Morgunblaðið - 15.02.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.02.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 44. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 mbl.is Stórt hótel verðlaunað Gistiþjónusta varnarliðsins endurnýjuð Suðurnes 29 Hver sigrar í söngvakeppni? Kynning á höfundum laganna fimmtán sem keppa í kvöld Fólk 74 Kvennablöð og kvenleiki Greinar um tísku og kynlíf áber- andi í glanstímaritum Lesbók 4 ÆRIN Dolly, fyrsta spendýrið sem var einræktað út frá fullorðnu dýri, er dauð. Hún var aflífuð eftir að hún var greind með ólæknandi lungnasjúkdóm, eftir því sem skap- arar hennar við Roslyn-stofnunina í Skotlandi greindu frá í gær. Ákvörðunin um að binda enda á sex ára líf Dollyar var tekin eftir að dýralæknisrannsókn staðfesti sjúk- dómsgreininguna. Dr. Harry Griff- in, talsmaður Roslyn-stofnunar- innar, sagði að ær geti orðið 11 til 12 ára gamlar, en algengt sé að lungnasjúkdómar hrjái þær á efri árum, einkum og sér í lagi kindur sem eyða ævinni innandyra. Dolly, sem var einræktuð út frá sex vetra gamalli kind, kom í heim- inn hinn 5. júlí 1996 og það vakti heimsathygli þegar tilkynnt var um tilvist hennar og hvernig hún varð til, hinn 23. febrúar 1997. Til- urð Dollyar ýtti undir vangaveltur um að til þess kæmi að mögulegt yrði að einrækta mann. Árið 1999 uppgötvuðu vísinda- mennirnir sem önnuðust Dolly að frumurnar í líkama hennar væru farnar að taka á sig ellimerki fyrir aldur fram. Til stendur að Dolly verði upp- stoppuð til sýnis í þjóðminjasafni Skotlands í Edinborg. Lundúnum. AP. Dolly Einræktaða ærin Dolly dauð BÆTUR til einstaklinga vegna innbrota í húsnæði þeirra voru 75% hærri árið 2002 en þau voru árið 2000. Á sama tíma hækkuðu útgreiddar bætur til fyrirtækja og stofnana vegna innbrota í hús- næði um 50%. Alls hækkaði kostnaður tryggingafélaganna vegna innbrota í hús- næði um 111 milljónir á þessu tímabili sem er rúmlega 60% hækkun. Verðbólga á þessu tímabili var um 15%. Þessar upplýsingar koma frá trygginga- félögunum Sjóvá-Al- mennum, Trygginga- miðstöðinni og Vá- tryggingafélagi Íslands (VÍS). Húsnæði í eigu einstaklinga er yfirleitt íbúðarhúsnæði og húsnæði í eigu fyrirtækja og stofnana er í langflestum tilfellum atvinnuhúsnæði. Alls námu tryggingabætur vegna innbrota í húsnæði um 300 milljónum í fyrra og skipt- ist nokkurn veginn jafnt á milli íbúðarhús- næðis og atvinnuhúsnæðis. Árni Guðmundsson, forstöðumaður ör- yggisgæslusviðs hjá Securitas, segir að sala fyrirtækisins á þjófavarnarbúnaði til heim- ila hafi tvöfaldast á síðustu þremur árum. Auknar trygginga- bætur vegna innbrota                   AÐ SÖGN Colins Powells, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, verður deilan um afvopnun Íraka til lykta leidd „innan vikna“. Lét hann þessi orð falla í viðtali á sjón- varpsstöðinni CNN í gærkvöldi, að loknum fundi öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna þar sem yfirmenn vopnaeftirlits SÞ fluttu því nýjustu áfangaskýrslu sína um framgang eftirlitsstarfs í Írak. Ráðið reynd- ist enn klofið í afstöðunni til þess hvort heimila skuli hernaðaríhlut- un til að tryggja að Írakar ráði ekki yfir gereyðingarvopnum. Í spennuþrungnu andrúmslofti tjáði Hans Blix, oddviti vopnaeft- irlitsmanna, öryggisráðinu að fulltrúar Íraksstjórnar hefðu reynzt samstarfsfúsari en áður, en hún hefði enn ekki gert grein fyrir gereyðingarvopnaeign sinni. Skýrslur Blix og Mohamed El- Baradeis, framkvæmdastjóra Al- þjóða kjarnorkumálastofnunarinn- ar, skildu forysturíki heimsins, sem hafa neitunarvald í öryggis- ráðinu, eftir í skotgröfum með og á móti beitingu hervalds. Af þjóðunum fimm, sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu, telja Bandaríkjamenn og Bretar full- reynt að engum tilgangi þjóni að framlengja frekar veru vopnaeft- irlitsmanna í Írak. Til að fá þeim markmiðum framgengt sem kveðið sé á um í fyrri ályktunum SÞ um Íraksmál dugi ekkert annað en hernaðaríhlutun. Frakkar, Rússar og Kínverjar telja aftur á móti að starf vopnaeftirlitsmanna sé að skila árangri; það starf beri að styrkja og vopnaeftirlitsliðið fái rýmri tíma til að sinna hlutverki sínu. Í Washington lýsti George W. Bush Bandaríkjaforseti yfir óánægju með umræðuna í örygg- isráðinu. „Það stafar ógn af Sadd- am Hussein, og þess vegna verður hann afvopnaður, með einum eða öðrum hætti,“ sagði hann. Powell utanríkisráðherra hvatti öryggis- ráðið til að hverfa ekki aðgerða- laust frá „áframhaldandi mótþróa [Íraka] gegn því að uppfylla kröfur SÞ og andstöðu til samstarfs“. „Í allra næstu framtíð“ muni ráðið að hans sögn þurfa að spyrja sig þess, hvort „tími sé kominn til að láta á þær alvarlegu afleiðingar reyna sem getið er um í ályktun nr. 1441“. Í ályktun 1441, sem öryggisráð- ið samþykkti 8. nóvember sl., er íröskum stjórnvöldum gefið „loka- tækifæri“ til að afvopnast með friðsamlegum hætti. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði Íraka hafa verið staðna að lygum og feluleik með gereyðingarvopn sín og með þessu háttalagi sínu hafi þeir grafið und- an trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna. Írakar segjast samstarfsfúsir Tareq Aziz, varaforsætisráð- herra Íraks, gekk á fund Jóhann- esar Páls II páfa í Páfagarði í gær. Aziz tjáði fréttamönnum að Íraks- stjórn væri öll af vilja gerð til að sýna vopnaeftirlitsmönnum SÞ all- an þann samstarfsvilja sem krafizt væri. Eftir fundinn með páfa sagði Aziz, sem er kristinn, að hann hefði fært trúarleiðtoganum orð- sendingu frá Saddam Hussein Íraksforseta, þar sem segði „að forsetinn og íraska þjóðin kunni að meta þá grundvallarsiðferðilegu afstöðu Páfagarðs að hafna stríði og að þetta stríð [sem hugsanlega er í uppsiglingu í Írak] sé ósið- legt“. Enn óeining í öryggis- ráði SÞ um aðgerðir Powell ítrek- ar að brýnt sé að leiða Íraksmálið fljótt til lykta HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sér engin vandkvæði á því að hægt verði að nota milljarðinn sem höfuðborgarsvæðinu var úthlutað til að flýta flutningi Hring- brautar. „Ég tel að þessi leið, frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar og vestur í bæ, sé brýnasta verkið innan marka höfuðborgar- innar fyrir utan þær framkvæmdir sem eru núna að fara af stað,“ sagði Halldór, sem síðustu daga hefur átt viðræður um þetta efni við Vegagerðina og Reykjavíkurborg. Áætlað er að Hringbrautin færist suður- fyrir Umferðarmiðstöðina, þannig að hún liggi fjær Landspítala. Engin vand- kvæði á að flýta færslu Hring- brautar  Framkvæmdir/6 VEGFARANDI í Bremen í Þýzkalandi gengur hjá glugga raftækjabúðar á meðan á beinni útsend- ingu frá fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna stóð í New York í gær. Á skjánum sést Hans Blix, oddviti vopnaeftirlitsliðs SÞ í Írak, flytja ráðinu skýrslu sína um framgang eftirlitsstarfsins. AP Blix í beinni útsendingu Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP.  Blix segir/20  Frakkar/22 ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.