Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HLUTHAFAR fjölmenntu á aðal- fund Landsbanka Íslands hf. í Súlna- sal Hótel Sögu í gær. Ársskýrslan var samþykkt og helstu afkomutölur kynntar. Hápunkturinn var þó þegar tilkynnt var um nýtt bankaráð en í því situr aðeins einn áfram úr því ráði sem nú fer frá. Það kom fáum á óvart að Björgólfur Guðmundsson skyldi vera í ráðinu en hann var kjörinn for- maður þess á fundi nýs ráðs síðar um daginn. Þakklæti til bankaráðs- manna og bankastjóra var fráfarandi bankaráðsformanni, Helga S. Guð- mundssyni, ofarlega í huga þegar hann ávarpaði gesti aðalfundar. Hann kvaðst hafa átt gott samstarf við Kjartan Gunnarsson og sagði það mjög skynsamlegt að velja hann áfram til starfa í bankaráðinu. Í ávarpi sínu á ársfundinum sagðist Helgi vona að bankinn fengi á næstu misserum tækifæri til stórra nýrra áfanga í alþjóðavæðingu með kaup- um á erlendum eignum í Evrópu. Ásamt Helga hverfa nú úr bankaráði Landsbankans þeir Birgir Þór Run- ólfsson, Guðbjartur Hannesson og Jónas Hallgrímsson. Kjartan reyndastur Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Björgólfur Guðmundsson að í gamla ráðinu hefðu setið góðir menn og skilað vel sínu stari. „Við vorum ákveðnir í því að það yrði einn úr gamla bankaráðinu til að tengja sam- an söguna og hefðirnar. Kjartan hef- ur sjálfur verið stór hluthafi í bank- anum auk þess að hafa setið í stjórn Heritable í London. Hann var því reynslumestur þeirra sem voru í ráðinu.“ Tvær konur eru varamenn í banka- ráði, þær Guðbjörg Matthíasdóttir og Þórunn K. Þorsteinsdóttir, sem er fulltrúi starfsmanna bankans. Aðrir varamenn eru Þór Kristjánsson, Sindri Sindrason og Þorsteinn Sveinsson. Bankinn er í höndum hluthafa Eftir fyrsta bankaráðsfundinn sagði Björgólfur Guðmundsson að lokið væri fyrsta ópólitíska banka- ráðsfundi Landsbanka Íslands. „Þetta var ótrúlega merkilegur fund- ur. Þetta er fyrsti fundurinn í þessum fornfræga banka þar sem pólitíkin hefur ekkert að segja. Þessi banki hefur alltaf verið á pólitískum nótum en er nú komin í hendurnar á 14.600 hluthöfum á opnum markaði. Nú geta allir fengið að vera með.“ Spurður að því hvort honum þyki bankaráðið endurspegla nægilega breiðan hóp sagðist formaðurinn telja hópinn hafa ágæta breidd. „Við erum varfærnir í byrjun. Konur munu koma hér í stjórnunarstöður. Við fundum enga konu í fyrstu at- rennu til að koma inn í bankaráðið. Breiddin í ráðinu er ágæt. Þorgeir er vanur maður úr stjórn Sparisjóðanna og situr í stjórn ýmissa fyrirtækja. Einar Benediktsson kemur með mikla og góða þekkingu úr atvinnulíf- inu. Hann rekur félag sem er með starfsstöðvar um allt landið, allt Ís- land er hans akur. Ég tel Andra Sveinsson vera nauðsynlega rödd ungs manns inn í bankaráðið. Það er töluvert mikið af ungu fólki í fjár- málaheiminum og ég tel nauðsynlegt að þeirra rödd heyrist.“ Mörg spennandi verkefni erlendis í deiglunni Björgólfur segir að á næsta stjórn- arfundi verði farið nánar yfir mark- mið og áherslur nýs bankaráðs. „Eitt er víst að við ætlum að gera góðan banka betri. Við ætlum okkur að vera í sókn. Við höfum verið að skoða fjár- festingar í Bretlandi. Við þekkjum vel til þar og við teljum áhættuminnst að sækja á þann markað. Austur- Evrópa er t.d. of áhættusamur mark- aður fyrir Landsbankann að fjárfesta á. Við munum því einblína á Bret- land. Það eru mörg spennandi verk- efni í gangi,“ sagði Björgólfur án þess að vilja greina nánar frá því hver þessi verkefni eru. Hann segir þó ljóst að fara verði afar varlega í er- lendar fjárfestingar. „Það þarf að fara afskaplega varlega með eins dýrmætan hlut og Landsbankann. Bankar eru í eðli sínu íhaldssamir, og við kannski líka inni við beinið. Hér í ráðinu blandast vel saman íhaldssöm vinnubrögð Landsbankans og okkar viðhorf í atvinnulífinu sem eru frjáls- ari. En við munum ekki fara út í nein- ar glannalegar fjárfestingar.“ Af- koma bankans á síðasta ári var að sögn Halldórs J. Kristjánssonar bankastjóra viðunandi. Halldór kynnti helstu tölur úr ársreikningi 2002 og sagði minni sveiflur hafa ver- ið á undanförnum fjórum árum í af- komu Landsbankans en hinna við- skiptabankanna. Sagði hann að allir bankanna hefðu verið að bæta sig en afkomubati Landsbankans hefði ver- ið jafnari en hinna. Halldór nefndi sölu á helmingshlut bankans í VÍS, kaup á Heritable-bankanum í Lond- on og kaup á meirihluta í SP-fjár- mögnun sem markverðustu áfangana í starfsemi bankans á árinu. Sagðist hann góð skilyrði fyrir bankann að sækja á erlenda markaði. „Öll innri og ytri skilyrði til víðtækrar sóknar eru til staðar og stjórnendur bankans eru þess fullvissir að árið 2003 verði ár vaxtar og markaðssóknar hjá Landsbankasamstæðunni,“ segir Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. 685 milljónir í arð til hluthafa Samþykkt var á aðalfundinum að 685 milljónir af hagnaði ársins 2002, alls 2.028 milljónum króna, skyldu greiddar í arð til hluthafa. Nemur arðgreiðslan 34% af hagnaði og 10% af nafnvirði hlutafjár Landsbankans. Afgangi hagnaðarins verður ráðstaf- að til hækkunar á eigin fé bankans. Þá var samþykkt á fundinum heim- ild til bankaráðs að ákveða kaup á allt að 5% af eigin hlutafé. Skal heimildin nýtt innan 18 mánaða frá samþykkt aðalfundar. Einnig var tillaga um að tvöfalda heimild bankaráðs til að auka hlutafé í áföngum og var heim- ildin hækkuð úr 500 milljónum í 1.000 milljónir. Í greinargerð bankaráðs um tillöguna segir að brýnt sé að auka hagræðingu á íslenskum fjár- málamarkaði, með auknu samstarfi og samrunum banka, sparistjóða og tryggingafélaga. Ennfremur segir að Landsbankinn haldi áfram að kanna möguleika á fjárfestingu erlendis, m.a. með kaupum á eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum. Til að bankinn geti orðið öflugur þátttakandi í að- gerðum á erlendum mörkuðum var talið rétt að auka svigrúm bankaráðs til að gefa út nýtt hlutafé. Í gær fengu nýir eigendur Lands- banka Íslands, Samson Eignarhalds- félag ehf., afhent 33,3% hlutafjár í bankanum, eins og samningur Sam- son við íslenska ríkið frá 31. desem- ber 2002 kvað á um. Það sem eftir stendur af hlutafénu sem Samson keypti, alls 12,5%, verður afhent eigi síðar en í lok desember. Fyrsti „ópólitíski“ bankaráðsfundur Landsbankans Nýtt bankaráð Landsbanka Íslands kom saman í gær eftir að tilkynnt hafði verið á aðalfundi að aðeins einn maður úr fyrra ráði héldi sæti sínu. Eyrún Magnúsdóttir sat aðalfund bankans og átti spjall við nýskip- aðan formann bankaráðs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bankaráð einkavædds Landsbanka Íslands hf. kom í fyrsta sinn saman í gær. Andri Sveinsson, Kjartan Gunn- arsson varaformaður, Björgólfur Guðmundsson formaður, Þorgeir Baldursson og Einar Benediktsson voru glaðir í bragði að fundi loknum í gær. Nokkuð fát kom þó á hópinn þegar ljósmyndari bað þá að brosa og segja „SÍS“ og var haft á orði að það væri vart við hæfi í bankaráðsherbergi hins fyrrum pólitíska Landsbanka Íslands. eyrun@mbl.is HANNA Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks sem situr í skipulags- og byggingarnefnd borgarinnar, segir ekki nokkrar for- sendur til þess að hægt verði að hefja framkvæmdir á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar á næstu átján mánuðum. Hún segir það enn eina staðfest- inguna á vandræðagangi og aðgerð- arleysi borgaryfirvalda í skipulags- málum. Hanna Birna segir mjög sérkenni- legt að hlusta á málflutning R-list- ans í þessu máli. „Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar, segir að það standi ekki á þeim í þessu máli. Maður hlýtur að spyrja hvernig hún geti haldið því fram þegar það er ljóst að þau hafa ekki sett þetta brýna mál í forgang og við vitum að þau tóku þessi gatnamót út af skipu- laginu 1996. Á sínum tíma fólust rök R-listans fyrir því að þetta var tekið út af skipulagi í því sem R-listinn kallaði umhverfissjónarmið. Eins var þess getið í bókun um þessi mál að R-listinn teldi sér skylt að stíga „fyrstu skrefin í þá átt að sporna við óheftri aukningu einkabíla í borg- inni“,“ segir Hanna Birna. Svo virðist sem R-listinn sé nú fyrst að átta sig á því hversu nauð- synleg samgöngubót þessi mislægu gatnamót séu. Hanna Birna furðar sig einnig á því að Steinunn segi all- ar forsendur til staðar til að hefja þetta verk innan næstu 18 mánaða, enda sé það ekki í samræmi við það sem hafi komið fram hjá forsvars- mönnum Vegagerðarinnar. „Það liggur ekki fyrir skipulag um þetta svæði. Hvað þá að ætla að menn geti hafist handa við verkið innan 18 mánaða. Þetta er enn ein staðfest- ingin á vandræðaganginum og að- gerðarleysinu í skipulagsmálum og það er rétt sem hefur komið fram af hálfu forystumanna ríkisstjórnar- innar um þessi mál. Sú staða sem upp er komin hefur ekkert að gera með vilja ríkisstjórnarinnar í málinu heldur allt að gera með hversu illa R-listinn hefur staðið að skipulags- málum.“ Staðfesting á vand- ræðagangi R-lista Hanna Birna Kristjánsdóttir VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, heim- sótti í vikunni verksmiðju SÍF í bænum Tusket í Nova Scotia fylki í Kanada. Jóhann Jónsson, fram- kvæmdastjóri SIF í Kanada, sýndi ráðherranum verksmiðjuna og greindi frá starfseminni. Í lok heimsóknarinnar gæddu ráð- herrann og aðrir gestir sér á ljúf- fengri saltfiskpitsu, sem sér- staklega var búin til í tilefni heimsóknarinnar. Í tilkynningu frá SÍF segir að saltfiskur sé ein fjölmargra afurða sem dótturfyrirtækin selji á mark- aði í Bandaríkjunum og Kanada. Vaxandi eftirspurn sé eftir saltfiski í Ameríku og fjölmargir veitinga- staðir bjóði nú saltfisk á matseðlum sínum. Valgerður sagði við Morgun- blaðið að það hefði verið ánægju- legt og fróðlegt að skoða verk- smiðju SÍF. Fyrirtækið væri greinilega að gera góða hluti þarna og hún sagði mikla ánægju vera meðal bæjaryfirvalda og íbúa í garð SÍF. Hún sagði saltfiskpitsuna hafa verið ljómandi góða á bragðið. Valgerður Sverrisdóttir skoðar saltfiskflök í verksmiðju SÍF ásamt (f.v.) Hjálmari W. Hannessyni sendiherra, Jóhanni Jónssyni, framkvæmdastjóra SIF Kanada, og Richard Hurlburt, þingmanni Nova Scotia. Snæddi saltfisk- pitsu hjá SÍF FJÁRMÁLAEFTIRLITINU hafa borist allnokkrar ábendingar um að einstakir aðilar fari nokkuð glanna- lega í sölumennsku á viðbótarlífeyr- issparnaði, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjármálaeftir- litsins. Í einstökum tilvikum hafi skort á upplýsingagjöf um kostnað sem geti fallið á fólk geri það samn- ing um að skipta um vörsluaðila við- bótarlífeyrissparnaðar. Það á við um upphafskostnað og endurkaupsvirði samnings sem og skilmála. Fjármálaeftirlitinu þótti ástæða til að senda út dreifibréf á alla aðila sem gera svona samninga vegna þessara kvartana. Það eru lífeyris- sjóðir, líftryggingafélög, verðbréfa- fyrirtæki, bankar og vátrygginga- miðlanir. Páll leggur áherslu á að margir aðilar kynni þetta vel fyrir viðskiptamönnum sínum. Í dreifibréfinu leggur Fjármála- eftirlitið áherslu á að aðilar á mark- aði veiti ráðgjöf og aðstoð á faglegan hátt og sinni upplýsingagjöf. Segja upplýsinga- gjöf ábótavant

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.