Morgunblaðið - 05.12.2002, Qupperneq 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 41
VÍSINDAMENN, við Háskóla Ís-
lands, hafa brugðist reiðir við vanga-
veltum Valgerðar Sverrisdóttur iðn-
aðarráðherra um hvort pólitískar
skoðanir geti haft áhrif á rannsókn-
arniðurstöður í virkjanamálum. „Vís-
indaskáldsaga“ sagði einn. „Alvar-
legt“ sagði annar. Og stjórnarand-
stöðuveslingarnir kveina hástöfum,
eins og venjulega. Saka ráðherrann
um alls konar óheilindi. Það er eins og
stöðuheitið vísindamaður geri allt rétt
sem það fólk segir og gerir. En hvað?
Eru vísindamenn eitthvað heilagari
enn annað fólk?
Ég minnist þess þegar Davíð Odds-
son, þáverandi borgarstjóri, ákvað að
byggja ráðhús í Tjörninni. Þá trylltist
vinstri vængurinn og þar á meðal
sumir vísindamenn. Þeir héldu því
fram, meðal annars, að með þessu
væri verið að drepa allt lífríki Tjarn-
arinnar. Þetta sögðu þeir í krafti
menntunar sinnar og vísinda. Og
hvað? Lífríkið er slíkt, í dag, að núver-
andi borgarstjóri í Reykjavík ákvað
að reyna að svelta hluta af því burt.
Brabra.
Úti um allan heim eru vinstrisinn-
aðir vísindamenn sem berjast hat-
ramlega gegn öllum framförum, ef
þær snerta lífríki jarðarinnar á ein-
hvern hátt. Það gera þeir með góðum
stuðningi pólitíkusa af vinstrivængn-
um. Meðal þessara vísindamanna eru
þeir sem lifa á því góðu lífi að styðja
samtök eins og Grænfriðunga í bar-
áttu þeirra gegn selveiðum, og hval-
veiðum. Og bráðum þorskveiðum. Og
yfirleitt öllu því sem úr sjónum kem-
ur.
Fyrir nokkrum árum sá ég frétta-
mynd frá Bandaríkjunum, þar sem
bátasjómenn voru að verða gjald-
þrota vegna þess að það lágu nokkrir
selir á bátabryggjunni þeirra. Sjó-
mennirnir máttu ekki stugga við sel-
unum, þá hefði þeim verið stungið í
steininn. Það mátti ekki reka selina í
sjóinn, þar sem þeir eiga heima. Þetta
er hluti af vísindum dagsins í dag.
Fjöldinn allur af vísindamönnum
hefur haft að atvinnu í marga áratugi
að spá heimsendi: „Maturinn verður
búinn eftir einhverja áratugi, vatnið
verður búið eftir einhverja áratugi,“
og þar fram eftir götunum. Allt hefur
þetta reynst bull, en sömu vísinda-
menn eru enn við sama heygarðs-
hornið. Þeir hafa bara fært heims-
endaspár sínar nokkra áratugi fram í
tímann.
Hér á landi er verið að spá heims-
endi ef hluti af hálendinu verður tek-
inn undir virkjanir. Þá sé verið að
leggja í rúst framtíð barna okkar. Það
er talað um „stundargróða“ þegar
rætt er um virkjanir sem eiga að
starfa í áratugi eða jafnvel árhundr-
uð, með einhverjum endurbótum. Á
þessum áratugum eða árhundruðum
munu þessar virkjanir skila hundruð-
um milljarða króna í þjóðarbúið. Ætli
það sé ekki aðeins meira en þær fáu
þúsundir skila í bensínskatt, sem fara
upp á hálendið öðru hvoru.
Ég var að hluta til alinn upp í sveit.
Ég sótti beljurnar austur fyrir Eystri
hæð, um mela og móa, og framhjá fal-
legum gljúfrum og fossum. Ég elska
þetta land. En við eigum tugþúsundir
ferkílómetra af melum og móum, og
þúsundir gljúfra og fossa. Ég er löngu
orðinn afi. Og ég er alveg til í að
sökkva einhverjum af þessum melum
og móum og gljúfrum og fossum, til
þess að afadúllurnar mínar geti átt
betra líf. Og börnin þeirra og barna-
börnin þeirra líka. Og hvað er eigin-
lega svona ljótt við stöðuvötn?
Hvað vísindamenn snertir rífast
þeir innbyrðist, um sín mál, eins og
hundar og kettir og bera verstu sakir
og svívirðingar hver á annan. Jafnoft
og ekki út af mismunandi pólitískum
skoðunum. Er iðnaðarráðherra lýð-
veldisins bannað að velta því fyrir
sér?
Eru vísindamenn
heilagir?
Eftir Óla Tynes „Ég minnist
þess þegar
Davíð Odds-
son, þáver-
andi borg-
arstjóri, ákvað að
byggja ráðhús í Tjörn-
inni. Þá trylltist vinstri
vængurinn og þar á
meðal sumir vísinda-
menn.“
Höfundur er fréttamaður.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012
frá okt.-apríl Orator, félag laganema
Kynnum OROBLU jólavörurnar
í dag kl 13-17 í Lyfju Lágmúla,
á morgun kl. 14-18 í Lyfju Smáralind,
laugardag kl. 13-17 í Lyfju Laugavegi.
Kaupauki ef verslað er tvennt frá Oroblu.
Skrefi framar
Sokkar, sokkabuxur, undirföt.
oroblu@islensk-erlenda.is
www.lyfja.is