Morgunblaðið - 15.02.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.02.2003, Qupperneq 30
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 30 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á FUNDI bæjarráðs Árborgar 13. febrúar var auknu framlagi til vega- framkvæmda fagnað en áréttað að Menningarsalur Suðurlands stendur fokheldur, tilbúinn til átaks um upp- byggingu. Hönnun salarins liggur fyrir og er miðað við 330 sæta tón- listar-, leik- og ráðstefnuhús. Bæj- arráðið skorar á ríkisstjórnina að koma að Menningarsalnum með fjárframlagi. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundi bæjarráðs: „Bæjarráð Árborgar fagnar ákvörðun ríkis- stjórnar um aukið framlag til vega- framkvæmda, atvinnuuppbyggingar og til byggingar menningarhúsa. Sérstaklega fagnar bæjarráð þeim auknu fjármunum sem verja á til vegaframkvæmda við Suðurstrand- arveg og Hellisheiði. Bæjarráð Árborgar lýsir hins vegar yfir miklum vonbrigðum með að ríkisstjórnin hafi ekki ákveðið að setja fjármuni í að ljúka við Menn- ingarsal Suðurlands í Hótel Selfossi. Menningarsalurinn hefur staðið fok- heldur í um aldarfjórðung. Á liðnu ári lagði Eignarhaldsfélagið Brú hf. 37 m.kr. til framkvæmda og hljóð- vistarhönnunar á salnum. Jafnframt hafa áhugasamir aðilar, í samstarfi við félagið, komið á fót sjálfseign- arstofnun um uppbyggingu og rekstur Menningarsalarins. Þá hafa sveitarfélög á Suðurlandi ásamt fyr- irtækjum og einstaklingum heitið fjárframlögum til verkefnisins. Einungis vantar 120 mkr. framlag frá ríkisvaldinu til að Menningarsal- ur Suðurlands komist í fulla notkun á nokkrum vikum. Á undanförnum misserum hefur verið leitað eftir slíku framlagi en án árangurs. Minnt skal á að slíkur menningar- salur nýtist íbúum í einu landfræði- lega stærsta kjördæmi landsins vel með tilliti til staðsetningar innan kjördæmisins. Jafnframt skal minnt á að ekkert annað menningarhús á landsbyggðinni er komið jafn langt og Menningarsalur Suðurlands með tilliti til framkvæmda og framlaga frá aðilum innan svæðis. Bæjarráð Árborgar skorar ein- dregið á ríkisstjórnina að tryggja fjármuni til að ljúka framkvæmdum við Menningarsal Suðurlands.“ Vegaframkvæmdum fagnað Þá samþykkti bæjarráð Ölfuss eftirfarandi ályktun 13. febrúar sl.: „Bæjarráð Ölfuss fagnar ákvörð- un ríkisstjórnarinnar um 6,3 millj- arða framlag til vegamála, sérstaks atvinnuátaks og byggingar menn- ingarhúsa. Bæjarráð fagnar sérstaklega ákvörðun ríkisstjórnarinnar um fjármagn í Suðurstrandarveg og endurbætur á veginum um Hellis- heiði og Gjábakkaveg. Um er að ræða nauðsynlegar samgöngubætur sem munu hafa jákvæð áhrif á þró- un byggðar, atvinnu og þjónustu á Suðurlandi. Bæjarráð Ölfuss fagnar frum- kvæði ríkisstjórnarinnar en með því verður gjörlegt að standa við þau loforð sem gefin voru og voru for- senda fyrir hinu nýja Suðurkjör- dæmi. Minnt er á að Suðurstrandarveg- ur er lykill að eðlilegum samgöngum innan svæðisins. Þá er minnt á mik- ilvægi hans af öryggisástæðum m.t.t. náttúruhamfara.“ Lokið verði við Menn- ingarsal Suðurlands Árborg/Ölfus Framkvæmdum á Hellisheiði og við Suðurstrandar- veg fagnað STJÓRN stéttarfélagsins Bárunnar í Árnessýslu lýsti á fundi sínum 10. febrúar áhyggjum af vaxandi at- vinnuleysi á Suðurlandi. Á fé- lagssvæði Bárunnar voru skráðir at- vinnulausir í lok janúar 123. Á fundinum beindi Báran þeim tilmæl- um til sveitarstjórna á Suðurlandi að leita leiða til þess að flýta fyrirhug- uðum framkvæmdum eins og mögu- legt er. Þá bendir stjórnin á þá mögulegu tilhögun að ráðning í öll tímabundin störf hjá sveitarfélögum fari í gegn- um Svæðisvinnumiðlun Suðurlands. Stjórnin skoraði á fundi sínum á ráðamenn íslensku þjóðarinnar að hækka atvinnuleysisbætur í 93 þús- und krónur, til jafns við lágmarks- laun verkafólks. „Það er alveg ljóst að sá launamaður sem lendir í þeirri ógæfu að missa atvinnu sem hann hefur haft og fær ekki annað en at- vinnuleysisbætur sér til framfærslu getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Hvernig á að vera hægt að lifa á ríflega 77 þúsund krónum á mán- uði? Hvernig á sá einstaklingur að greiða húsaleigu eða afborgun af íbúð og annað sem nauðsynlegt er hverj- um einstaklingi til að lifa?“ segir m.a. í ályktun stjórnarfundar Bárunnar. Ekki í takt við raunveruleikann Einnig samþykkti stjórnin eftirfar- andi ályktun: „Stjórn Bárunnar for- dæmir harðlega þau vinnubrögð stjórnvalda sem í skjóli Kjaradóms vanvirða tilraunir verkalýðshreyfing- arinnar til að halda verðbólgunni í skefjum. Stjórn Bárunnar er ómögu- legt að skilja hvernig æðstu embætt- ismenn þjóðarinnar hafa geð í sér til að taka við margfalt meiri launa- hækkun í skjóli kjaradóms en samið hefur verið um á almennum vinnu- markaði. Að taka 7% hækkun á mörg hundruð þúsund króna laun á sama tíma og atvinnulausu fólki er skömmtuð 5% hækkun á rúm 73 þús- und sýnir að þeir eru ekki í takt við raunveruleikann. Hækkunin kemur eins og köld vatnsgusa framan í almenning sem þrátt fyrir léleg laun lagði allt sitt undir til þess að hægt væri að koma böndum á stighækkandi verðbólgu í landinu.“ Áhyggjur vegna vax- andi atvinnuleysis Selfoss FIMLEIKADEILD Hamars hélt á dögunum pæjumót, sem ætlað er stúlkum sem eru að keppa á móti í fyrsta sinn. Að sögn Ólafar Sigríðar Einarsdóttur yfirþjálfara er keppn- isfyrirkomulagið þannig að í hverju liði eru sex keppendur og fimm þeirra fá einkunn. Keppt var í 1. þrepi B sem er fyr- ir allan aldur og 1. þrepi fyrir stúlk- ur fæddar 1993 og 1994. Þetta mót var ætlað landsbyggðarfélögum og komu lið frá Hetti á Egilsstöðum, Rán í Vestmannaeyjum, fimleika- deild Akraness, Laugdælir frá Laugarvatni og Hvergerðingar úr Hamri. Í janúar sl. tóku 16 krakkar úr fimleikadeild Hamars þátt í Aquafresh Íslandsmótinu, þetta voru 13 stúlkur og 3 piltar. Pilt- arnir náðu þeim árangri að komast á meistaramót en einungis 10 hæstu í hverju þrepi komast þangað. Auk þess varð Daði Rafn Brynjarsson Ís- landsmeistari í 1. þrepi. Stúlkurnar unnu til fjölmargra verðlauna en systurnar Sóley og Hjördís Jóhannsdætur stóðu sig af- burðavel. Hjördís varð í 2. sæti samanlagt í 1. þrepi og kemst því á meistaramót. Sóley varð í 3. sæti í 3. þrepi í 13 ára aldursflokki. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Daði Rafn Brynjarsson, Íslands- meistari í 1. þrepi, með Elínu Guð- mundsdóttur, móður sinni. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Adda María Óttarsdóttir skemmti sér vel á pæjumótinu. Fyrstu skrefin á pæjumóti Hveragerði UNGMENNAFÉLAG Selfoss og Glímusamband Íslands hafa staðið að glímukynningu í skólum á Sel- fossi. Nemendur fá tækifæri til að finna fyrir hinni þjóðlegu íþrótt og reyna sig í glímu eftir kynningu á reglum. Þetta framtak hefur gefist mjög vel og eru krakkarnir áhugasamir um glímuna. Það á ekki síður við um stúlkurnar, sem taka rösklega á í glímunni. Morgunblaðið/Sigurður JónssonStúlkurnar eru áhugasamar um glímuna. Glíman kynnt í skólum Selfoss SUNNUDAGASKÓLINN var ekki í kirkjunni síðasta sunnudag heldur fóru krakkarnir ásamt séra Báru Friðriksdóttur og aðstoðarfólki hennar að Dvalarheimilinu Ási. Þar var heimilisfólkið komið saman og tók þátt í sunnudagaskólanum. Krakkarnir sungu lög sem þau hafa lært í vetur og eru mörg lag- anna með hreyfingum. Engillinn Pétur og Kalli vinur hans komu í heimsókn, en þeir eru handarbrúður og hafa krakkarnir gaman af að fræðast um ýmsa hluti í gegnum brúðurnar. Það var greinilegt að allir höfðu gaman af þessari tilbreytingu, bæði börn og fullorðnir. Börn og fullorðnir í sunnudagaskóla Hveragerði Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Börnin sungu fyrir heimilisfólk dvalarheimilisins. KRAKKARNIR á leikskólanum Glaðheimum hafa það sem fasta venju að fagna þorranum. Þetta gera þau með dagskrá þar sem fjallað er um ýmsar hefðir og sungið um krumma. Svo er snæddur þorramatur og þá vill oft koma gretta á eitt og eitt andlit en megin- málið er að börnin fá þarna þjóðlegt við- fangsefni að fást við sem viðheldur þjóðararf- inum. Börnin sitja í hring í samkomusalnum og fylgjast vel með því sem fram fer þegar hóp- arnir koma fram einn af öðrum. Klappað er innilega fyrir þeim sem koma fram. Atriðin sem börnin flytja eru bæði með söng- og leiktjáningu. Hefðir og krummasöngur Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Beðið eftir atriðum, krummi er að sjálfsögðu í forgrunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.