Morgunblaðið - 15.02.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.02.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGVIKAN sem nú er á enda hef- ur að mörgu leyti verið róleg eins og vikurnar á undan. Ég hef reyndar oft „kvartað“ yfir rólegheitum á þingi síðustu vikurnar en nú er ég orðin hálfvonlítil um að nokkrar breytingar verði þar á. Að minnsta kosti er ekki langur tími til stefnu; miðað er við að þingi verði frestað, hinn 14. mars nk., fram á kosn- ingadag. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru fjórtán dagar eftir af þessu löggjafarþingi sem fara eiga í þingfundi, aðrir dagar fara í nefnd- arvinnu. Að vísu hafa stjórnarandstæð- ingar verið iðnir við að koma ýmsum málum á framfæri í upphafi þing- funda, þ.e. undir liðnum: athuga- semdir um störf þingsins. Þar hafa þeir, svo dæmi sé nefnt, ítrekað minnt á afstöðu sína til þess að skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfslokasamning fyrrverandi for- stjóra Landssíma Íslands hf. verði birt. Einnig hafa þeir verið iðnir við að koma málum á framfæri í utan- dagskrárumræðum. Fjórar slíkar umræður fóru til dæmis fram á Al- þingi í vikunni. Sumum fannst reyndar sem þær umræður hefðu verið heldur „rislitlar“; lítil snerpa og átök hefðu verið í þeim. En það er auðvitað matsatriði eins og svo margt annað. x x x Sé litið á þau stjórnarfrumvörp sem nú liggja fyrir á Alþingi er ljóst að ríkisstjórnin muni helst leggja áherslu á að afgreiða álvers- frumvarpið svokallaða áður en þingi verður frestað í mars. Með því frum- varpi er, eins og kunnugt er, lagt til að ríkisstjórninni verði heimilt að gera samning við Alcoa og tengd fé- lög um álverksmiðju á Reyðarfirði. Þingflokkur Vinstri grænna er eini þingflokkurinn á þingi sem hefur lýst yfir andstöðu við frumvarpið, en auk þess munu a.m.k. tveir þing- menn Samfylkingarinnar, greiða at- kvæði gegn því þ.e. Þórunn Svein- bjarnardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir. Það fer eftir einstökum ráðherr- um hve mikil áhersla verður lögð á að afgreiða önnur stjórnarfrumvörp áður en þingi lýkur en fyrir utan ál- versfrumvarpið má búast við að helst verði deilt um raforkulaga- frumvarp iðnaðarráðherra og al- mannavarnafrumvarp dóms- málaráðherra. Líklegt er þó að ráðherrarnir muni þrýsta á að þau frumvörp verði gerð að lögum fyrir þingfrestun. x x x En hvers vegna hefur verið svo rólegt á þingi? Á því eru sennilega margar skýringar. Sumir hafa bent á að ríkisstjórnin hafi ekki lagt fram nein „stórátakamál“ á þessu þingi, ef frá sé talið álversfrumvarpið, sem þó er ekki það umdeilt að aðeins einn af þremur stjórnarandstöðuflokkunum hefur lýst yfir andstöðu við sam- þykkt þess. Aðrir hafa bent á að sennilega séu þingmenn með hug- ann við komandi kosningabaráttu og nýti „aukaorku“ sína utan þingsins. Enn aðrir hafa minnt á að „róleg- heitin“ megi rekja til þess að all- nokkrir þingmenn komi ekki til með að setjast aftur á þing eftir næstu kosningar. Þeim sé því síður stillt upp, sem fulltrúum flokkanna, í ein- stökum umræðum. Og þar með séu færri þingmenn um það að halda uppi „fjöri“ á þingi. Ekki skal hér þó lagður neinn dómur á það. Það er kannski ekki úr vegi að rifja upp hvaða þingmenn koma ekki til með að snúa aftur eftir kosningar. Fyrst má nefna þau Svanfríði Jón- asdóttur, Samfylkingu, Sverri Her- mannsson, Frjálslynda flokknum og Ólaf Örn Haraldsson, Framsókn- arflokki, en þau gáfu ekki kost á sér áfram. Karl V. Matthíasson, Samfylk- ingu, Sigríður Jóhannesdóttir, Sam- fylkingu, Páll Pétursson, Framsókn- arflokki og Kristján Pálsson, Sjálfstæðisflokki, náðu ekki þeim framboðssætum sem þau sóttust eft- ir og koma því ekki inn á þing eftir kosningar. Sá síðarnefndi hefur þó verið að tala um sérframboð, svo kannski er ekki rétt að útiloka hann alveg strax. Þá er ólíklegt að Adolf H. Bernd- sen, Sjálfstæðisflokki, og Kjartan Ólafsson flokksbróðir hans komist inn þar sem þeir eru það neðarlega á sínum listum. Um marga aðra þing- menn ríkir einnig mikil óvissa; þeir eru ekki nægilega ofarlega á sínum listum; þar með eru þeir kannski inni og kannski úti. Samkvæmt þessu er því ljóst að nokkur end- urnýjun verður í þingliðinu að lokn- um kosningum 10. maí. Og kannski „fjörið“ byrji fyrst þá?      Ekki langur tími til stefnu EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, tekur ekki afstöðu til boð- aðra skattalækkana Davíðs Odds- sonar, forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins, fyrr en hann hefur séð nánari útfærslu á þeim. Guðjón A. Kristjánsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokks- ins, fagnar boðuðum skattalækkun- um og segir tímabært að lækka skatta á hina lægstlaunuðu. Davíð boðaði skattalækkanir á í ræðu sinni á Viðskiptaþingi Verslun- arráðs Íslands á miðvikudag. Vill hann afnema eignaskatt, lækka beina skatta og skatta á helstu nauð- synjar. Halldór Ásgrímsson segir að svig- rúm sé til skattalækkana á næsta kjörtímabili, ekki síst vegna virkjana og stóriðjuframkvæmda. „Við mun- um leggja aðaláhersluna á skattamál barnafjölskyldna og unga fólksins. Við gerðum það í síðustu kosninga- baráttu og sá árangur náðist á þessu kjörtímabili að það var dregið nokk- uð úr tekjutengingu barnabótanna. Við teljum að það þurfi að ganga mun lengra í því, bæði að því er varð- ar tekjutengingu barnabóta og vaxtabóta. Þetta verður forgangs- mál okkar í skattamálum á næsta kjörtímabili. Við teljum að skatt- byrði þeirra sem eru að stofna heim- ili sé óhófleg og ekki bætir úr skák þegar viðkomandi fjölskyldur eru að greiða af námslánum í leiðinni.“ Guð- jón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fagnar ákvörðunum um skattalækkanir en segir að beina verði þeim að þeim sem lægst hafa launin. Hækka þarf persónuafslátt og skattleysismörk „Það þarf m.a. að hækka persónu- afsláttinn verulega og koma skatt- leysismörkum yfir 100 þúsund krón- ur. Það kostar að vísu mikla fjármuni, en ef Davíð er almennt að boða til skattalækkana þá held ég að það sé kominn tími til að horfa á skatta láglaunafólksins. Það er búið að lækka skatta fyrirtækja og há- tekjuskatt og við höfum lækkað eignaskatta, þannig að nú held ég að röðin sé komin að skattalækkunum hjá hinum lægstlaunuðu. Lækkanir á sköttum á nauðsynjavöru og þjón- ustu geta auðvitað legið þar inni í,“ segir Guðjón. Fjölskyldufólk og láglaunafólk njóti skattalækkana Halldór Ásgrímsson Guðjón A. Kristjánsson ALLS 64% svarenda í skoðanakönn- un Gallup fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð eru hlynnt þjóðarat- kvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirkj- un. 30% svarenda eru andvíg þjóð- aratkvæðagreiðslunni en 6% svarenda taka ekki afstöðu. Þingflokkur VG kynnti niðurstöðu skoðanakönnunarinnar á blaða- mannafundi í gær. Eins og kunnugt er hefur þingflokkurinn lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um byggingu Kárhnjúkavirkjunar. Er sú tillaga til umfjöllunar á Al- þingi. Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður VG, sagði á fundin- um í gær að niðurstaða könnunar- innar væri mjög skýr vísbending til stjórnvalda um að verða við þeirri kröfu sem þingflokkur VG hefði lagt fram í fyrrnefndri tillögu. Könnunin var framkvæmd í janúar og febrúar. Úrtakið var 1.250 manns. Svarhlut- fall var 66,8%. Í könnuninni var einnig spurt um það hvort svarendur væru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu um mikil- vægustu málefni þjóðarinnar. Tæp- lega 80% svarenda sögðust hlynnt slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu, 15% eru andvíg en 7% tók ekki afstöðu. 64% vilja at- kvæðagreiðslu um Kárahnjúka NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Austurlands og Félag um verndun hálendis Austurlands skora á stjórnvöld að halda þjóðaratkvæða- greiðslu um Kárahnjúkavirkjun og er hafin undirskriftasöfnun þess efnis. Undirskriftum verður safnað fram að alþingiskosningunum 10. maí og verður einnig að taka þátt í henni á vefsíðunni halendid.is. Krafan um þjóðaratkvæða- greiðsluna var kynnt á blaða- mannafundi í gær og var við sama tækifæri frumflutt baráttulagið Mótmælum Kárahnjúkavirkjun eft- ir Jóhann G. Jóhannsson, sem einnig semur texta. Innan tíðar kemur út geisladiskur með fleiri lögum helgaður baráttunni gegn Kárahnjúkavirkjun og leggja þar hönd á plóginn, Björgvin Helgason, Bubbi Morthens, Magnús Þór Sig- mundsson, Jóhann Helgason og fleiri. Í erindi sínu á fundinum sagði Þórhallur Þorsteinsson, stjórnar- maður í Félagi um verndun hálend- is Austurlands, að hagfræðidæmin í tengslum við fyrirhugaðar fram- kvæmdir væru aðeins hálfreiknuð vegna þess að því væri nánast sleppt að gaumgæfa það tjón sem virkjanirnar og fylgifiskar þeirra myndu valda á ferðaþjónustunni. „Hin raunverulega og óafturkræfa eyðilegging óspilltrar og einstæðr- ar náttúru er aðeins hluti af skað- anum en eins og flestir hér vita er hún hvergi metin inn í stofnkostn- að Kárahnjúkavirkjunar,“ sagði hann. „Efnahagslega er það skað- inn fyrir ímynd Íslands sem mest munar um.“ Skuldir Landsvirkjunar helmingur landsframleiðslu Í máli Þorsteins kom fram að skuldir Landsvirkjunar næmu nú tæpum helmingi af landsfram- leiðslu Íslands og sagðist hann ekki ætla að reyna að spá hvernig dæm- ið myndi líta út að loknum fram- kvæmdum, eða þegar þeim yrði hætt. „En ég velti fyrir mér: hverj- ir eru þeir lánardrottnar sem lána fyrirtæki á borð við Landsvirkjun fjármagn svo tugum milljarða skiptir vaxtalaust í 4–10 ár? Hlýtur þar ekki að vera hið þolinmóða fjármagn sem ferðaþjónustuna og raunar allflestan atvinnurekstur vantar svo sárlega.“ Í samtali við Morgunblaðið gagnrýndi Sveinn Aðalsteinsson viðskiptafræðingur harðlega fjár- hagslegar forsendur framkvæmd- arinnar og benti m.a. á að búið væri að þrýsta stofnkostnaði niður um 6,6 milljarða. Á sama tíma væri gert ráð fyrir meiri framleiðslu sem væri mjög vafasamt auk þess sem ekki væri gert ráð fyrir vöxt- um á framkvæmdatímanum. „Bara vextirnir á framkvæmdatíma hleypa verðinu upp um a.m.k. 10%. Síðan er sagt að þetta sé einhver hagkvæmasta framkvæmd sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Það er alls ekki rétt, þetta er flóknasta og stærsta framkvæmd sem ráðist hefur verið í. Þar af leiðandi er ekki efnahagslegur grundvöllur fyrir henni, heldur eru allt önnur sjónarmið sem ráða. Erlendir sér- fræðingar segja að kílóvattsstundin kosti að lágmarki 30–40 mills (2,5– 3,3 kr.) miðað við svona flókna framkvæmd. Hér á að selja kíló- vattsstundina á innan við 18 mills miðað við að áltonnið kosti 1.564 dollara. Nú er álverðið rúmlega 1.400 dollarar. Virkjunin verður niðurgreidd af þjóðinni.“ Krefjast þjóðaratkvæðis um Kárahnjúkavirkjun Morgunblaðið/Sverrir Krafan um þjóðaratkvæði kynnt á blaðamannafundi. Borði hefur verið lagður yfir þvert gólfið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.