Morgunblaðið - 05.12.2002, Síða 21

Morgunblaðið - 05.12.2002, Síða 21
Eyjólfur Kristjánsson tónlist- armaður og Viktor Arnar Ingólfsson rithöfundur kynna nýútkomin verk sín í Deiglunni, Kaupvangsstræti annað kvöld, föstudagskvöldið 6. desember, kl. 21.30. Eyjólfur spilar og leikur lög af tón- leikaplötu sinni, „Engan jazz hér“, og Viktor Arnar fjallar um og les upp úr glæpasögu sinni, „Flateyj- argáta“. Þeir félagar árita verk sín í Pennanum/Bókvali fyrr um daginn eða frá kl. 16 til 18. Á MORGUN AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 21 HEIMIR Gunnarsson, aðstoðar- slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyr- ar, fékk í hendur starfslokasamning sl. föstudag og var honum jafnframt tilkynnt að hann þyrfti ekki að mæta meira til vinnu á slökkvistöðinni. Heimir sagðist alls ekki sáttur við þessar lyktir mála enda hefði hann ekkert brotið af sér í starfi. Hann er að láta lögfræðing skoða mál sitt, enda þekkti hann ekki lagalega hlið þess. „Ég veit það bara að ég er látinn fara án þess að nokkurn tíma hafi ver- ið rætt við mig og aldrei hef ég fengið starfslýsingu,“ sagði Heimir sem hef- ur verið aðstoðarslökkviliðsstjóri í tæp tvö ár. Hann vísaði að öðru leyti í greinargerð sína sem hann sendi yf- irstjórn bæjarins og bæjarfulltrúum. Þar kemur m.a. fram að hann hafi verið boðaður á fund með sviðsstjóra tæknisviðs bæjarins og bæjarlög- manni hinn 22. nóvember sl. þar sem farið var yfir skýrslu um úttekt á rekstri slökkviliðsins. „Þegar hann (sviðsstjóri tækni- sviðs – innskot blm.) var búinn að fara yfir helstu atriði skýrslunnar kom fram hjá honum að mér væri gefinn kostur á að segja upp hjá SA eða að þeir yrðu að segja mér upp. Ég spurð- ist fyrir um hvort eitthvað kæmi fram í úttektinni um mig sjálfan en hann sagði svo ekki vera en sagði að það væri ákveðið að segja mér upp ef ég segði ekki upp sjálfur. Þar sem ég hef ekki brotið af mér í starfi og ekki fengið fullnægjandi leiðsögn um hvernig ég átti að sinna starfi mínu, hvað þá að ég hafi fengið starfslýs- ingu, sætti ég mig ekki við að hverfa úr starfi og mun ekki segja upp sjálf- ur. Ég fer fram á að gegna áfram starfi aðstoðarslökkviliðsstjóra í SA eða að fá sambærilegt starf hjá Ak- ureyrarbæ,“ segir Heimir í greinar- gerð sinni. Einnig kemur fram í greinargerð Heimis, að samstarf hans við slökkvi- liðsstjóra hefði verið án nokkurra árekstra, aldrei hefði þeim orðið sundurorða og að hann hefði sinnt þeim störfum sem slökkviliðsstjóri hefði falið honum. „En því miður hef- ur hann ekki falið mér mörg verkefni og aldrei hef ég fengið starfslýsingu á því starfi sem ég á að gegna, hvorki frá honum eða öðrum yfirmönnum SA og aldrei hef ég gengið á móti hans vilja í þeim málum sem við höf- um fjallað um.“ Heimir segir jafn- framt í greinargerðinni að hann hafi átt gott samstarf við varðstjóra og aðra starfsmenn liðsins sem og við- skiptamenn SA. Heimir segist einu sinni hafa verið kallaður til viðtals við sviðsstjóra tæknisviðs, þar sem hann hefði m.a. spurt um samskiptin og hvernig staðið hefði verið að stjórnun við brunann í Strýtu. Eins og áður hefur komið fram kom fram veruleg gagnrýni á stjórn- un í úttekt á rekstri Slökkviliðs Ak- ureyrar. Menn í stjórnunarstöðum hafi ekki verið samstiga og mikil tog- streita til staðar. Bæjaryfirvöld yrðu að grípa inn í og leysa þetta mál, svo hægt sé að fá starfsfrið í slökkviliðinu, sagði m.a. í skýrslunni. Fram- kvæmdaráð samþykkti í kjölfarið að- gerðaráætlun sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs, sem m.a. lýtur að því að koma á breytingum í stjórnunarliði slökkviliðsins. Hörð gagnrýni kom fram í bæjarstjórn Málið var rætt í bæjarstjórn á þriðjudag og þar kom fram hörð gagnrýni frá Oktavíu Jóhannesdótt- ur, Samfylkingunni, og Valgerði H. Bjarnadóttur, Vinstri grænum. Val- gerður sagði nauðsynlegt að bregðast við slíkum úttektum og taka á málum. Hins vegar sé afar sorglegt hvernig hefði verið staðið að málum varðandi uppsagnir á yfirmönnum og hún sagðist heldur ekki skilja tilganginn hjá yfirstjórn bæjarins með því að ganga svona fram. Valgerður sagðist vonast til að hægt yrði að laga það sem úrskeiðis hefði farið og að tryggt væri að ekki verði á mönnum brotið, hvorki siðferðilega eða réttarfarslega. Oktavía sagði málið nokkuð heitt um þessar mundir og ekki að ástæðu- lausu. Hún sagði viðbrögð bæjaryf- irvalda gagnvart aðstoðarslökkvi- liðsstjóra vera dæmalaus, enda hefði hann aldrei fengið áminningu í starfi. Hún sagði þessi viðbrögð ógeðfelld og siðlaus, auk þess sem hún taldi þau einnig ólögleg. Jakob Björnsson, bæjarfulltrúi og formaður framkvæmdaráðs, sagði að ýmislegt jákvætt hefði komið fram í úttektinni. Hins vegar hefðu komið fram ýmsir þættir sem betur mættu fara og liður í að bæta úr því var sú ákvörðun sem framkvæmdaráð tók. Jakob sagði það hastarlegt þegar hreyfa þyrfti við fólki í starfi. Hann sagðist þess þó fullviss að reynt yrði á allan hátt að koma fram þá sem fyrir því verða af sanngirni og að ekki kæmi til þess að brjóta á mönnum lög eða rétt. Aðstoðarslökkviliðsstjóra afhentur starfslokasamningur Var gert að segja upp eða verða sagt upp Benedikt S. Lafleur, myndlist- armaður og rithöfundur, heldur glermálunarnámskeið í kvöld og annaðkvöld, 5.-6. desember, í Gall- erí gersemi, Bláu könnunni á Ak- ureyri, og stendur það frá kl. 18 til 22. Hægt er að mæta aðeins annað kvöldið. Í kjölfarið verður haldin glerlistasýning á sunnudag, 8. des- ember, kl.14 á sama stað, þar sem þátttakendur námskeiðsins geta sýnt verk sín ásamt listamann- inum. Í DAG SKAMMDEGIÐ á Akureyri er með allra svartasta móti þessa dagana, enda ekki snjókorn að sjá í bænum. Ökumenn þurfa því fara mjög var- lega, ekki síst gagnvart gangandi vegfarendum. Stefán Baldursson framkvæmdastjóri Strætisvagna Akureyrar sagði að vagnstjórar SVA hefðu miklar áhyggjur af gangandi fólki, enda væru alltof fáir með endurskinsmerki. Hann sagði ástandið mjög slæmt og hefði sjald- an verið verra. SVA hefur því í samstarfi við Sjóvá-Almennar farið í gefa fólki endurskinsmerki, sem hægt er að smeygja í fötin. „Við viljum endilega hvetja fólk til þess að setja þessi merki í sig og erum strax farnir á sjá mun á fólki sem stendur á bið- stöðvunum,“ sagði Stefán. Hann sagði þetta ástand reyna mjög á vagnstjóranna, sem væru verr á sig komnir eftir daginn en eftir akstur í mikilli hálku. Þá fá allir nemdur í 1.–10. bekk í grunnskólum Akureyrar afhent endurskinsmerki í dag en alls eru rúmlega 2.500 börn í grunnskólum bæjarins. Áður hafði lögreglan af- hent öllum kennurum og starfsfólki skólanna endurskinsmerki. Um er að ræða samstarfsverkefni lögregl- unnar á Akureyri og Vífilfells og munu lögreglumaður og starfsmað- ur Vífilfells fara á milli skólanna og afhenda merkin. Er það von þeirra sem að verkefninu standa að börnin lími endurskinsmerkin á yfirhafnir eða skólatöskur, enda verði allir að sjást. Þorsteinn Pétursson lögreglu- maður bendir á að allir sem til þekki viti að endurskinsmerkið geri fólk fimm sinnum sýnilegra og að það auki til muna öryggi gangandi veg- farenda. Hann sagði jafnframt til lítils að biðja börnin að bera end- urskinsmerki ef þeir fullorðnu gerðu það ekki. „Við erum jú fyr- irmyndin.“ Allir verða að sjást með endurskinsmerki í skammdeginu Vagnstjórar SVA hafa miklar áhyggjur Morgunblaðið/Kristján Pétur Ringsted, sölustjóri Vífilfells, og Þorsteinn Pétursson lögreglumað- ur með endurskinsmerki við stæðu af Svala. Grunnskólabörn á Akureyri fá í dag afhent endurskinsmerki og Svala frá Vífilfelli. LÖGREGLAN á Dalvík handtók sex manns sl. mánudagskvöld vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við hand- tökurnar fundust á fólkinu um 25 g af hassi sem hald var lagt á. Þá var lagt hald á rúmlega 50 þúsund krónur í peningum vegna meintrar fíkniefna- sölu og fjöldinn allur af tólum til neyslu fíkniefna gerður upptækur. Í tengslum við mál þetta var farið í tvær húsleitir á Dalvík og einnig var leitað í tveimur bifreiðum. Fíkniefna- leitarhundur frá Akureyri var feng- inn til aðstoðar við leitirnar. Lög- reglumenn frá Akureyri og úr Ólafsfirði aðstoðuðu við þetta mál sem telst upplýst. Það verður sent Sýslumannsembættinu á Akureyri til frekari meðferðar, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Dalvík. Fíkniefnamisferli á Dalvík Sex manns handteknir Mikið verður um að vera í Laufási á morgun, laugardaginn 7. desember, þegar starfsmenn gamla bæjarins og velunnarar hans í Laufáshópnum taka til hendi við jólaundirbúninginn inni í bænum og á stéttum úti. Barnastund verður í kirkjunni kl. 13.30 sem séra Pétur Þórarinsson stýrir. Á eftir verður gengið í gamla bæinn þar sem ungir og gamlir sitja við tóvinnu og hægt er að skoða gömul jólatré, jólaskraut, leiki og spil, fylgjast með kertagerð og spjalla um jólin í gamla daga. Einnig er gestum boðið að fylgjast með laufabrauðsskurði, smakka á hangikjöti og hitta nokkra ættingja gömlu jólasveinanna sem eru á leið í bæinn á undan jólasveinunum sjálf- um en sá fyrsti þeirra, Giljagaur, kemur ekki til manna fyrr en 12. desember. Boðið verður upp á sopa af heitu kúmenkaffi og í fínu stof- unni verður lesið upp eitthvað gott sem tengist jólunum. Þar verður líka kveikt á kertunum á gamla jólatrénu og margt fleira gert. Í þjónustuhúsinu er svo hægt að kaupa heitt kakó og smákökur. Jóla- stússinu lýkur um kl. 15.30. Á NÆSTUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.