Morgunblaðið - 05.12.2002, Síða 38
UMRÆÐAN
38 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BORGARFULLTRÚAR Sjálf-
stæðisflokksins lögðu fram tvær til-
lögur á fundi borgarstjórnar 21.
nóvember sl. Báðar tillögurnar lúta
að skólamálum, önnur vegna stað-
festra tilvika um neyslu og sölu
fíkniefna í grunnskólum en hin snýr
að ytra skipulagi skólamála. Tillög-
urnar voru báðar samþykktar sam-
hljóða í borgarstjórn og er þegar
hafin vinna við að fylgja eftir fyrri
samþykktinni. Hún er þó ekki til-
efni skrifa minna að þessu sinni.
Skólahverfi
Við sjálfstæðismenn leggjum til
að Reykjavíkurborg verði skipt í
skólahverfi og er tilgangurinn að
efla samstarf skólastjórnenda,
kennara, foreldra og nemenda. Í
hverju skólahverfi verði skólaráð
með fulltrúum þessara aðila í stað
fræðsluráðs og leikskólaráðs eins
og nú er. Reykjavíkurborg er ein-
ungis eitt skólahverfi en lögin
heimila borgarstjórn að skipta
henni í fleiri skólahverfi enda eru
um 120 leik- og grunnskólar í borg-
inni.
Of mikil fjarlægð
Nýlegar kannanir sýna að of
mikil fjarlægð er á milli þeirra sem
móta stefnuna í skólamálum borg-
arinnar og þeirra sem vinna eiga
eftir henni. Fræðsluráð Reykjavík-
ur er skólanefnd samkvæmt lögum
um grunnskóla frá 1995 og fer með
málefni grunnskóla borgarinnar.
Hún er því yfirstjórn þessa stóra
og viðkvæma málaflokks. Skóla-
nefndir í öðrum sveitarfélögum eru
eðli málsins samkvæmt með færri
skóla undir sínum verkahring. Þar
eru mun meiri líkur á að skóla-
nefndarmenn hafi farið í viðkom-
andi skóla og eigi auðveldara með
að sinna lögbundnu hlutverki sínu
sem er m.a. að fylgjast með námi,
kennslu og gerð skólamannvirkja í
skólahverfinu og senda sveitar-
stjórn tillögur til úrbóta. Við sem
sitjum í fræðsluráði fáum að sjálf-
sögðu upplýsingar frá embættis-
mönnum Fræðslumiðstöðvar, t.d.
yfirlit yfir vetrarleyfi í skólum og
upplýsingar um skólasetningu og
skólaslit. En við getum engan veg-
inn sagt að við þekkjum það starf
sem fram fer í öllum skólum borg-
arinnar. Ég hef það þó líklega fram
yfir aðra fræðsluráðsfulltrúa að ég
hafði áður en ég tók þar sæti heim-
sótt flesta grunnskóla borgarinnar
og yfir 80% grunnskóla á landinu
öllu. Ég sannfærð um að allir í
fræðsluráði vilja fara að ákvæðum
grunnskólalaga um hlutverk skóla-
nefnda en fullyrði jafnframt að eins
og málum er nú háttað er okkur
það illkleift. Fræðsluráð skortir
nauðsynlega yfirsýn til að sinna
hlutverki sínu sem stjórn og eft-
irlitsaðili með grunnskólum borg-
arinnar.
Samstarf heimila og skóla
Sem kennari veit ég hve gott
samband við foreldra nemenda
skiptir miklu máli. Gott og jákvætt
umtal heima fyrir skilar sér inn í
skólastofuna. Í lögum um grunn-
skóla og Aðalnámskrá grunnskóla
birtist stefna ríkisins um samstarf
heimila og skóla. Í Aðalnámskrá
segir að frumábyrgð á uppeldi og
menntun hvíli á foreldrum en hlut-
ur grunnskólans felist einkum í því
að sjá nemendum fyrir formlegri
fræðslu og taka þátt í félagslegri
mótun þeirra. „Þetta sameiginlega
verkefni heimila og skóla kallar á
náin tengsl, gagnkvæmt traust,
gagnkvæma upplýsingamiðlun,
samábyrgð og samvinnu.“
Auðvitað snýst samstarf heimila
og skóla að stórum hluta um ein-
staka nemendur, en flutningur
grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga
gaf nýja möguleika á þessu sam-
starfi. Björn Bjarnason flutti erindi
á foreldraþingi Heimilis og skóla í
desember 2001 í tíð sinni sem
menntamálaráðherra og sagði þá
m.a.: „Með flutningi grunnskólans
til sveitarfélaganna hefur hlutverk
foreldra gagnvart skólanum tekið á
sig nýja mynd. Þar vísa ég ekki að-
eins til nýrra laga um grunnskólann
og ákvæða þar um hlut foreldra
heldur einnig þeirrar staðreyndar,
að með flutningnum var valdinu
dreift. Skólarnir standa nú stjórn-
arfarslega nær borgurunum en áð-
ur. Þeir eiga því að geta haft meira
um þá að segja.“ Fræðsluráð
Reykjavíkur og þær ákvarðanir
sem þar eru teknar eru hins vegar
langt frá því að vera miklu nær
borgurunum en á meðan málaflokk-
urinn var alfarið í höndum ríkisins.
Við höfum núna tækifæri og raun-
hæfa möguleika til að stíga næsta
skref og skipta Reykjavík í skóla-
hverfi þannig að um raunverulega
valddreifingu verði að ræða og við
getum kinnroðalaust sagt að skól-
inn sé nær borgurunum en áður.
Nánari tengsl leik-
og grunnskóla
Tillagan felur einnig í sér að leik-
skólaráð og fræðsluráð verði sam-
einuð en slík heimild liggur fyrir í
sveitarstjórnarlögum. Er þarna
kærkomið tækifæri til að efla allt
samstarf á milli skólastiganna og
eyða þeirri tortryggni sem því mið-
ur gætir stundum þeirra á milli.
Góðar undirtektir
SAMFOK, samband foreldra-
félaga og foreldraráða í grunnskól-
um Reykjavíkur, vill að skoðað
verði af alvöru að skólanefnd verði í
hverjum skóla eða borgarhluta því
markmiðið sé að stytta fjarlægðina
frá skólanefnd að hverjum skóla. Á
fundi fræðsluráðs 25. nóvember sl.
tóku fulltrúar kennara einnig undir
þá hugmynd að skólanefndum verði
fjölgað af því að þar með aukist
möguleikar kennara á að hafa áhrif
á stjórn skólamála. Stjórnkerfis-
nefnd borgarinnar var falið að
vinna að frekari úrvinnslu tillög-
unnar og vænti ég mikils af henni.
Skilvirkt skipu-
lag skólamála
Eftir Guðrúnu Ebbu
Ólafsdóttur
Höfundur er borgarfulltrúi og
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
fræðsluráði.
„Tillagan fel-
ur einnig í
sér að leik-
skólaráð og
fræðsluráð
verði sameinuð.“
KIRKJUGARÐASAMBAND Ís-
lands hefur ráðist í það verkefni að
safna saman öllum legstaðaskrám á
landinu og skrá þær inn á einn
gagnabanka og gengur sú vinna vel.
Vefurinn gardur.is hefur verið settur
á laggirnar og eru nú komin tæplega
80 þúsund nöfn látinna inn á gagna-
bankann og eru þau nöfn frá rúm-
lega 90 kirkjugörðum víðs vegar af
landinu og eru skrárnar frá mismun-
andi tíma eftir því hvaða kirkjugarð-
ur á í hlut. Í legstaðaskránni er hægt
að leita á marga vegu. Hægt er að
leita í ákveðnum garði, eftir nafni,
fæðingardegi o.s.frv. Ef leitað er eft-
ir nánari upplýsingum um einstak-
linginn má smella á nafn viðkomandi
og fást þá ítarlegri upplýsingar s.s.
legstaður, útfarardagur og kort af
kirkjugarðinum.
Við þróun vefjarins kom sú hug-
mynd upp að gefa aðstandendum
kost á að senda inn ítarefni um látna
ættingja sína, ásamt mynd eða
myndum. Þessari hugmynd hefur
verið vel tekið og hefur Kirkjugarða-
sambandið samið við Morgunblaðið
um að það láti í té helstu ævidrög
einstaklinga og mynd, ef aðstand-
endur óska þess. Útfararstjórar og
prestar hafa og sýnt þessu framtaki
áhuga og samið hefur verið við þá um
að kynna þessa nýju þjónustu við
undirbúning útfara.
Hversu hratt það gengur ræðst af
því hvernig heimamenn bregðast við.
Innan skamms tíma mun gardur.is
væntanlega verða gríðarlega verð-
mætt gagnasafn um látna Íslend-
inga, einskonar þjóðskrá látinna.
Það er von stjórnenda Kirkju-
garðasambandsins að Íslendingar
taki þessu framtaki opnum örmum
og leggi sig fram við að koma inn
upplýsingum um ástvini sína og for-
feður. Allar upplýsingar er að finna á
gardur.is og á skrifstofu Kirkju-
garða Reykjavíkur í síma 585-2700
og á skrifstofu Kirkjugarða Akur-
eyrar í síma 462-2613.
Látið minn-
inguna lifa!
Eftir Þórstein
Ragnarsson
Höfundur er formaður Kirkjugarða-
sambandsins.
„Kirkju-
garða-
sambandið
mun á næstu
mánuðum
skrá alla látna á landinu
frá 1. janúar 2000 inn í
gagnabanka.“
TÍMA Íslendingar ekki að sinna
eigin menningararfi? Vandræða-
gangi stjórnvalda vegna Þjóðminja-
safnsins ætlar seint að linna. Fyrir
fjórum árum, þegar loks var búið að
gera við húsið að utan svo það var
orðið vatns- og vindhelt, var gripum
safnsins komið fyrir í framtíðar-
geymslum. Yfirvöld sáu hinsvegar
ekki aðra leið til að brunaverja þetta
löngu tímabæra húsnæði en að klípa
tugi miljóna af byggingarfé safnsins.
Sama ár var starfsliðinu skipað burt
úr safnhúsinu því nú átti að loks að
endurbæta þessa lýðveldisgjöf þjóð-
arinnar að innan og setja upp nýja
grunnsýningu með úrvali þessa
menningararfs. Ætlunin var að ljúka
því starfi á árunum 1998 og 1999 opna
húsið aftur á menningarárinu 2000.
Framkvæmdasýsla ríkisins skipaði
sérstaka byggingarnefnd ofhlaðins
fólks til að hafa umsjón með verkinu í
stað þess að láta stjórn safnsins sjálfs
annast það sem vitaskuld hefði haft
meira vit og áhuga en aðrir til að
knýja verkið áfram. Eftir fjögur ár er
enn ekki búið að ganga frá húsinu að
innan, en ótaldir verktakar, nefndir
og arkitektar virðast hafa fengið að
nýta verkefnið sem mjólkurkú. Þegar
húsið verður loks afhent, tekur
minnst sex mánuði, jafnvel heilt ár,
að koma sýningargripum fyrir með
öllum þeim tæknibúnaði sem nútím-
inn krefst.
Þvílíkt ráðslag er ekki einsdæmi í
breytni stjórnvalda við menningar-
arfinn eftir að Ísland varð fullvalda
ríki. Sem dæmi skal tekin útgáfa Ís-
lensks fornbréfasafns, eins mikilvæg-
asta heimildabrunns um sögu lands
og þjóðar. Að frumkvæði Jóns Sig-
urðssonar var því verkefni hleypt af
stokkunum árið 1857, og fram til full-
veldis voru gefin út tíu hnausþykk
bindi, alls á níunda þúsund blaðsíður.
Á árunum milli stríða tókst enn að
gefa út fjögur bindi en aðeins tvö síð-
an Ísland varð lýðveldi og ekkert frá
1972 eftir að Ísland varð eitt af efn-
uðustu ríkjum heims miðað við höfða-
tölu. Nokkur bindi hafa þó legið
hálfbúin til prentunar í hartnær átta
áratugi frá hendi Jóns Þorkelssonar
fyrrum þjóðskjalavarðar.
Hver er skýring þess að unnt var
að vinna að slíku stórvirki meðan Ís-
lendingar voru fátækir, en ekki eftir
að þeir urðu velmegandi? Hún virðist
helst sú að áður komu danskir pen-
ingar til verkefnisins, en íslensk
stjórnvöld tímdu ekki að halda því
áfram eftir að þeim óx fiskur um
hrygg. Þetta á við á fleiri sviðum. Ís-
lendingar reistu af litlum efnum
Safnahúsið fallega við Hverfisgötu,
og dálítill kippur kom við stofnun lýð-
veldisins árið 1944 þegar Alþingi
ákvað að reisa sérstakt hús yfir Þjóð-
minjasafnið. Starfsemin innan þess
húss hefur á hinn bóginn lengstum
verið hornreka í kerfinu. Stjórnvöld
hafa önnur gæluverkefni. Nýjasta
fjárlagafrumvarp virðist ætla að
hökta í sama farinu.
Undirritaður hefur aldrei verið í
hópi þeirra sem langar til að ganga
inn í eitthvert púkalegt stórríki á
borð við ESB eða USA með þeirri
andlegu þröngsýni sem almenningur
í slíkum fjölveldum virðist einatt of-
urseldur. En sú undarlega hugsun
skýtur samt óneitanlega upp kollin-
um hvort þetta sé kannski að verða
helsta leiðin til að unnt sé að sinna
eigin menningararfi af myndarskap.
Þarf ESB til að opna
Þjóðminjasafnið?
Eftir Árna
Björnsson
„Hver er skýr-
ing þess að
unnt var að
vinna að slíku
stórvirki með-
an Íslendingar voru fá-
tækir, en ekki eftir að
þeir urðu velmegandi?“
Höfundur er menningarfræðingur.
„VIÐ Íslendingar erum þjóð sem
búum við mikla velmegun. Fólk hefur
efni á því að leyfa sér margt.“ Þannig
komst leiðarahöfundur Morgunblaðs-
ins að orði laugardaginn 30. nóvem-
ber sl. og dregur af því þá ályktun að
auka beri einkarekstur í heilbrigðis-
kerfinu og gefa þannig þeim sem eru
aflögufærir kost á að skjótast fram
fyrir biðlistana í heilbrigðiskerfinu.
Tilefni þessara hugleiðinga leiðara-
höfundar Morgunblaðsins var ræða
formanns Framsóknarflokksins,
Halldórs Ásgrímssonar, á miðstjórn-
arfundi flokksins hinn 29. nóvember
sl. Í ræðu sinni hafnaði Halldór Ás-
grímsson tvískiptu heilbrigðiskerfi
sem mismunaði fólki á grundvelli
efnahags eða félagslegrar stöðu.
Þessi skoðun Halldórs er raunar í
góðu samræmi við þá þjóðarsátt sem
ríkt hefur hér á landi um að aðgangur
að heilbrigðisþjónustunni eigi að vera
jafn og óháður þáttum á borð við
efnahag eða búsetu. Það er varla ann-
ars að vænta en að ábyrgir stjórn-
málamenn telji rétt að fara varlega
áður en hróflað er við þeirri sátt, sem
er í raun grundvöllur þess velferðar-
kerfis sem við Íslendingar búum við.
Það er hins vegar ljóst af skrifum
Morgunblaðsins að blaðið telur að
nægt rými sé fyrir einkarekna heil-
brigðisþjónustu hér á landi, til hliðar
við þá sem rekin er af sameiginlegum
sjóðum landsmanna. En getum við
verið viss um að svo sé? Vissulega býr
þjóðin við velmegun. Eigi að síður eru
kjör fólksins misjöfn. Margir Íslend-
ingar geta leyft sér ýmsan munað, á
borð við tíðar utanlandsferðir. En því
miður er stór hópur fólks sem býr við
mun krappari kjör og lítt aflögufært.
Þetta fólk hefur ekki síður þörf fyrir
greiðan aðgang að hágæðaheilbrigð-
isþjónustu.
Morgunblaðið varpar fram nokkr-
um spurningum til Framsóknar-
flokksins í áðurnefndum leiðara sín-
um. Þessar spurningar eru allar
mikilvægar og full ástæða til að
Framsóknarflokkurinn glími við þær,
eins og raunar stjórnmálaflokkarnir
allir. En í ljósi áhuga blaðsins á heil-
brigðismálum er ekki síður ástæða til
þess að spyrja Morgunblaðið nokk-
urra spurninga:
Telur Morgunblaðið réttlátt að hin-
ir efnameiri geti borgað sig framhjá
biðlistunum á meðan hinir efnaminni
í samfélagi þurfa að híma þar áfram?
Telur Morgunblaðið að þeir sem
eru aflögufærir í samfélaginu eigi að
hafa greiðari aðgang að heimilislækn-
um en þeir sem eru síður aflögufær-
ir?
Telur Morgunblaðið að aukin þátt-
taka sjúklinga í rekstrarkostnaði
sjúkrahúsanna sé heppileg leið til að
tryggja viðunandi rekstrargrundvöll
spítalanna í landinu?
Hver telur Morgunblaðið að sé
eðlileg hlutdeild almannatrygginga í
greiðslu lyfjakostnaðar?
Að lokum ein spurning. Hvernig
rökstyður Morgunblaðið þá fullyrð-
ingu sína að aukinn einkarekstur í
heilbrigðisþjónustunni muni ekki
raska „því jafnvægi jafnaðar og vel-
ferðar, sem náðst hefur í íslensku
samfélagi“?
Með fyrirfram þökk fyrir svörin.
Eftir Finn Þór
Birgisson
Höfundur er lögfræðingur.
„En í ljósi
áhuga blaðs-
ins á heil-
brigðismál-
um er ekki
síður ástæða til þess að
spyrja Morgunblaðið
nokkurra spurninga.“
Morgunblaðið
og heil-
brigðismál