Morgunblaðið - 05.12.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.12.2002, Qupperneq 37
gjörar villigötur. Uppalandi sem not- ar aðferðina og hefur skýrt hana út fyrir barninu fer öðruvísi að. (Ef til vill má segja að „einn“ merki gult spjald, „tveir“ tvö gul spjöld, og „þrír“ rautt spjald og skerðingu.) Samtalið um súkkulaðið gæti því orðið svona: „Má ég fá súkkulaði?“ „Nei, væna mín.“ „Af hverju ekki?“ „Af því við borðum eftir smástund.“ „Já, en mig langar í súkkulaði.“ „Þetta er 1.“ „Þú gefur mér aldrei neitt!“ „Þetta er 2.“ „ÞÁ DREP ÉG MIG OG STRÝK SVO AÐ HEIMAN!!“ „Þetta er 3, farðu inn í herbergi í fimm mínútur.“ (bls. 36). Uppalandinn stóð sig vel og má bú- ast við því að þegar barnið er orðið vant þessari aðferð og festunni á bak við hana, að barnið verði fljótara að hlýða. 1-2-3 í skólastofunni Kennarahópar í Bandaríkjunum hafa beitt aðferðinni, með góðum ár- angri, og er 1-2-3 aðal-agakerfið í mörgum leik- og grunnskólum. Fimmti kaflinn í bókinni Töfrar 1-2-3 er helgaður skólastofunni. En ef börn eiga að geta lært eitthvað í skólanum verður agi að ríkja í skólastofunum. Mælt er með því að byrja að nota aðferðina á haustin, þótt það sé ekki nauðsynlegt. Mikilvægt er að hafa samráð við börnin um hvað beri að skrá og telja. Málin eru rædd og börnin hjálpa til með að búa til lista yfir æskilega hegðun og óæskilega, hverju beri að hætta og hverju að byrja á. Þrír merkir skerðingu og getur það hjá yngri börnum t.d. merkt að þau þurfi að sitja um stund afsíðis og hjá þeim eldri að þau missi t.d. fimm mínútur af löngu frímínút- unum eða þurfi að sitja eftir, eða missi af einhverju skemmtilegu sem bekkjarfélagar fá að gera. Þögli fingurinn Ef barn hegðar sér illa í bekknum heldur kennarinn upp fingri og segir að þetta sé 1. Sumir kennarar verða svo leiknir að telja að þeim nægir að líta á barnið og rétta upp fingur eins og við á. Þessi aðferð er oft kölluð þögli fingurinn. (166). Höfundur aðferðarinnar virðist vilja að eitthvað gerist umsvifalaust eftir að kennari hefur talið upp að þremur. Þá er barninu t.d. sagt að fara til hliðar og hugsa sinn gang. Hann segir að margir kennarar láti þessa stund vara í fimm mínútur en ekki nema tvær eða þrjár fyrir leik- skólabörn. Ef barnið neitar að fara er litið á það sem meiriháttar agabrot og hægt að senda það til skólastjórans, og það missir einhver réttindi. Munurinn á foreldrum og kennur- um varðandi agann er að foreldrar þurfa ekki að halda aga á tuttugu krökkum heima hjá sér allan daginn. Kennarinn þarf hinsvegar að fylgjast með heilum bekk og hann þarf að vera með agakerfið sem hann beitir vel skráð fyrir hvern og einn nem- anda. Og þó! Vonandi eru ekki nema tveir til þrír „ólátabelgir“ í hverjum venjulegum bekk, og vonandi eru þeir ekki óþekkir nema í skamma stund tvo daga vikunnar. Ef svo er ekki þarf kennarinn aðstoð og handleiðslu. Hin dýrmæta kennslustund Kennarar í Bandaríkjunum hafa nefnt kostina við 1-2-3 aðferðina. Þar er m.a. nefnt að hún er öllum auðlærð og auðskilin; börnum, foreldrum og kennurum. Hægt er að hafa betra skipulag í skólastofunni ef ljóst er hvaða reglur gilda og hvernig aga er framfylgt. Börnin bregðast einnig betur við ef þau vita nákvæmlega af- leiðingar hegðun þeirra. (170). Segja þeir að aðferðin sé svo bein- skeytt og einföld að hinn dýrmæti og takmarkaði tími sem tiltækur sé fyrir lærdóminn glatist ekki þegar henni er beitt rétt. Kennarinn fellur ekki í þá gryfju að fara að spjalla um vilja sinn og ákvarðanir við barnið, sann- færa það um að rétt sé að gera X eða hvaðeina annað sem kennarinn hefur fyrirskipað. Einnig á aðferðin að koma í veg fyrir reiði barnsins. „Tala-sannfæra-þræta-skammast- ferlið“ kemur ekki til greina í kennslustofu. Ef kennari gleymir sér í þjarki við einhvern nemanda, verða hin börnin óróleg og bekkurinn að lokum alveg stjórnlaus. Kennari hef- ur sagt að 1-2-3 aðferðin í skólastof- unni geri honum kleift að vera með aga á þann hátt að nemendur haldi reisn sinni. „Stöðugt er verið að taka á agabrotum og ekki er farið með þau eins og börnin séu annars flokks manneskjur né heldur eins og um persónulega móðgun sé að ræða. Reglurnar um ekkert tal og engan æsing verða til þess að börnunum finnst þau ekki niðurlægð þegar verið er að aga þau.“ (172). Börn sem beita brögðum Börn beita brögðum þegar þeim eru settar skorður, þau lúffa ekki og hlýða umhugsunarlaust, heldur kanna hvort sett mörk standist. Erfið börn sýna kennurum sínum og uppal- endum smáskammta af áreiti, ógnun- um og pínu píslarvætti og búast við góðum árangri, en bera sem betur fer lítið úr býtum því búið er að gera og flokka þessa hegðun. Barnið gerir til- raunir til að losna undan aganum og villa um fyrir uppalandanum. Meginmarkmið barnsins með því að ögra er að reyna að ná undirtök- unum og fá það sem það vill. Gangi það ekki, reynir það hefnd. Krakkar nota sex ráð við fullorðið fólk til þessa: 1. síbyljusuð sem allir þekkja, 2. ógnun; árás samfara reiðikasti, 3. hótun; „ég skal aldrei tala við þig aft- ur!“ 4. píslarvætti; situr inn í skáp langtímum saman, gráta til að kalla fram sektarkennd, 5. smjaður; reynir að láta uppalanda líða vel í stað þess að gera honum lífið leitt (aldrei til friðs nema þegar það vill eitthvað). 6. uppsteytur; barni sem eru settar skorður brýtur og bramlar, ræðst á viðkomandi eða hleypur burt. (78). Agaður texti Algengustu ráðin eru þó suð, ógn- un og píslarvætti. Í kennslustofunni er smjaður og píslarvættið algengt en ógnun og líkamlegir tilburðir fáséðari en vissulega þekkt. Í bókinni er svo fjallað um hvernig beita má 1-2-3 aðferinni í leikskólum, í kennslu yngri barna í grunnskólum og eldri barna. Þá er fjallað um ýmsa aðra þætti eins og sjálfstraust, hvern- ig ýta má undir góða hegðun, og hvernig náð er stjórn á ótækri hegð- un. Textinn er agaður og aðferðin auðsjáanlega fáguð, þannig að búið er að kasta öllu sem virkar ekki. Þetta er atferlistækni sem vert er fyrir kenn- ara að kynna sér og ef til vill að gera tilraunir. Morgunblaðið/Ómar Agi í íslenskum grunnskólum hefur verið í umræðunni undanfarin ár. Að- ferðir atferlisstefnunnar hafa verið að ryðja sér til rúms. MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 37 alltaf á föstudögum JÓLABOMBA! 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM! FRÁ FIMMTUDEGINUM 5. DES. TIL LAUGARDAGSINS 7. DES. Opið mán.-fös. 12-18, lau. 10-16. SUÐURLANDSBRAUT 54 – Sími 533 3109 Margar þekktustu söngperlur Íslands og Evrópu í frabærum flutningi óperusöngvaranna Þóru Einarsdóttur og Björns Jónssonar. Lög eftir Schumann, Richard Strauss, Grieg og Siebelius, Sigfús Einarsson, Pál Isólfsson og Bjarna Böðvarsson. ilvalin gjöf fyrir alla unnendur sígildrar tónlistar T SÖNGPERLUR ÍSLANDS OG EVRÓPU guhe@mbl.is ’ Sumir kennararverða svo leiknir að telja að þeim nægir að líta á barnið og rétta upp fingur eins og við á. Þessi aðferð er oft kölluð þögli fingurinn. ‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.