Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 20

Morgunblaðið - 15.02.2003, Síða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM 150.000 manns tóku á föstudag þátt í mótmælum í Melbourne í Ástralíu vegna hugsanlegs stríðs gegn Írak. „Ekkert stríð“, stóð á efnum Íraks. Gert er ráð fyrir að mikill fjöldi fólks taki þátt í sams konar mótmælum víða um heim í dag. spjöldum sem borin voru í göng- unni og ríkisstjórn Ástralíu var harðlega gagnrýnd fyrir að styðja stefnu Bandaríkjamanna í mál- AP Mótmæli í Melbourne RITSTJÓRI Al- Ahram, helsta mál- gagns ríkisstjórnar Egyptalands, sakaði í gær stjórn Sadd- ams Husseins, for- seta Íraks, um að draga arabaríkin inn í hvert neyðar- ástandið á fætur öðru og kallaði hana „óyfirstíganlega hindrun“ í vegi frið- ar. „Friðsamleg lausn á Íraksdeilunni er enn möguleg en vandamálið, eða öllu heldur hin óyfirstíg- anlega hindrun, er sjálf íraska forystan, ógæfa, sem dunið hefur yfir íraskan almenn- ing og araba alla,“ sagði í grein ritstjórans, Ibrahims Nafies. Nafie, sem er náinn samverka- maður Hosnis Mubaraks Egypta- landsforseta, var í Bandaríkjun- um fyrir hálfum mánuði þar sem hann átti viðræður við háttsetta embættismenn. „Stjórn Saddams Husseins ein- kennist af yfirgengilegum hroka og fáfræði og það er þessi blanda, sem leitt hefur yfir okkur hörm- ungar og hverja kreppuna á fætur annarri,“ segir Naf- ie og nefnir einnig, að honum hafi verið tjáð í Bandaríkja- ferðinni, að vafi leiki á hollustu sumra frammámanna í Íraksstjórn við Saddam Hussein. Í stofufangelsi „Varnarmálaráð- herra Íraks (Sultan Hashem Ahmad) er samkvæmt skipun Saddams í eins kon- ar stofufangelsi á heimili sínu og að- eins dreginn fram vegna funda þar sem nærvera hans er talin nauðsynleg eða vegna mynda- töku,“ sagði Nafie í leiðaranum. Nafie kvaðst vona, að önnur ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna myndi gefa fulltrúum arabaríkjanna nægan tíma til að fara til Bagdad til að reyna að fá Saddam til fulls samstarfs við vopnaeftirlitsmennina. „Þessi ferð yrði sú síðasta áður en hernaðaraðgerðir gegn Írak hefjast.“ Saddam er „óyfirstígan- leg hindrun“ Málgagn Egyptalandsstjórnar fer hörðum orðum um Íraksstjórn Kairó. AFP. Íraskur maður gengur framhjá veggmynd af Saddam í Bagdad. MEIRIHLUTI Bandaríkjamanna er hlynntur því, að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fái meiri tíma til að sinna störfum sínum í Írak. Telur hann það nauðsynlegt til að tryggja stuðning öryggisráðs SÞ við hernað- araðgerðir, verði þær taldar óhjá- kvæmilegar. Kemur það fram í könn- um, sem CBS News og New York Times birtu í gær. Í könnuninni, sem náði til 747 manna vítt og breitt um Bandaríkin, kom einnig fram, að meirihluti lands- manna styður stríð dugi ekki annað til að koma Saddam Hussein Íraksfor- seta frá völdum. Þá greinir hins vegar mjög á um það hvort ríkisstjórn George W. Bush forseta og þar með Colins Powells utanríkisráðherra hafi sýnt fram á það með sannfærandi hætti, að ekki sé rétt að bíða með hernaðaraðgerðir gegn Írak. Í tölum voru niðurstöðurnar þær, að 59% telja, að Sameinuðu þjóðunum skuli gefinn meiri tími, og 63% vilja, að Bandaríkjamenn hafist ekki að nema með stuðningi bandamanna sinna. Þá telja 56%, að Bush eigi að bíða eftir samþykki SÞ. Könnunin sýnir, að ánægjan með Bush hefur minnkað. 53% eru óánægð með frammistöðu hans í efna- hagsmálum og 44% með frammistöðu hans í utanríkismálum almennt. 53% eru hins vegar sammála afstöðu hans í Íraksmálinu. Hlynntir því að SÞ fái meiri tíma Washington. AFP. LIÐSMENN vopnaeftirlits Sameinuðu þjóð- anna hafa ekki fundið nein gereyðingarvopn í Írak en stjórn Saddams Husseins í Bagdad hef- ur hins vegar ekki gert grein fyrir miklum birgðum efna- og sýklavopna sem henni á sínum tíma var skipað að uppræta. Þetta kom fram í skýrslu Svíans Hans Blix, yfirmanns vopnaeft- irlitsins, sem hann flutti á fundi öryggisráðs SÞ í gær. Blix sagði að íraskar eldflaugar, sem væru öflugri en þeim hefði verið leyft að smíða sam- kvæmt ákvæði í vopnahléssamningum eftir Persaflóastríðið 1991, hefðu nú verið bannaðar. Hann sagði að ef Írakar sýndu fullan samstarfs- vilja yrði hægt að tryggja á skömmum tíma með eftirliti að þeir hefðu raunverulega eytt öllu ger- eyðingarvopnum og búnaði til framleiðslu þeirra. Egyptinn Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), sagði í sinni skýrslu í gær að ekki hefðu fundist nein merki um að Írakar væru aftur farnir að reyna að búa til kjarnorkusprengju. Hann bætti þó við að „ýmis mál“ væri enn verið að rannsaka en fagnaði því að Írakar hefðu nú staðfest for- setatilskipun sem bannaði alla framleiðslu ger- eyðingarvopna. Hún væri „skref í rétta átt“. Blix sagði ekki hægt að slá því föstu hvort Írakar ættu enn gereyðingarvopn af einhverju tagi. „Annað mál og afar mikilvægt er að ekki hefur verið gerð grein fyrir fjölmörgum bönn- uðum vopnum og hlutum,“ sagði hann. „Menn mega ekki umsvifalaust slá því föstu að þau séu til. En á hinn bóginn er heldur ekki hægt að úti- loka að svo sé. Ef þau eru til ætti að sýna þau svo að hægt sé að eyða þeim.“ 1.000 tonn af efnavopnum Blix sagði að upplýsingar skorti um á að giska þúsund tonn af efnavopnum sem vitað er að Írakar framleiddu. Staðfest var af hálfu þáver- andi vopnaeftirlitsmanna SÞ árið 1998 að Írakar framleiddu VX-taugagas og áður hafði stjórn Saddams Husseins viðurkennt að hafa gert til- raun til að smíða kjarnorkusprengju. Blix sagði í gær að ályktun SÞ númer 1441 hefði kveðið á um annað og meira en að „dyrnar yrðu opnaðar“ en þar er þess krafist að Írakar afhendi gereyð- ingarvopn sín eða sanni að þeir hafi eytt þeim. Einnig er sagt í ályktuninni að hlíti Írakar henni ekki muni það hafa „alvarlegar afleiðingar“. Sagði Blix að Írakar yrðu að leggja fram trú- verðugar sannanir fyrir því að umræddum vopnabúnaði, þ. á m. miltisbrandi, VX-taugagasi og langdrægum eldflaugum, hefði verið eytt í samræmi við ályktanir öryggisráðs SÞ, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC. „Írakar verða að takast á við þetta vandamál með afdráttarlaus- um hætti og forðast að gera lítið úr því,“ sagði hann. Blix tjáði sig ekki beint um það hvort þörf væri á því að fjölga eftirlitsmönnum en sagði að SÞ væru nú með um 250 manna lið í Írak, þar af 115 vopnaeftirlits- menn. Blix fjallaði um rannsókn, sem gerð var á jarðvegssýnishornum frá stöðum þar sem grunsemdir voru um að efna- eða sýklavopn hefðu verið framleidd. Niðurstöðurnar virtust staðfesta yfirlýsingar Íraka um að svo væri ekki. Eldflaugasérfræðingar á vegum SÞ hefðu komist að þeirri niðurstöðu að ný gerð eld- flauga sem Írakar hafa smíðað, Al Samoud 2, væri langdrægari en hámarkið sem tilgreint væri í ályktunum SÞ um leyfilegan vopnabúnað Íraka. Þær gætu dregið allt að 194 kílómetra en hámarkið er 150 kílómetrar. Hann hefði því bannað smíði flauganna. Meiri tíma þyrfti til að úrskurða hvort önnur gerð eld- flauga, Al Fatah, bryti gegn reglum SÞ. Blix sagði að samtöl sem fulltrúar eftirlitsins hefðu fengið að eiga við þrjá íraska vísinda- menn 8. og 9. febrúar hefðu reynst „upplýsandi“ en ekki hefði verið gefið leyfi fyrir fleiri viðtölum með skilmálum eftir- litsmanna. Stjórnin í Bagdad hefur m.a. krafist þess að fulltrúi hennar sé viðstaddur slík viðtöl en gerði loks undantekningu með mennina þrjá eftir mikinn, alþjóðlegan þrýsting. „Ég vona að þarna verði breyting á,“ sagði Blix. „Við teljum að viðtöl sem fara fram án þess að nokkur þriðji aðili sé við- staddur og án þess að þau séu tekin upp myndu vera líklegust til að bera árangur sem mark yrði tekið á.“ Efast um túlkanir Powells á gervihnattamyndum Blix sagði að efast mætti um sumar af þeim vísbendingum um brot Íraka sem Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði fram á fundi öryggisráðsins 5. febrúar. Powell sagði meðal annars að grunsemdir væru um að Írakar hefðu fengið fyrirfram vitneskju um skyndi- heimsóknir eftirlitsmanna á staði sem þeir hafa kannað. „Við þekkjum engin dæmi um að Írakar hafi vitað fyrirfram að eftirlitsmenn væru á leið- inni,“ sagði Blix. Powell sýndi öryggisráðinu á sínum tíma gervihnattamyndir af stað, þar sem talið er að gereyðingarvopn séu framleidd og var lest vöru- bíla á leið frá staðnum. Taldi ráðherrann mynd- ina sanna að Írakar hefðu fjarlægt búnaðinn áð- ur en eftirlitsmenn komu þangað. Blix sagði að myndirnar gætu sýnt eðlilega starfsemi og flutninga á efni. Myndirnar hefðu ekki verið teknar á sama tíma heldur með tveggja vikna millibili. Fram kom að Írakar hafa fallist á að ræða við suður-afríska sérfræðinga en eftir að aðskiln- aðarstjórn hvítra féll þar í landi var ákveðið að gefa upp á bátinn tilraunir til að smíða kjarn- orkuvopn. Hafa alþjóðlegar stofnanir staðfest að það hafi verið gert. Mohamed ElBaradei sagði að reynsla IAEA hefði sýnt að hægt væri, með því að fylgja eftir ströngu eftirliti, að sannreyna hvort verið væri að framleiða kjarnorkuvopn, jafnvel þótt um- rætt ríki neitaði að eiga fullt samstarf um eft- irlitið. Hann sagði að enn væri verið að rannsaka hvort umdeild, sérhönnuð álrör, sem Írakar létu framleiða fyrir sig erlendis, gætu tengst tilraun- um til að auðga úran til notkunar í sprengjur. Áður hefur ElBaradei sagt að IAEA teldi að skýringar Íraka stæðust en þeir segjast ætla að nota rörin í hefðbundnar flugskeytasprengjur. Yfirmenn vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak flytja öryggisráðinu skýrslu Blix segir að enn skorti upplýsing- ar frá Írökum Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. ’ „Menn mega ekki um-svifalaust slá því föstu að þau séu til. En á hinn bóg- inn er heldur ekki hægt að útiloka að svo sé.“ ‘ Hans Blix SADDAM Hussein Íraksforseti gaf í gær út forsetatilskipun þar sem bannað er að fram- leiða efna-, sýkla- eða kjarnorkuvopn og einnig að flytja þau inn. Íraska þingið stað- festi þegar tilskipunina. Saddam leggur einnig bann við því að flutt- ur sé inn búnaður sem hægt sé að nota til framleiðslu gereyðingarvopna. „Öll ráðu- neyti ættu að framfylgja þessari tilskipun og gera það sem nauðsynlegt er til að refsa þeim sem ekki hlíta henni,“ segir í tilskipuninni. Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi reynt að fá Íraka til að setja lög af þessu tagi. Ari Fleischer, talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, lét í ljós efasemdir um að lögin skiptu miklu máli. „Ef ætlunin er að fá fólk til að trúa því að Írak sé lýðræðisríki þar sem samþykkt séu marktæk lög er það 12 ár- um og 26.000 lítrum af miltisbrandi of seint,“ sagði Fleischer. Banna ger- eyðingarvopn Bagdad. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.