Morgunblaðið - 15.02.2003, Side 22
ERLENT
22 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VUR
V I
ÐS
K IP
TAÞJÓNUSTA
U
TA
N
R Í K I S R Á Ð U N
E Y
T I
S
I N
S
í verki með íslenskri útrás
www.vur.is
Litla lirfan
ljóta verður
Katie the
Caterpillar
„CAOZ hf. vinnur nú að markaðs-
setningu á Litlu lirfunni ljótu erlendis.
Í samstarfi við viðskiptafulltrúa VUR
ytra er m.a. unnið að því að fara
markvisst inn á tvo af lykilmörkuðum
í Evrópu. Okkar hugmyndum hefur
verið tekið opnum örmum og eftir
gott undirbúningsstarf og
þarfagreiningu hefur tekið við öflugt
starf á báðum mörkuðum.
Það er okkar reynsla af samvinnu við
VUR að þar fer mjög hæft starfsfólk
saman við metnað og vilja til að ná
árangri. Ekki síðra virði fyrir okkur er
sú staðreynd að viðskiptafulltrúarnir
opna okkur dyr sem virtust lokaðar
áður. Við erum þess fullviss að sam-
starfið við VUR muni bera góðan ávöxt.“
Hilmar Sigurðsson,
framkvæmdastjóri CAOZ hf.
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
V
U
R
6
0
2
-0
3
KLAPPAÐ var fyrir Dominique de
Villepin, utanríkisráðherra Frakk-
lands, í fundarsal öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna er hann lýsti því yfir
á fundi ráðsins í gær að vopnaeftirlitið
í Írak skilaði árangri og að ekkert
réttlætti ennþá að ráðist yrði á landið.
Viðbrögðin eru sögð til marks um að
flestir fundargesta hafi verið ósam-
mála Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og Jack Straw, utan-
ríkisráðherra Bretlands, sem vilja að
öryggisráðið heimili hernaðaraðgerð-
ir gegn Írökum á grundvelli þess að
þeir hafi ekki afvopnast.
De Villepin lagði til að vopnaeftir-
litinu yrði haldið áfram og að Hans
Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar
SÞ, og Mohammed ElBaradei, yfir-
maður Alþjóðakjarnorkumálastofn-
unarinnar, kæmu aftur fyrir örygg-
isráðið 14. mars næstkomandi til að
greina frá framgangi þess.
Í ljósi andstöðu Frakka við afstöðu
Breta og Bandaríkjamanna kom ekki
á óvart að de Villepin skyldi draga
fram þá þætti vitnisburðar Blix fyrir
öryggisráðinu í gær sem bentu til að
Írakar hefðu starfað af meiri heilind-
um með eftirlitsmönnum en áður.
De Villepin hélt því m.a. fram að
vopnaeftirlit næði tilætluðum mark-
miðum skjótar en árás á ríkisstjórn
Saddams Husseins, enda myndu átök
í Írak valda miklu uppnámi í Mið-
Austurlöndum; raunar sagði de
Villepin að stríð í Írak myndi skekja
alla heimsbyggðina. Langan tíma
myndi taka að reisa Írak úr rústum
stríðs. „Í húfi er trúverðugleiki okkar
og ábyrgð okkar er mikil. Við skulum
hafa hugrekki til að horfa á hlutina
eins og þeir eru,“ sagði hann. „Enginn
getur haldið því fram að stríð sé fljót-
virkara en vopnaeftirlit [...] Stríð er
nefnilega alltaf til marks um að mönn-
um hefur orðið á í messunni.“
Og de Villepin vísaði óbeint til ögr-
andi ummæla sem Donald Rumsfeld,
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
lét nýverið falla um „gömlu Evrópu“:
„Þessi skilaboð til ykkar koma frá
gömlu ríki, Frakklandi, frá heimsálf-
unni Evrópu sem þekkir stríð, her-
nám, grimmd. Frakkland er gamalt
ríki sem ekki gleymir og sem er full-
komlega ljóst hversu mikið það á
frelsishetjum frá Bandaríkjunum og
öðrum stöðum að þakka. Frakkland
hefur hins vegar alltaf staðið óhikað
vörð um sitt grundvallargildismat,
staðráðið í að standa þétt við hlið ann-
arra þjóða alþjóðasamfélagsins.
Frakkland trúir á getu okkar til að
búa saman til betri veröld.“
Klækjabrögð af hálfu Íraka
Colin Powell sagði aftur á móti að
Írakar hefðu ekki hlítt skilmálum
ályktana öryggisráðsins og að þeir
hefðu einfaldlega ekki í hyggju að
hlíta þeim. Því væri sú stund að renna
upp að öryggisráðið þyrfti að hugleiða
hernaðaraðgerðir til að tryggja að
ályktanir þess næðu fram að ganga.
„Svo margir ykkar myndu helst vilja
geta sloppið við að taka á þessu máli,
en þetta er mál sem þarf að taka á,“
sagði Powell við fulltrúa ríkjanna sem
sæti eiga í öryggisráðinu.
Írakar hafa sýnt vopnaeftirlits-
mönnum aukinn samstarfsvilja und-
anfarna daga en Powell sagði hegðun
þeirra miða að því einu að blekkja
samfélag þjóðanna. Írakar tækju
e.t.v. þátt í því ferli, sem vopnaeft-
irlitsmenn hefðu skipulagt vegna
vinnu sinnar í Írak, en þeir neituðu
enn að gera það eina sem máli skipti;
að afvopnast. „Hér er aðeins um að
ræða klækjabrögð sem þeir beita
gegn okkur,“ sagði Powell. „Kæru
vinir, við getum ekki látið þá komast
upp með það enn einu sinni.“
Ígor Ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, tók undir með hinum
franska starfsbróður sínum en hann
sagði vopnaeftirlitið í Írak ganga vel
og að það ætti að styrkja. „Hlutunum
miðar í rétta átt og við getum ekki
leitt það hjá okkur,“ sagði hann.
Hlaut hann lófaklapp að launum, rétt
eins og de Villepin. Ívanov tók þó
fram að vissulega væri hugsanlegt að
grípa þyrfti til hernaðaraðgerða í
þessu máli. Það ætti hins vegar ekki
að gera fyrr en allir aðrir kostir hefðu
verið reyndir. „Sú stund er enn ekki
runnin upp,“ sagði hann. Joschka
Fischer, utanríkisráðherra Þýska-
lands, sagði að vopnaeftirlitið í Írak
hefði „verulega dregið úr þeirri hættu
sem af Írak stafaði“. „Vopnaeftirlits-
mennirnir verða að fá þann tíma sem
þeir þurfa til ljúka starfi sínu,“ sagði
Fischer.
Frakkar segja að vopna-
eftirlitið skili árangri
Colin Powell telur ekki lengur
hægt að una blekkingum Íraka
Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP.
Reuters
Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir við einn aðstoðar-
manna sinna en í baksýn sést hvar Mohamed Aldouri, sendiherra Íraks hjá
SÞ, gjóir augunum í átt til Powells.
SAMEINUÐU þjóðirnar ætla að
óska eftir fjárframlögum að and-
virði að minnsta kosti 6,4 milljarða
króna í viðbót til að undirbúa hjálp-
arstarf í Írak komi þar til stríðs.
Kenzo Oshima, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, sagði á blaðamannafundi í
New York að áætlað væri að tíu
milljónir af 22 milljónum íbúa Íraks
myndu þurfa á tafarlausri mat-
vælaaðstoð að halda kæmi til stríðs.
Um helmingur þjóðarinnar yrði án
drykkjarvatns og hreinlætis-
aðstöðu.
Sameinuðu þjóðirnar gera ráð
fyrir því að tvær milljónir Íraka
flosni upp og fari á vergang í Írak
og að 600.000 til 1,45 milljónir flýi
til grannríkjanna.
Að sögn Oshima byggjast þessar
tölur á meðaltali svartsýnasta og
bjartsýnasta mats hjálparstofnana
Sameinuðu þjóðanna á afleiðingum
stríðs í Írak. Hann benti einnig á að
ef Bandaríkin og samstarfsríki
þeirra hernæmu Írak bæri þeim
skylda til að halda uppi lögum og
reglu í landinu og dreifa þar mat-
vælum og lyfjum, samkvæmt Genf-
ar-sáttmálanum frá 1949.
Oshima sagði að Flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóðanna
væri með tjöld til reiðu fyrir
118.000 manns og skýli fyrir
350.000 manns til viðbótar ættu að
vera tilbúin fyrir lok mars. Und-
irbúningurinn gengi miklu hægar
en gert var ráð fyrir því stefnt var
að því að koma upp skýlum fyrir
600.000 manns.
Ríki heims hafa lofað fjár-
framlögum að andvirði 2,8 millj-
arða króna vegna hjálparstarfsins.
Oshima áætlaði að stofnanir Sam-
einuðu þjóðanna þyrftu að fá alls
9,2 milljarða króna en lagði áherslu
á að sú fjárhæð miðaðist aðeins við
viðbúnaðinn. Samtökin myndu
þurfa að óska eftir miklu meiri fjár-
framlögum ef stríð skylli á.
„Getur valdið skelfilegum
þjáningum“
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, gerði örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna grein
fyrir viðbúnaði hjálparstofnana
samtakanna á fundi í fyrradag.
Oshima lagði þó áherslu á að fram-
kvæmdastjórinn teldi ekki að stríð
væri óhjákvæmilegt. „Við verðum
samt að gera okkur grein fyrir því
að stríð getur skollið á og valdið
írösku þjóðinni skelfilegum þján-
ingum.“
Oshima sagði að búist væri við
miklum skemmdum á samgöngu-
mannvirkjum og erfitt yrði fyrir yf-
irvöld í Írak að dreifa matvælum
kæmi til stríðs. Talið er að
matvælabirgðirnar í landinu endist
í sex vikur.
Oshima sagði að hjálparstofnanir
Sameinuðu þjóðanna hefðu neyð-
armatvælabirgðir handa 250.000
manns sem myndu endast í tíu vik-
ur. Þær hefðu drykkjarvatn og
hreinlætisvörur fyrir 300.000
manns og prótínríkt kex handa
240.000 börnum.
Þetta eru miklu minni birgðir en
stefnt var að. Til að mynda hafa
hjálparstofnanirnar sjúkrakassa
fyrir 240.000 manns til reiðu en
stefndu að milljón.
Oshima vildi ekki nefna neinar
tölur um hugsanlegt mannfall en
sagði að hjálparstofnanir Samein-
uðu þjóðanna hefðu ekki bolmagn
til að bregðast við hugsanlegum
árásum með efna- eða sýklavopn-
um.
Viðbúnaður hjálparstofnana SÞ vegna hugsanlegs stríðs í Írak
Tíu milljónir Íraka gætu
þarfnast neyðaraðstoðar
Sameinuðu þjóðunum. AFP.
Moggabúðin
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.