Morgunblaðið - 12.10.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 12.10.2002, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                          !"#   #$  # % !& #    $    % BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EITTHVAÐ það alvitlausasta sem ég hef lesið eru ummæli Ecclestones, sem sagður er holdgervingur Form- úlu 1, um að þyngja bíl Schumachers um eitt kíló fyrir hvert stig sem hann kann að hafa í forskot á keppinauta sína í formúlunni. Menn verða að taka því að Michael Schumacher er besti ökumaður formúlunnar frá upphafi, hvort sem þeim líkar það eða ekki. Væri ekki alveg eins hægt að láta liðs- menn Arsenal keppa á skíðaskóm, eða hafa stöng heimsmeistarans í stangarstökki tveimur metrum styttri en annarra keppenda? Ég vona bara að minn maður vinni kapp- aksturinn í Japan, þótt hann hampi heimsmeistaratitli nú þegar. ÆGIR KRISTINSSON, áhugamaður um akstursíþróttir, Hlíðargötu 24, Fáskrúðsfirði. Á að refsa Schumacher fyrir að vera bestur? Frá Ægi Kristinssyni: Reuters Hér fagna Rubens Barrichello og Michael Schumacher sigri . „SAGA Línu.nets sýnir að stjórn- málamenn eiga ekki að setja fé al- mennings í áhætturekstur,“ segir í forystugrein Morgunblaðsins 10. október. Fullyrðingin virðist almenn og vísa til grundvallarafstöðu blaðs- ins. Blaðið hefur þó ekki lagst gegn því að lagðir verði 90–100 milljarðar af fé almennings í Kárahnjúkavirkj- un, mörgum sinnum meira en fór í Línu.net. Rafmagnsverð frá virkjun- inni sveiflast með álverði og má því gera ráð fyrir að rekstraráhætta hennar sé svipuð og hjá álverum. Ef illa fer ber almenningur tapið, rétt eins og Reykvíkingar bera nú tap vegna Línu.nets. Þá má rifja upp ein- dreginn stuðning blaðsins við 20 milljarða ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar (forystugrein 10. apríl 2002). Formaður viðskipta- og efnahagsnefndar Alþingis telur 3–5% líkur á að ábyrgðin falli á ríkið – og það er vissulega áhætta. Fróðlegt væri að heyra hvort blað- ið hefur nú snúist gegn þátttöku hins opinbera í Kárahnjúkavirkjun og ríkisábyrgðinni til deCODE, eða hvort það eru einungis andstæðingar þess í stjórnmálum sem ekki mega setja almannafé í áhætturekstur. SIGURÐUR JÓHANNESSON, hagfræðingur. Fyrirspurn vegna leiðara Frá Sigurði Jóhannessyni: NÚ NÝLEGA var frétt í Morgun- blaðinu þar sem sagði frá góðum ár- angri Slökkviliðsins á Keflavíkur- flugvelli í eldvörnum. Fékk liðið æðstu verðlaun fyrir afbragðs ár- angur, fjórða árið í röð. Fréttir sem þessar hafa verið í blaðinu öðru hvoru árum saman og eru þess vegna ekki neinar fréttir. Nú hagar svo til þar suðurfrá að herstöðin er á hitaveitusvæði og þess vegna lítil eldhætta. Í Bandaríkjunum eru ströng lög um samkeppni og hringa- myndun og þess vegna öllum fyrir bestu að Ameríska sjóliðafélagið komist ekki að þessu. Annars er bandaríski sjóherinn um margt hin ágætasta stofnun, bestur er hann náttúrlega þegar hann er ekki að berja á neinum, enda þykir flestum leiðinlegt að láta lemja sig. Agi og uppeldi í þessum flota er með þeim ágætum að liðsmenn flotans sem starfa hér á landi, eru á sérstökum vildarkjörum hjá íslenzkum trygg- ingafélögum, vegna lágrar tjóna- tíðni. Nú eru margir Íslendingar sem eru ekkert síðri ökumenn en þetta erlenda fólk, en verða að sæta því að greiða tjón fyrir unglinga sem sumum finnst skemmtilegt að „tjóna bíla“ eins og þeir segja. Nú er til nokkuð sem heitir Mannréttinda- sáttmáli Evrópu og Íslendingar eru aðilar að, en sáttmálinn sá bannar alla mismunun vegna þjóðernis, lit- arháttar eða trúarskoðana m.a. Hér með er skorað á þann góða dreng Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, að hann láti leiðrétta þetta. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Sjólið Bandaríkjanna Frá Gesti Gunnarssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.