Morgunblaðið - 03.11.2002, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 03.11.2002, Qupperneq 64
Jón Aðalsteinn Jónsson segist ekki þekkja allt unglingamál. Hann skilji ekki orðið sjitt, en þar sem því fylgi tvö spurningarmerki í orðabókinni megi gera ráð fyrir að talið sé að orðið sé ekki not- hæft. Gísli Sigurðsson segir að orðið sjitt sé orð sem fólk noti og orða- bókin verði að upplýsa lesendur og notendur um þau orð sem séu á vörum fólks og útskýra þau. Sama eigi við um orðið bögga. Hann segist hafa orðið var við að eldra fólk skilji ekki orðið en orðabókin eigi að fræða það um tungutak þeirra sem yngri séu. Í orðabókinni komi fram hvers kon- ar orð sé um að ræða og hvernig það sé til komið. SKIPTAR skoðanir eru meðal fræði- manna um stefnu höfunda nýrrar Ís- lenskrar orðabókar. Baldur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Íslenskr- ar málstöðvar, segir til að mynda að eigi orðabókin að vera til leiðbeining- ar og fyrirmyndar verði að fara ákaf- lega gætilega í að taka upp slangur sem nánast sé vitað að flestir kæri sig ekki um eða jafnvel hneykslist á. Fram hefur komið af hálfu ritstjóra bókarinnar að ýmis orð, sem áður hafi verið hafnað, hafi verið tekin upp í bókina vegna þess að ritstjórnin telji þau hluta af íslensku nútímamáli, þó ekki sé þar með sagt að þau séu gott eða rétt mál. Baldur Jónsson segir að það sé ekki nýtt að alls konar dægurflugur séu í málinu en það sé alltaf mats- atriði hverju sinni hvað eigi að taka inn í orðabækur. Tvennt komi til greina; annaðhvort að sleppa þessum orðum eða hafa þau með og auðkenna þau. Fram hafi komið að þessi orða- bók eigi að vera leiðbeinandi. „Ef orðabók á að vera til leiðbeiningar um það sem gæti verið til fyrirmyndar verður að fara ákaflega gætilega í það að taka upp slanguryrði sem nánast er vitað að flestir kæra sig ekki um eða jafnvel hneykslast á,“ segir Bald- ur. Gamla bókin mörkuð af fornstefnunni „Það endurspeglar þær hugmyndir sem nú eru uppi um mál og málþróun að orðabók endurspegli ríkjandi ástand,“ segir Gísli Sigurðsson, ís- lenskufræðingur hjá Árnastofnun. Hann segir að það sé því eðlileg stefna að auka slangur í orðabók sem þessari. Gamla orðabókin hafi verið nokkuð mörkuð af fornstefnunni. Herðir sé t.d. efni sem sé sett í máln- ingu en orðið hafi ekki verið skýrt þannig í gömlu orðabókinni heldur sem herðir í mannkenningum. Nú- tíminn og það mál sem sé nú talað fái því meira vægi í nýju orðabókinni. Jón Aðalsteinn Jónsson, fyrrver- andi orðabókarstjóri Orðabókar Há- skólans, segist vera íhaldssamur í þessum efnum, en tekur fram að hann hafi ekki séð bókina. Hann segist ekki vera mjög hrifinn af því að setja mikið af óæskilegu máli í orðabók, en ekki sé hægt að neita því að það sé til í tal- málinu. Margt sé samt í mæltu máli sem menn setji síður í vandað ritmál, en hættan sé sú að þegar þessi orð komist inn í orðabækur sé búið að veita þeim brautargengi og þá sé vitn- að í þau hvað sem líði aðvörunar- merkjum við orðin. Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans, segist ekkert hafa á móti því að hafa slangur í svona orðabók, sé það rækilega merkt, því ekki sé hægt að horfa framhjá því að orðin séu notuð, séu til í málinu og fólk vilji fá að vita merkingu þeirra. Um leið þurfi að vera leiðbeinandi merkingar um að þetta séu óæskileg orð og þannig sé að verki staðið í nýju orðabókinni. Hún segir fulllangt gengið að fylgja þeirri ströngu reglu sem hafi verið fylgt í bókinni 1963 og hafi lifað áfram í bókinni 1983 að spurningarmerkja orð sem séu á hvers manns vörum. Hins vegar verði að fara mjög varlega með slangur. Orðabókin of orðljót? Skiptar skoðanir meðal fræðimanna um stefnu höfunda nýútkominnar Íslenskrar orðabókar Með og á móti Gísli SigurðssonJón Aðalsteinn Halldóra níu ára frumflytur lag á ítölsku í virtri barnasöngvakeppni í Bologna Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldóra Baldvinsdóttir syngur lag á ítölsku þótt hún kunni enga ítölsku og veit því eiginlega ekki um hvað textinn fjallar. „ÞAÐ VAR svolítið erfitt fyrst að syngja lagið á ítölsku, en samt bara mjög gaman,“ segir Hall- dóra Baldvinsdóttir, níu ára, sem tekur þátt í barnasöngvakeppni í Bologna á Ítalíu 20. nóv- ember nk. Þar mun hún gera sér lítið fyrir og frumflytja lag á ítölsku þótt hún kunni enga ítölsku. „Ég veit þess vegna eiginlega ekki ennþá um hvað lagið er,“ segir hún og hlær. Í keppninni taka þátt 14 börn á aldrinum 5–9 ára, sjö eru frá Ítalíu en sjö frá öðrum löndum. Keppninni er skipt niður á þrjá daga og verður hún sýnd í beinni útsendingu á þremur evrópsk- um sjónvarpsstöðvum. „Mér líst bara vel á að taka þátt í keppninni. Ég fór í æfingabúðir til Ítalíu í september, þá heyrði ég lagið mitt í fyrsta skipti. Það var líka í fyrsta skipti sem ég kom til Ítalíu.“ Halldóra segir að í laginu syngi með sér barna- kór og það hafi m.a. verið æft í æfingabúðunum. „Þetta er svona frekar fjörugt lag,“ útskýrir hún, en mikil leynd verður að hvíla yfir laginu þar til í keppninni. Halldóra lærði söng hjá söngkonunum Maríu Björk og Sigríði Beinteinsdóttur og í framhaldinu bauðst henni að taka þátt í keppninni. Þá syngur hún eitt lag á myndbandinu Söngvaborg 2 sem var að koma út. „Mér finnst mjög gaman að syngja og ég er eiginlega alltaf syngjandi,“ segir Halldóra og hlær. „Ég veit samt ekki alveg hvað er uppáhaldslagið mitt en sennilega er Jóhanna Guðrún uppáhaldssöngkonan mín.“ Halldóra er í Smáraskóla og segir skólasystur sínar mjög spenntar að fylgjast með gengi hennar í keppninni. „Jú, ég held mig langi mest að verða söngkona þegar ég verð stór,“ segir Halldóra þegar blaðamaður spyr um framtíðardraumana. Laufey Hauksdóttir, móðir Halldóru, segir að söngvakeppnin sé mjög virt í Evrópu og sé nú haldin í 45. skipti. Allur ágóði af keppninni er not- aður í þágu bágstaddra barna. „Svona frekar fjörugt lag“ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. www.icestart.is Vinnufatnaður Hamraborg 1-3 - Sími: 588 3060 DISKUR með safni helstu laga Bjarkar Guðmundsdóttur, sem valin voru af tugum þúsunda aðdáenda hennar, kemur út um allan heim á morgun og einnig yfirlit yfir tónlist- arferil hennar í boxi sem ber heitið Family Tree. Á safndisknum, sem ber heitið Greatest Hits, er að finna fimmtán lög, en í Family Tree- boxinu eru sex geisladiskar með tónlist Bjarkar allt frá því hún samdi fyrsta lag sitt fimmtán ára gömul, en einnig áður óútgefnar upptökur hennar með Brodsky-kvartettinum. Fjórir geisladiskanna í Family Tree-boxinu eru minni um sig en gengur og gerist með geisladiska, aðeins átta sentimetrar í þvermál, en almennt eru geisladiskar tæpir tólf sentimetrar í þvermál. Á stærsta disknum í Family Tree- boxinu er tólf laga safn sem Björk valdi sjálf sem sín bestu lög. Björk í boxi  Sjö geisladiska yfirlit/59 RÚMLEGA 400 manns sluppu ómeidd þegar afturendi einnar Boeing 747 þotu flugfélagsins Atlanta rakst í flugbraut í lendingu í Englandi fyrir skömmu og skemmdist nokkuð, að sögn Þorkels Ágústssonar, að- stoðarrannsóknarstjóra rannsóknar- nefndar flugslysa. Vélin var að koma frá Calgary í Kanada 16. október síðastliðinn og í lendingu á Teesside flugvellinum skammt frá Newcastle þegar óhappið varð, en 430 farþegar voru um borð. Rannsóknarnefnd flugslysa í Bret- landi rannsakar málið og hefur meðal annars talað við áhöfn vélarinnar. Þorkell fer til Englands eftir helgi vegna rannsóknar málsins, en að- spurður telur hann að farþegar hafi ekki verið í hættu, þótt erfitt sé að fullyrða um það á þessari stundu. Hins vegar þurfti að fara með vélina í viðhaldsstöð vegna skemmdanna. Stél þotu rakst í flugbraut ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.