Morgunblaðið - 12.10.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.10.2002, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 27 DAVID Trimble, leiðtogi sam- bandssinna og oddviti heimastjórn- arinnar á Norður-Írlandi, hvatti í gær bresk stjórnvöld til að leysa ekki upp heimastjórnina eins og full- yrt hefur verið að standi til. Sagði Trimble að þess háttar aðgerðir leystu ekki þann vanda, sem stæði friðarferlinu á Norður-Írlandi fyrir þrifum, nefnilega að lýðveldissinnar héldu áfram að standa fyrir ofbeld- isverkum þrátt fyrir að hafa skuld- bundið sig til að hætta öllu slíku. Trimble átti fund með Bertie Ahern, forsætis- ráðherra Írlands, í gær. Hann sagð- ist eftir fundinn telja að það væri í grundvallaratrið- um rangt að leysa heimastjórnina upp. Trimble hélt hins vegar fast við þá kröfu sína að Sinn Féin, stjórnmálaarmi Írska lýð- veldishersins (IRA), yrði vísað úr stjórninni en embættismenn þeirra hafa verið sakaðir um að koma við- kvæmum upplýsingum til forystu- manna IRA. Friðarsamkomulagið frá 1998 kveður á um samstjórn kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi. Það gerir hins vegar einnig þá kröfu til samtaka eins og IRA að þau afvopn- ist með sannanlegum hætti og bindi enda á öll ofbeldisverk. Lagði Trimble áherslu á það í gær að þar stæði hnífurinn í kúnni; þrátt fyrir að öðrum tilmælum friðarsam- komulagsins hefði verið fylgt þá hefðu lýðveldissinnar ekki enn staðið við sitt. Á þann hnút þyrfti að höggva; en ekki með aðgerðum sem bitnuðu á öllum öðrum flokkum á Norður-Írlandi, sem og almenningi í héraðinu. Trimble vill síður að heima- stjórnin verði leyst upp Dublin. AFP. David Trimble ÓTTAST er, að efnahagslegt hrun blasi við í Jemen vegna sprengingarinnar í frönsku olíu- skipi um síðustu helgi. Bendir æ fleira til, að um hryðjuverk hafi verið að ræða, og kom það meðal annars fram hjá Jacques Chir- ac, forseta Frakklands, og Michele Alliot-Marie, varnar- málaráðherra landsins, í gær. Sagði hún, að brot úr báti og leifar af sprengiefninu TNT hefðu fundist á olíuskipinu. Segja má, að ferðaþjónusta í Jemen hafi hrunið eftir hryðju- verkin í Bandaríkjunum fyrir ári, og síðustu vikuna hafa mjög fá olíuskip eða flutningaskip komið í jemenska höfn. Jemenar framleiða 475.000 olíuföt á dag og á síðasta ári var verðmæti ol- íuútflutningsins 270 milljarðar ísl. kr. en aðeins rúmlega 15 milljarðar kr. fyrir allan annan útflutning. Aum-félagi dæmdur SEIICHI Endo, fyrrverandi líf- efnafræðingur japanska sér- trúarsafnaðarins Aum eða „hins æðsta sannleika“, var dæmdur til dauða í Tókýó í gær fyrir að- ild að eiturárás í borginni Mats- umoto og í neðanjarðarlestinni í Tókýó árið 1995. Urðu árásirnar 19 manns að bana en í þeim var notað eiturefnið sarin. Endo er níundi félaginn í Aum, sem dæmdur er til dauða. Endo hélt því fram, að hann hefði ekki tek- ið þátt í eiturframleiðslunni með það fyrir augum að deyða fólk en dómarinn vísaði því á bug. Varað við hörmungum ALLRI starfsemi Matvælaað- stoðar Sameinuðu þjóðanna á Fílabeinsströndinni var hætt í gær vegna átakanna í landinu. Ráða skæruliðar og uppreisnar- hermenn norður- og miðhluta landsins en stjórnarherinn suð- urhlutanum. Sagði talsmaður SÞ, að „stórkostleg neyð“ blasti við í landinu ef ekki semdist fljótlega um frið. Sagt er, að íbú- ar í Bouake, næststærstu borg landsins, sem uppreisnarmenn ráða, reyni að flýja hana til að komast hjá hungri og átökum en síðustu daga hafi uppreisnar- menn komið í veg fyrir flóttann. Telji þeir öryggi sínu best borg- ið með því að hafa óbreytta borgara sér að hlífiskildi. Upplausn í Nepal GYANENDRA, konungur í Nepal, skipaði í gær kunnan konungssinna, Lokendra Bah- adur Chand, forsætisráðherra í landinu en talsmenn helstu stjórnmálaflokka mótmæltu skipuninni harðlega. Sögðu þeir hana óvirðingu við lýðræðið. Chand á að leiða nýja ríkisstjórn fram að kosningum, sem enginn veit þó hvenær verða haldnar. Fyrir viku vék konungur fyrr- verandi forsætisráðherra, Sher Bahadur Deuba, frá og sagði hann getulausan í stríðinu við uppreisnarmenn maóista en þeir hyggjast nú nýta sér upp- lausnina í stjórnmálunum og efna til allsherjarverkfalls gegn „kúgun konungsins“. STUTT Óttast hrun í Jemen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.