Morgunblaðið - 12.10.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.10.2002, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E FTIR að Sviss og Austur-Tímor urðu að- ilar að Sameinuðu þjóðunum á allsherj- arþinginu, sem nú situr, er 191 ríki í sam- tökunum. Aðeins einu ríki, Taívan, er enn haldið utan Sameinuðu þjóðanna (SÞ) vegna mótmæla stjórnvalda í Peking. Ríki SÞ og stofn- unin sjálf standa nú frammi fyrir mikilli áskorun, þegar öflugasta aðildarríkið, Bandaríkin, sækir fast, að snúist sé af markvissri hörku og jafnvel með vopnavaldi gegn Saddam Hussein, einræðisherra í Írak. Þegar brugðist var við innrás Íraka í Kúveit undir forystu Bandaríkjanna árið 1991, höfðu Sameinuðu þjóðirnar frumkvæði. Öryggisráð SÞ veitti umboð til hernaðaraðgerða og síðan samþykkti Bandaríkjaþing heimild fyrir forsetann, George Bush eldri, til að beita bandarískum herafla. Nú er ákvörðunarferlið öfugt. Fyrst samþykkir Bandaríkjaþing heimild fyrir forset- ann, George W. Bush yngri, til að beita hervaldi gegn Saddam Hussein. Í krafti þeirrar samþykktar er krafist umboðs frá öryggisráðinu í nafni Sameinuðu þjóðanna. x x x George W. Bush forseti saumaði fast að Saddam Hussein í tæplega 30 mínútna sjónvarpsræðu á mánu- dagskvöld. Tilgangur forsetans var að árétta einarða skoðun sína, áður en þingmenn greiddu atkvæði um heimildina til að beita Bandaríkjaher. Ræðan var mikilvægt framlag til umræðna innan Bandaríkjanna og á Bandaríkjaþingi. Hver þingmað- urinn eftir annan hefur tekið til máls í þinginu og fylgir mikil alvara orðum manna. Colin Powell utanrík- isráðherra heimsótti þingið daginn eftir ræðu forsetans. Að loknum fundum þar ávarpaði hann blaðamenn með Joe Lieberman, varaforsetaefni demókrata gegn Bush í kosningunum 2000, sér á hægri hönd. Lieberman er ein- dreginn talsmaður þess, að þingið veiti forsetanum um- boð til að „vernda þjóðaröryggi Bandaríkjanna gegn stöðugri ógn frá Írak“ og til að „fylgja eftir öllum álykt- unum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um Írak.“ Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður demó- krata, er í minnihluta þingmanna á móti stefn ans, hann segir að hún ýti undir einangrunarh að Bandaríkjaher skuli ekki beitt til forvarna. vitnaði í ræðu Johns F. Kennedys, forseta og Edwards, frá því í Kúbudeilunni fyrir 40 árum Kennedy forseti, að hvorki Bandaríkjamenn n samfélagið gætu liðið vísvitandi blekkingar eð um valdbeitingu frá nokkru ríki, stóru eða sm lifðum ekki lengur í heimi, þar sem aðeins sko ríki fæli í sér nægilega ógn við öryggi þjóðar t hina mestu hættu. x x x Síðan 1991 hafa Sameinuðu þjóðirnar haldi irliti til að koma í veg fyrir, að Saddam Husse sýkla-, eiturefna- og kjarnorkuvopn – gjöreyð á íslensku, „weapons of mass destruction“ á e irlit SÞ hefur reynst gagnlaust vegna blekkin Íraksstjórnar og hindrana í götu eftirlitsmann Hótelherbergi þeirra og skrifstofur voru hler fylgjast með ferðum þeirra. Átta svonefndar f hallir með stórum görðum og neðanjarðarman voru lokaðar fyrir eftirlitsmönnunum. Efnahagsþvinganir á Írak hafa reynst hald vegna þess, að írösk stjórnvöld hafa notað mil tekjur af ólögmætri olíusölu til að kaupa vopn mörkuðu hervaldi hefur verið beitt án árangu eyðileggja gereyðingarvopn Íraka. Samþykkt þjóðabann við flugumferð yfir hluta Íraks til a Saddam í ógnaraðgerðum gegn íbúum eigin la síðasta ári skaut íraski herinn oftar en 750 sin breskar og bandarískar flugvélar, sem voru a fylgja þessu banni. George W. Bush sagði í ræðu sinni: „Eftir a reynt að halda honum í skefjum í 11 ár, beitt þ unum, eftirliti, jafnvel takmörkuðu hervaldi, e urstaðan sú, að Saddam Hussein á enn efnavo ræn vopn, og hann er að búa sig undir að eign af þeim. Og hann færist sífellt nær því að geta kjarnorkuvopn.“ VETTVANGUR Heiður Sameinuðu þ Eftir Björn Bjarnason New York. Þ EIR kvarta og kveina, eru stöð- ugt með sérálit en þegar á reyn- ir eiga Bandaríkin ekki traust- ari bandamann. Alltaf þegar við höfum þurft á aðstoð þeirra að halda hafa þeir staðið eins og klettur við hlið okkar. Þetta sagði háttsettur bandarískur stjórnmálamaður, sem hefur mikla reynslu af því sem gerist í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, á hádegisverðarfundi, sem ég sat í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Þjóðin sem hann var að lýsa var ekki Bretar heldur Frakkar. Hann sagði að þótt algengt væri að heyra þá skoðun meðal Bandaríkja- manna að Frökkum væri ekki treystandi á sviði alþjóðamála væri ekkert eins fjarri sanni. Líklega eru ekki samskipti nokkurs Evr- ópuríkis við Bandaríkin flóknari en sam- skipti Frakka og Bandaríkjanna. Þjóðirnar elska og hata hvor aðra. Bandaríkjamenn hafa í gegnum árin borið mikla virðingu fyr- ir flestu því sem franskt er, ekki síst á sviði menningar og matargerðar, og Frakkar gleypa sömuleiðis við bandarískum áhrifum og vörum af meiri áfergju en margar aðrar þjóðir, þótt halda mætti annað af málflutn- ingi þeirra. Í frönskum kvikmyndahúsum eru lengstu biðraðirnar fyrir utan kvik- myndahús, þar sem nýjustu smellirnir frá Hollywood eru sýndir, og hvergi í nágrenn- inu virðist vera meira að gera en í útibúum McDonald’s og Gap í París. Samt mætti stundum halda að þjóðirnar tvær þoli ekki hvor aðra. Ástæðurnar fyrir þessu eru miklu flóknari og dýpri en telja mætti í fyrstu. Þetta snýst ekki um Víet- namstríðið eða Kyoto hvað þá um „flóð- bylgju“ bandarískra menningaráhrifa, sem allt ætlar að kæfa að mati margra Frakka. Daniel Vernet, einn af ritstjórum dag- blaðsins Le Monde, segir að þótt hans mat sé það að dregið hafi úr and-bandarískum tilfinningum í Frakklandi, samanborið við hvernig staðan var fyrir 20–30 árum, verði ákveðinn fasti alltaf til staðar. „Þetta má rekja allt aftur til heimsstyrjaldarinnar fyrri en þá glataði Frakkland stöðu sinni sem ríki er hafði áhrif um allan heim. Þess í stað færðist sú ábyrgð yfir til Bandaríkj- anna. Seinni heimsstyrjöldin og eftirleikur hennar er Frakkland glataði nýlendum sín- um hafði enn meiri áhrif. Frakkar voru ekki lengur heimsveldi en héldu samt áfram að haga sér þannig allt fram á níunda áratug- inn. Frakkar voru líka efnahagslega háðir Bandaríkjunum eftir seinna stríð sem olli biturð meðal Frakka. De Gaulle áttaði sig á því í hversu veikri stöðu Evrópa og Frakk- land voru og svar hans var að Frakkar yrðu því að sýna að þeir væru engum háðir. Þetta sýndi sig í afstöðunni gagnvart NATO á sín- um tíma og nú til dags í kröfu Frakka um menningarlega sérstöðu.“ Í tveimur nýútkomnum bókum, sem eru mjög til umræðu þessa stundina í Frakk- landi, vilja höfundar fara enn lengra aftur í tímann til að útskýra samband Bandaríkj- anna og Frakklands. Þetta er annars vegar bókin Bandaríski óvinurinn (L’Ennemi am- ericain) eftir fræðimanninn Philippe Roger og hins vegar Andameríska þráhyggjan (L’Obsession anti-americaine) eftir Jean- Francois Revel, sem er einn þekktasti hug- myndafræðingur Frakka á hægri væng stjórnmálanna. Ein af niðurstöðum Revels er að Banda- ríkjamenn séu hættir að taka mark á Frökk- um vegna Roger re fræðina á hana meg áttu Ban Frakkar þeirri von Endanleg að Banda Kúbu og Roger te ákveðnu þar sem þ Frakkar Frakka á árunum 1 ríkjamenn ista. Það ast vi heimsstyr hlutverki Þetta haf fluttu aldr Frakkland, Bandarí Eftir Steingrím Sigurgeirsson París. George Bush Bandaríkjaforseta PRÓFKJÖR OG EKKI PRÓFKJÖR HAFIÐ Kvótakerfið hafði grundvallar-áhrif á þróun íslenzks þjóð-félags undir lok 20. aldarinn- ar og hefur enn. Átökin um það eru einhver mestu þjóðfélagsátök í síðari tíma sögu okkar Íslendinga. Skiptar skoðanir hafa verið og eru um kerfið sem slíkt, hvort útgerðin eigi að greiða gjald fyrir réttinn til að nýta fiskimiðin og fleiri þætti þess. Kvótakerfið hefur haft mikil áhrif á einstök byggðarlög og líf fólksins í landinu. Það hefur skipt sköpum um örlög fólks. Af þessum sökum ekki sízt er ástæða til að fagna því framtaki Baltasars Kormáks kvikmyndagerð- armanns að gera kvikmynd, sem byggð er á leikriti Ólafs Hauks Sím- onarsonar, Hafið. Í samtali við Morgunblaðið í byrjun september sl. sagði kvikmyndagerðarmaðurinn spurður um ástæður þess, að hann hefði ráðizt í þetta verkefni: „Þegar ég var að kynna 101 Reykjavík á kvikmyndahátíð í Gautaborg spurði sænsk kona mig í pallborðsumræðum hvers vegna Ís- lendingar gerðu ekki bíómynd um kvótamálið. Ég hló vegna þess, að mér fannst hugmyndin alveg hræði- leg. En eftir á fannst mér ég hafa verið of hrokafullur og hugmyndin fór að gerjast í mér. Mig langaði til að segja sögu um eitthvað, sem skipti Íslendinga máli, eitthvað, sem þjóðin fer á hvolf yfir. Þar blasti kvótamálið við sem góður útgangs- punktur fyrir persónudrama, ekki um fiskveiðar heldur um fólk í þorp- um, sem eru að fara í eyði. Í hugann kom leikrit Ólafs Hauks, sem ég var mjög hrifinn af þegar ég sá það í Þjóðleikhúsinu 1993 og las það aftur; þarna var alvöru persónudrama með mörgum vel unnum karakterum, sem er alltof sjaldgæft í íslenzkum verk- um. Það rann upp fyrir mér að ég gæti notað þorp, sem leiksvið fyrir heila þjóð, hluta fyrir heild. Í verk- inu er því velt upp að ekki sé „þjóð- hagslega hagkvæmt“ að búa í svona þorpi. Ef þetta væri almenn viðmið- un má fullt eins spyrja, hvort það sé „þjóðhagslega hagkvæmt“ að búa á Íslandi. Þorpið í Hafinu er rammi ut- an um drama um samskipti kynslóða, foreldra og barna, sem hafa mjög ólík viðhorf til umhverfis síns. Mig langaði ekki að gera rómantíska mynd um íslenzkt sjávarþorp heldur þann raunveruleika, þar sem Íslend- ingar vilja helzt ekki vera og varla heyrist íslenzkt orð talað í frystihús- unum heldur pólska og Asíumál.“ Síðar í samtalinu er Baltasar Kor- mákur spurður hvar samúð hans liggi í þessu átakamáli og hann svar- ar: „Hjá fólkinu, sem tekur afleiðing- unum. Ég vildi ekki setja pólitíska niðurstöðu inn í myndina; það er ekki list heldur áróður. Mín persónu- lega skoðun er sú, að kvótinn sé og eigi að vera þjóðareign. Ég er sam- mála Þórði gamla þegar hann segir, að honum og erfingjum hans hafi verið trúað fyrir þessum kvóta til ávöxtunar fyrir hönd byggðarinnar.“ Kvikmyndin Hafið sýnir Ísland, sem er að hverfa. Hún sýnir þau gríðarlegu átök, sem orðið hafa í samfélagi okkar um peninga en miklu meira en peninga. Hún sýnir hversu djúpt þessi átök hafa rist í tilfinningalíf þjóðarinnar og ekki sízt þess fólks, sem býr eða bjó í sjáv- arplássunum. Hún er ómetanleg heimild um þetta átakamikla tímabil í sögu þjóðarinnar. Hún er ómet- anleg heimild fyrir kynslóðir fram- tíðarinnar, sem munu ekki eiga þess kost að kynnast þessum þætti í okk- ar samtíma nema með lestri bóka og blaða eða með því að sjá kvikmynd eins og Hafið. Með gerð þessarar kvikmyndar hefur hinn ungi kvikmyndagerðar- maður, Baltasar Kormákur, og sam- starfsmenn hans, unnið afrek, sem verður seint fullþakkað. Hann hefur gert kvikmynd, sem skiptir grund- vallarmáli fyrir Íslendinga í nútíð og framtíð. Það er athyglisvert að í þremurstórum kjördæmum hafa trún- aðarmenn Sjálfstæðisflokksins ákveðið að undanförnu að viðhafa ekki prófkjör vegna alþingiskosn- inganna næsta vor. Í Reykjavík verður prófkjör á vegum flokksins og einnig í Norðvesturkjördæmi. Hjá öðrum flokkum eru sums staðar prófkjör og í öðrum kjördæmum ekki eftir atvikum. Sjálfsagt er of snemmt að draga þá ályktun af þessum ákvörðunum, að prófkjör séu á undanhaldi. Marg- víslegar ástæður valda því, að ekki er efnt til prófkjöra. Ein er sú, að þess verður vart að ekki sé mikill áhugi hjá fólki á að bjóða sig fram í prófkjörum. Það er mikið og alvarlegt um- hugsunarefni hvað prófkjörsbarátta er orðin dýr fyrir þá, sem taka þátt í prófkjörum. Þetta er orðin spurn- ing um milljónir. Hvernig fjár- magna frambjóðendur prófkjörs- baráttu? Í mörgum tilvikum með því að safna fé meðal stuðnings- manna sinna. Í öðrum tilvikum með því að leita til fyrirtækja um stuðn- ing. Nú orðið er miklum fjármunum varið í kosningabaráttu bæði af hálfu flokka og einstaklinga. Sumir halda því fram, að því meira fé sem varið sé í auglýsingar þeim mun meiri líkur séu á árangri í kosn- ingum. Það er áreiðanlega álitamál, hvort sú skoðun á rétt á sér. Hitt getur varla verið álitamál, að það eru ákveðnar hættur fólgnar í því fyrir lýðræðið á Íslandi og raun- ar hvar sem er, ef peningar fara að skipta of miklu máli í kosningum. Þess vegna m.a. verður fróðlegt að fylgjast með því á næstu árum, hvort minna verði um prófkjör en áður. Fari svo mun það hafa heil- brigð áhrif á lýðræðið á Íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.