Morgunblaðið - 05.12.2002, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 285. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 mbl.is
Ást á
Jólaóratoríu
Aðventutónleikar Sinfóníunnar
og Mótettukórsins Listir 30
Goggi mega
verður Pixel
Latibær gæti orðið sjónvarpsþáttur
í Bandaríkjunum Fólk 58
Í læri hjá
snillingum
Eldri borgarar læra billjarð af
Íslandsmeisturunum Suðurnes 23
HUGSANLEGT er, að NATO sem banda-
lag leggi eitthvað af mörkum komi til hern-
aðaraðgera í Írak. Kom þetta fram í gær hjá
Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sem sagði að „mjög
öflug fylking“ stæði að baki Bandaríkjunum í
tilraunum þeirra til að afvopna Íraka.
Að loknum viðræðum við fulltrúa annarra
NATO-ríkja í Brussel gaf Wolfowitz í skyn í
fyrsta sinn að hugsanlegt væri að NATO
sem bandalag tæki einhvern þátt í hernaðar-
aðgerðum í Írak. Sagði hann að á fundinum
hefði verið rætt hvað bandalagið gæti lagt af
mörkum fyrir utan framlag einstakra ríkja.
Sagði hann að um þetta mál yrði fjallað betur
á næstu dögum og vikum.
Wolfowitz sagði að „mjög öflug fylking“
stæði að baki Bandaríkjunum í Íraksmálinu
og hann kvaðst vona að stjórnvöld í Bagdad
áttuðu sig á því. Varaði hann einnig Saddam
Hussein, forseta Íraks, við og sagði að það
myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“ í för með
sér reyndi hann að ljúga til um vopnaeignina
í skýrslu, sem Íraksstjórn á að skila Samein-
uðu þjóðunum um helgina. Hins vegar var
haft eftir Hossam Mohammad Amin, hers-
höfðingja og fulltrúa Íraksstjórnar gagnvart
vopnaeftirlitsnefndinni, að í skýrslunni yrði
ekki viðurkennd nein ólögleg starfsemi. Ari
Fleischer, talsmaður Bush Bandaríkjafor-
seta, sagði á mánudag að segðist Saddam
engin gereyðingarvopn hafa, væri ljóst, að
hann ætlaði að halda blekkingunum áfram.
Rætt um
þátt NATO
í Írak
Brussel. AP, AFP.
Paul Wolfowitz á blaðamannafundi
í höfuðstöðvum NATO.
ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels,
útlistaði í fyrsta sinn í gær hugmyndir sínar
um sérstakt ríki Palestínumanna. Vill hann
að til þess verði stofnað á 40% Vesturbakk-
ans og 75% Gaza-svæðisins.
„Ísraelar geta fallist á stofnun palest-
ínsks ríkis innan óskilgreindra landamæra
og svari það til svæða A og B undir yfir-
stjórn palestínsku heimastjórnarinnar,“
sagði Sharon og vitnaði jafnframt til hug-
mynda George W. Bush, forseta Bandaríkj-
anna, um frið í Miðausturlöndum. Nýtur sá
„vegvísir“ einnig stuðnings Rússa og Evr-
ópusambandsins en hann gerir ráð fyrir að
Palestínumenn haldi landi sínu að mestu
leyti.
Sharon sagði að skilyrðin af hálfu Ísraela
væru þau að skipt yrði um núverandi for-
ystu Palestínumanna og kosningar haldnar
en umfram allt yrði að uppræta palestínsk-
ar öryggisstofnanir sem væru viðriðnar
hryðjuverk. Sagði Sharon að tillögur sínar
væru „rökréttar, raunhæfar og mögulegar“.
Sharon vill
60% Vestur-
bakkans
Jerúsalem. AFP.
LÝST var yfir neyðarástandi á Austur-Tímor í
gær eftir að blóðug átök blossuðu upp í höfuð-
borginni, Dili. Kostuðu þau að minnsta kosti einn
mann lífið og margar byggingar voru brenndar
til grunna, þar á meðal heimili forsætisráð-
herrans. Óeirðirnar hófust eftir mótmæli náms-
manna en einn úr þeirra hópi var handtekinn í
fyrradag. Á myndinni sést maður hlaupa frá
stórverslun eftir að hafa lagt eld að henni. Mikill
viðbúnaður var í höfuðborginni í gær og héldu
hundruð gæsluliða Sameinuðu þjóðanna uppi
eftirliti.
AP
Óöld á Austur-Tímor
TÍÐNI húðæxla hérlendis hef-
ur tvöfaldast síðasta áratug og
er sú þróun ekki síst rakin til
aukinna sólbaða og notkunar
ljósabekkja. Á árunum 1997 til
2001 greindust að meðaltali 40
manns með húðæxli og er aukn-
ingin mest hjá konum á aldr-
inum 25–55 ára. Nýgengi sortu-
æxla hefur aukist hraðast allra
krabbameina.
Heimsmet í ljósaböðum?
Samkvæmt rannsókn Elínar
Önnu Helgadóttur læknanema
við HÍ er ljósabekkjanotkun
mikil hér á landi. Þannig sögð-
ust 94% kvenna og 54% karla á
aldrinum 20–29 ára hafa farið í
ljós fyrir tvítugt og fannst eng-
in erlend rannsókn sem sýndi
fram á jafnhátt hlutfall.
Í rannsókn Elínar Önnu
kemur fram að sortuæxli sé
orðið algengasta krabbamein
meðal ungra kvenna á Íslandi
og þriðja algengasta meðal
ungra karla.
Sortuæxli
algengast
hjá ung-
um konum
Markaðssetning/4
VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ
NCC International AS, sem er í
aðaleigu sænskra og norskra að-
ila, tilkynnti Landsvirkjun í gær
að það myndi ekki taka þátt í út-
boði á gerð stíflu og aðrennslis-
ganga við Kárahnjúkavirkjun, en
tilboð verða opnuð á morgun. Tel-
ur fyrirtækið áhættuna af fram-
kvæmdinni of mikla.
NCC var í hópi með Íslenskum
aðalverktökum og þýska fyrir-
tækinu Hochtief AG. Samkvæmt
heimildum blaðsins náðist ekki
samkomulag meðal þeirra um til-
boðsgerðina. Munu síðarnefndu
fyrirtækin áfram hafa aðgang að
gögnum NCC og ætla að halda
sínu striki.
NCC er þriðji verktakinn sem á
skömmum tíma hættir við þátt-
töku í útboðinu en hinir eru
Skanska AS og Veidekke ASA,
sem tilheyrðu hópi með Ístaki og
Phil&Søn. Þá er líklegt, sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins, að
franskt fyrirtæki, Vinci, sem ætl-
aði að vera með í útboði á göng-
unum, hætti einnig við.
Ástæðan fyrir því að NCC
hættir við kemur fram í bréfi for-
stjóra fyrirtækisins til Lands-
virkjunar. Þar segir að vegna
áhættunnar af framkvæmdinni
geti NCC ekki haldið áfram í
verkefninu miðað við núverandi
aðstæður. Forstjórinn, Alf Gör-
ansson, harmar að þessi ákvörð-
un, sem tekin hafi verið eftir vand-
lega íhugun, sé tilkynnt svo
skömmu fyrir opnun tilboða og
vonar að hún hafi ekki neikvæð
áhrif á Landsvirkjun og framhald
virkjanaframkvæmda.
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir
aðspurður hverjir taki mestu
áhættuna á sig, að bæði verkkaupi
og -sali taki á sig ákveðnar skuld-
bindingar, það sé eðli allra samn-
inga, og ef ekki takist að standa
við ákvæði samninga hafi það af-
leiðingar í för með sér, m.a. dag-
sektir ef framkvæmdir tefjast.
Umfang verksins sé mikið og
tímaramminn þröngur og þessa
þætti m.a. þurfi verktakar að vega
og meta.
Stærsta útboð á Íslandi
Útboðið á stíflugerð og borun
aðrennslisganga er hið stærsta
sem fram hefur farið hér á landi
en áætlaður kostnaður við þessa
verkþætti er um 40 milljarðar
króna. Forval á verktökum fór
fram fyrir um ári vegna þeirrar
virkjunar sem átti að reisa við
Kárahnjúka fyrir álver Reyðaráls.
Átta verktakahópar sýndu áhuga
og fimm voru valdir til að gera til-
boð. Fjórir héldu áfram eftir að
Alcoa tók við verkefninu.
Hættir við til-
boð í stíflu og
aðrennslisgöng
NCC telur Kárahnjúka-
verkið of áhættusamt
!"
#
$
%
&'
()
!"
#
$
%
&
♦ ♦ ♦
FRIÐRIK Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir aðspurður að
engin örvænting hafi gripið um sig
innan fyrirtæk-
isins þó að einn
verktaki til við-
bótar, NCC Int-
ernational, hafi
hætt við þátttöku
í útboði vegna
Kárahnjúka-
virkjunar. Vissu-
lega sé þó missir
að hverjum þeim
verktaka sem
gangi úr skaftinu en mikilvægustu
hagsmunir Landsvirkjunar séu þeir
að fá sem hagstæðust tilboð og
mesta samkeppni um verkefnið.
„Auðvitað finnst okkur miður ef
þessar hræringar skerða mögu-
leika á að hagstæð tilboð berist. Við
vonum bara að svo verði ekki,“ seg-
ir Friðrik og telur að hræringarnar
endurspegli kannski umfang verks-
ins þegar stór alþjóðleg fyrirtæki
hugsi sig vel um og jafnvel tvisvar.
Endurspegl-
ar umfang
verksins
Friðrik Sophusson