Morgunblaðið - 15.02.2003, Blaðsíða 12
SKÚLI Eggert Þórðarson,
skattrannsóknarstjóri ríkisins,
vísar á bug ásökunum sem fram
koma í andmælum við skýrslu
embættisins um rannsókn á
skattskilum Jóns Ólafssonar, um
óeðlilega málsmeðferð og brot á
lögum við rannsókn málsins.
Skattrannsóknarstjóri ríkisins
Vísar ásökunum í
andmælabréfum á bug
„Þær staðhæfingar sem koma
fram hjá talsmanni Jóns Ólafs-
sonar um að embættið hafi ekki
starfað eftir lagafyrirmælum
eru ekki réttar,“ segir Skúli
Eggert.
Hann vildi ekki tjá sig um
málið að öðru leyti.
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI hefur ekki sett svokall-
aða CFC-löggjöf (Controled For-
eign Company), en slíka löggjöf er
víða að finna erlendis. Þessi löggjöf
fjallar um skattalega meðferð er-
lendra félaga sem eru í eigu inn-
lendra aðila. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hefur fjármála-
ráðuneytið skoðað kosti þess að
setja slíka löggjöf, en engar tillögur
hafa verið settar fram í þeim efnum.
CFC-löggjöf er vel þekkt löggjöf í
skattarétti. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins er ekki um
flókna löggjöf að ræða.
CFC-löggjöf þýðir t.d. að ef Jón
Jónsson á eignarhaldsfélag í útlönd-
um þar sem skattar eru lágir (í svo-
kallaðri skattaparadís) og yfir 70%
af tekjum félagsins eru fjármagns-
tekjur er litið svo á að allar tekjur
félagsins séu jafnframt tekjur Jóns
Jónssonar og skattlagðar sem slík-
ar.
Jón Ólafsson, stjórnarformaður
Norðurljósa, seldi Skífuna 1997 og
fjárfesti fyrir söluhagnaðinn í eign-
arhaldsfélagi í Lúxemborg. Þetta
félag hefur ekki greitt skatt af fjár-
magnstekjum. „Ef menn vilja reyna
að stoppa svona þá verður skatt-
greiðandinn að vita að þetta sé
bannað og til að vita að þetta sé
bannað finnst mér ótækt að það
standi ekki í lögum, líkt og er víða
erlendis,“ sagði sérfróður heimild-
armaður Morgunblaðsins.
Erfitt að frysta
eignir á þessu stigi
Íslendingar hafa gert tvísköttun-
arsamninga við margar þjóðir, en
þessir samningar gera ráð fyrir
gagnkvæmri upplýsingarskyldu
skattyfirvalda. Það fer síðan eftir
öðrum samningum sem löndin hafa
gert hvernig farið er með mál þar
sem um hugsanlega lögsókn er að
ræða vegna skattamála. Þannig er
hugsanlegt að bresk yfirvöld aðstoði
íslensk yfirvöld við að innheimta
skattaskuld manns sem býr í Bret-
landi en skuldar skatta á Íslandi.
Grundvallaratriði er þó í máli Jóns
Ólafssonar, að hann hefur ekki verið
dæmdur fyrir brot á skattalöggjöf-
inni og því liggur ekki fyrir hvort
einhver brot hafi verið framin. Á
þessu stigi er því mjög hæpið að
hægt sé t.d. að frysta eignir Jóns
Ólafssonar erlendis vegna ásakana
sem fram hafa komið í skýrslu
skattrannsóknarstjóra um skatta-
mál Jóns.
Heimilt að endurfjárfesta
söluhagnað
Stærsta einstaka upphæðin sem
skattrannsóknarstjóri gerir athuga-
semd við í skýrslu um skattamál
Jóns Ólafssonar er sala Jóns á Skíf-
unni og meðferð söluhagnaðarins.
Ágreiningur er milli Jóns og skatt-
rannsóknarstjóra um hvert hafi ver-
ið eðlilegt söluverðmæti Skífunnar.
Lögfræðingur sem Morgunblaðið
ræddi við í gær bendir á að á þess-
um tíma hafi verið heimilt að endur-
fjárfesta fyrir söluhagnaðinn í er-
lendu eða íslensku félagi án þess að
greiða skatt af hagnaðinum. Rík-
isskattstjóri hafi m.a. sent frá sér
bréf þar sem hann segi að heimilt
hafi verið að endurfjárfesta í ís-
lensku eða erlendu eignarhalds-
félagi. Reglurnar hafi því verið al-
veg skýrar hvað þetta varðar.
Fjölmargir fjárfestar hafi notfært
sér þetta á þessum tíma.
Skattalega skipti því í sjálfu sér
engu máli hvert söluverðmæti Skíf-
unnar var, Jóni var heimilt að end-
urfjárfesta fyrir alla upphæðina,
hvort sem hún var 3 milljarðar eða
300 milljónir, án þess að greiða
skatta af upphæðinni.
Lögfræðingurinn segir að ef nið-
urstaða þessa máls verði sú að Jóni
verði gert að greiða skatt af tæp-
lega 1.200 milljónum króna vegna
þess að hann hafi ekki endurfjárfest
fyrir allan söluhagnaðinn verði að
líta svo á að honum og ráðgjöfum
hans hafi yfirsést sú leið vegna þess
að það hafi verið fullkomlega löglegt
að endurfjárfesta fyrir söluhagnað
án þess að greiða af honum skatt.
Þegar fjárfest er í eignarhalds-
félögum í Lúxemborg þarf viðkom-
andi fjárfestir að greiða 1% stimp-
ilgjald af upphæðinni. Ef fjárfest er
fyrir 3 milljarða þarf að greiða 30
milljónir í stimpilgjald, en ef fjárfest
er fyrir 300 milljónir eru 3 milljónir
greiddar í stimpilgjald.
Morgunblaðið/Golli
Fátækleg löggjöf á Íslandi
um erlend eignarhaldsfélög
Íslensk löggjöf er fátækleg hvað varðar
starfsemi erlendra eignarhaldsfélaga sem
eru í eigu íslenskra aðila. Hér hefur ekki
verið sett svokölluð CFC-löggjöf, en hana
er víða að finna erlendis.
Í SKÝRSLU skattrannsóknarstjóra um skatt-
skil Jóns Ólafssonar & Co.sf. segir að háttsemi
Jóns Ólafssonar og Símonar Á. Gunnarssonar,
löggilts endurskoðanda, í tengslum við sölu á
eignarhlut félagsins í Fjölmiðlun hf. til Inuit
Enterprises kunni að brjóta gegn ákvæðum
laga, m.a. um bókhald, ársreikninga, laga um
tekju- og eignarskatt og almennra hegningar-
laga.
Segir að háttsemin kunni að varða þá refs-
ingu skv. 5. mgr., sbr. 1. mgr. 107. greinar laga
nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt og 262.
grein almennra hegningarlaga.
Umrædd grein hegningarlaganna er svo-
hljóðandi: „Hver sem af ásetningi eða stór-
felldu gáleysi gerist sekur um meiri háttar brot
gegn 1., 2. eða 5. mgr. 107. gr. laga um tekju-
skatt og eignarskatt, sbr. og 2. mgr. 22. gr. laga
um tekjustofna sveitarfélaga, 1., 2. eða 7. mgr.
30. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda,
sbr. og 11. gr. laga um tryggingagjald, og gegn
1. eða 6. mgr. 40. gr. laga um virðisaukaskatt
skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Heimilt er að
dæma fésekt að auki samkvæmt þeim ákvæð-
um skattalaga er fyrr greinir.
Sömu refsingu skal sá sæta sem af ásetningi
eða stórfelldu gáleysi gerist sekur um meiri
háttar brot gegn 3. mgr. 30. gr. laga um stað-
greiðslu opinberra gjalda, 2. mgr. 40. gr. laga
um virðisaukaskatt, 37. og 38. gr., sbr. 36. gr.,
laga um bókhald eða 83.–85. gr., sbr. 82. gr.,
laga um ársreikninga, þar á meðal til þess að
leyna auðgunarbroti sínu eða annarra.
Verknaður telst meiri háttar brot skv. 1. og 2.
mgr. þessarar greinar ef brotið lýtur að veru-
legum fjárhæðum, ef verknaður er framinn
með sérstaklega vítaverðum hætti eða við að-
stæður sem auka mjög saknæmi brotsins, svo
og ef maður, sem til refsingar skal dæma fyrir
eitthvert þeirra brota sem getur í 1. eða 2. mgr.,
hefur áður verið dæmdur sekur fyrir sams kon-
ar brot eða eitthvert annað brot sem undir þau
ákvæði fellur.“
Fésekt allt að tífaldri skattfjárhæð
Tilvitnaðar málsgreinar í 107. gr. laga um
tekju- og eignarskatt er svohljóðandi:
1. málsgrein: „Skýri skattskyldur maður af
ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi rangt eða
villandi frá einhverju því sem máli skiptir um
tekjuskatt sinn eða eignarskatt skal hann
greiða fésekt allt að tífaldri skattfjárhæð af
þeim skattstofni sem undan var dreginn og
aldrei lægri fésekt en nemur tvöfaldri skatt-
fjárhæðinni. Skattur af álagi skv. 106. gr.
dregst frá sektarfjárhæð. Stórfellt brot gegn
ákvæði þessu varðar við 1. mgr. 262. gr. al-
mennra hegningarlaga.“
5. málsgrein: „ Hver sá sem af ásetningi eða
stórkostlegu hirðuleysi lætur skattyfirvöldum í
té rangar eða villandi upplýsingar eða gögn
varðandi skattframtöl annarra aðila eða aðstoð-
ar við ranga eða villandi skýrslugjöf til skatt-
yfirvalda skal sæta þeirri refsingu er segir í 1.
mgr. þessarar greinar.“
Rangfærsla bókhalds
Í skýrslunni segir að telja verði fullvíst að
Jóni Ólafssyni og Símoni Á. Gunnarssyni hafi
mátt vera ljóst að rangt var að tilgreina um-
rædda sölu í bókhaldi og skattframtali skatt-
aðilans gjaldárið 1999, vegna rekstrarársins
1998 og að söluverð það sem þeir tilgreindu
sem söluverð eignarhlutans í Fjölmiðlun hf.
væri fjarri raunverulegu söluverðmæti eignar-
hlutans í félaginu. Þeir hafi því af ásetningi
rangfært bókhald og skattframtal að því er
best verði séð, í því skyni að blekkja skattyfir-
völd og koma skattaðilanum hjá skatt-
greiðslum.
Telja verði að háttsemi þeirra kunni að svara
til verknaðarlýsinga 3. og 5. töluliðar 1. máls-
greinar, sbr. og 2. mgr. 37. greinar og eftir at-
vikum 39. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald.
Tilvitnaðar málsgreinar í 37. grein eru svo-
hljóðandi: „Svofelld háttsemi bókhaldsskylds
manns eða fyrirsvarsmanns lögaðila telst ætíð
meiri háttar brot gegn lögum:[...]
3. Ef hann rangfærir bókhald eða bókhalds-
gögn, býr til gögn sem ekki eiga sér stoð í við-
skiptum við aðra aðila, vantelur tekjur kerf-
isbundið eða hagar bókhaldi með öðrum hætti
þannig að gefi ranga mynd af viðskiptum og
notkun fjármuna, enda varði brotið ekki við
158. gr. almennra hegningarlaga.[...]
5. Ef hann lætur undir höfuð leggjast að
semja ársreikning í samræmi við niðurstöður
bókhalds, eða ársreikningur hefur ekki að
geyma nauðsynlega reikninga og skýringar eða
er rangfærður að öllu leyti eða hluta, enda varði
brotið ekki við 158. gr. almennra hegningar-
laga.[...]
Sama á við ef maður aðstoðar bókhaldsskyld-
an mann eða fyrirsvarsmann lögaðila við þau
brot sem lýst er í 1.–5. tölul. eða stuðlar að þeim
á annan hátt.“
Getur varðað við ákvæði
laga um ársreikninga
Því er einnig haldið fram í skýrslunni að hátt-
semin kunni að svara til verknaðarlýsinga í 2.
tl. 1. mgr., sbr. og 2. mgr. 83. gr. og 2. og 3. tl.
85. gr. og eftir atvikum 86. gr. laga nr. 144/1994
um ársreikninga. Umrædd ákvæði eru svo-
hljóðandi:
(83.gr.) „Svofelld háttsemi stjórnarmanna
eða framkvæmdastjóra félaga skv. 1. gr. telst
ætíð meiri háttar brot gegn þeim:
[...]
2. Ef þeir rangfæra ársreikning, samstæðu-
reikning eða einstaka hluta þeirra, byggja ekki
samningu þeirra á niðurstöðu bókhalds eða láta
rangar eða villandi skýringar fylgja, enda varði
brotið ekki við 158. gr. almennra hegningar-
laga.
Sama á við ef maður aðstoðar stjórnarmenn
eða framkvæmdastjóra félaga við þau brot sem
lýst er í þessari grein eða stuðlar að þeim á ann-
an hátt.“
(85. gr.) „Endurskoðendur eða skoðunar-
menn gerast sekir um refsiverð brot gegn lög-
um þessum með athöfnum eða athafnaleysi því
sem hér greinir:
[...]
2. Ef þeir haga störfum sínum andstætt
ákvæðum laga þessara eða í ósamræmi við
góða endurskoðunarvenju.
3. Ef þeir með áritun sinni gefa rangar eða
villandi upplýsingar eða láta hjá líða að geta um
mikilsverð atriði er snerta rekstrarafkomu eða
efnahag félagsins.“
(86. gr.) „Tilraun til brota og hlutdeild í brot-
um á lögum þessum, önnur en sú sem lýst er í
83. og 84. gr. laga þessara, er refsiverð eftir því
sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga.“
Háttsemi kann að varða við
158. grein alm. hegningarlaga
Loks segir að telja verði að háttsemi Jóns og
Símonar kunni að varða áðurnefnda 262 gr. al-
mennra hegningarlaga og 158. grein sömu laga,
sem er svohljóðandi:
„Ef maður tilgreinir eitthvað ranglega í op-
inberu skjali eða í bók eða í annars konar skjöl-
um eða bókum, sem honum er skylt að gefa út
eða rita, eða maður tilgreinir eitthvað ranglega
í skjali eða bók, sem hann gefur út eða heldur í
starfi, sem opinbera löggildingu þarf til að
rækja, og það er gert til þess að blekkja með því
í lögskiptum, þá varðar það fangelsi allt að 3 ár-
um, eða sektum, ef málsbætur eru. Sömu refs-
ingu varðar það að nota þess háttar röng gögn í
lögskiptum, sem væru þau rétt að efni til.
Ákvæði 1. og 2. mgr. eiga einnig við um rang-
færslu og notkun upplýsinga og gagna sem
geymd eru á tölvutæku formi.“
Rannsóknarskýrsla skattrannsóknarstjóra um bókhald og skattskil Jóns Ólafssonar & Co. sf.
Meint brot geta
varðað fésekt-
um og fangelsi