Morgunblaðið - 05.12.2002, Qupperneq 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 47
Veturinn 1949–1950
dvaldi hópur ungra
stúlkna við nám í
Kvennaskólanum á
Blönduósi sem var
húsmæðraskóli, einn
af nokkrum á landinu þá. Við vorum
41 talsins sem undirbjuggum okkur
þennan vetur fyrir væntanlegt hús-
móðurstarf. Ein af þessum ungu
stúlkum var Elísabet Ólafsdóttir,
eða Ebbil eins og við skólasystur
hennar kölluðum hana alltaf. Nú er
Ebbil horfin frá okkur og jafnframt
búin að fá hvíld frá veikindum þeim
sem hún hefur glímt við síðustu ár.
ELÍSABET
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Elísabet Ólafs-dóttir fæddist í
Kothvammi í Kirkju-
hvammshreppi í
V-Hún. 10. júlí 1930.
Hún lést 13. október
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Hvammstanga-
kirkju 18. október.
Ebbil átti gott ævi-
starf og hafa aðrir mér
fróðari skrifað um það
en mig langar til að
þakka henni skemmti-
lega samveru í Kvennó
og öll þau skipti önnur
sem við höfum hist.
Kvennaskólinn á
Blönduósi var heima-
vistarskóli, en það seg-
ir sína sögu um að
nemendur kynnast
betur en ella. Okkar
hópur hefur að stórum
hluta komið saman á
nokkurra ára fresti til
að rifja upp góðar minningar og
fræðast hver um aðra. Síðast þegar
við komum saman var nálægt 50
ára afmælinu og hittumst við rúm-
lega 20 talsins í Borgarfirði síðast í
apríl árið 2000. Ebbil kom eins og
alltaf ef hún mögulega gat. En hún
sagði við mig: Ása, heldur þú að við
eigum eftir að koma svona saman
aftur? Kannski hefur hún fundið
meira fyrir veikindum sínum sem
þá voru byrjuð.
Það var oft glatt á hjalla í
Kvennaskólanum. Eflaust höfum
við tekið námið nokkuð alvarlega,
en það var samt alltaf tími til að
huga að einhverju léttara. Eitt af
því var að við mynduðum sjö saman
svolítinn sönghóp. Þar var Ebbil
auðvitað með. Það voru reyndar
ekki allar sammála á æfingunum
hvorki með lagaval né nafn á hóp-
inn en allar sáttar við nafnið „Sjö-
stjarnan“ þegar stungið var upp á
því.
Við sungum við öll tækifæri sem
gáfust innan skólans og jafnvel ut-
an en oftast var þó mest gaman á
æfingunum sjálfum.
Ebbil var alltaf svo glöð og já-
kvæð og smitaði út frá sér. Blessuð
sé minning hennar. Nú gengur hún
á vit nýrra heima og mætir þar
þeim skólasystrum okkar sem
þangað eru farnar á undan henni.
Blessuð sé minning þeirra allra.
Frá okkur öllum skólasystrunum
sem eftir lifa kemur þakklæti fyrir
alla samveru efst upp í hugann.
Við sendum Jakobi, börnunum
þeirra og fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur.
Ása Marinósdóttir.
Lítill heilbrigður
drengur í móðurkviði
bíður þess að líta aug-
um hinn stóra heim.
Eftir aðeins mánuð
mun hann í heiminn
borinn, jólabarn foreldra sinna og
verðandi litli bróðir tveggja bræðra
sem bíða spenntir eftir að líta hann
augum. Til að allt sé öruggt mætir
móðirin í reglubundna skoðun. En
hörmuleg mistök verða við skoð-
unina og af þeim sökum verður
nauðsynlegt að fjarlægja barnið úr
móðurkviði. Við tekur barátta lítils
magnvana líkama upp á líf og dauða.
Baráttan er tvísýn, gefnar eru vonir
sem síðar verða að engu. Örstutt
ævi sem markaðist af baráttu upp á
líf og dauða er töpuð. Dauðinn hefur
hrifið á brott lítinn augastein sem
fengið hafði nafnið Hermann Kári,
skírður í höfuðið á afa sem átti 12
barna láni að fagna sem öll lifa. Eftir
situr fjölskyldan harmi slegin í sorg
sinni. Tilhlökkun og eftirvænting
horfin. Sorgin situr eftir. Biturleiki
og óteljandi spurningar einnig. Hér
hefur orðið óbætanlegur skaði. Það
verður aldrei hægt fyrir fjölskyld-
una að sætta sig við það sem gerðist.
Hvernig gat svona nokkuð gerst á
einu fullkomnasta sjúkrahúsi Ís-
lendinga? Bestu tæki og færustu
læknar duga skammt þegar hand-
vömm verður. Í þessu máli er eng-
inn að skorast undan ábyrgð. En
hver er ábyrgðin í raun? Hver er
ábyrgð læknanna? Og hvað tekur
við?
Mér er til efs að nokkrir foreldrar
HERMANN KÁRI
HELGASON
✝ Hermann KáriHelgason fædd-
ist á LSH við Hring-
braut í Reykjavík 8.
nóvember síðastlið-
inn. Hann andaðist á
sama stað 12. nóvem-
ber og var útför hans
gerð í kyrrþey 20.
nóvember.
myndu láta við slíkt
sitja öðruvísi en að
leita réttar síns. En
hver er hann? Jú, að
kæra til landlæknis-
embættis en þar bíða
um hundrað mál af-
greiðslu. Framundan
er því ekki aðeins að
reyna að vinna úr gríð-
arlegri sorg, heldur
einnig að leita réttar
síns í frumskógi lag-
anna. Því mun fylgja
síendurtekin upprifjun
á því sem gerðist og
aldrei átti að gerast.
Okkur er kennt að allt í lífinu eigi
sinn tilgang. Oft getur manni orðið
erfitt að skilja hann, sérstaklega við
ótímabær dauðsföll og sér í lagi þeg-
ar börn eru hrifin úr faðmi foreldra.
En það er sama hvernig maður
reynir, manni er útilokað að sjá
nokkurn tilgang í mjög svo ótíma-
bærum dauða þessa litla drengs.
Ég bið þess að fjölskyldan, Helgi
og Björk og synirnir, Ólafur Örn og
Guðbrandur Óli, fái styrk til að tak-
ast á við þessa erfiðu sorg.
Enn fremur vil ég beina því til
þeirra sem valda svo hörmulegu
slysi að þeir leitist við að rannsaka
hvað fór úrskeiðis og hvers vegna.
Svona má aldrei gerast aftur.
Ef tryggt væri að slíkt gerðist
aldrei aftur, má a.m.k. finna þann
tilgang með hetjulegri baráttu þessa
litla manns á hans örstuttu ævi.
Eyþór Eðvarðsson.
MINNINGARGREINUM
þarf að fylgja formáli með upp-
lýsingum um hvar og hvenær
sá sem fjallað er um er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn og loks hvaðan útförin
verður gerð og klukkan hvað.
Ætlast er til að þetta komi að-
eins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í greinun-
um sjálfum.
Formáli minn-
ingargreina
AFMÆLIS- og minningar-
greinum er hægt að skila í
tölvupósti (netfangið er minn-
ing@mbl.is, svar er sent sjálf-
virkt um leið og grein hefur
borist), á disklingi eða í vélrit-
uðu handriti. Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að síma-
númer höfundar og/eða send-
anda (vinnusími og heimasími)
fylgi með. Bréfsími fyrir minn-
ingargreinar er 569 1115. Ekki
er tekið við handskrifuðum
greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi. Einn-
ig er hægt að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–
15 línur, og votta virðingu án
þess að það sé gert með langri
grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
Eiginmaður minn og vinur, faðir, tengdafaðir
og afi,
SIGURLINNI SIGURLINNASON,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju á morgun,
föstudaginn 6. desember, kl. 13.30.
Jarðsett verður að Görðum.
Ingibjörg Einarsdóttir,
Sigurlinni Sigurlinnason, Jóhanna Kondrup,
Þórhildur Ólafs, Gunnþór Ingason,
Finnur Þ. Gunnþórsson,
Þórður Þ. Gunnþórsson,
Bergur Þ. Gunnþórsson
og aðrir vandamenn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ARTHUR V. O'BRIEN,
Klapparstíg 1,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 25. nóvember, verður
jarðsunginn frá Landakotskirkju föstudaginn
6. desember kl. 13.30.
Sigríður O'Brien,
Richard O'Brien, Guðrún Ottósdóttir,
Theresa A. O'Brien, Sigfús Jóhannesson
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda-
móðir og amma,
ANNA SIGURVEIG ÓLADÓTTIR,
Háaleitisbraut 18,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Hringbraut þriðjudaginn
19. nóvember.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Sveinn B. Sigurgeirsson,
Óli A. Guðlaugsson, Sólveig Jónsdóttir,
Birgir Óli Sveinsson, Rósa Símonardóttir,
Gunnar Örn, Sveinn Óli, Hrannar Marel,
Birgir Snær, Óttar Sindri.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
KRISTRÚN KARLSDÓTTIR,
Litlahvammi 2,
Húsavík,
sem lést þriðjudaginn 26. nóvember, verður
jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
7. desember kl. 14.00.
Ásmundur Bjarnason,
Karl Ásmundsson, Bergþóra Guðbjörnsdóttir,
Bergþóra Ásmundsdóttir, Arnar Guðlaugsson,
Bjarni Ásmundsson,
Jóhanna Ásmundsdóttir, Erling Ó. Aðalsteinsson,
Anna Ásmundsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson,
Sigrún Ásmundsdóttir, Kjartan Ásmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐLAUGUR GUÐMUNDSSON
kaupmaður,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánu-
daginn 9. desember kl. 13.30.
Kristín Þorsteinsdóttir,
Margrét Guðlaugsdóttir, Friðgeir Björnsson,
Sigrún Guðlaugsdóttir, Gunnlaugur Gunnarsson,
Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir,
Kristín, Guðlaug og Hulda Margrét.