka fisk-
vinnslustöðva sem haldinn var í gær.
Arnar Sigurmundsson, formaður
SF, sagði í skýrslu sinni að í heildina
tekið stefndi í að afkoma í sjávar-
útvegi verði viðunandi á þessu ári.
Þó yrði að hafa í huga að gengis-
hagnaður réði miklu í afkomu sjáv-
arútvegsfyrirtækjanna á miðju
þessu ári. Hann sagði að stöðugleiki
skipti útflutningsgreinar miklu og
verðlags- og að launabreytingar
verði sambærilegar hér á landi og í
okkar helstu viðskiptalöndum. Sama
gilti um vaxtakostnað og því mik-
ilvægt að Seðlabankinn héldi áfram
að lækka stýrivexti. „Erfitt er að spá
um afkomuna á næsta ári, því hún
ræðst eins og áður mest af afla-
brögðum og verðlagi afurðanna. Eitt
er víst að nýjar álögur í formi veiði-
gjalds á sjávarútveginn sem að
óbreyttu taki gildi eftir tvö ár verða
ekki til þess að létta róðurinn,“ sagði
Arnar.
Í erindi Eddu Rósar Karlsdóttur,
forstöðumanns greiningardeildar
Búnaðarbanka Íslands, kom fram að
framlag sjávarútvegs til hagvaxtar
hér á landi gæti orðið verulegt ef
áætlanir Hafrannsóknastofnunar
um aukinn afrakstur fiskistofnanna
ganga eftir. Sagði Edda að sam-
kvæmt þeim mætti gera ráð fyrir 5%
aflaaukningu á ári næstu fjögur árin.
Það þýddi um 1,5% hagvöxt á ári
sem væru töluvert umfram forsend-
ur opinberra hagvaxtarspáa. Edda
Rós sagði að framundan væru mörg
tækifæri til hagvaxtar hér á landi.
Stórar fjárfestingar væru nú að baki
í flestum atvinnugreinum og því
mikil framleiðslugeta fyrir hendi.
Ennfremur væru tækifæri til hag-
ræðingar, bæði innan fyrirtækja og
með sameiningum, auk þess sem
skatta- og vaxtalækkanir ættu að
virka hvetjandi fyrir fyrirtækin.
Óvissuþættir væru þó enn miklir, til
dæmis varðandi stóriðjufram-
kvæmdir, auk þess sem kostnaðar-
hlutfall væri enn hátt í íslensku at-
vinnulífi sem gætu kallað á frekari
aðlögun og þar með uppsagnir og
aukið atvinnuleysi. Edda Rós sagði
að stöðugleiki væri forsenda hag-
vaxtar, fyrirtækin þyrftu stöðugt
umhverfi, verðlag, vexti og gengi,
einkum fyrirtæki í samkeppnis-
greinum. Til að ná þessu markmið-
um væri mikilvægt að gengisaðlög-
un væri ekki nýtt nema í neyð, svo
sem vegna aflabrests. Þarna gæti
hið opinbera haft mikil áhrif með því
að tryggja trúverðugleika hags-
tjórnarinnar.
Edda Rós sagði að á næstu árum
væri útlit fyrir töluverðan vöxt í auð-
lindatengdum útflutningi en til
lengri tíma þyrftu aðrar útflutnings-
greinar að taka við og afla tekna til
að borga fyrir hagvaxtartengdan
innflutning. Hún sagði að Íslending-
ar stæðu frammi fyrir mörgum val-
kostum, sem snerust ekki síst um
pólitísk viðhorf og vilja, svo sem
varðandi Evrópusambandið, sjálf-
stæðan gjaldmiðil og stjóriðju. Hvað
sem því liði þyrfti engu að síður að
koma á stöðugleika í hagstjórninni.
Duttlungar markaðarins
ekki sísta ógnin
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, sagði í ávarpi sínu á fund-
inum að jafnvel þótt sjávarútvegin-
um stafaði ógn af duttlungum
náttúrunnar og óvissu í stofnastærð-
armati væru duttlungar markaðar-
ins kannski ekki sísta ógnin. Ýmsir
möguleikar væru þó til þess að
styrkja stöðuna. Kröfur um sjálf-
bæra nýtingu náttúruauðlinda og
heilnæmi matvæla hafi aukist mjög á
síðustu árum og í því sambandi hafi
mikið verið rætt um umhverfismerk-
ingar.
Árni sagði umhverfissamtök hafa
átt frumkvæðið í þessum efnum en
þau hafi sýnt óábyrga afstöðu varð-
andi ráðleggingar um stjórnun og
nýtingu fiskistofna. Hann sagðist
álíta að hlutverk stjórnvalda væri að
gera aðgengilegar upplýsingar um
ástand stofna, umhverfisþátta, heil-
næmi, hollustu og gæði. Þessum
upplýsingum þyrfti að koma á fram-
færi svo að þær nýtist annars vegar
neytendum og hins vegar þeim sem
sjá um innkaup og markaðssetningu
afurðanna. „Það er kominn tími til
að Íslendingar grípi til ráðstafana og
bregðist við þeirri stöðu sem uppi er.
Segja má að fyrsta skrefið hafi verið
stigið á leiðtogafundi Sameinuðu
þjóðanna um sjálfbæra þróun í Jó-
hannesarborg. Þar sagði forsætis-
ráðherra í ræðu sinni að Íslendingar
ætli að bæta enn frekar aðgengi að
öllum upplýsingum um hafið við Ís-
land og vistkerfi þess með nútíma
upplýsingatækni. Næsta skref er að
vinna ýtarlegri upplýsingar í þeim
atriðum sem snúa sérstaklega að
umhverfismerkingum. Þær eiga að
gera kaupendum og neytendum fært
að kanna eða láta kanna hvaðeina er
snertir sjálfbæra nýtingu fiskistofn-
anna, heilnæmi og hollustu sjávaraf-
urða. Þar með erum við að gefa þeim
sem þess óska aðgang að nauðsyn-
legum gögnum til þess að votta sjálf-
bærni íslenskra sjávarafurða, hvort
heldur sem er í gegnum eigið merki
eða einhvers konar umhverfismerki.
Þar með er ekki sagt að íslensk
stjórnvöld styðji viðkomandi merki
heldur yrði það einstakra framleið-
enda að ákveða slíkt. Með uppbygg-
ingu upplýsingaveitu sjávarútvegs-
ráðuneytisins, fisheries.is, höfum við
verið að feta okkur inn á þessa slóð
og er tilvalið að sá vefur verði nýttur
fyrir þá vinnu sem nú er að hefjast.
Hugsanlegt er að vísa á þessa vef-
slóð á umbúðum íslenskra sjávaraf-
urða,“ sagði Árni.
Fræðslustarfsemin er grundvöllur
Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræð-
ingur, sagði í erindi sínu að fram-
undan væru mikilvæg verkefni í ís-
lensku atvinnulífi, svo sem að auka
vægi útflutnings og fjölþjóðavið-
skipta. Hann sagði að verkefni Ís-
lendinga væri hinsvegar ekki aðeins
út á við, heldur einnig inn á við.
Huga þurfi að aðstöðu smáfyrir-
tækja, einyrkja og einstaklinga, og
það þurfi að verja aðstöðu þeirra
svæða og byggðarlaga sem séu á
undanhaldi. Grunnurinn undir þetta
felist í fræðslu, menntun og skóla-
starfi. „Fræðslustarfsemin er
grundvöllur þess að þjóðin geti neytt
krafta sinna og staðist samkeppni.
Þegar um það er að ræða að um
þriðjungur framhaldsskólanema
hverfur frá námi og þarf síðan að
koma aftur nokkrum árum síðar til
að ljúka nauðsynlegu námi veltur
þetta ekki á einstaklingsbundnu at-
gervi eða námsgáfum. Þegar mikill
hluti nýbúabarna heltist úr lestinni
er það ekki vegna persónulegra for-
sendna. Þetta er kerfislægt vanda-
mál. Sama er að segja um þá stað-
reynd að mikill hluti byrjenda í
starfsnámi, vélfræði og iðngreinum
er kominn á þrítugsaldur. Alveg hið
sama á við um lengd skólakerfisins.
Það er ekki svo að við séum miklu
betur lærð heldur en jafnaldrar í ná-
grannalöndum þegar við ljúkum ís-
lenskum framhaldsskóla,“ sagði Jón.
Efnahagsmál til umræðu á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Frá aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn var í gær.
Mörg tæki-
færi til
hagvaxtar
ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóð-
urinn (ISHUG) hefur keypt
eignasafn Símans í upplýsinga-
fyrirtækjum fyrir 270 milljónir
króna. Þá kaupir Síminn nýtt
hlutafé í ISHUG fyrir 140
milljónir. Eftir samninginn er
Síminn orðinn stærsti hluthafi í
fyrirtækinu, með um 16%
hlutafjár.
Heiðrún Jónsdóttir, for-
stöðumaður upplýsinga- og
kynningarmála Símans, vill
ekki gefa upp hversu hátt verð
fyrirtækið greiddi fyrir eigna-
safnið á sínum tíma.
Níutíu prósent þeirra hluta-
bréfa sem Síminn selur IS-
HUG eru í CCP, Doc.is, GoPro
Landsteinum Group, Króla,
Margmiðlun, Smartkortum,
Stefju og Veðvörum. Að auki
eru seldir hlutir í sex öðrum fé-
lögum.
Í samræmi við þróun
á markaði
Heiðrún segir að þessi samn-
ingur sé í takt við það sem aðrir
á markaðinum hafi verið að
gera, færa fjárfestingarnar inn
í fyrirtæki með sérþekkingu á
þessu sviði. „Þannig teljum við
hagsmunum okkar best borgið.
ISHUG fær á móti sérfræði-
þekkingu Símans á fjarskipta-
markaðinum,“ segir hún.
Að lokinni kostgæfnisathug-
un komust fyrirtækin að sam-
komulagi um að yfirteknir
eignarhlutar væru 270 milljóna
króna virði. ISHUG greiðir
annars vegar fyrir þá með út-
gáfu nýs hlutafjár á genginu
1,7 og hins vegar með hluta-
bréfum í Anza hf. Þessu til við-
bótar fjárfestir Síminn í nýju
hlutafé í ISHUG fyrir 140
milljónir á genginu 1,5 gegn
staðgreiðslu. Samtals eignast
Síminn því hlutafé í ISHUG að
nafnverði rúmar 218 milljónir
króna og heildarumfang samn-
ingsins er um 410 milljónir
króna. Samkomulagið er gert
með fyrirvara um samþykki
hluthafafundar ISHUG.
ISHUG
kaupir
eignir af
Símanum