Morgunblaðið - 05.12.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.12.2002, Qupperneq 27
miðlun listaverka í opinberar stofn- anir og sendiráð erlendis. Kannski ráð að breyta nafni safnsins í; Leigu- miðlun ríkisins á listaverkum. Brota- brot eignarinnar sýnt nokkrum sinn- um á ári í monthúsinu kæra við Tjörnina, þá ekki er verið að kynna erlenda list … Fölsunarmálið Væri vel ef ofanskráð opnaði augu einhverra fyrir því að fölsunarmálið eitt sér ber ekki höfuðábyrgð á tak- markaðri og minnkandi sölu á lista- verkum og jafnframt lækkandi verði á þeim, ekki síst sígildu módernist- unum, Ásgrími, Jóni Stefánssyni og Kjarval, að stórum hluta ógagnsæi innlendrar myndlistar. Almenningur hefur enga möguleika á að nálgast marktæka yfirsýn þróunar hennar á einum stað, augliti til auglitis, jafnt verk eldri tímaskeiða, sígildra mód- ernista og allar götur fram á daginn í dag. Hins vegar er sem fyrr nóg um beturvitandi og réttkjörna leiðbein- endur um hina einu og sönnu tólg í þeim efnum og fer fjölgandi, for- sjárhyggjan á fullu. En öll heilbrigð listmiðlun byggist á fjölbreytni, sveigjanleika og gagnsæi en síður miðstýringu, og gild menntun á list- hugtakið gengur út á margt fleira en einhverjar afmarkaðar prófgráður úr skólum þótt þær séu allrar virðingar verðar. Vel að merkja ekki ein heldur sex hliðar á teningnum. Fleiri eru listfróðir en þeir sem skarta sögutitl- inum, þ.e. listsögufræðingar, til að mynda próflausir en listlærðir, sem upp á frönsku hafa hlotið sérheitið „connaiseur d’art“, sem útleggst skyngóður maður á hlutina, að ekki sé minnst á listamennina sjálfa. Skap- ar ranghugmyndir og jaðrar við föls- un í jafnóupplýstu þjóðfélagi um þessi mál að nota fagnafnið listfræð- ingur og sleppa sögutitlinum, ef sagn- fræðin er meginás menntunar- grunnsins. Þegar þeim afmarkaða grunni sleppir getur yfirsýnin verið harla lítil. Listin býður upp á símenntun allt lífið eigi viðkomandi ekki að staðna, einkum á tímum hraða og hverfullar framvindu, veigurinn felst í því að melta hlutina en láta ekki umskipti og dægurflugur byrgja yfirsýn. Þótt of- vöxtur færist í trjástofn, greinar hans og lauf, er öll framvindan komin und- ir rótinni og safaríkri grómoldinni, sem heila sköpunarverkið sækir nær- ingu til. Menn stunda ekki falsanir nema jarðvegur sé fyrir þeim og því frjó- samari sem hann er má búast við sýnilegri og umfangsmeiri athöfnum eins og hér virðist hafa gerst. Má full- yrða að óvíða á byggðu bóli hafi skil- yrðin verið betri, grómoldin ríkari af náttúrulegri virkt en hér á landi. Or- sökin mikið til náttmyrkur fáfræði í flestum atriðum sem skara sjón- menntir, einkum listiðnaði, hönnun, arkitektúr og myndlist. Mennt- unargrunni, sem þeir er landinu hafa stjórnað frá upphafi fullveldis og lýð- veldis hafa troðið á og vanrækt með bóknámið eitt að leiðarljósi. Hef áður skilgreint þetta bak og fyrir í pistlum mínum og endurtek fæst hér, en hef sjaldan verið sannfærðari nú er kosn- ingar eru ekki langt undan. Engir flokkanna sýna lit í að móta hér nýja og metnaðarfulla heildarstefnu er taki mið af þróuninni í Evrópu og öðr- um heimsálfum, slíkt er andlegt ris þeirra ekki. Þvert á móti virðast stjórnmálaflokkarnir hafa blásið til sóknar með aðför að verðgildi lista- verka með því að setja samasem- merki við listaverk, innréttingar og lausamuni. Hér dugir engan veginn að þenja raddböndin og tala um menningarhús á landsbyggðinni, sem eru jafnlangt undan og fyrir fjórum árum, né sameining listaskólanna, dubba í spariföt um leið og fjárveit- ingar til þeirra munu hafa verið skornar niður í heildina litið og ýms- um mikilvægum grunnatriðum sjón- mennta rutt út af borðinu. Hið eina sem dugir er að ábyrgir geri sér grein fyrir að andlega fóðrið, ekki síst á vettvangi skapandi at- hafna, telst jafnmikilvægt hinu efn- islega. Líkast til mikilvægara í ljósi þróunarinnar, því að öðrum kosti væri ekkert til sem héti homo sapi- ens, (dýra)tegundin maður, því síður homo sapiens sapiens, hinn vitiborni maður. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 27 V I L A VERÐUR OPNUÐ Í DAG Í SMÁRALIND FRÁBÆR OPNUNARTILBOÐ V I L A SMÁRALIND, 2. hæð, s. 544 4567 Toppur kr. 1.990 Buxur kr. 3990 INDY SÍÐ SKYRTA kr. 990 FASHION BOLUR kr. 990 EFE BOLUR kr. 990 MIKADO PEYSA kr. 1.490 PRIME BUXUR kr. 1.990 HRAFNHILDUR Arnardóttir er útskrifuð úr málaradeild MHÍ 1993 og hélt síðan til framhaldsnáms við School of Visual Arts MFA, New York þar sem hún er nú búsett og starfar. Hún hefur tekið þátt í mörg- um samsýningum og uppákomum en þetta er þriðja einkasýning hennar. Viðfangsefni hennar og efniviður hafa verið af ýmsum toga, 1998 sýndi hún teikningar af ætt sinni, Laugarvatns- ættinni, í Nýlistasafninu, nú er hé- góminn viðfangsefni hennar. Fáfengileikinn hefur birst í ýmsum myndum í listasögunni. Páfuglar voru tákn fáfengileikans á málverkum fyrri alda og á sautjándu öld í Hol- landi voru málverk sem kölluð voru vanitas sérstaklega vinsæl. Það voru kyrralífsmyndir þar sem hver hlutur átti að sýna hverfulleika mannlegrar tilveru, á þeim voru hauskúpur ómiss- andi þáttur. Nú hefur Hrafnhildur innréttað Gallerí Hlemm sem Helgi- dóm hégóma síns, samkvæmt titli sýningarinnar. Þar hefur hún teppa- lagt gólf og veggi og sýnir þrjár ljós- myndir auk teppalagðra sýningar- stalla og verðlaunagrips. Ljósmyndirnar sýna loðna ísbjarna- fætur, hárlausa fótleggi og buxna- klæddan afturenda og búa yfir skemmtilegum húmor. Í lítilli sýning- arskrá er að finna sérstakan og skemmtilegan texta sem bætir heil- miklu við verk Hrafnhildar. Hann er skrifaður af Agga Egga og Sigurdar- son, frekari grein á þeim sem skrifa hann eru ekki gerð, hvernig sem á því stendur því þegar textinn er lesinn á sýningunni verður hann sterkur og áhrifamikill þáttur innan hennar. Hann á þónokkurn þátt í því að skapa óræðan samruna ytra neyslusam- félags og innri veraldar sem er sýn- ingunni mjög til góða. Í textanum er minnst á fyrirbærið ákafa hégóma- röskun, eða Intense Vanity Disorder. Þessi svonefnda hégómaröskun er hnyttilega til fundin hjá Hrafnhildi, án efa þjáumst við öll af henni, nafnið er afar trúverðugt. Upphafsmaður patafýsiskra fyrirbæra, þ.e. heima- tilbúinna útskýringa á ýmsum vís- indalegum fyrirbærum, Alfred Jarry, hefði verið ánægður með þetta. Innsetning Hrafnhildar er að nokkru leyti í anda hugmynda efnis- hyggjutímabils í listum síðustu aldar, níunda áratugarins þegar listamenn eins og Jeff Koons voru stjörnur í list- heiminum en skúlptúrar hans af lags- konunni Kikkólínu voru vissulega há- mark hégómleikans. Hjá Hrafnhildi er þó einnig að finna aðra hugsun sem sker sig frá þannig verkum. Samspil ljósmyndanna og myndefnið búa yfir þáttum sem ekki liggja í augum uppi við fyrstu sýn. Það er eitthvað dul- arfullt við þessa fótleggi á hvolfi í gryfjunni, tóm sætin umhverfis skapa andrúmsloft sem minnir á atriði úr mynd eftir David Lynch, sömuleiðis eru ísbjarnarfæturnir uppstoppuðu skringilega dapurlegir. Þessi óræði þáttur sem myndirnar búa yfir gera innsetninguna áhugaverða og opna hana fyrir fleiri túlkunarmöguleikum en þeim sem titill sýningarinnar gefur til kynna. Strangflatarrassinn má einnig skoða á fleiri en einn hátt, til dæmis með tilliti til þess hversu rass- inn er oft mikilvægur þáttur í sjálfs- mynd ungra kvenna, eins minna köfl- urnar á strangflatarmálverk. Þessi svonefnda ákafa hégóma- röskun er frjór jarðvegur fyrir fleiri verk í þessum dúr og þarna gæti Hrafnhildur hafa fundið verkum sín- um ákveðinn farveg, sem vert er að fylgja eftir. MYNDLIST Gallerí Hlemmur Til 8. desember, sýningin er opin miðviku- daga til sunnudaga frá kl. 14–18. BLÖNDUÐ TÆKNI, HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR Dýpt hégómans Ragna Sigurðardóttir Ljósmynd á sýningu Hrafnhildar Arnardóttur í Gallerí Hlemmi. O GUNNARSSTOFNUN efndi til ljóðakeppni austfirskra barna í 1.–7. bekk grunnskóla og var þem- að Grýla. Alls bárust um 260 ljóð en dómnefnd valdi fjögur til verðlauna á Grýlugleði sem haldin var á dög- unum í Gunnarsstofnun. Verðlaunaskáldin eru: Hrefna Ingólfsdóttir í 7. bekk Grunnskól- anum á Breiðdalsvík, Ásta Steinunn Eríksdóttir í 6. bekk Hafnarskóla, Steinunn Rut Friðriksdóttir í 4. Verðlauna- ljóðin má lesa á heimasíðu Gunn- arsstofnunar: www.skridu- klaustur.is. Á myndinni eru verðlaunahaf- arnir (f.v): Hrefna Ingólfsdóttir, Steinunn Rut Friðriksdóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéð- insdóttir. Ásta Steinunn Eiríksdóttir var fjarver- andi er myndin var tekin. bekk Egilsstaðaskóla og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir í 7. bekk Fellaskóla. Ljóðakeppni á Grýlugleði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.