Morgunblaðið - 05.12.2002, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 55
DAGBÓK
Glæsilegur
sparifatnaður
Opið laugardag frá kl. 10-16,
sunnudag frá kl. 13-17.
Peysur og pils
Bankastræti 11 • sími 551 3930
20%
afsláttur
af öllum
yfirhöfnum
VINNUFATABÚÐIN
Laugavegi 76,
s. 551 5425
Kynning í dag, fimmtudag 5. desember frá kl. 14-18
í Grafarvogsapóteki og Snyrtivöruversluninni Gullbrá,
Nóatúni 17.
Mikið úrval af vönduðum
ítölskum bolum úr ull-silki,
ull-bómull
og ull-microfibra frá Vajolet.
Einnig gott úrval af
frábærum Vajolet
nærfatnaði úr bómull og
microfibra.
20%
kynningarafsláttur
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert glaðlyndur og vina-
margur en hættir til að
vera með of mörg járn í
eldinum í einu. Þú gerir
miklar kröfur til sjálfs þín.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Einhver ættingi þinn bank-
ar upp á og er stútfullur af
nýjum og spennandi frétt-
um. Þú kemst að leyndar-
málum í dag.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Sýndu þolinmæði og þá
mun allt leysast farsæl-
lega. Það á jafnt við um
persónuleg mál sem önnur.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú skalt leggja harðar að
þér í vinnu til þess að geta
slakað betur á þegar heim
er komið. Nýttu tækifærið.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þótt vinir þínir vilji ekki
umsvifalaust fallast á rök-
semdir þínar er engin
ástæða fyrir þig til að
bregðast illa við.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert friðsæll og í góðu
jafnvægi og hefur því góð
áhrif á alla í kringum þig.
Umburðarlyndi þitt hefur
aukist og þú finnur til vel-
vildar í garð annarra.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú verður að létta ein-
hverjum verkefnum af þér,
ef ekki á illa að fara. Veldu
þér því góða samstarfs-
menn ef þú vilt ná ein-
hverjum árangri.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ættir að setjast niður
með þínum nánustu og fara
í gegn um málin, sérstak-
lega hvaða væntingar þið
hafið hvert um annað.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Óvænt rómantískt daður
við einhvern leiðir þig í
vandræði. Leitaðu þér
hjálpar svo þú megir kom-
ast aftur á þinn stað í líf-
inu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Sköpunarhæfileikar þínir
eru í hámarki og þú þarft
að finna þeim útrás. Gefðu
þér tíma til þess.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú mátt ekki missa móð-
inn, þótt eitthvað blási á
móti. Þú getur komið ýmsu
í verk ef þú bara hefur
áhuga á því.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Láttu ekki aðra hrifsa til
sín það sem í raun er þinn
hlutur. Ekki lána peninga
eða persónulega hluti í
dag.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það kemur upp ágreining-
ur milli ástvina sem þarf
að leysa hið snarasta.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnað heilla
60 ÁRA afmæli. Laugar-daginn 7. desember
verður Guðmundur Hall-
varðsson, alþingismaður og
formaður Sjómannadags-
ráðs, sextugur. Af því tilefni
taka hann og eiginkona hans,
María Óladóttir, á móti gest-
um í Ými, Félagsheimili
Karlakórs Reykjavíkur við
Skógarhlíð, á afmælisdaginn
7. des. kl. 17–19.
90 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 5. des-
ember, er níræð Laufey
Stefánsdóttir frá Munka-
þverá, Dvalarheimilinu
Hlíð, Austurbyggð 17, Ak-
ureyri. Í tilefni af því býður
hún ættingjum og vinum í
kaffi í hátíðarsalnum á Hlíð
laugardaginn 7. desember
nk. frá kl. 15-17.
Ljósmynd: Sigríður Bachmann.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 31. ágúst sl. í Lága-
fellskirkju af sr. Guðnýju
Hallgrímsdóttur þau Hug-
rún Ósk Ólafsdóttir og Rún-
ar Gíslason, til heimilis að
Klapparhlíð 24, Mosfellsbæ.
Ljósmynd: Sigríður Bachmann.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 17. ágúst í Akranes-
kirkju af sr. Eðvarði Ing-
ólfssyni þau Kristín Sveins-
dóttir og Einar Viðarsson,
til heimilis að Háholti 32,
Akranesi.
1. c4 c6 2. e4 d5 3. exd5
Rf6 4. Da4 e6 5. dxe6 Bc5
6. Rf3 Rg4 7. d4 Bxd4 8.
Rxd4 Dxd4 9. Dc2 Ra6 10.
Ra3 Bxe6 11. h3 Rb4 12.
Dd2 De4+ 13. Be2 Dxg2
14. Hf1 Rh2 15. Dxb4 O-
O-O 16. Rb5 cxb5 17. Bf4
Staðan kom upp á þýska
meistaramótinu
sem er nýlokið.
Thomas Luther
(2538) hafði
svart gegn Ro-
bert Huebner
(2640). 17...
Dxf1+! 18. Bxf1
Rf3+ 19. Ke2
Rd4+ 20. Kd2
20. Ke1 var enn
verra vegna
20...Rc2+ og
svartur verður
hróki yfir. Í
framhaldinu fær
svartur einnig
gjörunnið tafl.
20... Rc6+ 21. Dd6 Hxd6+
22. Bxd6 Bxc4 23. Kc3
Hd8 24. Bf4 Bxf1 25. Hxf1
b4+ 26. Kc2 Hd5 27. Be3
Kd7 28. Hg1 g6 29. Hg4
a5 30. Hh4 h5 31. Hf4 f5
32. h4 b5 33. Hf3 Rd4+
34. Bxd4 Hxd4 35. Hd3
Hxd3 36. Kxd3 g5 37.
hxg5 h4 38. Ke2 f4 39. f3
Ke6 40. Kf2 Kf5 41. Kg2
Kxg5 42. Kh3 Kh5 43.
Kg2 Kg6 44. Kh2 Kf6 45.
Kh3 Ke5 46. Kxh4 Kd4 og
hvítur gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Í BRIDSSÖGUNNI er að
finna margar atlögur að
sterkum þrílita höndum,
enda eru þess háttar spil
erfið til frásagnar í flestum
kerfum. Ítalir riðu á vaðið
með því að taka tvær opn-
anir í Roman-kerfinu undir
þrílita hendur, bæði tvö lauf
og tvo tígla. Í sumum út-
gáfum af Precision er að
finna sérhannaðar leiðir til
að sýna 4-4-4-1 eftir sterka
laufopnun, og á árum áður
var algengt að Standard-
spilarar nýttu Multi tveggja
tígla opnunina í þeim til-
gangi. Nú til dags eru menn
hagsýnni og bjarga sér á
nefinu þá sjaldan þeir
standa frammi fyrir vanda-
máli eins og þessu:
Suður gefur; NS á hættu:
Norður
♠ D
♥ D87
♦ 1093
♣1087642
Vestur Austur
♠ 1053 ♠ 98762
♥ ÁG942 ♥ K653
♦ 872 ♦ G65
♣93 ♣G
Suður
♠ ÁKG4
♥ 10
♦ ÁKD4
♣ÁKD5
Spilið er frá afmæliství-
menningi BR á laugardag-
inn. Suður er með 26 punkta
og þarf ekki mikla hjálp frá
makker sínum til að vinna
slemmu. En vandinn er að
halda sögnum gangandi.
Guðlaugur R. Jóhannsson
og Örn Arnþórsson hafa
spilað Bláa laufið frá fornu
fari. Örn vakti á sterku laufi,
Guðlaugur afmeldaði með
einum tígli, og nú sagði Örn
rólega EINN spaða. Hann
gat verið skilinn þar eftir á
vondum degi, en Guðlaugur
reyndi að komast í betri bút
og sagði tvö lauf. Skömmu
síðar varð Örn sagnhafi í sex
laufum.
Standardspilarar vöktu á
alkröfunni tveimur laufum
og fengu svarið tvo tígla. Nú
kemur vel út að segja tvo
spaða, en a.m.k. einn spilari
kaus að stökkva beint í þrjú
grönd. Út kom hjarta og
sagnhafi sá að hann var um
það bil að fara niður á þrem-
ur gröndum þegar sex lauf
voru á borðinu. En hjartatí-
an var öflug og suður fékk
óvænt að eiga fyrsta slag-
inn: 720, en undir meðal-
skor, því meirihluti NS-par-
anna komst í sex lauf.
Fjörutíu pör tóku þátt í
tvímenningnum, sem lyktaði
með sigri Jóns Baldursson-
ar og Þorláks Jónssonar.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
LJÓÐABROT
JARLSNÍÐ
Jólaveizla var á Hlöðum,
var þar gesta margt,
aðkomandi úr ýmsum stöðum;
allt var glatt og bjart;
utar stendur stafkarl ljótur,
stór, með loðnar brýr,
illar eru augna gjótur,
yfir hverju sem hann býr.
Heimtar mat og hít hann fyllir
hortugur við menn;
„Hrotti!“ kallar Hákon illi,
„hvassar áttu tenn;
sé þér einhver önnur lagin
íþrótt, láttu sjá!“
„Þegar fullur minn er maginn,
mun ég lýðum skemmta þá.
- - -
Grímur Thomsen.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar
um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og
fleira lesendum sín-
um að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrir-
vara virka daga og
þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki af-
mælisbarns þarf að
fylgja afmælistil-
kynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík