Morgunblaðið - 05.12.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 05.12.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kvöldvaka Kvennasögusafnsins Að safna og varðveita sögu Kvennasögusafn Ís-lands, til húsa íÞjóðarbókhlöð- unni, gengst fyrir nokk- urs konar kvöldvöku í kvöld til minningar um stofnanda safnsins, Önnu Sigurðardóttur, en 5. des- ember er afmælisdagur hennar. Annað kvöld er ennfremur kynning á nokkrum kvenrithöfund- um á vegum Kvennasögu- safnsins sem er liður í röð slíkra kynningarkvölda sem bryddað var upp á í haust og þykja hafa heppnast vel. Forstöðu- maður safnsins er Auður Styrkársdóttir og sat hún fyrir svörum Morgun- blaðsins. – Segðu okkur fyrst eitthvað sögulegt um safnið. „Anna Sigurðardóttir stofnaði Kvennasögusafn Íslands á al- þjóðlegu kvennaári 1975 og var það til húsa á heimili hennar þar til hún lést árið 1996. Þá var því komið fyrir í Þjóðarbókhlöðu. Bókunum var dreift meðal ann- arra bóka Landsbókasafns Ís- lands – háskólabókasafns, en skjalasafn er varðveitt í sérrými á 4. hæð hússins.“ – Hver er tilgangur og hver eru markmið þessa safns? „Tilgangur og markmið Kvennasögusafns Íslands eru tvenns konar. Annars vegar að safna og varðveita hvers konar prentað og óprentað mál um konur að fornu og nýju. Hér get- ur verið um að ræða bækur um eða eftir konur, handrit og bréf kvenna, fundargerðir, starfs- skýrslur og skjöl hinna ýmsu kvennasamtaka og ýmiss konar nýsigögn sem tengjast sögu kvenna, t.d. ljósmyndir, segul- bönd, hljómplötur og geisla- diska. Hins vegar er svo þjónustu- þátturinn sem fer sívaxandi í starfi Kvennasögusafns. Safninu ber að greiða fyrir áhugafólki um sögu íslenskra kvenna og veita aðstoð við að afla heimilda og miðla þekkingu um sögu kvenna. Þá ber safninu einnig að gefa út fræðslurit og heimilda- skrár. Í þessu sambandi vil ég geta bókarinnar Kvennaslóðir sem kom út á síðasta ári og hef- ur að geyma greinar eftir 40 kvensagnfræðinga. Safnið gaf út sl. sumar bæklinginn Kvenna- söguslóðir í Kvosinni þar sem fetað er í fótspor kvenna í þess- um elsta bæjarhluta Reykjavík- ur. Kvennasöguslóðin var opnuð með viðhöfn og mjög fjölmennri göngu hinn 19. júní síðastliðinn. Á vefsíðu safnsins er ýmsan fróðleik að finna, svo sem skrá yfir íslenska kvendoktora, sem er sú ýtarlegasta sem til er, og ábendingar um lesefni úr ís- lenskri kvennabaráttu. Ýmsar fleiri upplýsingar eru væntan- legar á vefsíðuna og vil ég hvetja fólk til að heimsækja hana. Slóðin er www.kona.bok.is.“ – Hvar verður svo kvöldvakan og hve- nær? „Fyrst vil ég nefna að nýr lið- ur í kynningar- og þjónustu- starfi Kvennasögusafns er, að þetta haust höfum við staðið fyr- ir kynningu á kvenrithöfundum og verkum þeirra. Næsta kynn- ing fer fram í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð annað kvöld, föstudagskvöldið 6. des- ember, milli klukkan 12 og 13. Þar munu Vigdís Grímsdóttir, Gerður Kristný, Marjatta Ís- berg og Elísabet Ólafsdóttir lesa úr nýjum verkum sínum. Síðan er að nefna, að frá árinu 1996 hefur Kvennasögusafn Ís- lands minnst stofnandans, Önnu Sigurðardóttur, með kvöldvöku á afmælisdegi hennar hinn 5. desember. Dagskráin nú hefst klukkan 20.30 með stuttu ávarpi forstöðumanns en síðan munu þær Helga Kress prófessor og Björg Einarsdóttir flytja erindi. Helga Kress nefnir erindi sitt „Hún mamma sín fór burt, burt, burt“ og fjallar um barnalýsing- ar í verkum Halldórs Laxness. Í Þjóðarbókhlöðu stendur nú ein- mitt yfir sýning tileinkuð ævi og störfum Halldórs Laxness, en í ár voru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu skáldsins. Helga Kress hefur ritað margt um Halldór Laxness og hér beinir hún sjón- um að barnalýsingum hans. Björg Einarsdóttir nefnir sitt erindi „Litlu hvítu rúmin“ og fjallar það um kvenfélagið Hringinn. Björg hefur nú lagt lokahönd á rit sem nefnist: „Hringurinn í Reykjavík stofn- aður 1904. Starfssaga.“ Þar greinir hún frá störfum Hrings- kvenna og hvaða konur þetta voru – og eru. Hringinn tengja sennilega flestir við Barnaspít- alann sem nú er að rísa á Land- spítalalóðinni. Fáir gera sér hins vegar grein fyrir hinu mikla framlagi íslenskra kvenfélaga til heilbrigðismála, þ. á m. kven- félagsins Hringsins. Á milli erinda mun Guðrún Edda Gunn- arsdóttir söngkona syngja tvö ljóð eftir Halldór Laxness og tvo gamla sálma.“ – Hverjir geta átt erindi á þessar samkomur og eru þær öllum opnar? „Báðir þessir viðburðir, kvöld- vakan og bókakynningin, eru opnir öllum og aðgangseyrir er enginn. Veitingastofa Þjóðar- bókhlöðu verður opin að kveldi 5. desember og gestum gefst kostur á að njóta góðra veitinga og hlýða á góða dagskrá.“ Auður Styrkársdóttir  Auður Styrkársdóttir er fædd í Reykjavík og ólst þar upp og á Seltjarnarnesi. Hún er með BA- próf frá Háskóla Íslands 1977 og doktorspróf frá Umeå-háskóla í Svíþjóð í stjórnmálafræði árið 1999. Hún hefur starfað sem blaðamaður, kennari og verkefn- isstjóri. Hún tók við starfi for- stöðumanns Kvennasögusafns Ís- lands árið 2001. Hún er gift Svani Kristjánssyni prófessor og eiga þau þrjú börn, Kára, Hall- dór og Herdísi. Þjónustu- þátturinn sívaxandi Stattu ekki eins og beinstíft viagra-typpi, maður, heilsaðu, sérðu ekki að við erum orðin herveldi? „ÍBÚAR taka mjög vel á móti okkur og eru þakklátir fyrir ráðleggingarn- ar,“ segir Baldur Baldursson verk- efnisstjóri hjá forvarnadeild Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur ásamt samstarfsmanni sínum, Helga Scheving, gert úttekt á sam- eignum 178 fjölbýlishúsa á þessu ári, eða allt frá því slökkviliðið fór að bjóða upp á ókeypis brunavarnaráð- gjöf. Fólk getur hringt og pantað Bald- ur í heimsókn til sín eða leggur inn pöntun á heimasíðu slökkviliðsins, www.shs.is. „Við finnum það mjög greinilega að það er þörf á leiðbeiningum í brunavörnum í fjölbýlishúsum. Því miður gleymir fólk að hugsa um þessa hluti, en tekur oft við sér um jólin. Þó vekja fréttir um íkveikjur í húsum fólk sérstaklega til umhugs- unar. Nýlega var kveikt í á tveimur stöðum, í Hjaltabakka og Gnoðar- vogi, og þegar fólk les um slíka at- burði verður það hrætt og í kjölfarið fjölgar pöntunum hjá okkur. Í sum- um tilfellum eru krakkar að fikta með eld og í öðrum eru sjúkir menn að verki. Það skiptir ekki máli hvort eldurinn kviknar af fikti eða ásetn- ingi, hann er alltaf jafnhættulegur.“ Áhersla á reykskynjara Hann leggur höfuðáherslu á reyk- skynjara í hverri íbúð, eldvarnateppi og sameiginlegan aðgang íbúa að slökkvitækjum í stigagangi. „Við gerum fólki grein fyrir mikilvægi sérbrunahólfa þ.e. að hver íbúð sé brunahólf. Veggir og hurðir þurfa því að vera samkvæmt stöðlum. Hurðir þurfa að vera reykþéttar og með 30 mínútna brunaþol. Í stiga- húsum þarf að vera reyklosun og sorpgeymslur þurfa að vera sér- brunahólf. Einnig þarf „öndun“ úr sorpgeymslunni að ná upp í gegnum þakið, þ.e. sorprennan þarf að ná upp fyrir þakrýmið svo reykurinn stoppi ekki þar. Í þakrýminu þarf sorprennan að vera einangruð, helst með netull sem þolir mikinn hita.“ Baldur segir að dæmi séu um kæruleysi í brunavörnum fjölbýlis- húsa, s.s. þegar opið er á milli kjall- ara í heilu blokkunum. „Ef það kviknar í einhvers staðar í kjallara, við þessar aðstæður, getur reykurinn farið inn í mörg stigahús. Þetta er eitt það alvarlegasta sem við verðum varir við í starfi okkar. Annars setjum við reykskynjarana í fyrsta sæti þegar við leiðbeinum fólki. Við mælum með reykskynjara á hverri einustu hæð í stigahúsum og samtengda reykskynjara í geymslu- rými og þvotta- og stigahúsi. Síðan mælum við með eldvarnarteppi í all- ar íbúðir og þá er mjög gott að íbúar hafi sameginlegan aðgang að slökkvitæki á annarri hverri hæð í fjölbýlishúsinu.“ Leiðbeiningar á heimsíðu Baldur hvetur alla til að panta tíma hjá forvarnardeildinni í síma 570 2040 eða á heimasíðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, shs.is. Á síð- unni er að finna ítarlegar leiðbein- ingar um eldvarnir í íbúðarhúsnæði. Hvetur Baldur jafnframt alla til að sýna aðgát í umgengni við kertaljós og rafmagnstæki. Slökkviliðið veitir ókeypis ráðgjöf í brunavörnum Eldur alltaf hættulegur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.