Morgunblaðið - 12.10.2002, Page 64

Morgunblaðið - 12.10.2002, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Valkostur vandlátra – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 FLÓÐVATN liggur víða yfir tún- um á bænum Skálafelli í Suð- ursveit eftir mikið hlaup í ánni Kolgrímu, sem skolaði burtu hringveginum á 100 metra kafla í fyrrinótt. Vegagerðarmenn stóðu í ströngu í vegaviðgerðum í gær og legið hefur við slysum í flóð- unum. Kolgríma bar með sér stærðar ísjaka niður á tún Þor- steins Sigfússonar, bónda á Skálafelli, og foss hefur myndast í túnjaðrinum þar sem nú þarf að vaða í ökkladjúpu vatni eins og þeir Ingi Steinn Þorsteinsson og Sigfús Jónsson fengu óvænt að reyna í gær. Morgunblaðið/RAX Flóða- skemmdir í Suðursveit  Hringveginum/48–49 MÆÐGURNAR sem létust af völdum áverka sem þær hlutu í bílslysi í Skutulsfirði sl. sunnudag hétu Þórdís Anna Pétursdóttir, 37 ára, fædd þann 5. júlí 1965 og læt- ur eftir sig unnusta, og dætur hennar Elín Ísabella Kristinsdótt- ir, 9 ára, fædd 12. ágúst 1993 og Mirra Blær Kristinsdóttir, 8 ára, fædd 18. september 1994. Þær voru allar til heimilis að Dynsölum 16 í Kópavogi. Þórdís Anna Pétursdóttir Elín Ísabella Kristinsdóttir Mirra Blær Kristinsdóttir Mæðgurnar sem létust HEILDARSKULDIR sjávarút- vegsins lækkuðu um 10 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og nema nú 205 milljörðum króna. Þetta kom fram í máli Arnars Sig- urmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva, á aðalfundi sam- takanna í gær. Arnar sagði að samkvæmt upp- lýsingum Seðlabanka Íslands sé áætlað að heildarskuldir sjávarút- vegsins hafi numið tæplega 205 milljörðum króna í júní á þessu ári. Um síðustu áramót hafi skuldirnar numið rúmlega 214 milljörðum og hafi þær því lækkað um 10 milljarða frá ársbyrjun. Af heildarskuldum er talið að skuldir sjávarútvegsfyrir- tækja við innlendar bankastofnanir hafi numið liðlega 160 milljörðum króna á miðju þessu ári. Í máli Arnars kom ennfremur fram að af 205 milljarða heildar- skuldum er áætlað að liðlega 134 milljarðar eða rúmlega 65% hafi verið í erlendum gjaldmiðlum, en rúmlega 70 milljarðar eða tæplega 35% í íslenskum krónum. Heildar- skuldir í sjávarútvegi hafa hækkað um 63% frá ársbyrjun 1998, en á sama tíma hefur útflutningsverð- mæti sjávarafurða hækkað um rúm- lega 30%. Miklar fjárfestingar í öll- um greinum sjávarútvegs, ásamt fjárfestingum erlendis og gengis- breytingum, skýra að mestu aukn- ingu heildarskulda á undanförnum árum. Á sama hátt á betri afkoma og gengishækkun krónunnar sinn þátt í lækkun heildarskulda á þessu ári. Arnar sagði einnig að útflutnings- verðmæti sjávarafurða hafi numið um 122 milljörðum króna á síðasta ári. Nú væri útlit fyrir að útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða hækkaði nokkuð á þessu ári en fyrstu átta mánuði þessa árs hafi það numið 87 milljörðum króna. Tíu milljarða lækkun á fyrri árshelmingi  Mörg tækifæri/24 Heildarskuldir sjávarútvegsins nema 205 milljörðum VERKLAGSREGLUR sem gilda um sölu ríkisfyrirtækja voru ekki brotnar við val á áhugaverðum kaupanda á hlut ríkisins í Lands- banka Íslands hf. Ekki verður dreg- in önnur ályktun en sú niðurstaða að ganga til beinna viðræðna við Sam- son ehf. sé sannfærandi og eðlileg miðað við þær forsendur og áherslur sem lagðar voru til grundvallar. Þetta er meginniðurstaðan í grein- argerð Ríkisendurskoðunar um sölu Landsbankans. Í greinargerðinni eru þó jafn- framt gerðar athugasemdir við at- riði sem betur hefðu mátt fara og er þar sumpart tekið undir bæði gagn- rýni Steingríms Ara Arasonar, sem sagði sig úr nefndinni i haust, og þeirra þriggja fjárfesta sem buðu í Landsbankann. Þannig telur Ríkis- endurskoðun að æskilegt hefði verið að fyrr í söluferlinu hefðu legið fyrir nákvæmari og skýrari upplýsingar um atriði sem höfðu afgerandi áhrif á val á kjölfestufjárfesti og að minnsta kosti leiðbeining um inn- byrðis vægi þeirra. Í greinargerð- inni kemur og fram að það sé sam- dóma álit fulltrúa þeirra þriggja fjárfesta, sem tilboð gerðu, að ekki hafi verið staðið nægilega faglega að verki og nær engar upplýsingar hafi verið veittar um vægi þeirra atriða sem þeir voru þó beðnir að gera sér- staka grein fyrir. Niðurstaðan ótvíræð og skýr Forsætisráðherra, Davíð Odds- son, segir í viðtali við Morgunblaðið, að niðurstaða Ríkisendurskoðunar sé ótvíræð og skýr og önnur meg- inniðurstaða í greinargerðinni sé sú að ásakanir þær, sem komu fram í úrsagnarbréfi Steingríms Ara Ara- sonar til sín, eigi ekki við rök að styðjast. Og þar með sé bæði óvissu og alls kyns sögusögnum varpað fyr- ir róða. Forsætisráðherra segir að tekið verði bæði mark og mið af þeim athugasemdum sem komi fram í greinargerð Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun um bankasölu Reglur voru ekki brotnar  Eðlilegt/12–13 HRÁSKINKA frá Parma sem flutt var inn vegna ítalskra daga í Nóatúni seldist upp í gær, að sögn Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur, markaðsstjóra innflytjandans, Karls K. Karlssonar. Von er á einu tonni af Parma-skinku með flugi til landsins um helgina, en óvíst er að hennar sögn hvort varan verður komin í verslunina á laugar- dag eða sunnudag. Ekta Parma-skinka frá Ítalíu er nú fáanleg hér á landi í fyrsta sinn og segir Gísli Sverrir Halldórsson, sér- greinadýralæknir inn- og útflutnings- afurða hjá embætti yfirdýralæknis, að ný reglugerð hafi verið sett í vor um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Leyfi fyrir innflutningi búfjár- afurða sé enn háð sama ferli og áður. „Hvað hrátt kjöt áhrærir má nú sýna fram á aðrar framleiðsluaðferðir en suðu og gerilsneiðingu sem yfir- dýralæknir síðan samþykkir. Þessi breyting opnar nýjar leiðir fyrir okk- ur til þess að vinna eftir, varðandi vörur sem áður var bannað að flytja inn,“ segir hann. Mögulegt að flytja inn ítalska hráskinku  Parma-skinka/30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.