Morgunblaðið - 05.12.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 05.12.2002, Síða 22
LANDIÐ 22 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞROSKAÞJÁLFAR í ráðgjafarþjón- ustu hafa verið að þróa á síðustu ár- um verkferli sem kallast netvinna. Markmið netvinnu er að mynda þétt net utan um hvert fatlað barn, þar sem allir þátttakendur í netinu eru virkir meðlimir og unnið er að sam- eiginlegum markmiðum. Forsenda þess að þetta verkferli geti kallast netvinna er að foreldrar séu virkir þátttakendur. Margir þekkja til teymisvinnu og þverfaglegra vinnu- bragða, en það sem gerir netvinnu helst frábrugðna slíku, eru aukin áhrif foreldra og annarra, bæði ófaglærðra og þeirra sem minni af- skipti hafa af barninu. Netfundir eru haldnir á 4–6 vikna fresti, og er markmiðið að taka sam- eiginlegar ákvarðanir um þjónustu fyrir barnið og fjölskyldu þess. Í því felst að samræma aðferðir og þjálf- un í umhverfi barnsins, þannig að allir séu meðvitaðir um þær áherslur sem verið að að vinna að. Þátttak- endur eru 4–5 og eru það aðilar sem standa barninu næst s.s. foreldrar, starfsfólk í skóla og aðili frá Svæð- isskrifstofu. Einu sinni til tvisvar á ári eru haldnir stærri netfundir og þeir aðilar sem standa fjær barninu einnig boðaðir. Þeir fundir eru ætl- aðir sem upplýsingafundir. Aðferðir Irene voru kveikjan Guðmunda Jónsdóttir og Hannes Heiðarsson eru foreldrar Helgu Bjargar, 8 ára stúlku með Downs- heilkenni. Þau kynntust aðferðum Irene Johansson málfræðings fyrir fjórum árum er þau ásamt Freydísi Guðmundsdóttur, þroskaþjálfa á Svæðisskrifstofu Vesturlands, sóttu fyrirlestra hjá henni. Guðmunda segist afar ánægð með þessar að- ferðir og netvinnuna í heild. ,,Í raun- inni þyrfti að vinna svona með hverju einasta barni, ekki bara fötl- uðum. Þegar allir vinna að sömu markmiðum, bæði heima og í skóla, verður árangurinn meiri,“ segir Guðmunda. ,,Ég er líka mjög ánægð með dagbókina sem er upphaflega hugmynd frá Irene, en við segjum frá með myndmáli í dagbók þannig að Helga Björg á auðveldara með að muna og segja frá því sem hún hefur verið að gera bæði heima og í skól- anum.“ Freydís segir að aðferðir Irene Johansson, þar sem foreldrar hafi mikil áhrif á málþjálfun, hafi ýtt undir sannfæringu þeirra um net- vinnu. ,,Í ráðgjafahlutverkinu höfum við aðlagað þessar aðferðir og þessa heildarsýn sem við leggjum mikið upp úr í starfi með fötluðum og að- standendum þeirra,“ segir Freydís og bætir við að ferlið hafi farið af stað til þess að nýta kraft foreldra betur í áætlunargerð. „Við teljum að reynslan af þessum netum sé mjög góð á Vesturlandi. Einn kosturinn er ennfremur að minni röskun á sér stað þegar starfsmenn hætta og aðr- ir taka við, þar sem ávallt eru aðilar í netinu sem geta miðlað reynslu. Stærsti kosturinn er þó hlutur for- eldra og áhrif þeirra á líf barna sinna.“ Borgarnes Morgunblaðið/Guðrún Vala Hér gefur Guðmunda Jónsdóttir nýfæddum syni sínum brjóst á meðan Helga Björg, stóra systir hans, vinnur heimanámið. Allir vinna að sömu markmiðum SÍMINN hélt nýlega ráðstefnu á Egilsstöðum undir yfirskriftinni „Í snertingu við Austurland“. Þar var kynnt þjónusta fyrirtækisins og nýjungar á sviði fjarskipta hvað varðar síma- og netlausnir. Meðal þess sem fjallað var um var Centrex, samruni á farsíma og talsíma í gegnum sýndareinkasím- stöð, IP- og víðnetslausnir og Tel- Log-símaeftirlitskerfi sem tengir saman notanda og fjarskiptakerfi og er einkum notað af sjómönnum. Þá var kynnt boðunarkerfi sem Síminn hefur þróað og kallast Boði og ný þjónusta sem kom fyrst fram á Agora-ráðstefnunni og nefnist Boxið. Þá er öllum skilaboðum sem viðskiptavini berast í tölvu, á faxi eða í síma safnað saman á einn stað. Gengur vel að koma ADSL- og ISDN-kerfunum í gagnið Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Þór Sigbjörnssyni, þjón- ustustjóra Símans á Austurlandi, og Heiðrúnu Jónsdóttur, forstöðu- manni upplýsinga- og kynningar- mála fyrirtækisins, er uppbygging ADSL-háhraðanetsambands á Austurlandi komin vel á veg. Búið er að tengja Egilsstaði, Reyðar- fjörð, Neskaupstað, Eskifjörð og Höfn, en Vopnafjörður, Seyðisfjörð- ur og Fáskrúðsfjörður eru á áætlun fyrir árið 2003. Hvað varðar ISDN-tengingar er stefnt að því að setja upp stöðvar á Iðavöllum, Skriðuklaustri, í Lóni, Berufirði og við Fagurhólsmýri fyr- ir eða í kringum áramót. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar nýjar GSM-stöðvar verða sett- ar upp á næsta ári. Þó verður sett- ur upp nýr sendir á Seyðisfirði sem mun virka fyrir nýja ferju Norrönu sem kemur til landsins á vori kom- anda. Síminn kynnir sig á Austur- landi Egilsstaðir Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála Sím- ans, stjórnaði ráðstefnu um þjón- ustu fyrirtækisins sem haldin var nýlega á Egilsstöðum. BÖRNIN í þriðja bekk Flúðaskóla, sextán talsins, fóru í fjósaskoðun að Dalbæ í Hreppum fyrir skömmu undir öruggri stjórn kennara síns, Hrannar Harðardóttur. Þó að þau séu sveitabörn eru ekki kýr heima hjá nema þriðjungi þeirra. Þau fengu einnig að halda á ungum ný- skriðnum úr eggjum í kjúklinga- búinu á nágrannabænum Miðfelli og voru að vonum ánægð með þessa vettvangskönnun. Í fjósaskoðun að Dalbæ Flúðir Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds RAFMAGNSSTAURAR eru sjald- an til augnayndis þó að þeir séu nauðsynlegir þar sem ekki er búið að setja rafmagnið í jörð.Vonandi heyra þeir brátt sögunni til. Það er þó ekki hægt að segja ann- að en að þessi rafmagnsstaur á myndinni sé til prýði þar sem topp- urinn á honum ber við sólarglætuna sem sést í gegnum skýjaflókana. Fagradal Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sólin og rafmagnið hvort tveggja sterkir aflgjafar. Rafmagns- staurar stundum til prýði ELDRI deild grunnskólans á Þórshöfn sýndi söngleikinn „Wake me up before you gogo“ eftir Hallgrím Helga- son á árshátíð sinni og var það hin besta skemmtun. Steinunn Guðnadóttir, sem einnig kennir við grunnskól- ann, leikstýrði verkinu og náði fram því besta í hverjum og einum, en leikgleði ung- linganna var mikil. Krakkarnir fóru á kostum í þessum söngleik og greini- legt að mikil vinna liggur að baki vel heppnuðu verki. Kaffiveitingar voru í hléi en allur ágóðinn rann í ferðasjóð eldri deildarinnar. Morgunblaðið/Líney Sigurðard Eldri deild grunnskólans á Þórshöfn sýndi söngleikinn „Wake me up be- fore you gogo“ eftir Hallgrím Helgason á árshátíð sinni og það var hin besta skemmtun. Steinunn Guðnadóttir, sem einnig kennir við grunnskól- ann, leikstýrði verkinu og náði fram því besta í hverjum og einum en leik- gleði unglinganna var mikil. Krakkarnir fóru á kostum í þessum söngleik og greinilegt að mikil vinna liggur að baki vel heppnuðu verki. Kaffiveit- ingar voru í hléi en allur ágóðinn rennur í ferðasjóð eldri deildarinnar. Söng- leikur á skóla- árshátíð Þórshöfn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.