Morgunblaðið - 05.12.2002, Page 58

Morgunblaðið - 05.12.2002, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LA GRANDE illusion er jafn- an talin í hópi sígildra meist- araverka kvik- myndasögunn- ar. Þessi stór- brotna kvik- mynd sem Jean Renoir gerði og frum- sýndi árið 1937 er mynd vik- unnar hjá Film-undri sem enn og aftur er í slagtogi við franska menningarfélagið Alliance française. Í heimsstyrjöldinni árið 1914 er flugvél Boiledieu kafteins og Maréchals liðsforingja skotin niður af mönnum Von Rauff- ensteins ofursta. Þeir eru færðir í fangabúðir en þaðan hefur enginn enn átt afturkvæmt. Boiledieu, Maréchal og fleiri fangar freista þess þó samt að grafa göng til að flýja. Í helstu hlutverkum eru þau Erich von Stroheim, Julien Carette og Jean Gabin. Myndin hlaut á sínum tíma ara- grúa verðlauna og tilnefninga. Hún var valin besta erlenda myndin af landssamtökum gagn- rýnenda í Bandaríkjun- um, sem og gagnrýn- endum í New York, fékk verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum og var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Oftar en ekki er myndina að finna á listum yfir bestu kvikmyndir sögunnar og þyk- ir hún hafa elst sérdeilis vel. Myndin er með enskum texta og verður sýnd í Háskólabíói, fyrst í kvöld kl. 22.30, en næstu sýningar eru á sunnudaginn kl. 18.00 og mánudaginn kl. 20.15. Aðgangur er ókeypis fyrir meðlimi í Alliance française sem sýna félagsskírteini og persónuskilríki við innganginn. Film-undur og Alliance française sýna franska klassík Hin mikla blekking Renoir Sýnd kl. 8 og 10. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI Sýnd kl. 6. Bi 14. Síð. sýn. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.45. DV RadíóX Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Kvikmyndir.com DV HJ. MBL Sýnd kl. 5.30. B.i. 16. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Bi 14. BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. 4, 7 og 10 Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. RadíóX EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS LÍF og fjör er í kringum Latabæ þessa dagana og þurfa Bandaríkjamenn hugs- anlega ekki að bíða lengi eftir tækifæri til að kynnast Íþróttaálfinum, Sollu stirðu, Gogga mega og Glanna glæp, eða Sportacus, Stephanie, Pixel og Robbie Rotten eins og þau heita á ensku. Fyrirtækið Latibær hefur látið gera svokallaðan „pilot“ eða kynningarþátt um þetta sköpunarverk Magnúsar Scheving þar sem blandað er saman brúðum, leikurum og þrívíðum teikni- myndaheimi. Magnús er sjálfur í hlutverki Íþróttaálfsins, sem er nú meiri of- urhetja en álfur, og Stefán Karl Stefánsson leikur Glanna glæp í kynningarþættinum. Solla stirða er einnig úr holdi og blóði en aðrar persónur eru brúður. Búið að gera kynningarþátt Vonast er til þess að þáttaröð verði framleidd eftir hugmyndinni en Magnús hyggst þó ekki taka að sér hlutverk Íþróttaálfsins ef af verður. „Næsta skref er að fara með þennan pakka á sjónvarpsstöðvar,“ segir Ágúst Freyr Ingason, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins. Ennfremur hefur verið gerð sérstök bók, „show bible“, þar sem hug- myndafræði Latabæjar er kynnt nánar. Efnið verður kynnt helstu barnasjón- varpsstöðvum í Bandaríkjunum og Bret- landi. „Þetta ferli er að fara í gang núna,“ útskýrir Ágúst en segir að það geti þess vegna tekið hálft ár að fá niðurstöðu úr viðræðunum við sjónvarpsstöðvarnar. „Við höfum mikla trú á því að þetta höfði til fólks,“ segir hann, enda virðist jákvæður boðskapur Lata- bæjar eiga vel við í umræðunni um offitu barna og litla hreyfingu, sem hefur farið hátt að undanförnu. „Það er líka margt í gangi í Latabæ þótt þar sé ekkert ofbeldi. Boðskap- urinn um að hreyfa sig og borða hollan mat er ráðandi,“ segir Ágúst, sem útskýrir að tekin séu fyrir margs konar atriði er varði uppeldi barna. Langt á undan í heilsumálunum „Það eru til sjónvarpsþættir, sem taka á einhverjum þessara uppeldisþátta en það sem við höfum umfram aðra er að taka á heilsumálunum. Þar erum við langt á undan öðrum,“ leggur Ágúst áherslu á og segir að sambærilegt efni sé ekki til í Bandaríkjunum. Hann bætir við að boðskapurinn hjá Latabæ sé heldur ekki of augljós. „Hann kemur fram án þess að börnin geri sér grein fyrir því. Þau hafa valið. Þetta er engin prédikun eða öfgar.“ Fyrstu bækurnar um Latabæ komu út árið 1995 og hafa því bæjarbúar fengið góðan tíma til að þroskast. „Þessi vinna núna hefur síðan verið í gangi í tæplega ár en frá febrúar hefur verið unnið að þessu af fullum þunga.“ Breska fyrirtækið Artem bjó til brúður af Gogga mega, sem er nú dökkur á hörund, og Sigga sæta, sem er orðinn enn sætari. „Við höfum gert leirstyttur af hinum svo það sé hægt að gera sér grein fyrir því hvernig brúðurnar eigi eftir að líta út,“ segir Ágúst en brúðugerðin er dýr. Höfundur frá Sesame Street Hann segir að höfuðáhersla hafi verið lögð á að gera úrvalsefni og finna rétta sam- starfsfólkið. Sem dæmi má nefna að Norman Stiles er aðalrithöfundur þátt- anna. „Hann var aðalhöfundur hjá hin- um þekktu Sesame Street-barnaþátt- um í nærri tvo áratugi og fékk fyrir starf sitt 11 Emmy-verðlaun,“ segir Ágúst. Íbúar Latabæjar hafa þó ekki gleymt íslenskum vinum sínum en Út- varp Latibær er í fullum gangi og komið í jólaskap. „Þetta er ein af fáum útvarpsstöðum fyrir börn í heiminum,“ segir Ágúst en þeir sem vilja kynnast Latabæjarbúum nánar geta stillt á FM 102,2. Íþróttaálfurinn Latibær er kominn með nýjan svip og hafa bæjarbúar fengið banda- rísk nöfn og útlit. Inga Rún Sig- urðardóttir ræddi við Ágúst Frey Ingason framkvæmda- stjóra um útrásina. Latibær á leið út í heim Goggi mega So lla s ti rð a ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.